Morgunblaðið - 13.03.2003, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 13.03.2003, Qupperneq 54
ÍÞRÓTTIR 54 FIMMTUDAGUR 13. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ ALEKSANDERS Petersons, hand- knattleiksmaður hjá Gróttu/KR fer til Þýskalands í næstu viku til þess að skoða aðstæður hjá 2. deildarlið- inu SV Post Schwerin. Petersons fer utan á fimmtudaginn, daginn eftir að Grótta/KR leikur við Selfoss í 1. deild karla. Post Schwerin er um þessar mundir í öðru sæti norðurhluta þýsku 2. deildarinnar, einu stigi á eftir Stralsunder. Liðið var í 1. deildinni í fyrra en féll sl. vor. Stefna forráðamenn liðsins á að end- urheimta sætið í efstu deild og takist það vilja þeir með öllum ráðum styrkja sveit sína. Petersons hefur einnig verið orðaður við þýsku liðin Grosswallstadt og Friesenheim. Petersons til Schwerin ÚRSLIT HANDKNATTLEIKUR Stjarnan – Grótta/KR 30:35 Ásgarður, 1. deild karla, Essodeildin, mið- vikudagur 12. mars 2003. Gangur leiksins: 2:0, 3:2, 5:3, 5:5, 8:5, 10:8, 11:10, 14:12, 14:15, 15:15, 16:16, 16:18, 17:22, 19:24, 22:24, 23:29, 25:29, 25:31, 28:32, 30:35. Mörk Stjörnunnar: Vilhjálmur Halldórsson 7/3, David Kekelia 5, Arnar Agnarsson 5, Þórólfur Nielsen 5/1, Zoltán Belánýi 4, Kristján Kristjánss. 3, Björn Friðrikss. 1. Varin skot: Árni Þorvarðarson 5, Guð- mundur K. Geirsson 1 (1 til mótherja). Utan vallar: 8 mínútur. Mörk Gróttu/KR: Aleksandrs Petersons 9, Páll Þórólfss. 9/6, Sverrir Pálmason 4, Gísli Kristjánss. 3, Davíð Ólafsson 2, Magnús A. Magnússon 2, Einar B.Árnason 1. Varin skot: Kári Garðarsson 21 (þar af 7 til mótherja). Utan vallar: 10 mínútur. Dómarar: Ólafur Haraldsson og Guðjón L. Sigurðsson. Áhorfendur: 129. Staðan: Valur 23 16 5 2 634:507 37 Haukar 23 17 1 5 697:559 35 ÍR 23 17 1 5 681:595 35 KA 23 14 3 6 633:590 31 HK 23 13 3 7 646:607 29 Fram 23 12 4 7 594:559 28 Þór 23 13 1 9 646:618 27 Grótta/KR 22 12 1 9 578:522 25 FH 22 11 2 9 588:569 24 Stjarnan 23 6 2 15 614:678 14 ÍBV 23 6 2 15 552:653 14 Afturelding 22 5 3 14 538:584 13 Víkingur 23 1 3 19 566:722 5 Selfoss 22 0 1 21 529:733 1 1. deild kvenna: Fylkir/ÍR – FH 22:27 Fylkishöll: Mörk Fylkis/ÍR: Hekla Daðadóttir 8, Hulda Karen Guðmundsdóttir 4, Tinna Jökulsdótt- ir 4, Sigurbirna Guðjónsdóttir 4, Valgerður Árnadóttir 1, Soffía Rut Gísladóttir 1. Mörk FH: Dröfn Sæmundsdóttir 7, Harpa Vífilsdóttir 5, Björk Ægisdóttir 5, Sigrún Gilsdóttir 4, Berglind Björgvinsdóttir 4, Eva Albrechtsen 1, Sigurlaug Jónsdóttir 1. Þýskaland Nordhorn - Flensburg........................... 32:29 Pfullingen - Lemgo ................................ 30:38 KNATTSPYRNA Meistaradeild Evrópu C-RIÐILL: Real Madrid - AC Milan ............................ 3:1 Raúl Gonzalez 12., 56., Jose Maria Guti 85. - Rivaldo 81. - 78.000. Dortmund - Lokomotiv Moskva .............. 3:0 Torsten Frings 39., Jan Koller 58., Marcio Amoroso 66. - 48.000. Staðan: AC Milan 5 4 0 1 5:3 12 Real Madrid 5 2 2 1 8:6 8 Dortmund 5 2 1 2 7:5 7 Lokomotiv 5 0 1 4 3:9 1 Síðasta umferð 18. mars: Lokomotiv Moskva - Real Madrid AC Milan - Dortmund D-RIÐILL: Juventus - Deportivo La Coruna............. 3:2 Ciro Ferrara 12., David Trezeguet 63., Igor Tudor 90. - Diego Tristan 34., Roy Makaay 51. - 25.070. Manchester United - Basel....................... 