Morgunblaðið - 13.03.2003, Síða 54

Morgunblaðið - 13.03.2003, Síða 54
ÍÞRÓTTIR 54 FIMMTUDAGUR 13. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ ALEKSANDERS Petersons, hand- knattleiksmaður hjá Gróttu/KR fer til Þýskalands í næstu viku til þess að skoða aðstæður hjá 2. deildarlið- inu SV Post Schwerin. Petersons fer utan á fimmtudaginn, daginn eftir að Grótta/KR leikur við Selfoss í 1. deild karla. Post Schwerin er um þessar mundir í öðru sæti norðurhluta þýsku 2. deildarinnar, einu stigi á eftir Stralsunder. Liðið var í 1. deildinni í fyrra en féll sl. vor. Stefna forráðamenn liðsins á að end- urheimta sætið í efstu deild og takist það vilja þeir með öllum ráðum styrkja sveit sína. Petersons hefur einnig verið orðaður við þýsku liðin Grosswallstadt og Friesenheim. Petersons til Schwerin ÚRSLIT HANDKNATTLEIKUR Stjarnan – Grótta/KR 30:35 Ásgarður, 1. deild karla, Essodeildin, mið- vikudagur 12. mars 2003. Gangur leiksins: 2:0, 3:2, 5:3, 5:5, 8:5, 10:8, 11:10, 14:12, 14:15, 15:15, 16:16, 16:18, 17:22, 19:24, 22:24, 23:29, 25:29, 25:31, 28:32, 30:35. Mörk Stjörnunnar: Vilhjálmur Halldórsson 7/3, David Kekelia 5, Arnar Agnarsson 5, Þórólfur Nielsen 5/1, Zoltán Belánýi 4, Kristján Kristjánss. 3, Björn Friðrikss. 1. Varin skot: Árni Þorvarðarson 5, Guð- mundur K. Geirsson 1 (1 til mótherja). Utan vallar: 8 mínútur. Mörk Gróttu/KR: Aleksandrs Petersons 9, Páll Þórólfss. 9/6, Sverrir Pálmason 4, Gísli Kristjánss. 3, Davíð Ólafsson 2, Magnús A. Magnússon 2, Einar B.Árnason 1. Varin skot: Kári Garðarsson 21 (þar af 7 til mótherja). Utan vallar: 10 mínútur. Dómarar: Ólafur Haraldsson og Guðjón L. Sigurðsson. Áhorfendur: 129. Staðan: Valur 23 16 5 2 634:507 37 Haukar 23 17 1 5 697:559 35 ÍR 23 17 1 5 681:595 35 KA 23 14 3 6 633:590 31 HK 23 13 3 7 646:607 29 Fram 23 12 4 7 594:559 28 Þór 23 13 1 9 646:618 27 Grótta/KR 22 12 1 9 578:522 25 FH 22 11 2 9 588:569 24 Stjarnan 23 6 2 15 614:678 14 ÍBV 23 6 2 15 552:653 14 Afturelding 22 5 3 14 538:584 13 Víkingur 23 1 3 19 566:722 5 Selfoss 22 0 1 21 529:733 1 1. deild kvenna: Fylkir/ÍR – FH 22:27 Fylkishöll: Mörk Fylkis/ÍR: Hekla Daðadóttir 8, Hulda Karen Guðmundsdóttir 4, Tinna Jökulsdótt- ir 4, Sigurbirna Guðjónsdóttir 4, Valgerður Árnadóttir 1, Soffía Rut Gísladóttir 1. Mörk FH: Dröfn Sæmundsdóttir 7, Harpa Vífilsdóttir 5, Björk Ægisdóttir 5, Sigrún Gilsdóttir 4, Berglind Björgvinsdóttir 4, Eva Albrechtsen 1, Sigurlaug Jónsdóttir 1. Þýskaland Nordhorn - Flensburg........................... 32:29 Pfullingen - Lemgo ................................ 30:38 KNATTSPYRNA Meistaradeild Evrópu C-RIÐILL: Real Madrid - AC Milan ............................ 3:1 Raúl Gonzalez 12., 56., Jose Maria Guti 85. - Rivaldo 81. - 78.000. Dortmund - Lokomotiv Moskva .............. 3:0 Torsten Frings 39., Jan Koller 58., Marcio Amoroso 66. - 48.000. Staðan: AC Milan 5 4 0 1 5:3 12 Real Madrid 5 2 2 1 8:6 8 Dortmund 5 2 1 2 7:5 7 Lokomotiv 5 0 1 4 3:9 1 Síðasta umferð 18. mars: Lokomotiv Moskva - Real Madrid AC Milan - Dortmund D-RIÐILL: Juventus - Deportivo La Coruna............. 3:2 Ciro Ferrara 12., David Trezeguet 63., Igor Tudor 90. - Diego Tristan 34., Roy Makaay 51. - 25.070. Manchester United - Basel....................... 1:1 Gary Neville 53. - Christian Gimenez 14. - Staðan: Man. Utd 5 4 1 0 11:3 13 Juventus 5 2 1 2 10:9 7 La Coruna 5 1 1 3 5:8 4 Basel 5 1 1 3 3:9 4 Síðasta umferð 18. mars: Basel - Juventus Deportivo La Coruna - Manchester United England 1. deild: Sheffield United - Burnley........................ 