Morgunblaðið - 19.03.2003, Page 38

Morgunblaðið - 19.03.2003, Page 38
38 MIÐVIKUDAGUR 19. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ TILKYNNINGAR Hvað gera réttarkerfismenn? Upplýsingar forsætisráðherra 03.03.03. um meinta 300 milljóna króna mútutilraun í London 26.01.02 krefjast aðgerða. Ónafngreindur lög- reglumaður getur ekki afgreitt „óformlega“ kæru þar um út af borðinu án rannsóknar. Lögreglustjórar, saksóknarar og dómsmálaráð- herra verða að vinna lögbundin skylduverk. Tómas Gunnarsson, áhugamaður um opinbera stjórnarhætti. Mosfellsbær Deiliskipulag á spildu fyrir frístundahús úr landi Óskots, Mosfellsbæ Á fundi bæjarstjórnar þ. 26. febrúar 2003 var samþykkt tillaga að deiliskipulagi á spildu fyrir frístundahús úr landi Óskots, Mosfellsbæ. Skipulagstillagan tekur til spildu, þjóð- skrárnr. 9500-0020, úr landi Óskots, suð- austan við Hafravatn, alls 1,2 ha. Spildunni verður skipt í tvær lóðir fyrir frístundahús og verður heimilt að reisa eitt hús á hvorri lóð. Svæðið er samkvæmt aðalskipulagi ætlað til frístundahúsabyggðar. Tillagan verður til sýnis í afgreiðslu Mos- fellsbæjar, Þverholti 2, fyrstu hæð, frá 19. mars 2003 til 23. apríl 2003. Einnig má skoða tillöguna á heimasíðu Mosfellsbæj- ar mos.is . Athugasemdir, ef einhverjar eru, skulu hafa borist skipulags- og bygg- ingarnefnd Mosfellsbæjar fyrir 2. maí 2003. Þeir, sem ekki gera athugasemdir innan til- skilins frests, teljast samþykkir tillögunum. Bæjarverkfræðingurinn í Mosfellsbæ. Ríkislögreglustjórinn Auglýsing um inntöku nýnema í Lögregluskóla ríkisins 2003 Um námið: Lögregluskóli ríkisins er sjálfstæð stofnun sem starfar samkvæmt lögreglulögum nr. 90/1996 og reglugerð um Lögregluskóla ríkisins nr. 490/ 1997. Grunnnám miðar að því að veita hald- góða fræðslu í almennu lögreglustarfi. Námið skiptist í þrjár annir. Skólagjöld eru eng- in. Fyrsta önnin (GD I), sem er ekki launuð en lánshæf námsönn, stendur fram í maímánuð. Nemarnir teljast ekki til lögreglumanna en þeir sem standast kröfur á önninni fara í launaða starfsþjálfun (GD II) í lögregluliði á höfuðborg- arsvæðinu í u.þ.b. þrjá og hálfan mánuð. Að lokinni starfsþjálfuninni tekur við launuð þriðja önn (GD III) í Lögregluskólanum sem lýkur með prófum í desember. Lögreglunemar klæðast búningi almennra lög- reglumanna sem þeir fá án endurgjalds; á fyrstu námsönn er búningurinn án lögregluein- kenna. Lögreglunemar í starfsþjálfun (GD II) stunda vaktavinnu og þá og einnig á þriðju námsönn í skólanum (GD III) teljast þeir til lögreglu- manna og fá greidd laun skv. kjarasamningi Landssambands lögreglumanna og fjármála- ráðherra. Almenn skilyrði: Sérstök valnefnd velur nema í Lögregluskólann úr hópi umsækjenda. Henni ber að velja hæf- ustu umsækjendurna til náms og eru ákvarðan- ir hennar endanlegar. Í samræmi við það sem fyrir er mælt í lögreglulögum þarf umsækjandi að uppfylla eftirtalin skilyrði: a) vera íslenskur ríkisborgari, 20-35 ára. Val- nefnd getur vikið frá aldurshámarkinu við sérstakar aðstæður, b) ekki hafa gerst brotlegur við refsilög. Val- nefndin getur þó vikið frá þessu ef til álita kemur smávægilegt brot sem umsækjandi kann að hafa framið eða ef langt er um liðið frá því að það var framið, c) vera andlega og líkamlega heilbrigður. Um- sækjandi þarf að staðfesta það með vottorði læknis síns. Trúnaðarlæknir skólans leggur sjálfstætt mat á vottorðið og skilar valnefnd áliti sínu, d) hafa lokið að minnsta kosti tveggja ára al- mennu framhaldsnámi eða öðru sambæri- legu námi með fullnægjandi árangri eða starfsþjálfun sem jafna má til slíks náms, e) hafa gott vald á íslensku, einu Norðurlanda- máli auk ensku eða þýsku, f) hafa almenn ökuréttindi til bifreiðaaksturs, g) vera syndur, h) standast inntökupróf í íslensku og þreki og önnur próf sem valnefnd ákveður. Skil