Morgunblaðið - 13.03.2003, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MARS 2003 51
DAGBÓK
Hallveigarstíg 1 (Iðnaðarmannahúsið),
sími 588 4848
Opið mán.-fös. kl. 11-18, laugard. kl. 11-16
MIÐBÆJARKAST
Bolir frá.........kr. 1.900
Buxur frá.......kr. 3.900
Ítölsk barnafataverslun
fyrir krakka frá 0-12 ára
Laugavegi 53, s. 552 3737
NÝJAR
VÖRUR
FLOTT STRÁKA-
OG STELPUFÖT
Sængurgjafir
Mikið úrval
Útlendingastofnun
Lokað verður föstudaginn 14. mars
vegna flutninga.
Opnun aftur í Skógarhlíð 6,
mánudaginn 17. mars kl. 9.00.
KYRRÐARDAGAR
Í SKÁLHOLTI
12.–16. mars Kyrrðardagar kvenna á vegum systrasamfélagsins, fullbókaðir.
21.–23. mars Kyrrðardagar ætlaðir göngu- og útivistarfólki.
Umhugsunarefni: Ævivegurinn.
Leiðsögn: Sr. Halldór Reynisson og
Sr. Sigurður Árni Þórðarson. Skráning hafin.
16.–19. apríl Kyrrðardagar í dymbilviku.
Leiðsögn: Karl Sigurbjörnsson biskup.
Fullbókað en biðlisti er opinn.
Upplýsingar og skráning í Skálholtsskóla,
sími 486 8870, netfang: skoli@skalholt.is
STJÖRNUSPÁ
Frances Drake
FISKAR
Afmælisbörn dagsins:
Þú hefur auðugt ímyndunar-
afl, ert mikið fyrir mann-
fagnaði og jafnan hrókur alls
fagnaðar þar sem þú kemur.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Þú hefur ákveðnar hug-
myndir en vinir þínir vilja
draga úr framkvæmdagleði
þinni. Undir slíkum kring-
umstæðum er betra að sitja
hjá og bíða næsta dags.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þú hefur á tilfinningunni
að yfirmenn þínir haldi aft-
ur af þér og veiti þér ekki
það svigrúm sem þú telur
þig þarfnast. Reyndu að
líta í eigin barm.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Kröfuharka þín við sjálfan
þig getur gengið út í öfgar.
Þolinmæði er lykilorðið.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Mörgum finnst þeir vera
einmana og einangraðir í
dag, en öll él birtir upp um
síðir.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Persóna þín er niðurbrotin
eftir samskipti við fjöl-
skylduna. Reyndu engu að
síður að horfa björtum
augum á framtíðina.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Samskipti við fjölskylduna,
yfirmenn eða vini ganga
ekki vel í dag. Sýndu öðr-
um þolinmæði og láttu ekki
skapið hlaupa með þig í
gönur.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Persónur í þessu merki eru
fremur órólegar í dag, því
fólk langar að gera eitt-
hvað allt annað en verkefni
dagsins segja til um.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Samstarfsmenn sýna þér
mikinn stuðning í dag. Þú
munt sjá að kurteisi borgar
sig í samskiptum við aðra.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Dagurinn í dag mun skipta
miklu máli hvað varðar
frama þinn og viðhorf fólks
til þín. Þú átt auðvelt með
að kynna þig fyrir fólki
sem þú telur að sé mik-
ilvægt.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Öll fjármál og viðskiptamál
ganga mjög vel í dag.
Raðaðu hlutunum svo eftir
mikilvægi þeirra.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Þér finnst allt ganga upp
hjá þér í dag og þú óttast
ekkert. Þú hefur mikið
sjálfstraust og heilbrigt
viðhorf til lífsins.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Það getur komið sér vel að
vera gæddur hæfilegum
skammti af þrjósku þegar
allir vilja kasta ábyrgðinni
yfir á þig. Mundu að taka
sjálfstæða ákvörðun.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
ÁST OG ÓTTI
Gagntekinn, hrifinn, utan við mig enn
af æsku þinnar fyrstu munarkossum
ég finn í hjarta ást og ótta senn
slá undarlega saman heitum blossum.
Þú ert svo björt, svo ung og blíð og góð,
önd þín er gljúp, sem mjúk er höndin ljúfa.
En ég á dökkt og órótt ólgublóð,
og ungur sló ég sigg á mína hnúa.
Það stingur mig í hjartað eins og ör:
Felst, ef til vill, í bylgjum sálar minnar
eitthvað, sem kynni að setja fingraför
á fagurhreinan spegil sálar þinnar?
Hannes Hafstein
LJÓÐABROT
ÁRNAÐ HEILLA
50 ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 13.
mars, er fimmtug frú Andr-
ea Steinarsdóttir, Spóahól-
um 8, Reykjavík. Andrea er
að heiman í dag.
LESANDINN er beð-
inn um að taka sér sæti í
austur í vörn gegn fjórum
hjörtum. Mótherjarnir í
NS eru Pólverjarnir Mart-
ens og Lesniewski og þeir
hafa í fórum sínum óvenju-
lega sagnvenju, sem þarf
að útskýra:
Suður gefur; allir á
hættu.