1:1 Gary Neville 53. - Christian Gimenez 14. - Staðan: Man. Utd 5 4 1 0 11:3 13 Juventus 5 2 1 2 10:9 7 La Coruna 5 1 1 3 5:8 4 Basel 5 1 1 3 3:9 4 Síðasta umferð 18. mars: Basel - Juventus Deportivo La Coruna - Manchester United England 1. deild: Sheffield United - Burnley........................ 4:2 Portsmouth - Norwich............................... 3:2 Reading - Wolves ....................................... 0:1 2. deild: Swindon - Cheltenham .............................. 0:3 Holland De Graafschap - Utrecht........................... 1:0 Austurríki Pasching - Ried .......................................... 3:0 KÖRFUKNATTLEIKUR NBA-deildin Leikir í fyrrinótt: Washington - Orlando ........................106:105 Cleveland - Miami...................................75:77 Indiana - New Orleans ...........................71:81 New York - Memphis .............................85:87 Milwaukee - San Antonio ...................102:105 Chicago - LA Lakers ............................116:99 Denver - Toronto ....................................95:87 Seattle - Portland....................................77:92 Golden State - Phoenix.........................113:98 KÖRFUKNATTLEIKUR Úrslitakeppni karla, Intersportdeildin, 8- liða úrslit: Grindavík: UMFG - Hamar..................10.15 DHL-höllin: KR - UMFN.....................19.15 Í KVÖLD Staðan í riðlinum er nú þannig aðUnited er með 13 stig og var öruggt áfram fyrir leikinn í kvöld. Juve er með 7 stig og Deportivo og Basel 4. Basel tekur á móti Juve í síð- ustu umferðinni og Deportivo á móti United. Úrslit síðari leiksins skipta engu máli því Juventus er með betri árangur en Deportivo verði liðin jöfn að stigum. Basel á hins vegar mögu- leika með því að leggja Juve 4:0. Leikurinn í Tórínó var skemmti- legur og opinn. Gestirnir byrjuðu bet- ur en heimamenn komust yfir snemma leiks en gestunum tókst að jafna fyrir hlé og komast yfir í upp- hafi síðari hálfleiks. Heimamenn jöfn- uðu og allt stefndi í jafntefli og dóm- arinn bætti þremur mínútum við leiktímann vegna tafa. Þegar rúmar tvær mínútur voru liðnar af þeim tíma skoraði Tudor sigurmarkið, fimmtán mínútum eftir að hann kom inn á sem varamaður. Juventus fagn- aði ógurlega enda er þetta fyrsti sig- ur liðsins á Deportivo í síðustu fimm leikjum. Sir Alex Ferguson, knattspyrnu- stjóri Manchester United, hefur lýst því yfir að hann sé ekki með nægilega sterkan og öflugan hóp til að standa í baráttu á öllum vígstöðvum. Hann gat þó leyft sér að hafa nokkra af lyk- ilmönnum sínum á varamannabekkn- um í gærkvöld þegar United tók á móti Basel. Fabian Barthez var ekki í leikmannahópnum, Roy Carroll stóð í markinu og Lopez Felipe Ricardo var varamarkvörður og með honum á bekknum voru meðal annars David Beckham, Ryan Giggs, Paul Scholes og Ruud van Nistelrooy. Gestirnir komust yfir snemma leiks og höfðu eitt mark yfir í leikhléi en Gary Neville jafnaði snemma í síð- ari hálfleik. Kieran Richardson, 18 ára ungling- ur, var í byrjunarliði United að þessu sinni, en honum hefur verið líkt bæði við Beckham og Giggs og víst er að Ferguson hefur mikla trú á pilti sem hann krækti í frá West Ham. Hann náði sér hins vegar ekki á strik í gær og það fór vel á því að hann skipti við Giggs í leikhléinu. Scholes og Beck- ham komu síðan inn á þegar korter var eftir, en allt kom fyrir ekki. United var búið að tryggja sig áfram fyrir leikinn og lagði því ekki mikla áherslu á hann. Tudor hetja Juventus KRÓATÍSKI miðjumaðurinn Igor Tudor gerði sigurmark Juventus er liðið tók á móti Deportivo í D-riðli