Morgunblaðið - 19.03.2003, Síða 4
FRÉTTIR
4 MIÐVIKUDAGUR 19. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ
HREIN raunávöxtun eigna Söfnun-
arsjóðs lífeyrisréttinda var jákvæð
um 0,5% á árinu 2002. Eignir sjóðs-
ins námu tæpum 24 milljörðum
króna í árslok 2002 og var heildar-
skuldbinding sjóðsins umfram eignir
rúmir tveir og hálfur milljarður kr.
eða 5,9%. Hins vegar voru eignir
umfram áfallnar skuldbindingar
21,2%.
Í tilkynningu frá sjóðnum kemur
fram að nafnávöxtun samtrygginga-
deildar sjóðsins var 2,7% á árinu
2002. Það jafngildir 0,6% raunávöxt-
un og 0,5% hreinni raunávöxtun að
frádregnum kostnaði. Fimm ára
meðaltal hreinnar raunávöxtunar
sjóðsins var 3,2 % í árlok 2002 og tíu
ára meðaltal hreinnar raunávöxtun-
ar var 5,3%.
Fram kemur að miklar lækkanir á
erlendum hlutabréfamörkuðum
skýra lága ávöxtun sjóðsins 2002,
meðan innlendar eignir gáfu góða
ávöxtun. Iðgjöld ársins námu 1.356
millj.,kr. sem er 7,8% aukning frá
fyrra ári. Lífeyrisgreiðslur námu
275 millj.kr. og uxu um 29,8% frá
árinu á undan.
Fjöldi rétthafa tífaldaðist
Þá kemur fram að ávöxtun eigna
séreignardeildar sjóðsins var 0,8% á
árinu 2002 og hrein raunávöxtun var
neikvæð um 1,2%. Eignir séreignar-
deildar sjóðsins nánast tvöfölduðust
milli ára og fjöldi rétthafa tífaldaðist.
Ársfundur Söfnunarsjóðs lífeyris-
réttinda verður haldinn þriðjudag-
inn 6. maí.
Raunávöxtun jákvæð
um hálft prósentustig
Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda
ÚTVARPSLEIKÞÁTTUR eftir Jón
Gnarr, sem fluttur var nýlega á út-
varpsstöðinni Múzik 88,5, hefur sært
blygðunarkennd útvarpshlustanda
vegna meints barnakláms og hefur
hann vakið athygli yfirvalda á mál-
inu.
Það er nú til meðhöndlunar hjá
ríkislögreglustjóra og ennfremur
hefur Umboðsmaður barna beðið út-
varpsréttarnefnd að gera grein fyrir
afstöðu sinni vegna málsins. Hlust-
andinn tilkynnti ennfremur félags-
málaráðuneytinu og Barnaverndar-
stofu um málið.
Útvarpshlustandinn telur athæfi
Jóns Gnarr brjóta gegn almennum
hegningarlögum, en í texta þáttarins
krefst karlmaður þess að 12 ára son-
ur sinn afklæði sig og láti taka af sér
nektarljósmyndir fyrir ís.
Útvarps-
þáttur talinn
fela í sér
barnaklám
TÆPLEGA þrítugur karlmað-
ur, sem ákærður er fyrir til-
raun til tryggingasvika með
því að setja á svið umferð-
arslys í Vattarnesskriðum í
ágúst í fyrra, neitaði sök þegar
málið gegn honum var þingfest
í Héraðsdómi Austurlands í
gær.
Ríkissaksóknari ákærir
manninn fyrir að setja á svið
umferðarslys með því láta bíl-
inn renna út af þjóðveginum
og niður fjallshlíðina svo hún
lenti í fjöru og gjöreyðilagðist.
Bíllinn var kaskó-tryggður og
óskaði maðurinn eftir því að
tryggingafélag hans bætti
tjónið. Sýslumaðurinn á Eski-
firði mun flytja málið f.h. ríkis-
saksóknara.
Ákærður
fyrir að
sviðsetja um-
ferðarslys
UMBOÐSMAÐUR Alþingis telur í
nýju áliti að synjun dómsmálaráðu-
neytisins á gjafsókn til handa konu
vegna skaðabótamáls fyrir héraðs-
dómi hafi í þrígang ekki verið reist á
réttum lagagrundvelli. Beinir um-
boðsmaður því til ráðuneytisins að
það taki mál konunnar fyrir að nýju,
óski hún þess.