Norður
♠ 7
♥ K762
♦ DG3
♣KG1072
Austur
♠ DG93
♥ 1085
♦ ÁK10
♣954
Vestur Norður Austur Suður
-- -- -- 1 hjarta
Pass 3 tíglar * Pass 3 hjörtu
Pass 3 grönd Pass 4 hjörtu
Pass Pass Pass
Stökk norðurs í þrjá tígla
sagði frá fjórlitarstuðningi
við hjartað og einspili til
hliðar. Sögnin er krafa í
geim, en þó ekki sterk í há-
spilapunktum. Suður leit-
ar að einspilinu með þrem-
ur hjörtum og norður segir
það vera í spaða með svari
sínu á þremur gröndum.
Við það missir suður
áhuga á frekari slemmu-
rannsóknum og lýkur
sögnum í fjórum hjörtum.
Makker er á skotskón-
um og kemur út með smá-
an tígul – fimmuna, sem
virðist vera þriðja hæsta
frá 3–4 spilum. Þú drepur
drottningu blinds með
kóng, en hvað svo?
Líklega fer þetta spil
aldrei niður nema makker
eigi ás og þar með inn-
komu til að spila aftur tígli
í gegnum blindan. En hvar
er ás makkers – ef hann er
þá til?
Ekkert er öruggt, en þó
er vitað að suður missti
áhuga á frekari slemmuleit
þegar hann frétti af ein-
spili í spaða, svo kannski er
hann feitur fyrir þar og sér
að einspilið fer til spillis:
Norður
♠ 7
♥ K762
♦ DG3
♣KG1072
Vestur Austur
♠ 10862 ♠ DG93
♥ 4 ♥ 1085
♦ 8654 ♦ ÁK10
♣ÁD83 ♣954
Suður
♠ ÁK54
♥ ÁDG93
♦ 972
♣6
Spilið er frá síðustu lot-
unni í úrslitaleik Englend-
inga og Pólverja um NEC-
bikarinn og Brian Challag-
han í austur skipti yfir í
spaðadrottningu. Þar með
gat sagnhafi hent tígli nið-
ur í spaða og tryggt sér tíu
slagi. Sama vörnin var
endurtekin á hinu borðinu,
en þar eftir sagnirnar: eitt
hjarta – fjögur hjörtu.
Vissulega er erfitt að
spila laufi upp í þennan
ógnandi lit, en þó virðist
það nokkuð rökrétt eftir
sagnir Pólverjanna.
BRIDS
Guðmundur Páll
Arnarson
1. d4 Rf6 2. Rf3 b6 3. g3
Bb7 4. Bg2 e6 5. c4 c5 6.
O-O d5 7. cxd5 exd5 8.
Rc3 Be7 9. Re5 O-O 10.
dxc5 Bxc5 11. Bg5 Ra6
12. Bxf6 gxf6 13. Rg4 Rc7
Staðan kom upp í
seinni hluta Íslandsmóts
skákfélaga sem lauk fyrir
skömmu í Menntaskólan-
um í Hamra-
hlíð. Þór Val-
týsson (2085)
hafði hvítt gegn
Sigurði Páli
Steindórssyni
(2175). 14.
Rxd5! Rxd5 15.
Bxd5 Bxd5 16.
Dxd5! De7
16...Dxd5 17.
Rxf6+ og hvít-
ur verður tveim
peðum yfir og
með yfirburða-
tafl. Í framhald-
inu teflir hvítur
af fítonskrafti. 17. e3 De6
18. Df3 Be7 19. Rh6+
Kh8 20. Rf5 Bc5 21. a3
a5 22. b4! axb4 23. axb4
Hxa1 24. Hxa1 Bxb4 25.
Dg4 og svartur gafst upp
þar sem 25...Hg8 er svar-
að með 26. Ha8! gg hvít-
ur vinnur. 2. umferð
Meistaramóts Taflfélags-
ins Hellis hefst kl. 19.30 í
kvöld. Teflt verður í
húsakynnum félagsins,
Álfabakka 14a.
Hvítur á leik.
SKÁK
Helgi Áss
Grétarsson
Hlutavelta
Þessar duglegu stúlkur héldu tombólu og söfnuðu 1.772 kr.
til styrktar Rauða krossi Íslands. Þær heita Elín Fríða,
Karen og Berglind.
Morgunblaðið/Kristinn
MORGUNBLAÐIÐ
birtir tilkynningar um
afmæli, brúðkaup,
ættarmót og fleira les-
endum sínum að
kostnaðarlausu. Til-
kynningar þurfa að
berast með tveggja
daga fyrirvara virka
daga og þriggja daga
fyrirvara fyrir sunnu-
dagsblað. Samþykki
afmælisbarns þarf að
fylgja afmæl-
istilkynningum og/
eða nafn ábyrgð-
armanns og síma-
númer. Fólk getur
hringt í síma 569-
1100, sent í bréfsíma
569-1329, eða sent á
netfangið ritstj
@mbl.is.
Kokkabókastatíf
Verð 3.990 kr.
Klapparstíg 44
Sími 562 3614
Litir: Svart, blátt,
grænt, grátt
Nýtt! drapplitur
Hvað hefurðu eigin-
lega verið lengi hérna
á eyðieyjunni?