Meistaradeildarinnar. Markið kom á síðustu sekúndum leiksins og Juve vann 3:2 og er nokkuð öruggt með að komast áfram úr riðlinum ásamt Manchester United sem gerði 1:1 jafntefli við Basel á Old Trafford. AC Milan hafði unnið alla sína leikifyrir viðureignina í Madríd í gærkvöld og var þegar komið í 8-liða úrslit. Real hafði hinsvegar allt að vinna og komst í góða stöðu, 2:0, með tveimur mörkum frá Raúl. Sá piltur hefur nú gert 41 mark í meistaradeild Evrópu og 25 ára að aldri er hann markahæsti leikmaður hennar frá upphafi. Sjö markanna hefur þessi dýrlingur stuðningsmanna Real Madrid skorað í keppninni í vetur. Rivaldo, sem mátti sæta púi áhorf- enda allan tímann, enda fyrrum Barcelona-leikmaður, minnkaði muninn fyrir AC Milan tíu mínútum fyrir leikslok. Guti svaraði, 3:1, eftir frábæran undirbúning Zinedines Zidanes, sem lagði upp tvö mark- anna. Roberto Carlos, bakvörðurinn snjalli hjá Real Madrid, fékk að líta gula spjaldið þegar hann hlýddi ekki aðstoðardómara sem vildi fá hann í níu metra fjarlægð frá boltanum í aukaspyrnu. Þar með verður Carlos í banni í lokaleiknum í Moskvu og munar um minna. „Við ætluðum að spila vel hér í Madríd þótt við værum komnir áfram, en Real þurfti virkilega á sigri að halda og við réðum ekki við það. Þetta er frábært lið sem verðskuldar að fara áfram. En við fengum ágætis æfingu fyrir nokkra af okkar leik- mönnum sem ekki hafa spilað mikið að undanförnu,“ sagði Carlo Ancel- otti, þjálfari AC Milan. Lið hans hafði ekki fengið á sig mark í fjórum leikj- um í riðlinum, þegar það mætti til leiks í Madríd. Amoroso frábær í sigri Dortmund Torsten Frings kom Dortmund yf- ir gegn Lokomotiv rétt fyrir hlé og Jan Koller skoraði, 2:0, í byrjun síð- ari hálfleiks. Litlu munaði þó að Rússarnir jöfnuðu metin nokkrum andartökum áður. Marcio Amoroso innsiglaði síðan öruggan sigur þýska liðsins en Dortmund, sem varð Evr- ópumeistari 1997, lék í gærkvöld sinn 150. leik í Evrópukeppni. „Ég hefði verið mjög sáttur við 1:0 sigur en 3:0 sýnir hve sannfærandi við vorum. Amoroso átti frábæran leik, sem og Christoph Metzelder en hann leikur jafnvel alls staðar á vell- inum. Við eigum enn ágæta mögu- leika á að komast áfram, það er í okk- ar höndum að knýja fram sigur og síðan kemur í ljós hvað hann gefur okkur. Það er engin uppgjöf í okkar röðum,“ sagði Matthias Sammer, þjálfari Dortmund. Einvígi Real Madrid og Dortmund REAL Madrid og Borussia Dortmund bítast um sæti í átta liða úrslit- um meistaradeildar Evrópu í lokaumferð C-riðilsins í næstu viku. Bæði lið unnu nokkuð örugga sigra í gærkvöld, Real lagði AC Milan, 3:1, í Madríd og Dortmund sigraði gesti sína, Lokomotiv frá Moskvu, 3:0. Real Madrid er stigi á undan Dortmund en verður að vinna í Moskvu til að ná örugglega öðru sæti riðilsins. Fatist spænska liðinu flugið nær Dortmund öðru sætinu með því að sigra AC Milan á Ítalíu.  RÓBERT Gunnarsson átti enn einn stórleikinn með Århus GF í danska handboltanum í gærkvöld. Róbert skoraði 10 mörk þegar lið hans sigraði Aalborg HSH, 35:33, í bikarkeppninni og komst með því í 16 liða úrslit. Þor- varður Tjörvi Ólafsson lét sitt ekki eftir liggja og skoraði 4 mörk fyrir Århus GF í leiknum. Liðin tvö eru í 4. og 5. sæti úrvalsdeildar og berjast þar um að komast í úrslitakeppni fjögurra liða um meistaratitilinn.  