Morgunblaðið - 13.03.2003, Page 64

Morgunblaðið - 13.03.2003, Page 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 13. MARS 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Sími 588 1200 Lágmúla og Smáratorgi opið kl. 8-24 alla daga milljóna starfslokasamning vi› sjálfa(n) flig Ger›u Vi›bótarlífeyrissparna›ur VÍSITALA neysluverðs hækkaði um 1,08% frá fyrra mánuði sem er töluvert meiri hækkun en fjár- málafyrirtækin höfðu spáð, en spár þeirra voru á bilinu 0,4–0,6%. Síðastliðna 12 mánuði hefur vísi- talan hækkað um 2,2%. Mest munar um hækkun á verði á fötum og skóm eftir vetrar- útsölulok. Hækkunin nam 12,9% milli mánaða eða sem svarar til 0,63% af heildarhækkun vísitöl- unnar í mars. Verð á bensíni og dísilolíu hækkaði um 5,1%, sem gerir 0,19% af hækkun vísitöl- unnar. Markaðsverð á húsnæði og húsaleiga hækkaði um 1,2% eða sem svarar til 0,15% af heild- arhækkun. Að sögn Birgis Ísleifs Gunn- arssonar seðlabankastjóra er hækkunin meiri en Seðlabankinn gerði ráð fyrir. Hann segir að út- sölulok skýri ríflega helming hækkunarinnar en eins haldi hús- næðisliðurinn áfram að hækka. Segir hann að að þessu sinni virð- ist það vera vegna nýs mats á húsaleigu, sem fram fer á þriggja mánaða fresti. Þar vegi mjög þungt hækkun á leigu Félags- bústaða í Reykjavík en leigan þar hækkaði um 8%. Vísitala neysluverðs hækkar um 1,08% Útsölulok aðalskýring hækkunar  Skörp hækkun/B1 NEMENDUR í Grunnskóla Reyðarfjarðar æfðu í gær fyrir árshátíð skólans sem verður haldin annað kvöld. Flest skemmtiatriðin á árshá- tíðinni eru samin af nemendum og kennurum og að sjálfsögðu kemur stóriðjan þar við sögu, eins og í flestum þáttum mannlífsins á Austur- landi þessa dagana. Gylfi Frímannsson, nemandi í 10. bekk, og Ásta Ás- geirsdóttir aðstoðarskólastjóri roguðust með eitt stykki álver á milli sín þegar ljósmyndari rakst á þau. Nota á álverið í einu atriðanna á árshá- tíðinni. Morgunblaðið/RAX Með álver í höndum á leið í skólann FULLTRÚAR olíufélaganna þriggja hafa um skeið átt í viðræðum við fulltrúa Samkeppnis- stofnunar um að sátt verði gerð um þau mál- efni olíufélaganna, sem stofnunin hefur haft til rannsóknar á annað ár í kjölfar húsleitar hjá þeim hinn 18. desember árið 2001, að sögn Gísla Baldurs Garðarssonar, stjórnarformanns Olíuverzlunar Íslands. Engin niðurstaða liggur fyrir í þeim viðræðum. Á aðalfundi Olíuverzlunar Íslands í gær gerði Gísli Baldur Garðarsson rannsókn Sam- keppnisstofnunar að umræðuefni og sagði m.a.: „Þessi rannsókn hefur leitt í ljós að félögin hafa gerzt brotleg við samkeppnislög. Menn greinir að sjálfsögðu á um hversu alvarleg þessi brot eru, en málið er enn á rannsókn- arstigi og ég tel því ekki ástæðu til þess að greina frá efnisatriðum. Hitt virðist nokkuð ljóst, að félagið þurfi að greiða sektir, jafn- framt því, sem settar verða skýrar línur um það hvað telst heimilt í samneyti félaganna. Slíkum leiðbeiningum munum við fagna enda löngu tímabært að Samkeppnisstofnun gefi leiðbeiningar.