Morgunblaðið - 19.03.2003, Síða 18
ERLENT
18 MIÐVIKUDAGUR 19. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ
SONUR Nizars al-
Khazraji, fyrrverandi yf-
irmanns íraska hersins,
sem hvarf úr stofufang-
elsi í Danmörku, hélt því í
gær fram að faðir sinn
hefði verið numinn á
brott af útsendurum
Íraksstjórnar.
„Ég held að (íraskir)
leyniþjónustumenn hafi
tekið hann, allt bendir til
þess,“ sagði sonurinn, Ahmed al-
Khazraji, í Kaupmannahöfn í gær,
án þess að framvísa nokkrum
sönnunum fyrir þessari fullyrð-
ingu sinni.
Danski ríkissaksóknarinn Birg-
itte Vestberg sagðist ekki vita
hvort hershöfðinginn hefði reynt
að flýja land eða hvort hann hefði
verið numinn á brott.
„Hafi hann farið sjálfviljugur
úr landi á honum mjög sennilega
eftir að skjóta fljótlega upp í fjöl-
miðlum, þar sem hann kann vel
við sig í kastljósi þeirra,“ tjáði
Vestberg AP-fréttastofunni.
Al-Khazraji hafði verið í stofu-
fangelsi á heimili sínu í Sorø, um
100 km suður af Kaupmanna-
höfn, frá því í nóvember í
fyrra, en hann hafði
dvalið í Danmörku frá
því árið 1999. Hann
hvarf á mánudagsmorg-
un, eftir að hafa farið út
á stétt til að reykja.
Interpol gaf út alþjóð-
lega handtökuskipun á
hendur honum.
Vestberg er að rann-
saka ásakanir um að al-
Khazraji, sem var yfirmaður
herráðs íraska landhersins þeg-
ar eiturgasárásir voru gerðar á
Kúrda í Norður-Írak árið 1988,
hafi átt þátt í þessum árásum.
Hann neitaði því staðfastlega að
hafa komið nálægt þeim.
„Mér líður eins og ljóni í búri,“
sagði hann í síðasta mánuði, þeg-
ar stofufangelsisúrskurðurinn
yfir honum var framlengdur.
„Ég ætti að vera í Írak og taka
forystu um að leiða þjóðina og
herinn í uppreisn gegn Saddam
Hussein,“ sagði hann.
Al-Khazraji var álitinn stríðs-
hetja í Írak fyrir þátt sinn í stríð-
inu við Íran 1980-1988, en Sadd-
am Hussein rak hann árið 1990.
Numinn á brott
eða á flótta?
Kaupmannahöfn. AP.
Fyrrverandi íraskur hershöfðingi
horfinn úr stofufangelsi í Danmörku
Birgitte Vestberg
saksóknari.
ÞING Palestínumanna samþykkti í
gær frumvarp þar sem kveðið er á
um hlutverk væntanlegs forsætis-
ráðherra og hafnaði um leið tilraun-
um Yassers Arafats, leiðtoga Palest-
ínumanna, til að takmarka valdsvið
þessa nýja embættis.
Arafat hefur verið mjög tregur til
að afsala sér miklu af völdum til
væntanlegs forsætisráðherra en
þingmenn hafa á hinn bóginn sýnt af
sér æ meira sjálfstæði gagnvart hon-
um. Í fyrradag neyddist til dæmis
Arafat til að falla frá kröfu um rétt til
að hafa áhrif á skipan ráðherra.
Á Vesturlöndum hefur verið fylgst
vel með baráttunni milli Arafats og
þingsins en flestir, og líka Palestínu-
menn sjálfir, telja tíma til kominn, að
hann fari að draga sig í hlé. George
W. Bush Bandaríkjaforseti sagði í
síðustu viku, að skipan forsætisráð-
herra með raunveruleg völd væri
forsenda fyrir því, að Bandaríkja-
stjórn legði fram svokallaðan „veg-
vísi“ að friði í Miðausturlöndum.
Þingið samþykkti skipan forsætis-
ráðherra með 69 atkvæðum en einn
sat hjá.
Verður Arafat nú að undirrita
samþykktina og mun síðan bjóða
Mahmoud Abbas, öðrum æðsta
manni innan PLO, Frelsisfylkingar
Palestínumanna, embættið.
Skipan forsætisráð-
herra samþykkt
Ramallah. AFP, AP.
EITT af því sem skýrt hefur komið í ljós í þeim
óvenju hörðu deilum milli bandamanna í Atl-
antshafsbandalaginu, sem ágreiningurinn um
Íraksmálið hefur valdið, er að Evrópuþjóð-
irnar í NATO hafa of lengi látið sér nægja að
hvíla undir hernaðarlegum verndarvæng
Bandaríkjanna. Ekki verði umflúið að þau
leggi meira af mörkum til eigin varna.
