Morgunblaðið - 19.03.2003, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 19.03.2003, Qupperneq 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. MARS 2003 35 að land og hver ákvörðun áræðni trúar. Veit okkur, breyskum börnum dagsins, sem erum blind á framtíð- ina, að halda til móts við hana í öruggu trausti til kærleika þíns, sem hvorki bregst í lífi né dauða.“ „Æskuhryggð er eins og mjöll á apríldegi.“ Og skáldið bætir við: „á auga- bragði einu hún hjaðnar óðar en fyr- ir sólu glaðnar.“ Svo er Guði fyrir að þakka að sorgin og gleðin eru systur sem fylgjast að í lífinu. Okkar hlutverk er að taka þær í sátt og halda inn í nýja framtíð í fylgd Jesú Krists, hans sem er upprisan og lífið. Þannig blessum við minningu Jónasar Einarssonar Waldorff og biðjum góðan Guð að styrkja fjöl- skyldu hans og vini. Ólafur Oddur Jónsson. Ég man svo vel eftir því þegar við Jónas hittumst fyrst. Við vorum sjö ára gömul og það var sumar. Við bjuggum við hliðina hvort á öðru. Ég var ein úti að leika mér því ég var nýflutt í hverfið. Þú og vinur þinn voruð líka úti að leika ykkur og komuð að mér og spurðuð hvort ég vildi koma í mótorhjólaleik. Og eftir þennan dag vorum við bestu vinir. Við brölluðum margt saman. Hon- um fannst gaman að koma með okk- ur upp í hús að vinna, moka sand, bera steina og fannst voðalega gott að fá kók og súkkulaði í kaup en það var það sem pabbi gaukaði að okkur fyrir hjálpina. Þegar Jónas flutti til Danmerkur með mömmu sinni og Daníel bróður sínum og Sindra hundinum sínum fannst mér eins og heimurinn hefði hreinlega snúist við, hvað ég saknaði hans Jónasar ég átti engan jafn góðan vin eins og hann, við skrifuðumst á og svo kom hann heim til að heimsækja pabba sinn og heimsótti ég hann í Hafn- arfjörðinn og hann mig til Keflavík- ur. Svo fluttu Jónas og fjölskylda aft- ur heim til Íslands og mikið var ég glöð. Á fermingardaginn minn í fyrra kom hann í fermingarveisluna mína eins og sannur herramaður í sínu fínasta pússi, hann gaf mér Passíusálmana og fallegan hring, og þykir mér voðalega vænt um þessa hluti. En eins og svo oft gerist þegar börn eldast þá breytist hjá þeim líf- ið, nýir vinir koma í stað gamalla en við Jónas héldum alltaf sambandi, ég sá hann síðast standa á kirkju- tröppunum að koma úr fermingar- fræðslunni og veifaði hann mér og pabba glaðlega. Ég man hann Jónas vin minn eins og hann var, glaðlegur strákur sem þurfti smá stuðning til að fóta sig í lífinu, ég vil trúa því að hans bíði mikil og merkileg verkefni hjá guði, sem átti stóran þátt í lífi hans. Elsku Helle og Daníel, ég bið guð að vernda ykkur og hugga á þessum erfiðu tímum. Guð geymi Jónas vin minn og minningu hans. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Mist Elíasdóttir. Ég man þegar Jónas leyfði mér að bera út blöðin með sér, ég sat í kerrunni og braut saman hvert blað og Jónas hljóp með það upp að hurð- inni. Það þótti mér gaman og þótti vænt um Jónas. Ég man hvað mér fannst gaman í afmælinu hans Jónasar, í sjóræn- ingjaleiknum, finna kortin og vís- bendingarnar og mitt lið vann. Ég man hvað Jónasi fannst Coke gott og honum fannst það líka gott þótt það væri goslaust. Ég man hvað mér þótti vænt um þegar Jónas leyfði mér að leika og vera með sér þótt ég væri fjórum árum yngri en hann og ég man þegar Jónas gaf mér Playmo sjóræningjaskipið sitt. Ég man hann Jónas. Kveðja. Þinn vinur, Blær Elíasson. Margrét Þorbjörg Thors andaðist hinn 5. mars á 75. aldursári. „Mabba“ móðursystir var yngst fimm barna Ólafs Thors, forsætis- ráðherra, Jensen, stórkaupmanns, kvæntur Margréti Þorbjörgu Krist- jánsdóttur, og Ingibjargar Indriða- dóttur, Einarssonar