Morgunblaðið - 19.03.2003, Side 32
MINNINGAR
32 MIÐVIKUDAGUR 19. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ
L
ipponen gæti misst
völdin í hendur
konu“. Þannig leit
fyrirsögn erlendra
frétta í DV út um
helgina. Sjálf fréttin hófst síðan á
þessum orðum: „Svo kann að fara
að kona verði forsætisráðherra
Finnlands eftir þingkosningarnar
á sunnudag.“ Í mínum huga segir
þessi fyrirsögn og þessi frétt
meira en mörg orð um það hvar
við erum stödd í jafnréttisbaráttu
kynjanna. Það er enn fréttaefni
að kona skyldi verða forsætisráð-
herra. Gott og vel. En það var þó
annað sem vakti athygli mína við
fyrrgreinda fyrirsögn og frétt;
ekki þótti nefnilega ástæða til að
nafngreina umrædda konu fyrr
en síðar í
fréttinni, þ.e.
eftir að búið
var að koma
þeim skila-
boðum á
framfæri að
Lipponen gæti misst völdin í
hendur konu. Konan umrædda
heitir hins vegar Anneli Jäätt-
eenmäki og er leiðtogi Miðflokks-
ins í Finnlandi. Og til að forðast
allan misskilning er Lipponen,
leiðtogi jafnaðarmanna og for-
sætisráðherra Finnlands – enn
sem komið er. Lipponen gæti
nefnilega misst völdin til Jäätt-
eenmäki.
Ég spurði nokkra kunningja
mína hvort þeir sæju eitthvað at-
hugavert við fyrrnefnda fyr-
irsögn. Það sáu þeir ekki. En
þegar ég sneri dæminu við kom
annað hljóð í strokkinn. Eða hvað
finnst þér lesandi góður um fyr-
irsögnina: „Jäätteenmäki gæti
misst völdin í hendur karls“?
Það er nefnilega oft eitthvað
bogið við umfjöllun fjölmiðla um
konur. Mér er t.d. minnisstætt
þegar Mo Mowlam, sem var
Norður-Írlandsmálaráðherra í
bresku ríkisstjórninni á árunum
1997 til 2000, ákvað að draga sig í
hlé á vettvangi stjórnmálanna. Í
Morgunblaðsfrétt um þessa
ákvörðun hennar stóð m.a.:
„Mowlan þótti litrík á ráðherra-
ferli sínum […]. Hún þótti einnig
hirða lítið um útlit sitt.“ Ég man
eftir sams konar „kommenti“ um
útlit hennar þegar fjallað var um
mál ráðherrans í fréttum Sjón-
varpsins. Gott ef ekki var bætt
um betur og tekið fram að hár
hennar hafi jafnan þótt afar úfið
og tætingslegt. Mér finnst afar
ólíklegt að það yrði fjallað um
karlkynsráðherra á þennan hátt.
Siv Friðleifsdóttir umhverf-
isráðherra hefur oft talað um það
að konur í stjórnmálum fengju
stundum öðruvísi umfjöllun í fjöl-
miðlum en karlar. Þær væru
gjarnan dæmdar eftir útliti sínu
og orð viðhöfð um þær sem aldrei
tíðkuðust þegar karlar ættu í
hlut. Siv hefur tekið dæmi af
sjálfri sér og m.a. nefnt frétt í DV
frá 1999 þar sem segir: „Það er
útbreidd skoðun innan Fram-
sóknarflokksins að eftir á að
hyggja hafi hin fagra [feitletrun
blaðamanns] Siv Friðleifsdóttir
sem féll fyrir Finni í formanns-
kjöri því trúlega verið betri kost-
ur fyrir flokkinn.“
Siv hefur einnig nefnt aðra
frétt í DV sem birtist sama ár:
„Nú segir sagan að annar vandi
steðji að Halldóri Ásgrímssyni,
en hann er sá að halda hinni syk-
ursætu [feitletrun blaðamanns]
Siv Friðleifsdóttur utan rík-
isstjórnarinnar en hún lætur að
sögn illa að stjórn.“ Siv hefur
sagt að hún hafi séð fleiri slík lýs-
ingarorð í umfjöllun um sig. T.d.
