Morgunblaðið - 19.03.2003, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 19.03.2003, Qupperneq 17
ÍRAKSDEILAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. MARS 2003 17 AÐDRAGANDI væntanlegrar hernaðaríhlutunar Bandaríkjastjórnar í Írak nær í reynd allt aftur til ársins 1991; að minnsta kosti eru ráðamenn í Washington á þeirri skoðun, enda líta þeir svo á að Saddam Hussein, forseti Íraks, hafi haft tólf ár til að verða við kröfum um afvopnun, sem öryggisráð Sameinuðu þjóðanna gerði strax við lok Persaflóa- stríðsins. Írak réðst inn í Kúveit 2. ágúst 1990 og sam- þykkti öryggisráðið í kjölfarið ályktun nr. 660 þar sem aðgerðir Íraka voru fordæmdar og þess kraf- ist að þeir drægju sig þegar frá Kúveit. Fjórum dögum seinna var samþykkt ályktun nr. 661 en hún fól í sér viðskiptabann á Írak. Saddam varð ekki við kröfum um að kalla herlið sitt frá Kúveit og 29. nóvember 1990 samþykkti ör- yggisráðið ályktun nr. 678 en hún veitti heimild til að beita „öllum nauðsynlegum ráðum“ til að efni ályktunar nr. 660 næði fram að ganga. 16. janúar 1991 hófu Bandaríkin og bandamenn þeirra síðan loftárásir á Írak. 24. febrúar hófust hernaðaraðgerðir á jörðu niðri og þremur dögum síðan var búið að frelsa Kúveit úr höndum herja Íraks; Persaflóastríðinu var formlega lokið. Írakar samþykktu vopnahlésskilmála banda- manna 3. mars 1991. George Bush Bandaríkjaforseti taldi sér ekki stætt á því að senda hersveitir Bandaríkjanna alla leið til Bagdad til að steypa Saddam af stóli. Sadd- am sat því áfram við völd og í mars og apríl börðu herir Íraks niður af mikilli grimmd uppreisnir í bæði suður- og norðurhluta landsins. 6. apríl 1991 samþykktu Írakar að hlíta skil- málum ályktunar öryggisráðsins nr. 687 sem fól í sér að allri framleiðslu gereyðingarvopna skyldi hætt og að sérstök vopnaeftirlitsnefnd SÞ, UNSCOM, skyldi hafa eftirlit með því að Írakar sannarlega eyðilegðu öll sýkla- og efnavopn. Daginn áður hafði öryggisráðið samþykkt álykt- un nr. 688 þar sem fordæmdar voru áðurnefndar aðgerðir Íraksstjórnar gegn Kúrdum og öðrum óbreyttum borgurum í landinu. Skilgreind voru sérstök flugbannsvæði yfir Norður-Írak og sömu- leiðis sérstök griðasvæði sem Bandaríkjamenn, Bretar og Frakkar einsettu sér að tryggja að yrðu virt. Sambærileg flugbannsvæði voru skilgreind yf- ir Suður-Írak í ágúst 1992. Ályktanir nr. 706 og 707 voru samþykktar 15. ágúst 1991 en þær fólu annars vegar í sér að Írök- um yrði veitt heimild til að selja tiltekið magn af ol- íu til að greiða fyrir matvæli og lyf; hins vegar var Írökum gert að sýna vopnaeftirlitsliði SÞ sam- vinnu, en á því hafði orðið misbrestur. Í apríl 1993 heimsótti George Bush, sem þá var orðinn fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, Kúveit og var þar gerð tilraun til að ráða hann af dögum. Í hefndarskyni gerðu Bandaríkjamenn flugskeyta- árás á höfuðstöðvar írösku leyniþjónustunnar í Bagdad 27. júní 1993. Enn ein ályktunin var samþykkt í öryggisráðinu 15. október 1994 en með henni var Írökum skipað að hafa ekki í hótunum við nágrannaríki sín eða starfsfólk SÞ í Írak. Með ályktun nr. 986 frá 14. apríl 1995 var loks hafist handa við áætlanir um „matvæli fyrir olíu“, sem rætt hafði verið um í ályktun nr. 706. 