4:2 Portsmouth - Norwich............................... 3:2 Reading - Wolves ....................................... 0:1 2. deild: Swindon - Cheltenham .............................. 0:3 Holland De Graafschap - Utrecht........................... 1:0 Austurríki Pasching - Ried .......................................... 3:0 KÖRFUKNATTLEIKUR NBA-deildin Leikir í fyrrinótt: Washington - Orlando ........................106:105 Cleveland - Miami...................................75:77 Indiana - New Orleans ...........................71:81 New York - Memphis .............................85:87 Milwaukee - San Antonio ...................102:105 Chicago - LA Lakers ............................116:99 Denver - Toronto ....................................95:87 Seattle - Portland....................................77:92 Golden State - Phoenix.........................113:98 KÖRFUKNATTLEIKUR Úrslitakeppni karla, Intersportdeildin, 8- liða úrslit: Grindavík: UMFG - Hamar..................10.15 DHL-höllin: KR - UMFN.....................19.15 Í KVÖLD Staðan í riðlinum er nú þannig aðUnited er með 13 stig og var öruggt áfram fyrir leikinn í kvöld. Juve er með 7 stig og Deportivo og Basel 4. Basel tekur á móti Juve í síð- ustu umferðinni og Deportivo á móti United. Úrslit síðari leiksins skipta engu máli því Juventus er með betri árangur en Deportivo verði liðin jöfn að stigum. Basel á hins vegar mögu- leika með því að leggja Juve 4:0. Leikurinn í Tórínó var skemmti- legur og opinn. Gestirnir byrjuðu bet- ur en heimamenn komust yfir snemma leiks en gestunum tókst að jafna fyrir hlé og komast yfir í upp- hafi síðari hálfleiks. Heimamenn jöfn- uðu og allt stefndi í jafntefli og dóm- arinn bætti þremur mínútum við leiktímann vegna tafa. Þegar rúmar tvær mínútur voru liðnar af þeim tíma skoraði Tudor sigurmarkið, fimmtán mínútum eftir að hann kom inn á sem varamaður. Juventus fagn- aði ógurlega enda er þetta fyrsti sig- ur liðsins á Deportivo í síðustu fimm leikjum. Sir Alex Ferguson, knattspyrnu- stjóri Manchester United, hefur lýst því yfir að hann sé ekki með nægilega sterkan og öflugan hóp til að standa í baráttu á öllum vígstöðvum. Hann gat þó leyft sér að hafa nokkra af lyk- ilmönnum sínum á varamannabekkn- um í gærkvöld þegar United tók á móti Basel. Fabian Barthez var ekki í leikmannahópnum, Roy Carroll stóð í markinu og Lopez Felipe Ricardo var varamarkvörður og með honum á bekknum voru meðal annars David Beckham, Ryan Giggs, Paul Scholes og Ruud van Nistelrooy. Gestirnir komust yfir snemma leiks og höfðu eitt mark yfir í leikhléi en Gary Neville jafnaði snemma í síð- ari hálfleik. Kieran Richardson, 18 ára ungling- ur, var í byrjunarliði United að þessu sinni, en honum hefur verið líkt bæði við Beckham og Giggs og víst er að Ferguson hefur mikla trú á pilti sem hann krækti í frá West Ham. Hann náði sér hins vegar ekki á strik í gær og það fór vel á því að hann skipti við Giggs í leikhléinu. Scholes og Beck- ham komu síðan inn á þegar korter var eftir, en allt kom fyrir ekki. United var búið að tryggja sig áfram fyrir leikinn og lagði því ekki mikla áherslu á hann. Tudor hetja Juventus KRÓATÍSKI miðjumaðurinn Igor Tudor gerði sigurmark Juventus er liðið tók á móti Deportivo í D-riðli Meistaradeildarinnar. Markið