Þetta kom fram í máli Erics Povel, sem er
hollenzki fulltrúinn á upplýsingaskrifstofu að-
alstöðva Atlantshafsbandalagsins í Brussel, en
hann hélt erindi um stöðu og stefnu NATO á
fundi Samtaka um vestræna samvinnu, Varð-
bergs, á Hótel Sögu í fyrrakvöld og í Háskóla
Íslands í gær.
Povel minnti á, að Bandaríkin leggja nú
meira til varnarmála en þau 20 ríki sem næst
eru á lista yfir útgjöld til þessa málaflokks.
Povel leggur áherzlu á, að ekki beri að gera
of mikið úr þeirri misklíð sem þessa stundina
einkenni samskiptin milli sumra evrópsku
NATO-ríkjanna annars vegar, með Frakka í
broddi fylkingar, og Bandaríkjamanna hins
vegar. Hafa beri í huga, að þetta sé ekki í
fyrsta sinn í áratuga langri sögu bandalagsins
sem ágreiningur komi upp innan þess um ein-
stök mál. Ekki megi láta ástandið eins og það
er í augnablikinu, sem mótast af aðstæðum og
þeim sem eru nú við völd í hlutaðeigandi lönd-
um, byrgja sér sýn á hina breiðu samstöðu
sem eftir sem áður ríki milli bandalagsþjóð-
anna þegar til lengri tíma sé litið.
Evrópumenn megi heldur ekki gleyma því,
hve hryðjuverkaárásirnar í New York og
Washington D.C. hinn 9. september 2001
breyttu miklu fyrir Bandaríkjamenn. Þeir líti
hættur heimsins öðrum augum eftir þetta en
áður. Og þeir hafi pólitískan vilja og hernaðar-
lega getu til að gera það sem þeim þykir rétt-
ast til að mæta þessum hættum, og það einir
síns liðs ef aðrir vilja ekki fylgja þeim.
„Það var óumdeilt að aðgerðirnar í Afganist-
an voru með réttu byggðar á 51. grein stofn-
sáttmála SÞ um sjálfsvarnarrétt ríkja. Annað
gildir um Írak,“ segir Povel. Gagnrýnendur
stjórnvalda í Washington segi Bandaríkja-
menn vera þar að grípa til „fyrirbyggjandi
árásar“, eins og getið er um í endurnýjaðri
varnarstefnu Bandaríkjanna sem birt var í
fyrrahaust. Aðrir segi að í Íraksmálinu séu
Bandaríkjamenn aðeins að hjálpa Sameinuðu
þjóðunum að knýja Íraka til að hlíta álykt-
unum samtakanna.
Blessun SÞ sótt eftir á líkt
og í Kosovo-deilunni?
Mestu vonina til að fljótt takist að berja í
bresti samstarfsins yfir Atlantshafið segir
Povel felast í því að hernaðaraðgerðir í Írak
taki fljótt af og menn snúi sér sameiginlega að
uppbyggingarstarfi – og sæki hugsanlega
blessun SÞ eftir á, eins og gert var eftir loft-
árásir NATO á Serbíu í Kosovo-deilunni.
Spurður hvort hann sjái fyrir sér að NATO
gegni hlutverki við enduruppbyggingu í Írak
segir hann að sumir hafi vissulega velt vöngum
yfir þessu. NATO gegni veigamiklu hlutverki
við stjórnun friðargæzluverkefnisins í Afgan-
istan. Því sé eðlilegt að spurt sé: þar sem sömu
þjóðir og hvort eð er munu leggja mest af
mörkum við þetta starf hafa þetta sameigin-
lega verkfæri – NATO – sem hefur reynslu af
svona verkefnum, hvers vegna ekki að nota
það? Hann tekur þó skýrt fram að þetta sé
ekki opinber stefna NATO, „þetta er pólitísk
ákvörðun sem á þessu stigi er aðeins velt vöng-
um yfir hvort fýsilegt sé að taka“.
En er sú stefna Bandaríkjamanna, að fara
sínar eigin leiðir til lausnar vandamála á al-
þjóðavettvangi (á ensku „unilateralism“), að
grafa undan fjölþjóðlegum samstarfsstofn-
unum eins og NATO?
Povel segist engan tilgang sjá í því að bera
ásakanir um slíkt á Bandaríkjamenn. „Banda-
ríkjastjórn hefur mánuðum saman leitazt við
að leysa málin í gegn um stofnanir SÞ. Afgan-
istan-herförin var gerð á grundvelli alþjóða-
laga. Og jafnvel í Íraksmálinu nýtur herská
stefna Bandaríkjamanna stuðnings Breta,
Spánverja og fleiri ríkja. Að mínu mati er því
þetta tal um einhliða stefnu Bandaríkjamanna
að minnsta kosti stórlega ýkt,“ segir Povel.
