Morgunblaðið - 13.03.2003, Page 43

Morgunblaðið - 13.03.2003, Page 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MARS 2003 43 ✝ Guðrún Egils-dóttir fæddist í Reykjahjáleigu í Ölf- usi 4. nóvember 1922. Hún lést á líknar- deild Landspítalans, Landakoti, 4. mars síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Egill Jónsson bóndi í Reyk- jahjáleigu, f. 11.9. 1887, d. 16.5. 1930, og kona hans Svan- borg Eyjólfsdóttir, f. 19.4. 1891, d. 12.7. 1974. Guðrún var þriðja í röð sex systk- ina. Systkini hennar eru: Hallgrímur, f. 13.7. 1919, d. 7.5. 1996; Jónína, f. 8.11. 1920, d. 19.5. 2000; Steinunn, f. 17.5. 1924; Eyjólfur, f. 6.8. 1925; og Egill Svavar, f. 1.10. 1929, d. 9.8. 1989. Guðrún giftist 24.4. 1954 Óskari Jónssyni, f. á Þúfu í Kjós 10.10. 1921, d. 18.9. 1997. Dætur þeirra eru: 1) Guðrún Jóna, f. 16.11. 1954. Maki Magnús S. Magnús- son. Börn þeirra eru þrjú, Hlynur, Freyr og Matthildur; 2) Svanborg Eygló, f. 9.4. 1956. Maki Guð- jón Antonsson. Börn hennar eru fimm, Eygló Þóra, Óskar Rúnar, Arnfríður Kristrún, Anton Vignir og Nína Guð- rún; 3) Ragna Stef- anía, f. 10.5. 1963. Sambýlismaður Bergsveinn Jó- hannsson. Börn hennar eru þrjú, Kristján Már, Jökull Óskar og Guðrún Ástrós. Útför Guðrúnar verður gerð frá Bústaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Við áttum einhvern veginn aldrei von á að vera í þessum sporum, að þurfa að setja í orð tilfinningar, hugsanir og minningar um ömmu okkar nú þegar hún er dáin. Við vissum að amma væri ekkert ung- lamb lengur, en hún var aldrei göm- ul í okkar augum. Fyrstu æviárin bjuggum við ásamt móður okkar hjá ömmu og afa í Skaftahlíðinni. Í minningunni var alltaf sól í Skaftahlíðinni; sól og kyrrð. Kyrrð og spekt var ekki neinn aðall okkar systkinanna en amma okkar kunni tökin á okkur. „Gríptu Eygló, þá fylgir Óskar á eft- ir“, sagði hún til að koma í veg fyrir að við hlypum í sitthvora áttina þeg- ar ná átti í okkur inn frá leik að kveldi til. Eftir það var aldrei vanda- mál að koma okkur inn á kvöldin. Hinu einstaka sambandi sem við áttum við ömmu okkar og afa verður best lýst með algengu mismæli ömmu þegar hún var að tala við okk- ur systkinin. Amma sagði; „Hann pabbi ykkar“ og átti þá við Óskar afa en leiðrétti sig síðan og sagði „Hann afi ykkar“. Þessi orð sýndu skýrt þann hug sem amma bar til okkar. Án hennar og afa hefði lífið verið okkur og móður okkar miklu erfiðara og óöruggara. Þeir eru ófáir kílómetrarnir og ferðirnar sem amma og afi óku um með okkur vegna hinna ýmsu mis- mikilvægu erinda. Erindið þurfti ekki alltaf að vera brýnt til þess að þau væru boðin og búin að koma til aðstoðar. Alltaf komust við á leið- arenda, þótt stundum væri erfitt að greina á milli hvort þeirra keyrði þó aðeins annað þeirra væri með bíl- prófið. Þannig var það hjá þeim líkt og í lífinu sjálfu að hver leið var val- in í sameiningu og vandað til verka. Afi okkar kvaddi fyrir rúmum fimm árum síðan og var sorg ömmu mikil en nú er hún komin til hans. Það var gaman að því hvað þau voru einstaklega samrýmd í öllu sem snéri að fjölskyldu sinni og stóðu með sínum börnum og barnabörnum í gegnum þykkt og þunnt. Hjá þeim voru dyrnar ætíð opnar og