ríkisendurskoð- anda og rithöfundar, kvæntur Mörtu Maríu Pétursdóttur Guðjohnsen. Hún ólst upp í húsi foreldra sinna, afa míns og ömmu, í Garðastræti 41. Margrét var stúdent frá Menntaskól- anum í Reykjavík, og hennar kynslóð markaði tímamót þar sem kvenfólk fer að sækja nám jafnfætis karl- mönnum. Margrét sótti einnig nám við Centennary Junior College, í Hackettstown, New Jersey. Eftir heimkomu hóf hún störf hjá Flug- félagi Íslands sem flugfreyja og þar kynntist hún Þorsteini Jónssyni flug- manni og giftust þau 1952. Eftir að mín fjölskylda hafði flust vestur til Bandaríkjanna 1955 fluttu þau Margrét og Þorsteinn til Zaire 1957, sem þá hét „Kongó“ og var ný- lenda Belgíu. Þorsteinn flaug þar fyr- ir Sabena og telja má að þau hafi lifað nokkuð góðu lífi þar í stóru húsi í Leopoldville með lið af innlendu þjón- ustufólki í kringum sig. Mér er minn- isstætt að fá jólagjafir frá Möbbu sem sendar voru frá Kongó til St. Louis, þar sem við bjuggum á þessum árum. Þegar við síðar hittumst var skemmtilegt að ræða við Möbbu um lífið og tilveruna á þessum framandi stað í Afríku. En Kongó var langt frá Íslandi og ég man eftir heimsókn til Möbbu, þá nýkomin heim og sest að í íbúð í Laugarneshverfi, ánægð með að vera komin aftur til Íslands með þrjár ungar dætur. Þorsteinn hafði þá farið aftur til starfa hjá Flugfélagi Íslands. Á þeim árum var gaman að ræða við Möbbu um uppreisn og lýð- veldisstofnun Kongómanna og Patrice Lumumba sem var mjög um- deildur foringi í þeirri byltingu, en heimflutningur Möbbu og Steina var í beinni afleiðingu af þeim átökum. Seinna fluttust Mabba og Steini á Rauðalæk og til viðbótar við dæturn- ar, Ingibjörgu, Önnu og Margréti, hafði bæst við sonur, Ólafur, fæddur 1960. Ég fann alltaf að ég var velkom- inn inn á heimili þeirra. Ég var oft gestur hjá þeim þegar ég kom í bæ- inn í fríum frá sumarstarfi á Hvann- eyri, og það var gaman að heimsækja MARGRÉT ÞORBJÖRG THORS ✝ Margrét Þor-björg Thors fæddist 16. janúar 1929 í Reykjavík. Hún lést á Landspít- alanum í Fossvogi 5. mars síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Bústaða- kirkju 18. mars. Möbbu og Steina. Þó held ég að henni hafi fundist ég vera nokkuð alvarlegur táningur þegar henni datt í hug að gera sér eitthvað til skemmtunar, sem tald- ist ekki til undantekn- inga. Sumri seinna fékk ég að dvelja á heimili Möbbu og Steina, á meðan ég starfaðií Landsbankanum, og við urðum góðir vinir. Margrét og Þor- steinn slitu samvistum 1967, og féll það á henn- ar herðar að klára að koma barna- hópnum upp. Á þeim árum stundaði Mabba meðal annars kennslu, og síð- ar nám við Háskóla Íslands. Henni var margt til lista lagt, og hún átti einstaklega gott með að læra tungu- mál. Eitt sumar tók hún að sér að vera leiðsögumanneskja fyrir ítalskt ferðafólk, og henni tókst á fáeinum vikum að læra nóg í ítölsku, sem hún bætti við frönskukunnáttu sína, til þess að bjarga sér. Hverjum nema Möbbu hefði dottið í hug einu sinni að reyna slíkt? Það var alltaf eitthvað skemmtilegt að gerast í kringum Möbbu. Hún hafði svo einstaklega létt viðhorf til lífsins, og gat gert hversdagslega hluti skemmtilega. Hún sá alltaf fyndnu hliðarnar og sagði svo skemmtilega frá hlutunum. Eitt skipti bað hún mig að skreppa niður á Ægisgarð og ná í bílinn sem Steini hafði lagt þar á meðan hann fór í trilluferð. Hún bað mig síðan að keyra sig upp í Borgarfjörð til að hitta vinkonu sína, en ég geri ráð fyr- ir því að Steini hafi ekki verið ánægð- ur þegar bíllinn hans var horfinn þeg- ar hann kom í land. Við Mabba skemmtum okkur ágætlega, ég fékk að keyra, sennilega ekki búinn að fá réttindi, og hún skemmti sér með Obbu