Fátt er svo með öllu illt
að ekki boði nokkuð gott
Povel segir það gríðarmikilvægt fyrir
NATO að nýta þann styr sem staðið hefur um
Íraksmálið sem tækifæri til að eiga í framhald-
inu hreinskilnisleg skoðanaskipti um hlutverk
og tilgang varnarsamstarfsins yfir Atlantshaf.
„Kannski verðum við að semja nýja grund-
vallarherfræðiáætlun fyrir bandalagið (...) til
að auka á skilning beggja vegna Atlantsála,“
segir Povel. „Ef við erum á einu máli um að við
verðum að snúa bökum saman, látum við ekki
svona misklíð eins og nú gætir spilla varanlega
fyrir; þá fer allt vel.“
Segja má að máltækið „fátt er svo með öllu
illt að ekki boði nokkuð gott“ eigi hér við.
„Kannski þurftum við einmitt á svona rifrildi
að halda til að skerpa vitund okkar fyrir því
hve mikilvægar hinar fjöl- og alþjóðlegu sam-
starfsstofnanir eru til að tryggja öryggi okk-
ar,“ segir Povel. „Það skaðlegasta væri ef svo
færi að hver og einn reyndi að finna sínar eigin
lausnir upp á sitt einsdæmi, eða þessi og hinn
mynduðu tækifærisbandalög allt eftir að-
stæðum hverju sinni – þá færu bandalögin að
kýta sín í milli og niðurstaðan yrði hrikaleg.
Við þekkjum allt of vel hvað slíkt fyrirkomulag
á alþjóðamálum hafði í för með sér í Evrópu á
20. öld. Þá skelfilegu reynslu viljum við ekki
endurtaka, við viljum hindra sundrungu sam-
starfsstofnananna sem við höfum byggt upp,“
segir Povel.
En hann segir þetta jafnframt vera áminn-
ingu til þeirrar kynslóðar í okkar heimshluta,
sem er alin upp við frið og stöðugleika. „Raun-
in er sú að við lítum á öryggið sem of sjálfsagð-
an hlut,“ segir Povel. „Öryggi er ekki sjálf-
sagður hlutur lengur. Við stöndum frammi
fyrir ýmis konar nýjum ógnum við öryggi okk-
ar, ekki sízt við Evrópumenn. Sem ábyrg þjóð-
félög verðum við að vera reiðubúin að greiða
það sem öryggið kostar. Nú kemur þetta atriði
ef til vill betur fram; að við verðum að „verða
fullorðin“ og gera okkur grein fyrir að við lif-
um ekki í öruggum heimi. Ógnirnar eru marg-
ar og hvert samfélag verður að vera reiðubúið
að gera það sem þarf til að verja eigið sam-
félag og gildi þess.“
Því sé að minnsta kosti hægt að slá föstu,
hvað sem líði öllum ágreiningi, að Evrópu-
menn og Bandaríkjamenn hafa að mjög miklu
leyti sömu gildi. Minna má á að það er aðeins
eitt og hálft ár síðan franska blaðið Le Monde
skrifaði í risaforsíðufyrirsögn: „Við erum öll
Bandaríkjamenn.“
NATO-þjóðir verða að
snúa bökum saman
Morgunblaðið/Golli
Eric Povel á fundi SVS/Varðbergs.
’ Mesta vonin til að fljótttakist að berja í bresti
samstarfsins yfir Atlants-
hafið felst í því að hern-
aðaraðgerðir í Írak taki
fljótt af og menn snúi sér
sameiginlega að uppbygg-
ingarstarfi. ‘
auar@mbl.is
Eric Povel, upplýsingafulltrúi í höfuðstöðvum NATO,
segir að þær deilur sem blossað hafi upp milli banda-
lagsþjóða báðum megin Atlantshafsins beri að nýta
sem tækifæri til að efla samstarfið á ný. Í samtali við
Auðun Arnórsson segir hann allar Evrópuþjóðir þurfa
að leggja meira af mörkum til að tryggja eigið öryggi.
MEÐLIMIR í alþjóðlegum sam-
stöðusamtökum með málstað Pal-
estínumanna hlaupa undan jarðýtu
Ísraelshers í Rafah-flóttamanna-
búðunum á Gazasvæðinu í gær.
Ung bandarísk kona, sem tók
þátt í mótmælaaðgerðum gegn nið-
urrifi Ísraela á húsum Palestínu-
manna í Rafah-búðunum, varð á
sunnudag undir slíkri jarðýtu. Sam-
herjar konunnar, sem hét Rachel
Corrie, héldu því fram að dauði
hennar hefði ekki verið neitt slys.
Ýtustjórinn hefði séð hana mæta-
vel, þar sem hún sat fyrir framan
hús sem stóð til að rífa.
Að sögn talsmanna bandaríska
utanríkisráðuneytisins bíða banda-
rísk stjórnvöld eftir niðurstöðum
rannsóknar á því hvernig dauða
Corrie bar að áður en þau taka af-
stöðu til málsins.
Reuters
Mótmæli á Gaza