kom á síðustu sekúndum leiksins og Juve vann 3:2 og er nokkuð öruggt með að komast áfram úr riðlinum ásamt Manchester United sem gerði 1:1 jafntefli við Basel á Old Trafford. AC Milan hafði unnið alla sína leikifyrir viðureignina í Madríd í gærkvöld og var þegar komið í 8-liða úrslit. Real hafði hinsvegar allt að vinna og komst í góða stöðu, 2:0, með tveimur mörkum frá Raúl. Sá piltur hefur nú gert 41 mark í meistaradeild Evrópu og 25 ára að aldri er hann markahæsti leikmaður hennar frá upphafi. Sjö markanna hefur þessi dýrlingur stuðningsmanna Real Madrid skorað í keppninni í vetur. Rivaldo, sem mátti sæta púi áhorf- enda allan tímann, enda fyrrum Barcelona-leikmaður, minnkaði muninn fyrir AC Milan tíu mínútum fyrir leikslok. Guti svaraði, 3:1, eftir frábæran undirbúning Zinedines Zidanes, sem lagði upp tvö mark- anna. Roberto Carlos, bakvörðurinn snjalli hjá Real Madrid, fékk að líta gula spjaldið þegar hann hlýddi ekki aðstoðardómara sem vildi fá hann í níu metra fjarlægð frá boltanum í aukaspyrnu. Þar með verður Carlos í banni í lokaleiknum í Moskvu og munar um minna. „Við ætluðum að spila vel hér í Madríd þótt við værum komnir áfram, en Real þurfti virkilega á sigri að halda og við réðum ekki við það. Þetta er frábært lið sem verðskuldar að fara áfram. En við fengum ágætis æfingu fyrir nokkra af okkar leik- mönnum sem ekki hafa spilað mikið að undanförnu,“ sagði Carlo Ancel- otti, þjálfari AC Milan. Lið hans hafði ekki fengið á sig mark í fjórum leikj- um í riðlinum, þegar það mætti til leiks í Madríd. Amoroso frábær í sigri Dortmund Torsten Frings kom Dortmund yf- ir gegn Lokomotiv rétt fyrir hlé og Jan Koller skoraði, 2:0, í byrjun síð- ari hálfleiks. Litlu munaði þó að Rússarnir jöfnuðu metin nokkrum andartökum áður. Marcio Amoroso innsiglaði síðan öruggan sigur þýska liðsins en Dortmund, sem varð Evr- ópumeistari 1997, lék í gærkvöld sinn 150. leik í Evrópukeppni. „Ég hefði verið mjög sáttur við 1:0 sigur en 3:0 sýnir hve sannfærandi við vorum. Amoroso átti frábæran leik, sem og Christoph Metzelder en hann leikur jafnvel alls staðar á vell- inum. Við eigum enn ágæta mögu- leika á að komast áfram, það er í okk- ar höndum að knýja fram sigur og síðan kemur í ljós hvað hann gefur okkur. Það er engin uppgjöf í okkar röðum,“ sagði Matthias Sammer, þjálfari Dortmund. Einvígi Real Madrid og Dortmund REAL Madrid og Borussia Dortmund bítast um sæti í átta liða úrslit- um meistaradeildar Evrópu í lokaumferð C-riðilsins í næstu viku. Bæði lið unnu nokkuð örugga sigra í gærkvöld, Real lagði AC Milan, 3:1, í Madríd og Dortmund sigraði gesti sína, Lokomotiv frá Moskvu, 3:0. Real Madrid er stigi á undan Dortmund en verður að vinna í Moskvu til að ná örugglega öðru sæti riðilsins. Fatist spænska liðinu flugið nær Dortmund öðru sætinu með því að sigra AC Milan á Ítalíu.  RÓBERT Gunnarsson átti enn einn stórleikinn með Århus GF í danska handboltanum í gærkvöld. Róbert skoraði 10 mörk þegar lið hans sigraði Aalborg HSH, 35:33, í bikarkeppninni og komst með því í 16 liða úrslit. Þor- varður Tjörvi Ólafsson lét sitt ekki eftir liggja og skoraði 4 mörk fyrir Århus GF í leiknum. Liðin tvö eru í 4. og 5. sæti úrvalsdeildar og berjast þar um að komast í úrslitakeppni fjögurra liða um meistaratitilinn.  