“ Of langur tími til að aðlagast Stjórnarformaður Olís sagði að stjórnendur Samkeppnisstofnunar hefðu áður verið hjá Verðlagsstofnun og vissu því gjörla hvernig málum var háttað hjá olíufélögunum og að yf- irvöld hefðu beinlínis ætlast til þess að félögin hefðu meira eða minna samráð. Félögin hefðu hins vegar tekið sér of langan tíma í að aðlag- ast breytingum. Olíufélagið hf. ákvað fyrir rúmu ári að taka upp samvinnu við Samkeppnisstofnun um að upplýsa meint brot félagsins á samkeppnislög- um. Í tilkynningu frá Olíufélaginu á þeim tíma kom fram, að vísbendingar væru um að ákveðnir þættir í starfsemi félagsins hefðu að einhverju leyti stangast á við samkeppnislög. Á aðalfundi Olís fyrir ári sagði Gísli Baldur Garðarsson, að „olíufélögin vita, að sumt í starfsemi félaganna kann að teljast brot á samkeppnislögum“. Rannsókn Samkeppnisstofnunar á viðskiptaháttum olíufélaganna Olíufélögin ræða við Sam- keppnisstofnun um sátt  Besta rekstrarárið/B16 SAMSKIP eru að opna skrifstofur í Suður- Kóreu og Kína. Þarlendir starfsmenn hafa verið ráðnir til starfa á hinar nýju skrif- stofur sem eru í Pusan í Suður-Kóreu og Qingdao og Dalian í Kína. Þá er stefnt að því að fyrirtækið opni skrifstofu í Bangkok í Taílandi síðar á þessu ári. Starfsemi Samskipa erlendis hefur mest beinst að löndunum sem liggja að Norð- ursjó og Eystrasalti en fyrirtækið hefur til þessa verið með 25 skrifstofur í 11 löndum. Ólafur Ólafsson, forstjóri Samskipa, seg- ir að útrás fyrirtækisins í austurátt sé eðli- legt framhald á þeirri uppbyggingu sem orðið hefur í Evrópu á undanförnum árum. Hann segir að Samskip hafi ávallt farið þá leið að opna skrifstofur til að þjóna við- skiptavinum fyrirtækisins á viðskiptasvæði þeirra. Í mjög auknum mæli sé verið að flytja þessar vörur til Asíulanda. Asía hafi verið og muni verða mjög mikilvægur heimshluti fyrir neyslu á ákveðnum teg- undum af fiski. Samskip opna skrifstofur í Kína og Suður-Kóreu  Samskip/B6 Í FYRRA horfði hver Íslendingur að með- altali á sjónvarp í tvo klukkutíma og 41 mínútu daglega, samkvæmt könnun Gallup. Þetta er hátt í 40 mínútum lengri tími en meðal- Íslendingurinn varði fyrir framan sjón- varpið árið 1998. Ef leitað er enn lengra aftur í tímann má bú- ast við að áhorfið hafi verið talsvert minna, a.m.k. á fimmtudögum og í júlí, enda var þá ekki annað í sjónvarpinu en stillimyndin. Um leið og sjónvarpsáhorf hefur aukist hefur orðið mikill vöxtur í útleigu á mynd- böndum og DVD-diskum. Samt sem áður hafa kvikmyndahúsin og leikhúsin að mestu haldið sínum hlut. Íslendingar virð- ast því hafa meiri tíma aflögu fyrir hvers kyns afþreyingu, a.m.k. gegnir hún æ stærra hlutverki í lífi fólks og umfangs- mikil fyrirtæki keppast um að stytta fólki stundir. Úr nógu er að velja. Á höfuðborg- arsvæðinu er hægt að velja úr um 20 mis- munandi leiksýningum á hverri viku. Kvik- myndasölum hefur fjölgað og eru orðnir glæsilegri og þægilegri en nokkru sinni fyrr. Sjónvarpið, Stöð 2, Skjár einn og Sýn auk fjölda erlendra sjónvarpsstöðva berj- ast um sjónvarpsáhorfendur og á þétt- býlisstöðum er sjaldnast langt í næstu myndbandaleigu. Hafi menn ekki áhuga á þessu má líka alltaf setjast niður með bók. Keppt um tíma og athygli  Viðskipti/miðopna ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.