maður gat komið og talað um hjartans mál- efni og sótt stuðning og látið telja í sig kjark í lífsbaráttunni. Þau voru alltaf tilbúin að rétta hjálparhönd. Við teljum okkur óendanlega heppin að hafa átt hana ömmu að. Hún var kletturinn sem við gátum treyst á og við eigum henni svo margt að þakka að stutt minning- argrein getur engan veginn náð að spanna það allt. Hún var, er og verð- ur ávallt elsku amma okkar. Með söknuð í hjarta kveðjum við, með þeirri vissu að hún og afi eru saman á ný. Keyrið varlega. Guð geymi þig, elsku besta amma. Þín barnabörn, Eygló Þóra Harðardóttir, Óskar Rúnar Harðarson. Fljótlega í tilhugalífi okkar Guð- rúnar Jónu buðu væntanlegir tengdaforeldrar mínir, hjónin Óskar Jónsson og Guðrún Egilsdóttir, mér í kaffiboð á heimili þeirra í Skafta- hlíð 40. Ég var þá á öðru ári í Há- skóla Íslands, með þjóðfélagsmálin á heilanum, síðhærður, alskeggjaður og frekar tálgaður í vaxtarlagi. Forðaðist á þeim árum að nota háls- bindi og jakkaföt. Ekki sérlega traustvekjandi. Mér eru minnisstæð þessi fyrstu kynni mín af Óskari og Guðrúnu fyr- ir þá sök að auk þess sem borð var uppdúkað með kaffi og kræsingum tóku á móti mér hjón sem sýndu mér frá fyrstu stundu einlæga virð- ingu og hlýju. Mér var ætíð tekið höfðinglega. Ég minnist Guðrúnar Egilsdóttur með þakklæti fyrir þann rúmlega aldarfjórðung sem leiðir okkar lágu saman. Guðrún var einstaklega heilsteypt manneskja, traust móðir, ráðdeildarsöm hús- móðir, örlát á heilbrigða skynsemi til dætra sinna og umhyggjusöm amma. Guðrún missti sjö ára gömul föð- ur sinn og ólst upp í Ölfusinu með móður sinni sem hafði fyrir sex ung- um börnum að sjá. Ung að árum vann Guðrún við ýmis störf á heimili móður sinnar. Hún vann einnig utan heimilisins sem kaupakona á sumrin eða í vist á vetrum en fluttist að lok- um til Reykjavíkur. Guðrún vann nokkuð sjálfstætt við prjónaskap og fylgdi slík heimaiðja henni bókstaf- lega til síðustu stundar. Guðrún var ekki rík af verald- legum gæðum en sjálfsbjargarvið- leitni hennar var henni svo í blóð borin að enginn var heldur skort- urinn á heimili hennar. Guðrún fylgdi þeirri meginreglu að eyða ekki meira fé en aflað var. Hún var vön að greiða allt sitt með reiðufé. Ekki var Guðrún gefin fyrir ver- aldlegt prjál. Lífernið var einfalt og nægjusemin einstök. Bílar voru kannski helsti munaðurinn sem Óskar og Guðrún veittu sér en sá kafli hófst ekki fyrr en þau voru komin á fimmtugsaldur og Óskar búinn að verða sér úti um bílpróf. Að öðru leyti snerist líf Guðrúnar um að búa að góðu heimili, styðja við bakið á dætrum sínum þremur, stuðla að haldgóðri menntun þeirra og hvetja þær til dáða. Einnig rétti hún barnabörnum sínum hjálpar- hönd þegar á þurfti að halda. Einnig veitti hún öðrum þeim húsaskjól í Skaftahlíðinni sem tímabundna að- hlynningu þurftu. Gat því orðið þröngt setinn bekkurinn á tímabili en enginn þurfti að líða skort nálægt Guðrúnu. Af hennar stóru stundum í lífinu má nefna tvær heimsóknir Óskars og Guðrúnar til okkar Guðrúnar Jónu og barnabarna í Lundi í Sví- þjóð meðan á námsdvöl okkar stóð. Hún bað ekki um fleiri utanferðir, hvorki til Svíþjóðar né til annarra landa. Útþrá Guðrúnar virtist hafa