vinkonu, þegar við komum á leiðarenda. Á efri árum fór heilsan að gefa sig. Þá kynntumst við því öll hvað Mabba gat verið hörð af sér. Eftir að hafa fengið slag, og það oftar en einu sinni, varð miklu erfiðara fyrir hana að hreyfa sig og tala. En hún harkaði af sér, keyrði eins lengi og hún gat og fór sinna ferða. Meðal annars kom hún hingað vestur og heimsótti móð- ur mína hér í Boston fyrir nokkrum árum. Eins gaf hún sér tíma til að sækja okkur hjónin heim og við átt- um skemmtilegar stundir með henni. En öldrunarferillinn kallar eftir sínu, og heilsan versnaði smám saman. Eftir að henni fór enn aftur í vetur tel ég að sú stund hafi runnið upp, að hún hafi þurft að viðurkenna að hún myndi tapa þessari orustu. Þá loksins sætti hún sig við hvíldina. Bless, elsku Mabba mín. Þorsteinn Þorsteinsson, Salem, New Hampshire. Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf út- prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnu- síma og heimasíma). Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Elskulegur sambýlismaður minn og fósturfaðir, bróðir okkar, faðir og afi, SIGURÐUR FRIÐRIK SIGURÐSSON, sem varð bráðkvaddur á heimili sínu í Gauta- borg mánudaginn 3. mars s.l., verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju föstudaginn 21. mars kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á minningarsjóð Sigurðar hjá íslenska söfnuðinum í Gautaborg, sjá nánar: www.kirkjan.org . Ásta Georgsdóttir, Aron Kári, Magnea Sigurðardóttir, Jón Sigurðsson, börn og barnabörn. Móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, RAGNHEIÐUR JÓNSDÓTTIR frá Kollafjarðarnesi, áður til heimilis í Skipasundi 68, sem lést föstudaginn 14. mars, verður jarðsungin frá Langholtskirkju föstudaginn 21. mars kl. 15.00. Elín Skeggjadóttir, Guðný Skeggjadóttir, Guðmundur Ingimarsson, Ormar Skeggjason, Sigríður Ingvarsdóttir, Guttormur Þormar og aðrir afkomendur. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, GUÐBJÖRG ÓLAFSDÓTTIR, Ásgarði 73, Reykjavík, sem lést á kvennlækningadeild 21A, Land- spítala við Hringbraut, miðvikudaginn 12. mars, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju föstudaginn 21. mars kl. 13.30. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hennar, er vinsamlegast bent á Krabbameinsfélag Íslands. Stefán Lárus Kristjánsson, Ólafur Þ. Stefánsson, Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir, Kristján J. Stefánsson, Ingunn A. Guðmundsdóttir, Sigríður G. Stefánsdóttir, Lárus Stefánsson, Einar Bragi Bjarnason, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, ANNA PETERSEN, Flókagötu 25, verður jarðsungin frá Háteigskirkju föstu- daginn 21. mars kl. 15.00. Bernhard Petersen, Anna María Petersen, Elsa Petersen, Bogi Nilsson, Othar Örn Petersen, Helga Petersen, Ævar Petersen, Sólveig Bergs og ömmubörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, JÓN KRISTJÁN JÓHANNSSON, Hlíðarhúsum 3-5, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju í Reykja- vík föstudaginn 21. mars kl. 13.30. Ólafía Sigríður Sigurðardóttir, Jóhann Jónsson, Sigurveig Víðisdóttir, Margrét Jónsdóttir, Elías H. Leifsson, Sigurður S. Jónsson, Kristín Þ. Guðbjartsdóttir og barnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGRÍÐUR HANSDÓTTIR frá Súgandafirði, áður til heimilis á Austurbrún 39, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð mánu- daginn 17. mars. Jarðarförin auglýst síðar. Hanna María Siggeirsdóttir, Erlendur Jónsson, Vilhjálmur Geir Siggeirsson, Kristín Guðmundsdóttir, Jóna Siggeirsdóttir Þórólfur Þórlindsson, Siggeir Siggeirsson, Auður Þórhallsdóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.