„hin glæsilega,“ „hið álitlega
adamsrif,“ og „hin unga ferska
meðvitaða kona.“ Hún hefur hins
vegar spurt hvernig fólki þætti
að sjá eftirfarandi lýsingar á
karlkynsráðherrum: „Hinn syk-
ursæti Guðni Ágústsson“ eða
„hið álitlega adamsrif Árni M.
Mathiesen.“
Sennilega er umræddur frétta-
flutningur af stjórnmálakonum
lýsandi fyrir viðhorf almennings
til kvenna, sérstaklega stjórn-
málakvenna; meira er t.d. tekið
eftir útliti og klæðnaði kvenna al-
mennt en útliti og klæðnaði
karla. Það er hins vegar spurning
hvort fjölmiðlamenn, þeir sem
skrifa fréttirnar, eigi að taka þátt
í þeim leik. Er ekki betra að láta
málefnin ráða og það sem um-
rædd stjórnmálakona stendur
fyrir ráða för fremur en álit við-
komandi fréttamanns eða al-
mennings á útliti hennar?
Svo ég vitni aftur í Siv Frið-
leifsdóttur þá hefur hún líka vitn-
að í önnur ummæli sem höfð voru
eftir karlmanni í DV, en ummæli
karlsins voru á þá leið að það
væri afar erfitt að stunda at-
vinnurekstur í landinu þegar Siv
Friðleifsdóttir trítlaði um á rauð-
um pinnahælum og væri áskrif-
andi að launum sínum [feitletrun
blaðamanns]. Myndi einhver láta
hafa eftir sér að Geir H. Haarde
fjármálaráðherra trítlaði um í
gráa rykfrakkanum sínum?
Karlinn sem talaði um rauðu
pinnahælana var því að reyna að
gera lítið úr Siv með því að vitna í
skó og göngulag. En slík ummæli
um konur eru því miður ekki óal-
geng. Ekki er t.d. langt síðan
fjallað var um þingkonurnar í
Sjálfstæðisflokknum sem slæðu-
konur. Ein leið til að gera lítið úr
konum? Eða hvað?
Þegar á heildina er litið finnst
mér jafnrétti ekki vera náð fyrr
en fjallað sé um konur af sömu
virðingu og karla; það sé horft til
þess hvað þær segja en ekki
hvernig þær líta út, hvernig þær
ganga eða í hvernig skóm þær
eru.
Með fyrirsögninni sem ég vitn-
aði til í upphafi fannst mér lítið
gert úr Jäätteenmäki og þeim ár-
angri sem hún hefði náð í stjórn-
málum; að hún væri leiðtogi
stjórnmálaflokks og hefði sem
slíkur náð þeim árangri sem raun
bæri vitni. Með fyrirsögninni var
ekki verið að vísa til þess að hún
væri einstaklingur, sem hefði
áorkað einhverju, heldur var ver-
ið að vísa til þess að hún væri
kona; það var aðalatriðið.
Með fullkomnu jafnrétti, eins
og ég sé það, er fyrst og fremst
litið á konur og karla sem ein-
staklinga sem hafa áorkað ýmsu
óháð því hvort þeir séu konur,
karlar eða eitthvað annað. Lipp-
onen var því skv. því að missa
völdin til Jäätteenmäki!
Gæti misst
völdin í
hendur karls
„Þegar á heildina er litið finnst mér
jafnrétti ekki vera náð fyrr en fjallað sé
um konur af sömu virðingu og karla.“
VIÐHORF
Eftir Örnu
Schram
arna@mbl.is
✝ Pétur Magnús-son fæddist í
Reykjavík 10. októ-
ber 1915. Hann lést á
Landspítalanum í
Fossvogi 11. mars
síðastliðinn. Foreldr-
ar hans voru hjónin
Jóhanna Pétursdótt-
ir húsfrú, f. á Pat-
reksfirði 25. septem-
ber 1890, d. í
Reykjavík 19. janúar
1920, og Magnús
Sveinsson, stýrimað-
ur, frá Hvilft í Ön-
undarfirði, f. á Flat-
eyri 20. júní 1888, d. í Reykjavík
16. janúar 1947. Nokkru eftir að
móðir Péturs deyr sendir faðir
hans hann í fóstur til hjónanna
Ólafar Össurardóttur, f. á Hval-
látrum 1872, og Jóhanns Magnús-
sonar, f. á Siglunesi á Barðaströnd
1866. Þau bjuggu þá í Árborg,
smábæ við Íslendingafljótið, í
Manitoba í Kanada. Systir Péturs
var Sigríður Magnúsdóttir f. í
Reykjavík 30. ágúst 1917, d. 16.
júní 1919.
