Morgunblaðið - 13.03.2003, Side 55
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MARS 2003 55
Meistaraflokkur HK/Víkings í kvennaknattspyrnu óskar að ráða
spilandi aðstoðarþjálfara, markmann eða útileikmann.
Upplýsingar veitir Ólafur Ólafsson þjálfari
í síma 553 2415 eða 824 7419.
Meistaraflokksráð HK/Víkings í kvennaknattspyrnu.
Aðstoðarþjálfari
óskast
ÓLÖF María Jónsdóttir, atvinnu-
kylfingur úr Keili, verður ekki með
á fyrsta mótinu í Futures-
mótaröðinni í Bandaríkjunum sem
hefst í dag.
Ólöf ætlaði að vera með en í síð-
ustu viku fékk hún boð frá McGreg-
or kylfuframleiðendunum um að
koma til Georgíu og láta mæla sig
alla og í kjölfarið ætlar fyrirtækið
að sjá henni fyrir kylfum.
Fyrsta mótið í mótaröðinni er á
Flórída og næstu tvö einnig og ætl-
ar Ólöf María að vera með í þeim
báðum, fyrra mótið er 25. til 28.
mars á Sun ’N Lake Golf and
Coutry Clup og hitt á Rogers Park-
vellinum í Tampa og er það 3. til 6.
apríl.
Ólöf María
ekki með
STEFÁN Arnaldsson og Gunnar
Viðarsson, milliríkjadómarar í
handknattleik, dæma leik spánska
liðsins Ciudad Real og Celje Pivov-
arna Lasko frá Slóveníu í Evr-
ópukeppni bikarhafa á Spáni 30.
mars. Rúnar Sigtryggsson leikur
með Ciudad Real.
GUNNAR Gunnarsson verður
eftirlitsmaður á leik Sävehof og
danska liðsins Skjern í áskorenda-
keppninni sem fram fer í Gauta-
borg 30. mars.
HJÁLMAR Jónsson lagði upp
annað marka sænska knattspyrnu-
liðsins Gautaborg sem sigraði 1.
deildarliðið Falkenberg, 2:1, í æf-
ingaleik í gær.
SKANDINAVAR sáu um að
dæma helming þeirra fjögurra
leikja sem voru í meistaradeildinni í
knattspyrnu í gærkvöldi. Kim Milt-
on Nielsen frá Danmörku dæmdi
leik Real Madrid og AC Milan og
Claus Bo Larsen frá Svíþjóð var
með flautuna á Old Trafford þar
sem United tók á móti Basel.
GUÐFINNUR Kristmannsson
skoraði 2 mörk fyrir Wasaiterna
þegar lið hans vann góðan sigur,
28:20, á Djurgården í sænsku 1.
deildinni í handknattleik í gær-
kvöld. Wasaiterna styrkti með sigr-
inum stöðu sína í 7. sæti deild-
arinnar en liðið þarf að ná sjötta
sæti til að komast aftur í úrvals-
deildina eftir að hafa fallið þaðan
um áramót.
KRISTJÁN Andrésson skoraði 3
mörk fyrir GUIF sem vann stór-
sigur á Lugi, 30:20, í sömu deild en
þau lið eru í 2. og 3. sæti og berjast
um að komast í úrslitakeppnina um
sænska meistaratitilinn. Kristján er
sonur Andrésar Kristjánssonar,
fyrrum leikmanns með Haukum,
GUIF og íslenska landsliðinu.
JOACHIM Boldsen hefur verið
settur af sem fyrirliði danska lands-
liðsins í handknattleik. Torben
Winther, landsliðsþjálfari, var ekki
sáttur við opinská ummæli Bold-
sens í fjölmiðlum eftir leiki á HM í
Portúgal á dögunum. Samkvæmt
dönskum fjölmiðlum er líklegast að
markvörðurinn Kasper Hvidt taki
við fyrirliðastöðunni.
FÓLK
Þreytan sat greinilega í gestunumeftir erfiðan Evrópuleik á
sunnudaginn. Það sást ekki síst á
slökum sóknarleik
þegar boltinn gekk
lengi vel á milli
manna án þess að til-
raun væri gerð til að
skjóta á markið. Garðbæingar áttu
því ekki í miklum vandræðum með
gestina í vörninni en markvarslan
brást og því varð ekki mikill marka-
munur. Á tólftu mínútu var staðan
8:5 fyrir Stjörnuna og þá tók þjálfari
Gróttu/KR leikhlé. Í kjölfarið spiluðu
menn hans vörnina framar og þegar
við bættist að Páll Þórólfsson kom inn
á óx mönnum kjarkur. Breytingin í
vörninni var hins vegar lengi að skila
sér en með þremur síðustu mörkum
hálfleiksins tókst Gróttu/KR að kom-
ast yfir í fyrsta sinn, 15:14.
Fyrstu mínútur síðari hálfleiks
var leikurinn í járnum en þá small
vörn Gróttu/KR saman svo um mun-
aði – áður en tíu mínútur voru liðnar
voru gestirnir komnir með fimm
marka forskot. Eitthvert kæruleysi
hljóp þá í leikmenn Gróttu/KR og
Stjörnumenn gengu strax á lagið og
minnkuðu muninn en eftir annað
leikhlé gestanna tókst þeim að ná
aftur tökum á leiknum. Forystan
varð mest 6 mörk og sigur Gróttu/
KR aldrei í hættu.