Konan kvartaði til umboðsmanns
fyrir rúmu ári yfir synjun dómsmála-
ráðuneytisins á umsókn hennar um
gjafsókn í skaðabótamáli sem hún
höfðaði á hendur geðlækni og lög-
reglustjóranum í Reykjavík vegna
ólögmætrar frelsisskerðingar. Til-
efni málshöfðunarinnar var að lög-
reglumenn höfðu, að beiðni geðlækn-
isins, fært konuna á geðdeild
Landspítalans í þeim tilgangi að láta
kanna hvort hún skyldi nauðungar-
vistuð á sjúkrahúsi. Eftir að hafa
verið skoðuð af öðrum geðlækni á
spítalanum var konunni leyft að fara
frjáls ferða sinna þar sem læknirinn
taldi ekki ástæðu til að nauðungar-
vista hana. Lagði konan fjórum sinn-
um fram beiðni um gjafsókn í mál-
inu. Þremur var synjað á meðan
málið var fyrir héraðsdómi en ein
var samþykkt þegar málið fór fyrir
Hæstarétt. Tapaði konan á báðum
dómsstigum.
Fyrstu þremur beiðnunum vísaði
gjafsóknarnefnd frá þar sem hún
taldi konuna ekki hafa lagt fram
nægjanleg gögn til að hægt væri að
meta tilefni málshöfðunar. Í skýring-
um stjórnvalda til umboðsmanns
kom einnig fram að lagaskilyrði fyrir
gjafsókn hefðu ekki verið til staðar
þar sem héraðsdómur hefði þegar
gengið í málinu. Þegar héraðsdómi
hafði verið áfrýjað til Hæstaréttar
sótti lögmaður konunnar um gjaf-
sókn í fjórða sinn og var sú beiðni
samþykkt.
Umboðsmaður telur að með hlið-
sjón af gögnum málsins hafi hvílt sú
skylda á stjórnvöldum að taka rök-
studda afstöðu til þess hvort gjaf-
sókn skyldi veitt í málinu á grund-
velli 178. gr. laga nr. 19/1991 um
meðferð opinberra mála. Mælist um-
boðsmaður til þess að dómsmála-
ráðuneytið taki málið fyrir að nýju
og tekur sérstaklega fram í niður-
stöðum sínum að þess séu dæmi að
ráðuneytið hafi rétt hlut umsækj-
anda um gjafsókn eftir að umsókn
hafði verið hafnað og héraðsdómur
fallið.
Umboðsmaður Alþingis
um dómsmálaráðuneytið
Synjun gjaf-
sóknar ekki lög-
um samkvæmt
ÓLAFUR Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir op-
inbera heimsókn til Ungverjalands, sem lauk í gær-
kvöldi, hafa verið árangursríkari í viðskiptalegu tilliti
en hann hafi búist við. Þegar hafi myndast grundvöllur
til viðræðna milli íslenskra orkufyrirtækja og borgaryf-
irvalda í Búdapest um tæknilega útfærslu á nýtingu
jarðhita í borginni. Þá hafa margir, þar með taldir borg-
arstjórinn, forsætisráðherrann og forsetinn, sýnt hug-
búnaði íslenska fyrirtækisins GoPro mikinn áhuga, en
hann á að greiða fyrir upplýsingastreymi í stjórnsýslu.
Andri Már Ingólfsson, forstjóri Heimsferða, sagði að
ungverskum fulltrúa ferðamála, sem rætt var við í ferð-
inni, hefði komið áhugi Íslendinga á Búdapest á óvart en
mörg hundruð Íslendingar fóru til Búdapest með Heims-
ferðum á síðasta ári. Andri sagði nú standa til að opna
Ísland fyrir Ungverjum og eru fyrstu ferðir Heimsferða
með Ungverja til Íslands áætlaðar í haust. Þá sagði hann
fyrirtækið stöðugt í leit að nýjum mörkuðum þar sem Ís-
lendingar væru nýjungagjarnir og aðrar borgir í Aust-
ur-Evrópu kæmu þar sterklega til greina.