Hinn 21. júní 1944 kvæntist Pét-
ur, f. 28. september 1946. Hann er
kvæntur Kristínu Guðmundsdótt-
ur leiðbeinanda og eiga þau tvö
börn, Margréti Kristínu, f. 1966,
sálfræðing, sem er gift Bjarna Ein-
arssyni, iðnaðarmanni, og Pétur, f.
1968, iðnrekstrarfræðing, sem er
giftur Selmu Unnsteinsdóttur, iðn-
rekstrarfræðingi. Margrét og
Bjarni eiga soninn Benjamín, f.
1993. Pétur og Selma eiga dæturn-
ar Kristínu, f. 1997, og Berglindi,
f. 1999. 3) Ólöf Guðrún hjúkrunar-
fræðingur og myndlistarmaður, f.
29. apríl 1957, gift Þorsteini Njáls-
syni lækni og eiga þau sex börn,
Tómas Davíð, f. 1977, sálfræði-
nema við HÍ, Matthías Guðmund, f.
1980, nema, Lovísu Margréti, f.
1986, nema í MH, Njál Pétur, f.
1991, Ísabellu Ólöfu, f. 1996, og Al-
exander Símon, f. 1999.
Pétur lauk námi frá Árdal High
School Manitoba 1932 og árið 1937
til 1938 var hann í námi við Lond-
on School of Economics and Polit-
ical Science. Frá árinu 1943 rak
hann eigin kjöt- og nýlenduvöru-
verslun, en frá árinu 1963 til 1985
vann hann við endurskoðun í
Seðlabanka Íslands. Pétur var fé-
lagi í Guðspekifélagi Íslands og í
Sam-Frímúrarareglunni á Íslandi
frá árinu 1948.
Útför Péturs verður gerð frá
Neskirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
ur Guðmundu Jó-
hönnu Dagbjartsdótt-
ur, f. 8. október 1922 í
Neðri-Hvestu í Arnar-
firði. Foreldrar henn-
ar voru hjónin Þórunn
Bogadóttir, f. í
Hringsdal 27. febrúar
1894, d. 5. mars 1944,
og Dagbjartur Elías-
son, útvegsbóndi í
Neðri-Hvestu, f. að
Uppsölum í Selárdal
27. júlí 1890, d. í 31.
ágúst 1978. Pétur og
Guðmunda eignuðust
þrjú börn. Þau eru: 1)
Jóhanna Sigríður kennari (f. 1.
febrúar 1945), gift Ingimar
Heiðari Þorkelssyni viðskipta-
fræðingi og eiga þau tvo syni, Pét-
ur Guðmund, f. 1982, og Heiðar
Örn, f. 1984, nemendur í MR. Af
fyrra hjónabandi á Jóhanna Sig-
ríður dótturina Þorgerði Jörunds-
dóttur, f. 1969, B.A. í heimspeki og
myndlistarmann. Hún er gift Ósk-
ari Sturlusyni tölvunarfræðingi og
eiga þau börnin Solveigu, f. 1993,
Jörund, f. 1999, og Eirík, f. 2002. 2)
Magnús Þórir fluggagnafræðing-
Elsku faðir. Undirmeðvitund mín
er greypt stolti og þakklæti fyrir það
líf og aðbúnað, sem þú veittir fjöl-
skyldu þinni, sem var þér allt og aldr-
ei bar skugga á. Þú varst hávaxinn,
fríður sýnum, góðviljaður en staðfast-
ur. Það var alltaf hægt að leita til þín í
námi á æskuárum, t.d. í stærðfræði,
efna-, eðlisfræði og ensku, en þessar
greinar voru þér eðlislægar. Þér var
tamt að hugsa rökrétt og skilja hismið
frá kjarnanum. Þú hafðir ákveðnar
skoðanir á mönnum og málefnum en
jafnframt varst þú nærgætinn og hlé-
drægur. Þú varst viðkvæmur, dulur
en jafnframt stórhuga og fórst eigin
leiðir. Allt var af heilindum gjört,
óheilindi þoldir þú ekki. Þú gerðir
kröfur en varst jafnframt mildur. Þú
kenndir mér að ávaxta pund mitt í
eiginlegri og óeiginlegri merkingu.