27. mars 1996 samþykkti öryggisráðið ályktun nr. 1051 en með henni var kveðið á um eftirlit með inn- og útflutningi vara til Íraks. Einkum var kveð- ið á um eftirlit með hefðbundnum varningi sem hugsanlega mætti nota til vopnaframleiðslu. Í mars og júní 1996 meina Írakar vopnaeftirlits- mönnum aðgang að tilteknum hernaðarmannvirkj- um og upphefjast nú deilur um störf þeirra. Með ályktun öryggisráðsins nr. 1137 frá því í nóvember er Írökum gert að starfa í samræmi við fyrri álykt- anir en vopnaeftirlit gengur þó erfiðlega næstu misserin. 16. desember 1998 er vopnaeftirlitsliðið kallað frá Írak, enda þykir ljóst að Írakar hafa ekki sýnt því samstarfsvilja. Dagana 16.–19. desember 1998 varpa breskar og bandarískar herþotur sprengjum á Írak í aðgerð sem kölluð var „eyði- merkurrefur“. Í desember 1999 er sett á laggirnar ný vopnaeft- irlitsnefnd, UNMOVIC, með ályktun öryggisráðs nr. 1284. Var Írökum skipað að veita starfsliði UNMOVIC aðgang að öllum byggingum og svæð- um. Írakar neita hins vegar allri samvinnu. Bresk- ar og bandarískar herþotur varpa af og til sprengj- um á loftvarnarkerfi Íraka á þeirri forsendu að þeim hafi verið ógnað. George W. Bush Bandaríkjaforseti skilgreinir Írak sem eitt „öxulvelda hins illa“ í stefnuræðu sinni 30. janúar 2002 – í kjölfar árásanna á Banda- ríkin 11. september 2001. Stendur umræða um það allt árið hvort Bandaríkjamenn hyggist skera upp herör gegn Írak. Í september ávarpar Bush alls- herjarþing SÞ og færir þá rök fyrir því að SÞ verði að beita Írak hörðu vegna tregðu þarlendra stjórn- valda til að hlíta skilmálum ályktana öryggisráðs- ins. Lögð eru fram gögn sem eru sögð sýna að Írak- ar hafi haldið áfram að þróa og framleiða gereyðingarvopn, og að þeir reyni nú að koma sér upp kjarnorkuvopnum. Segir Bush að skýr ógn stafi af Írak. 8. nóvember 2002 samþykkir öryggisráðið sam- hljóða ályktun nr. 1441 þar sem Írökum er gert að hleypa vopnaeftirlitsmönnum aftur inn í landið. Er þeim hótað „alvarlegum afleiðingum“ ef þeir ekki afvopnast. Saddam heitir vopnaeftirlitsmönnum samvinnu og 18. nóvember heldur starfslið UNMOVIC aftur til Íraks. Írakar leggja ennfrem- ur fram 12 þúsund síðna skýrslu um vopnabúr sín en Bandaríkjamenn og Bretar segja skýrsluna gallaða, og að Írakar séu þar með brotlegir við ályktun nr. 1441. Hans Blix, yfirmaður UNMOVIC, gagnrýnir Íraka fyrir skort á samvinnu í skýrslu sem hann flytur öryggisráðinu 9. janúar 2003 og næstu vikur á eftir verður ljóst að Bandaríkjamenn hafa uppi áform um að ráðast á Írak, enda telji þeir löngu ljóst að Írakar séu brotlegir við ályktanir SÞ og af- ar hættulegir. Frakkar og Þjóðverjar eru hins vegar andsnúnir hernaðaráformum Breta og Bandaríkjamanna og vilja að vopnaeftirlitsmenn fái meiri tíma til að ljúka starfi sínu í Írak. Deilt er um hvort orðalag ályktunar nr. 1441 heimili hernaðaraðgerðir eður ei. Tilraunir Bandaríkjamanna, Breta og Spánverja til að fá samþykkta í öryggisráðinu nýja ályktun sem óumdeilanlega myndi heimila hernaðaríhlutun í Írak fara út um þúfur og að kvöldi 17. mars 2003 (aðfaranótt 18. mars að ísl. tíma) tilkynnir Bush Bandaríkjaforseti að Saddam og fjölskylda hans fái tvo sólarhringa til að yfirgefa Írak, ella verði ráðist á landið. Sá frestur Saddams rennur út í kvöld. Tólf