RÚNAR Sigtryggsson skoraði 3 mörk fyrir Ciudad Real í gærkvöld þegar lið hans vann stórsigur, 33:19, á Cangas í spænsku 1. deildinni í hand- knattleik. Ciudad Real er í öðru sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir Barcelona en með jafnmörg stig og Portland sem burstaði Teucro, 36:19.  HRAFNHILDUR Skúladóttir skoraði 8 mörk, tvö þeirra úr vítaköst- um, fyrir lið sitt, Tvis/Holstebro, gegn Slagelse í dönsku úrvalsdeild- inni í handknattleik í gærkvöld. Mörk hennar dugðu þó skammt því Slag- else vann stórsigur á útivelli, 41:28.  HAFDÍS Hinriksdóttir skoraði eitt mark fyrir GOG sem vann Odense á útivelli, 33:16. Slagelse er efst í deild- inni með 34 stig en GOG er í fjórða sæti með 29. Tvis/Holstebro er í 11. og næstneðsta sæti með aðeins 5 stig og er fallið ásamt Odense.  LEMGO færðist enn nær þýska meistaratitlinum í handknattleik í gærkvöld þegar liðið sigraði Pfulling- en, 38:30, á útivelli. Markus Baur skoraði 11 af mörkum Lemgo.  FLENSBURG, eina liðið sem úr þessu getur ógnað Lemgo, tapaði fyr- ir Nordhorn, 32:29, og þar með mun- ar sex stigum á liðunum. Jan Filip skoraði 7 mörk fyrir Nordhorn og Ljubomir Vranjes 6 en Lars-Krogh Jeppesen gerði 8 fyrir Flensburg.  MARCELLO LIPPI, þjálfari Juv- entus, var að vonum ánægður með sigur sinna manna í gærkvöld og sagði að þegar liðið léki svona væri úrslit í þess höndum, ekki mótherj- anna. „Við vitum að Juve hefur ekki náð sínu besta enn. Við erum á réttri leið,“ sagði Lippi.  FERNANDO Redondo, leikmaður AC Milan, fékk frábærar móttökur í Madríd í gærkvöld þegar hann lék þar gegn Real Madríd. Redondo spil- aði með Real í fimm ár áður en hann fór til ítalska félagsins, þar sem hann missti tæp tvö úr vegna meiðsla sem hann hlaut rétt eftir komuna þangað.  ALEKSANDRS Petersons, stór- skytta í Gróttu/KR, skoraði mark gegn Stjörnunni í gærkvöld sem sum- ir fréttamenn vildu skrá sem hálft hraðaupphlaup. Í sókn Stjörnunnar fór fast skot í stöng og að miðju þar sem Petersons var að stíga inn á eftir að hafa afplánað tveggja mínútna brottvísun, hann þakkaði pent fyrir sig, rauk upp það sem eftir var af vell- inum og skoraði. FÓLK ALLSHERJARNEFND Alþingis samþykkti á fundi sínum í gær að mæla með að nokkrir erlendir rík- isborgarar fengju íslenskan rík- isborgararétt. Í þeim hópi eru þrír íþróttamenn, handknattleiksmað- urinn Jaliesky Garcia Padron úr HK, handknattleikskonan Alla Gokorian hjá ÍBV, og körfuknatt- leiksmaðurinn Keith Vassell, sem leikur með Hamri í Hveragerði. Alla, sem er rússnesk, hefur búið hér á landi síðan 1998 er hún kom til liðs við Valsstúlkur. Eftir eitt ár þar fór hún til Gróttu/KR og var með liðinu í þrjú ár áður en hún gekk til liðs við Eyjastúlkur fyrir yfirstand- andi tímabil. Garcia, sem er frá Kúbu, er öflug rétthent skytta og hefur verið með markahæstu leikmönnum Íslands- mótsins síðustu þrjú tímabil. Garcia hefur verið orðaður við íslenska landsliðið og svo gæti farið að hann léki sinn fyrsta landsleik þegar um aðra helgi þegar Ísland mætir Þýskalandi í vináttulandsleik ytra. Vassell kom hingað til lands árið 1998 og lék með KR-ingum í körf- unni. Hann lék í eitt ár með vest- urbæjarfélaginu, var ekki ráðinn ár- ið eftir en kom síðan á ný og lék í tvö keppnistímabil með liðinu og þjálf- aði jafnframt kvennalið félagsins um tíma. Hann hóf yfirstandandi keppn- istímabil ekki hér á landi en kom til landsins um áramótin og hefur leik- ið með Hamri í Hveragerði síðan. Alla, Garcia og Vassell fá ríkisborgararétt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.