Vinna fyrst fyrir því, sem keypt var
og skulda engum neitt. Þú komst til
dyranna eins og þú varst klæddur. Þú
varst mikill náttúruunnandi og best
þótti þér að vera við fagurt vatn með
tignarlegum fjallahring og ekki spillti
að sjá til sólar, t.d. við sólsetur þegar
sólin litaði himin og vatn og fegurðin
tók völdin. Að klæða landið trjágróðri
var þér hugleikið og unun var að sjá
þig gróðursetja og sjá hversu umhug-
að þér var að fara rétt að. Það var
ekki bara náttúran, sem þú hreifst af
heldur einnig fagrir hlutir gerðir af
manna höndum, enda sóttuð þið for-
eldrar mínir mörg söfnin heim er þið
dvölduð erlendis, t.d. á Ítalíu, Frakk-
landi og Bretlandi. Þegar fögur
stytta, eða annar hlutur fannst á forn-
sölu var hann keyptur og fluttur heim
til að fegra heimilið. Ritlistin og tón-
listin voru þér hugleikin. Þú hafðir
þekkingarþrá, varst víðlesinn og oft
settist þú við píanóið til að leika lítið
lag. Þú hafðir unun af smíðum, varst
handlaginn og vílaðir ekki fyrir þér að
byggja jafnvel sumarbústað og húsið
ykkar, að Sörlaskjóli 9, skipulagðir þú
sjálfur. Börn, tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabörn nutu gjafa ykkar
móður minnar í ríkum mæli.
Faðir minn, þú varst mér allt,
ásamt móður minni, langt fram á full-
orðinsár, vinur, fyrirmynd og mátt-
arstólpi. Ég þakka uppeldið, lífsvið-
horfin og lífsgildin, sem hafa verið
mér leiðarljós til dagsins í dag.
Móður minni þakka ég hennar
kærleiksríka og fórnfúsa starf við
stuðning og umönnun föður míns eftir
að hann fékk blóðtappa og til dauða-
dags.
Far þú í friði,
friður guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Þín dóttir,
Jóhanna Sigríður.
Elsku pabbi. Nú þegar þú hefur
kvatt eftir erfið veikindi þakka ég þér
fyrir allt það sem þú hefur verið okk-
ur öllum.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Sofðu rótt, elsku pabbi.
Þinn sonur
Magnús.
Hærra, minn guð, til þín,
hærra til þín,
enda þótt öll sé kross
upphefðin mín.
Hljóma skal harpan mín:
:,:Hærra, minn guð, til þín,:,:
hærra til þín.
(Þýð. M. Joch.)
Elsku pabbi, þar sem ég sit hér við
kertaljós og reykelsi og hugsa um þig,
þá kemur alltaf þessi sálmur, Hærra
minn guð til þín, upp í huga mér, og er
það sjálfsagt vegna þess að þessi
sálmur er mér svo minnisstæður frá
kirkjuferðum okkar hér áður fyrr.
Við fórum ekki einungis í Nes-
kirkju, heldur líka í Dómkirkjuna og
kaþólsku kirkjuna við Landakot.
Þetta varð til þess að ég sótti mikið
barnamessur og seinna meir KFUM
og K. Þú ræddir mikið um trúarbrögð
og þú kenndir mér að bera virðingu
fyrir annarra manna trúarbrögðum,
öll trúarbrögð væru eitt, „All is One“.
Þú varst dulrænn, hæverskur og
hæglátur maður.
Það var einmitt í einni slíkri kirkju-
ferð á sólbjörtum degi að ég fann
fjögurra blaða smára í túninu við
Neskirkju. Ég hafði nýlega glatað
hjólinu mínu og var fljót að segja þér
pabbi að ég ætlaði að óska mér að ég
fengi nýtt hjól. Og viti menn, örfáum
dögum seinna var nýtt hjól komið,
fagurblátt.