ára langur aðdragandi EKKI er víst, að Saddam Hussein Íraksforseti beygi sig fyrir úrslita- kostunum, sem George W. Bush Bandaríkjafor- seti setti honum í fyrrinótt, að hann skyldi koma sér burt frá Írak á næstu tveimur sólarhringum. Allt hans líf hefur einkennst af bak- tjaldamakki og blekkingum, morðum og mikl- um mistökum en þrátt fyrir það hef- ur hann aldrei misst valdataumana úr hendi sér. Ýmsir ráðamenn í arabaríkjunum hafa mánuðum saman skorað á Saddam og nánustu samverkamenn hans að hlífa eigin þjóð við hörm- ungum styrjaldar með því að segja af sér og leita hælis utanlands, hugs- anlega í Hvíta-Rússlandi, Líbýu eða jafnvel á Kúbu eða í Norður-Kóreu. Búist hafði verið við, að sendinefnd frá Arababandalaginu, sem ætlaði til Bagdad í síðustu viku, myndi ræða þetta mál en Íraksstjórn neit- aði að taka við henni. „Saddam er fastur fyrir eins og kletturinn og mun hvergi fara,“ sagði Mohammed Saeed al-Sahhaf, upplýsinga- málaráðherra Íraks, í fyrradag. Haft er eftir ónefndum, erlendum sendimönnum, að afsögn Saddams hafi jafnvel verið rædd meðal ein- hverra hópa í íraska stjórnkerfinu og ef satt er, ber það vott um mikla dirfsku því að allt slíkt tal gæti auð- veldlega gert viðkomandi höfðinu styttri. Er það líka haft eftir írösk- um stjórnarandstæðingum í Lond- on, að íraskir embættismenn hafi fengið tryggingu fyrir því í ná- grannaríkjunum, að Saddam og fjöl- skylda hans gætu flúið þangað ef í nauðirnar ræki. Flest bendir þó til, að Saddam ætli að vera um kyrrt og þá kannski í þeirri von, að mannfall verði það mikið meðal Bandaríkjamanna og Breta, að Bush fyrirskipi vopnahlé. Ljóst er, að Saddam reiðir sig fyrst og fremst á son sinn, Qusai, og nán- ustu samverkamenn, meðal annars suma ættingja sína, og treystir því, að þeir geti haldið uppi vörnum þótt allt fjarskiptakerfið bresti. Sumir fréttaskýrendur spá því, að standi hann frammi fyrir endanlegum ósigri, muni hann heldur vilja falla sem „arabískur píslarvottur“ en sætta sig við þá niðurlægingu, sem útlegðinni fylgir. Saddam Hussein er fæddur í litlu þorpi nálægt borginni Tikrit og gekk til liðs við neðanjarðarhreyf- ingu Baath-sósíalistaflokksins tví- tugur að aldri. Ári síðar var hann handtekinn fyrir að myrða mág sinn, sem var kommúnisti, og sat í fangelsi í hálft ár. 1959, þá 22 ára, var hann meðal þeirra, sem sátu fyr- ir og særðu Abdel-Karim Kassem, hershöfðingja og æðstráðanda í Írak, en slapp þá úr landi til Sýr- lands og Egyptalands. Saddam var síðar handtekinn og sat í fangelsi í tvö ár fyrir tilraun til valdaráns en vegur hans jókst mjög eftir valda- töku Baath-flokksins. Tók hann við forsetaembætti í Írak 1979 og lét hann þá drepa 500 háttsetta emb- ættismenn innan flokksins og hugs- anlega keppinauta. Mislukkuð hernaðarævintýri Þrátt fyrir ótvíræða kænsku og grimmd hafa Saddam orðið á mjög alvarleg mistök. Innrásin í Íran 1980 er besta dæmið um það en í stað skjóts sigurs stóð styrjöldin í átta ár og er sú blóðugasta í sögu Mið-Austurlanda. Í ágúst 1990 skip- aði Saddam her sínum að ráðast inn í Kúveit og var þess fullviss, að Vest- urlönd myndu láta hann komast upp með það. Það gekk ekki eftir. Hvað gerir Saddam? Doha. AP. Saddam Hussein

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.