verið svalað með fullnægjandi hætti. Guðrún upplifði aðra stóra stund þegar þau Óskar áttu þess kost að kaupa íbúð á fjórðu hæð á Hæð- argarði 35 og njóta með því útsýn- isins yfir Reykjavík og nágrenni, allt til Bláfjalla. Þar bjuggu þau hjónin í góðu yfirlæti næstu fimm árin þar til eiginmaður hennar og lífsföru- nautur dó haustið 1997. Með fráfalli Óskars fækkaði talsvert heimsókn- um hennar til vina og ættingja. Það var eins og Guðrún drægi sig í hlé frá skarkala heimsins árin á eftir. Ekki sat hún þó heima aðgerðarlaus heldur vann hún áfram við að vélpr- jóna og sauma saman ullarplögg meðan heilsa hennar leyfði. Ef ég minntist ekki á afstöðu Guðrúnar til stjórnmálanna gæfi það nokkuð skakka mynd af tengda- móður minni um þau ár sem ég þekkti hana. Hún varpaði gjarnan fram ísmeygilegri athugasemd um pólitík líðandi stundar, rétt svona til að kanna viðbrögð nærstaddra. Buðu slík augnablik því oftar en ekki upp á pólitískar glímur af ein- hverju tagi. Ætíð hélt þó Guðrún yf- irvegaðri ró sinni hver svo sem framvindan varð. Hún tók að vísu ekki beinlínis nafn „flokksins“ sér í munn svo eftir væri tekið. En mál- staðurinn og forystumennirnir stóðu henni svo nærri að rökræður bitu heldur illa við að þoka hennar stjórnmálaskoðunum nær þeim flokkum sem kenndu sig við verka- lýð og bændur. Traustið skipti hana miklu máli í pólitík og varði Guðrún sína leiðtoga, þá Bjarna Ben. og Davíð, og alla hina sem í millitíðinni völdust til forystu. Skiptir ekki máli hvað þeir hétu. Þegar Guðrún varð áttræð sl. nóvember hélt hún veglegt kaffiboð fyrir vini sína og fjölskyldu. Var það góð stund með traustu vinafólki. Fram til þess tíma hafði hún haldið góðri heilsu og sjaldan orðið mis- dægurt á langri ævi. Fljótlega eftir þetta tók Guðrún að kenna sér meins innvortis en tregaðist í fyrstu að leita til læknis. Við rannsókn í byrjun þessa árs var orðið of seint að grípa til aðgerða. Þegar sjúk- dómsgreiningin var staðfest kom enn aftur vel í ljós hve mikinn sál- arstyrk Guðrún hafði að bera. Það var hún sem veitti dætrum sínum og ættingjum styrk í veikindum sínum þar til yfir lauk. Hún kveið engu. Guðrún Egilsdóttir var góðhjört- uð og hjálpsöm og þannig vil ég minnast tengdamóður minnar. Ég vil að lokum þakka Guðrúnu fyrir allar þær góðu stundir sem ég og fjölskyldan varð aðnjótandi gegnum góð verk og hlýjan hug á liðnum ár- um. Blessuð sé minning Guðrúnar Egilsdóttur. Magnús S. Magnússon. GUÐRÚN EGILSDÓTTIR Sími 562 0200 Erfisdrykkjur Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Sverrir Olsen, útfararstjóri. Sverrir Einarsson, útfararstjóri. Bryndís Valbjarnardóttir, útfararstjóri. Baldur Frederiksen, útfararstjóri. ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR SIGURJÓNSDÓTTUR, Ægisíðu 107, Reykjavík. Sérstakar þakkir sendum við til alls starfsfólks hjúkrunarheimilisins Víðinesi fyrir ómetanlega umönnun og hlýhug. Sigurjón H. Gestsson, Inga G. Gunnlaugsdóttir, Almar Gestsson, Elín Jónsdóttir, Baldvin Gestsson, Lotte Gestsson, Guðmundur R. Gestsson, Ásta D. Björnsdóttir, Kristinn Gestsson, Valgerður M. Ingimarsdóttir. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs vinar míns og bróður, GUÐNA GÍSLASONAR, Granaskjóli 23, Reykjavík. Sigríður Magnúsdóttir, Magnús Gíslason. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, ANNA MAGNEA BERGMANN, Hringbraut 77, Keflavík, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju föstu- daginn 14. mars kl. 14.00. Böðvar Þ. Pálsson, Ásta Vigdís Böðvarsdóttir, Kristján Vilberg Vilhjálmsson, Margrét Böðvarsdóttir, Anna Þóra Böðvarsdóttir, Lúðvík U. Smárason, barnabörn og barnabarnabörn. Ég kynntist Sig- urði Hafstað 17. júní 1969 í Moskvu. Sendiráð Íslands hafði boð inni, og að því loknu bauð Sigurður mér heim til þeirra Ragnheiðar. Upp frá því var eins og þau hjón ættu í mér hvert bein. Og sömu hlýju varð Dina kona mín aðnjótandi af þeirra hálfu. Árið 1974 fluttum við hjónin til Noregs. Örlögin – þeim er ekki alls varnað – höguðu því svo til að sama ár kom Sigurður til starfa við sendi- ráðið í Ósló öðru sinni. Þar bjó hann svo með fjölskyldu sinni það sem eftir lifði starfsferils hans í utanrík- isþjónustunni. Okkur hjónum fannst að hjá Sig- urði og Ragnheiði ættum við okkar annað heimili. Af gestrisni og greið- vikni þeirra hjóna fara margar sög- ur en engar ofsögur. Sú gestristni var margþætt, það andans og menn- ingarinnar góðgæti sem þar var á borðum er ekki á hverju strái. Þegar tóm gafst frá önnum og úðri hvunndagsins, skiptumst við á heimsóknum og hvíldum lúinn huga við spil og gáska. Þá var gjarna tengdamóðir Sigurðar, frú Þórunn Kvaran, einnig til í tuskið. Einhvern veginn fannst mér það kostuleg snerting við Íslandssöguna SIGURÐUR HAFSTAÐ ✝ Sigurður Her-steinn Árnason Hafstað fæddist í Vík í Skagafirði 27. júlí 1916. Hann andaðist í Reykja- vík 21. febrúar síð- astliðinn og var út- för hans gerð frá Neskirkju 28. febr- úar. að spila bridge við dótt- ur Hannesar Hafsteins. Af öllum hugðarefnum Sigurðar bar kveðskap og bókmenntir hæst. „Sendiherra ljóðsins“ var vel valin fyrirsögn á ágætri grein um Sigurð og feril hans í „Heima er best“ um þær mundir sem hann fór á eftirlaun. Hann hafði slíkt stál- minni að undrum sætti, og það minni geymdi digra sjóði íslenskrar og alþjóðlegrar menningar, sem hann kryddaði gjarna kankvísum athugasemdum frá eigin brjósti. Hann hafði glettna, stundum dálítið lævísa, kímnigáfu sem unun var á að hlýða. Það hlýtur að vera helsti minn- isvarði yfir tilvist hvers einstaklings í heimi hér hvaða verðmæti hann lætur eftir sig í mannlífinu. Minnivarði Sigurðar Hafstaðs er reisulegur. Helgi Haraldsson, Ósló. Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti eða á disklingi (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist). Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauð- synlegt er að símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusími og heimasími) fylgi með. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nán- ari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern lát- inn einstakling birtist formáli og ein aðal- grein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitn- anir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 lín- ur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt- nefni undir greinunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.