Eftir að þú missir Siggu litlu systur
þína úr barnaveiki tveggja ára verður
þú einn, og fimm ára gamall ertu
sendur til Vesturheims þegar Jó-
hanna móðir þín deyr, en hún hafði
gengið frá þessu öllu áður en hún dó,
því hún vissi að hverju stefndi. Þú
fórst til frænd- og vinafólks hennar,
Ólafar og Jóhanns í Árborg, ekki
langt frá Winnipeg. Mér var alltaf
minnisstætt þegar ég fékk að fara
með ykkur mömmu til Kanada þegar
ég var 16 ára gömul, en þá fórum við
um allar Íslendingabyggðirnar og
skoðuðum þínar æskuslóðir í Árborg.
Ég klifraði upp í stóru trén sem voru í
garðinum þar sem þú bjóst og við
skoðuðum gamla skólahúsið, þar sem
þú hafðir gengið í skóla.
Í Kanada áttir þú fjórar uppeldis-
systur, þær Fanney Stefansson, Þóru
Árnason, Guðrúnu Johnson og Ernu
Hakonsen. Við heimsóttum þær allar
og var greinilegt að þú varst í miklu
uppáhaldi hjá þeim. Einna tignarleg-
ast fannst mér að heimsækja Ernu í
Klettafjöllunum, en hjá henni dvöld-
umst við um tíma. Ég var alveg heill-
uð af Kanada og seinna höguðu for-
lögin því þannig til að ég fór með börn
og mann í framhaldsnám til Kanada.
Þið mamma komuð til okkar til
Hamilton og áttum við yndislegar
stundir saman, þar sem þú naust þín
við vatnið á árabátnum og að vera
með barnabörnunum.
Ég hef oft hugsað um það með
gleði að afi Magnús sendi eftir þér til
Kanada og þú komst heim aftur, þá
átján ára gamall, fórst vestur í Arn-
arfjörð, hittir mömmu og þið giftust,
því annars væri ég ekki hér. Þið
bjugguð fyrst á Laugavegi 167, en
fljótlega byrjaðir þú að byggja Sörla-
skjól 9, en þar er ég fædd og uppalin.
Nálægð við sjóinn og fjöruna var þér
kær og varst þú jafnan duglegur að
ganga og hjóla og seinna meir að fara
á rafmagnshjólastólnum með sjónum
í Skjólunum og við Ægisíðuna.
Ég hef oft hugsað um þau forrétt-
indi sem ég bjó við heima í Sörla-
skjóli. Mamma rak verslun heima,
Verslunina Vör, var alltaf til staðar og
alltaf heitt kakó til þegar maður kom
heim úr skólanum. Alltaf passaðir þú
upp á það pabbi minn að ég lærði
heima og fékk ég ekki að fara út með
krökkunum í götunni í Fallin spýta
eða Brennibolta fyrr en ég var örugg-
lega búin að læra allt, enda var ég
fljót að læra þá reglu; læra fyrst og
leika svo.
Þú fórst með mig í fyrsta píanótím-
ann hjá Katrínu Viðar á Laufásvegi.
Þú hvattir mig alltaf áfram og talaðir
um gildi menntunar og kom aldrei
annað til greina en ég færi í mennta-
skóla og síðan framhaldsskóla. Þú
skildir svo vel gildi menntunar, hafðir
sjálfur byrjað í hagfræði í London en
aðstæður höguðu því þannig til að þú
varðst frá að hverfa. Alltaf varstu
tilbúinn að hjálpa mér við heimanám
ef á þurfti að halda. Þú varst góður í
stærðfræði og fær með tölur, enda
varst þú í ein 25 ár í endurskoðunar-
deild Seðlabankans, alveg þar til þú
hættir að vinna sjötugur.
Næstu tíu ár áttuð þið mamma
mjög góðan tíma saman, ferðuðust
mikið, oftar á eigin vegum, þar sem
þú skipulagðir ferðirnar. Þú varst
mikill fagurkeri og komst gjarnan
heim með fallega hluti. Fyrir sjö ár-
um lamaðist þú öðrum megin en náðir
PÉTUR
MAGNÚSSON