RÚNAR Sigtryggsson skoraði 3 mörk fyrir Ciudad Real í gærkvöld þegar lið hans vann stórsigur, 33:19, á Cangas í spænsku 1. deildinni í hand- knattleik. Ciudad Real er í öðru sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir Barcelona en með jafnmörg stig og Portland sem burstaði Teucro, 36:19.  HRAFNHILDUR Skúladóttir skoraði 8 mörk, tvö þeirra úr vítaköst- um, fyrir lið sitt, Tvis/Holstebro, gegn Slagelse í dönsku úrvalsdeild- inni í handknattleik í gærkvöld. Mörk hennar dugðu þó skammt því Slag- else vann stórsigur á útivelli, 41:28.  HAFDÍS Hinriksdóttir skoraði eitt mark fyrir GOG sem vann Odense á útivelli, 33:16. Slagelse er efst í deild- inni með 34 stig en GOG er í fjórða sæti með 29. Tvis/Holstebro er í 11. og næstneðsta sæti með aðeins 5 stig og er fallið ásamt Odense.  LEMGO færðist enn nær þýska meistaratitlinum í handknattleik í gærkvöld þegar liðið sigraði Pfulling- en, 38:30, á útivelli. Markus Baur skoraði 11 af mörkum Lemgo.  FLENSBURG, eina liðið sem úr þessu getur ógnað Lemgo, tapaði fyr- ir Nordhorn, 32:29, og þar með mun- ar sex stigum á liðunum. Jan Filip skoraði 7 mörk fyrir Nordhorn og Ljubomir Vranjes 6 en Lars-Krogh Jeppesen gerði 8 fyrir Flensburg.  MARCELLO LIPPI, þjálfari Juv- entus, var að vonum ánægður með sigur sinna manna í gærkvöld og sagði að þegar liðið léki svona væri úrslit í þess höndum, ekki mótherj- anna. „Við vitum að Juve hefur ekki náð sínu besta enn. Við erum á réttri leið,“ sagði Lippi.  FERNANDO Redondo, leikmaður AC Milan, fékk frábærar móttökur í Madríd í gærkvöld þegar hann lék þar gegn Real Madríd. Redondo spil- aði með Real í fimm ár áður en hann fór til ítalska félagsins, þar sem hann missti tæp tvö úr vegna meiðsla sem hann hlaut rétt eftir komuna þangað.  ALEKSANDRS Petersons, stór- skytta í Gróttu/KR, skoraði mark gegn Stjörnunni í gærkvöld sem sum- ir fréttamenn vildu skrá sem hálft hraðaupphlaup. Í sókn Stjörnunnar fór fast skot í stöng og að miðju þar sem Petersons var að stíga inn á eftir að hafa afplánað tveggja mínútna brottvísun, hann þakkaði pent fyrir sig, rauk upp það sem eftir var af vell- inum og skoraði. FÓLK ALLSHERJARNEFND Alþingis samþykkti á fundi sínum í gær að mæla með að nokkrir erlendir rík- isborgarar fengju íslenskan rík- isborgararétt. Í þeim hópi eru þrír íþróttamenn, handknattleiksmað- urinn Jaliesky Garcia Padron úr HK, handknattleikskonan Alla Gokorian hjá ÍBV, og körfuknatt- leiksmaðurinn Keith Vassell, sem leikur með Hamri í Hveragerði. Alla, sem er rússnesk, hefur búið hér á landi síðan 1998 er hún kom til liðs við Valsstúlkur. Eftir eitt ár þar fór hún til Gróttu/KR og var með liðinu í þrjú ár áður en hún gekk til liðs við Eyjastúlkur fyrir yfirstand- andi tímabil. Garcia, sem er frá Kúbu, er öflug rétthent skytta og hefur verið með markahæstu leikmönnum Íslands- mótsins síðustu þrjú tímabil. Garcia hefur verið orðaður við íslenska landsliðið og svo gæti farið að hann léki sinn fyrsta landsleik þegar um aðra helgi þegar Ísland mætir Þýskalandi í vináttulandsleik ytra. Vassell kom hingað til lands árið 1998 og lék með KR-ingum í körf- unni. Hann lék í eitt ár með vest- urbæjarfélaginu, var ekki ráðinn ár- ið eftir en kom síðan á ný og lék í tvö keppnistímabil með liðinu og þjálf- aði jafnframt kvennalið félagsins um tíma. Hann hóf yfirstandandi keppn- istímabil ekki hér á landi en kom til landsins um áramótin og hefur leik- ið með Hamri í Hveragerði síðan. Alla, Garcia og Vassell fá ríkisborgararétt

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.