Garðbæingar voru ágætir framan
af, vel á verði í vörninni og liprir í
sókninni þar sem margir létu ljós sitt
skína. Hins vegar virtust þeir missa
aðeins móðinn þegar mótspyrnan var
mikil. David Kekelia var góður og
Þórólfur Nielsen, Arnar Agnarsson,
Kristján Kristjánsson og Vilhjálmur
Halldórson áttu góða spretti.
„Ég er himinlifandi með þennan
sigur því við vorum logandi hræddir
við þennan leik – það er alltaf hættu-
legt að fara í næsta leik á eftir Evr-
ópuleik,“ sagði Páll eftir leikinn.
„Það fór mikil orka í þann leik og við
vissum að þetta yrði nokkurs konar
próf fyrir okkur að ná upp baráttu.
Við ræddum fyrir leikinn um að við
yrðum að byrja af fullum krafti en
gerðum það ekki og við erum ekki
betri en þetta þegar við náum ekki
okkar besta leik. Þetta var enginn
stjörnuleikur hjá okkur en stigin
jafn mikilvæg. Við stilltum þannig
upp fyrir Evrópuleikinn að við ætt-
um eftir sex úrslitaleiki. Nú erum við
búnir með tvo og megum ekki mis-
stíga okkur ef við ætlum að komast í
úrslitakeppnina. Við yrðum gríðar-
lega ósáttir ef það gengur ekki upp.“
Sem fyrr segir átti Kári góðan leik í
markinu og Páll og Aleksandrs Pet-
ersons voru góðir. Sverrir Pálmason
skilaði sínu úr horninu.
DANNY Cullip, fyrirliði enska 1.
deildarliðsins Brighton, segir að
með tilkomu Ívars Ingimarssonar í
vörn liðsins hafi varnarleikur
Brighton tekið stakkaskiptum, en
Ívar er sem kunnugt er í láni frá
Wolves. Cullip segir að Ívar eigi
stóran þátt í gengi liðsins í und-
anförnum leikjum en í þeim fimm
leikjum sem hann hefur leikið með
liðinu hefur Brighton haldið marki
sínu hreinu í þremur þeirra.
„Ívar hefur staðið sig sérlega vel
og það hefur verið mjög gott að
leika við hlið hans í vörninni. Við
höfum náð miklu betri tökum á
varnarleiknum og með sama áfram-
haldi eigum við góða möguleika á
að halda okkur í deildinni,“ segir
fyrirliði Brighton.
Brighton er í fjórða neðsta sæti 1.
deildarinnar með 32 stig, jafnmörg
og Stoke sem er í fallsætinu.
Fyrirliði
Brighton
hrósar
Ívari
Reuters
Juventus hafði ástæðu til að fagna 3:2-sigri á Deportivo með marki á síðustu sekúndunum.
Grótta/KR yfir-
vann þreytuna
MARKVARSLA skipti sköpum í Garðabænum í gærkvöld þegar
Grótta/KR sótti Stjörnuna heim í efstu deild karla. Markverðir
Stjörnunnar fundu sig engan veginn enda færi mótherja oft opin en
í marki Gróttu/KR fór Kári Garðarsson á kostum með 21 skot varið
þegar hann leysti Hlyn Morthens af hólmi. Kári hélt gestunum á floti
því það var ekki fyrr en er leið á leikinn að þeir höktu í gang og unnu
35:30. Stjarnan á ekki möguleika á sæti í úrslitakeppninni og hafði
því aðeins heiður að verja en sigurinn var Gróttu/KR mikilvægur í
baráttu um síðustu sætin í úrslitakeppninni.
Stefán
Stefánsson
skrifar
Gunnar
Berg
hættir hjá
París SG
GUNNAR Berg Viktorsson,
landsliðsmaður í handknatt-
leik, segist nær örugglega yf-
irgefa
franska liðið
París St.
Germain í
vor en
tveggja ára
samningi
hans við lið-
ið lýkur eftir
tímabilið.
Forráðamenn Parísarliðsins
hafa ekki rætt við Gunnar
um nýjan samning en hann
hefur lítið fengið að spreyta
sig með liðinu á yfirstand-
andi leiktíð.
„Ég hef ekki tekið neina
ákvörðun um hvað ég geri í
framhaldinu eða hvort ég
komi heim. Það getur svo
sem alveg verið að ég spili
áfram erlendis en það eru
nokkur mál sem ég er að
skoða,“ sagði Gunnar við
Morgunblaðið.
Gunnar hefur ekki verið
sáttur við sitt hlutskipti hjá
Parísarliðinu. Hann hefur lít-
ið fengið að spreyta sig í
sóknarleik liðsins og hefur
aðeins skorað 25 mörk í þeim
17 leikjum sem hann hefur
leikið á leiktíðinni.
MAGNÚS Magnússon, keilari í sveit
KR-a, setti á þriðjudagskvöldið
glæsilegt Íslandsmet þegar hann
fékk 563 í tveimur leikjum. Magnús
bætti þar með níu ára gamalt met
Valgeirs Guðbjartssonar, sem er
núverandi formaður Keilu-
sambandins, en Valgeir fékk 544
stig í tveimur leikjum 10. október
1994.
Í fyrrakvöld fékk Magnús 298
fyrir fyrsta leikinn sem þýðir að
hann fékk 11 fellur og síðan lágu
átta keilur í síðasta skotinu. Í næsta
leik fékk hann 265 og því alls 563
stig í tveimur leikjum. Ekki gekk
eins vel í þriðja og síðasta leiknum
en þá fékk hann 182 og því 745 stig
í leiknum, sem er mjög gott.
Met hjá
Magnúsi