umsókna og úrvinnsla: Þeir sem hafa áhuga á námi í Lögregluskólanum og uppfylla framangreind skilyrði skulu skila um- sóknum til valnefndar Lögregluskóla ríkisins, Krókhálsi 5b, 110 Reykjavík, fyrir 15. apríl 2003. Umsóknareyðublöð fást hjá lögreglustjórum og Lögregluskóla ríkisins, en einnig er hægt að nálgast þau á lögregluvefnum, www.logreglan.is, undir liðnum „Eyðublöð“ Umsóknir sem berast of seint eru ekki teknar með og því endursendar strax. Konur sem uppfylla skilyrðin og sem áhuga hafa á lögreglunámi, eru sérstaklega hvattar til að sækja um inngöngu í skólann. Þegar umsóknir liggja fyrir fer valnefndin yfir þær. Þeir umsækjendur, sem taldir eru hæfir samkvæmt umsókn og nauðsynlegum fylgi- skjölum, verða boðaðir í inntökupróf sem fara fram í Lögregluskólanum dagana 25. – 29. ágúst. Þeir umsækjendur, sem standast inn- tökupróf varða að þeim lokum boðaðir í viðtal við valnefnd. Viðtölin fara fram í skólanum í september 2003. Nánari upplýsingar um námið og inntökuprófin er hægt að nálgast upplýsingar á lögregluvefn- um, www.logreglan.is, undir Lögregluskóli ríkisins/Inntaka nýnema. Reykjavík, 17. mars 2003. Ríkislögreglustjórinn. R A Ð A U G L Ý S I N G A R ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I RÍKISLÖGREGLUSTJÓRINN Sumarafleysingar í lögreglu árið 2003 Eins og verið hefur undanfarin ár þarf í sumar að ráða í nokkrar stöður lögreglu- manna vegna sumarafleysinga. Afleys- ingamenn verða ráðnir hjá flestum embættum á landinu, þó ekki í Reykjavík, þar sem nemar Lögregluskóla ríkisins munu leysa afleysingaþörfina þar. Nánari upplýsingar um þörf á afleysinga- mönnum hjá einstaka embættum fást hjá viðkomandi embættum. Umsækjendur, sem ekki hafa próf frá Lögreglu- skóla ríkisins, skulu fullnægja skilyrðum 2. mgr. 38. gr. lögreglulaga nr. 90/1996 og þurfa að standast inntökupróf, hafi þeir ekki ekki starfað við afleysingar innan árs frá því að þeir hefja störf að nýju. Áður en afleysingamenn, sem ekki hafa lokið prófi frá Lögregluskóla rík- isins, hefja störf, þurfa þeir að sitja undirbún- ingsnámskeið, hafi þeir ekki starfað áður í lög- reglu. Inntökupróf fyrir þá sem uppfylla almenn skilyrði verða haldin hjá Lögregluskóla ríkisins, Krókhálsi 5a, 110, Reykjavík, mánudaginn 5. maí 2003. (Inntökuprófin gilda jafnframt sem inntökupróf í Lögregluskóla ríkisins í eitt ár frá prófdegi, sæki viðkomandi um inngöngu í skól- ann á því tímabili, en valnefnd Lögregluskólans velur nema með hliðsjón af niðurstöðum prófa og viðtölum við umsækjendur). Námskeið fyrir sumarafleysingamenn og héraðslögreglumenn verða haldin í Lög- regluskólanum síðari hlutann í maí, nánari tímasetning verður ákveðin síðar. Umsóknum skal skilað til viðkomandi embættis fyrir 1. apríl 2003 á sérstökum eyðublöðum sem fást hjá öllum lögreglustjórum, annars vegar fyrir þá, sem lokið hafa prófi frá Lög- regluskólanum, og hins vegar fyrir þá, sem ekki hafa próf frá Lögregluskólanum. Einnig er hægt að nálgast eyðublöðin á lög- regluvefnum, www.logreglan.is, undir liðnum „Eyðublöð”. Nánari upplýsingar um inntökupróf er hægt að nálsgast á lögregluvefnum undir Lögreglu- skóli ríkisins/Inntaka nýnema. Konur jafnt sem karlar eru hvattar til að sækja um. Reykjavík, 17. mars 2003. Ríkislögreglustjórinn. Sala sjávarafurða til Evrópu Fyrirtæki í útflutningi sjávarafurða óskar eftir að ráða vanan sölumann með aðsetur í Reykja- vík. Viðkomandi þarf að hafa gott vald á ensku og helst öðru Evrópumáli. Góð tölvukunnátta nauðsynleg og viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt og sýnt frumkvæði í starfi. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðar- mál. Umsóknir sendist til auglýsingadeildar Mbl. fyrir 25. mars, merktar: „Útflutningur 2003." RAÐAUGLÝSINGAR sendist á augl@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.