Áhrifarík heimsókn á safn í höfuðstöðvum nasista
Ólafur Ragnar heimsótti ásamt íslensku sendinefnd-
inni safnið „The House of Terror“ sem er nokkurs konar
minnisvarði í máli og myndum um áhrif ógnarstjórnar
kommúnista og nasista á ungversku þjóðina á árunum
eftir seinna stríð og fram yfir byltinguna árið 1956. Hús-
ið sem hýsir safnið var á síðustu öld höfuðstöðvar nas-
ista og leyniþjónustu kommúnista í Búdapest. Fanga-
geymslur og pyntingaklefar hafa nú verið endurgerðir
eftir lýsingum vitna sem þar dvöldu en hundruð Ung-
verja voru pyntuð til dauða í húsinu. Ólafur sagði ferð-
ina um safnið hafa verið einkar áhrifamikla. Saga Ung-
verja og Íslendinga hvað þennan tíma varðar væri að
hluta tengd, því fyrstu flóttamennirnir sem komu til Ís-
lands voru einmitt Ungverjar sem flúðu ógnarstjórnina
eftir byltinguna 1956. Sumir þeirra fengu íslenskan rík-
isborgararétt og eru enn búsettir á Íslandi.
Heimsókn Ólafs til Ungverjalands er nú lokið en í dag
hefst opinber heimsókn hans til Slóveníu.
Morgunblaðið/Sunna Ósk Logadóttir
Ólafur Ragnar, Dorrit og Páll Pétursson ræða við borgarstjórahjónin í Búdapest, Gábor Demszky og Anikó Németh.
Árangursrík ferð
í viðskiptalegu tilliti
Morgunblaðið/Sunna Ósk Logadóttir
Í húsi ógnarinnar
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, kveikti á
kerti í húsi ógnarinnar, sem er safn í höfuðstöðvum
nasista í Búdapest, til minningar um fórnarlömb ógn-
arstjórnarinnar í Ungverjalandi.
Heimsókn forseta Íslands til Ungverjalands lokið
Búdapest. Morgunblaðið.
LENGING skólaársins hefur leitt
til þess að þátttaka skólafólks í
sumarafleysingastörfum hjá fyrir-
tækjum hefur minni þýðingu en
áður var, samkvæmt upplýsingum
Ara Edwald, framkvæmdastjóra
Samtaka atvinnulífsins. Hann
bendir einnig á að auk þessa verji
eldri skólanemar meiri hluta sum-
arsins en áður var í nám og eigin
frí. „Ýmsar reglur vinna einnig á
móti því að hafa yngra skólafólk
við vinnu, til dæmis reglur um tób-
aksafgreiðslu, svo eitthvað sé
nefnt,“ segir hann.
Um 36.000 nemendur stunda
nám í framhaldsskólum og háskól-
um hér á landi skv. bráðabirgðatöl-
um Hagstofunnar. Þá eru nemend-
ur í efstu bekkjum grunnskóla, þ.e.
unglingar á sextánda og sautjánda
aldursári, nálægt átta þúsund tals-
ins. Gissur Pétursson, forstjóri
Vinnumálastofnunar, lýsti áhyggj-
um af sumarstörfum skólafólks í
Morgunblaðinu í gær og sagði
fregnir hafa borist af því að færri
yrðu ráðnir til sumarstarfa en áð-
ur.
Missa fólk í nám áður en
ferðamannatíma lýkur
Eins og fram hefur komið í
blaðinu hafa forsvarsmenn At-
vinnumiðstöðvar stúdenta og
Vinnumiðlunar skólafólks lýst
þeirri skoðun að samdráttur verði í
framboði á sumarstörfum í ár.
Erna Hauksdóttir, fram-
kvæmdastjóri Samtaka ferðaþjón-
ustunnar, segist ekki hafa heyrt að
neinar breytingar yrðu á sumar-
störfum fyrir skólafólk í fyrirtækj-
um innan ferðaþjónustunnar í
sumar en hún tók fram að þetta
hefði ekki verið kannað sérstak-
lega.
Aðspurð segir Erna að lenging
skólaársins hafi komið fyrirtækj-
um innan ferðaþjónustunnar illa.
Mest hafi borið á kvörtunum vegna
þessa úti á landi þar sem ferða-
þjónustufyrirtæki hafa misst sum-
arstarfsmenn í skóla áður en
ferðatímabilinu er lokið. „Það hef-
ur víða verið mjög bagalegt,“ segir
hún.
Færri vinna vegna
lengingar skólaárs
Um 36 þúsund nemendur í framhalds- og háskólum