Morgunblaðið - 19.03.2003, Síða 39
HESTAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. MARS 2003 39
Reiðfatnaður
Náttúrulegur lífsstíll
FREMSTIR FYRIR GÆÐI
AÐALFUNDUR Fáks var
haldinn í gærkvöldi og þar bar
það til tíðinda í fyrsta skipti í
fjölda ára að félagið skilaði
hagnaði af rekstri án þess að
gengið væri á eignir þess. Er
þar um að ræða hagnað upp á
rétt tæpar tvær milljónir
króna.
Að sögn gjaldkera félagsins
Ólafar Guðmundsdóttur var
hagnaður fyrir tveimur árum
vegna sölu á hesthúsi. Meðal
þess sem skilaði hagnaði má
nefna að ársþing Landssam-
bands hestmannafélaga skilaði
félaginu 337 þúsundum króna,
reiðhallarsýning skilaði 812
þúsund krónum og Íslands-
mótið skilaði 36 þúsund krón-
um. Þótti Ólöfu síðasttalda
dæmið mjög gott því stjórn fé-
lagsins hugðist greiða einkaað-
ilum 200 þúsund krónur fyrir
að halda mótið en því var hafn-
að. Endirinn varð því sá að fé-
lagið sá um mótshaldið sjálft
og sparaði sér þessa peninga
og fékk þar á ofan smá bónus.
Sagði Ólöf að stjórn félags-
ins hefði þar með náð þeim
markmiðum sem hún hafði
sett sér fyrir tæpum tveimur
árum. Búið væri að greiða svo
til allar skuldir og væri fjár-
hagsstaða félagsins komin í
gott jafnvægi. Félagið hefði
verið mjög skuldsett um langa
tíð og hlyti þessi nýja staða að
skapa þessu stærsta hesta-
mannafélagi landsins góð
sóknarfæri.
Aðalfundur Fáks
Fjárhags-
staða Fáks
komin í gott
jafnvægi
HESTSNAFN vikunnar hefur
að þessu sinni verið valið Sigur,
það er Sigur frá Húsavík sem
Vignir Sigurólason dýralæknir
á Húsavík reið til sigurs á Mý-
vatni.
Sigur er fæddur Vigni og
sagðist hann alltaf reyna að
velja sigurnöfn á afkvæmi móð-
ur hans Miskunnar frá Keldu-
nesi. Systur hans heita til dæm-
is Sigurósk og Sigurgyða sem
reyndar var rangnefnd Sigur-
gyðja í Morgunblaðinu fyrr í
vetur. Hann sagðist alltaf
reyna að nefna hross sín nöfn-
um sem fá hross í Worldfeng
bera og helst engin. Gott dæmi
þar um er Miskunn en hún er
einnig fædd Vigni. Hann segist
velja íslensk nöfn sem beygjast
vel en reynir að forðast lýsing-
arorð sem geta verið mjög
varasöm hvað beygingar í föll-
um varðar.
Vignir kveðst stefna með
Sigur í stjörnutöltið í skauta-
höllinni á Akureyri um næstu
helgi og þar kæmi ekkert til
greina annað en sigur – nema
hvað.
Hestsnafn vikunnar
Sigur
stendur
undir nafni
HESTAMANNAFÉLAGIÐ þjálfi í
Þingeyjarsýslu blés hraustlega til
leiks á Mývatni á laugardag þar sem
boðið var sérstaklega nokkrum út-
völdum snillingum til leiks auk þess
sem minni spámenn spreyttu sig og
fáka sína á vatninu. Það verður að
telja þetta uppátæki nokkuð djarft
hjá þeim Þjálfafélögum en vissulega
höfðu þeir vaðið fyrir neðan sig með
stuðningi sterkra aðila eins og Flug-
leiða. Þetta mótahald mun vera við-
leitni í þá átt að markaðssetja Ísland
að vetrarlagi sem girnilegan kost til
ferðalaga. Mótið tókst í alla staði vel.
Þrátt fyrir hlýindi undanfarið var
góður ís á vatninu og veðrið lék við
alla viðstadda. Skráningar voru ríf-
lega sjötíu talsins og til leiks mætti
mikill fjöldi mjög góðra hrossa og
keppnin því vel í þeim gæðaflokki sem
þarf að vera þegar svo mikið er lagt
undir. Keppt var í tölti og skeiði. Ekki
þó farið eftir stífustu reglum í töltinu
heldur lögð áhersla á að allt gengi
fljótt vel fyrir sig.
Enn á ný kvaddi hin kynngimagn-
aða hryssa Hrauna frá Húsavík sér
eftirminnilega hljóðs en hún vakti
verskuldaða athygli þegar Þórður
Þorgeirsson sýndi hana í kynbóta-
dómi á síðasta ári. Þórður var einnig
knapi nú og var frammistaða þeirra á
ísnum hreint frábær. Þau sigruðu í
opnum flokki í tölti en næstur kom
Hafliði Halldórsson með HM-kandí-
dat sinn Ásdísi frá Lækjarbotnum. Í
flokki áhugamanna sigraði nokkuð
örugglega Vignir Sigurólason á Sigri
frá Húsavík sem er aðeins fimm vetra
gamall hestur en strax farinn að láta
verulega að sér kveða. Þar er á ferð-
inni mjög hágengur hestur sem virð-
ist enn sem komið er bera nafn með
rentu og þarf áreiðanlega mikla fram-
sýni, já og áræði til að nefna hesta
slíku nafni.
Það mætti ætla samkvæmt þessu
að hrossarækt þeirra Þingeyinga og
ekki síst Húsvíkinga sé að skila afar
athyglisverðum hrossum þótt ekki sé
hún mikil að vöxtum.
Þórður sigraði einnig í skeiðinu
sem var hundrað metrar með fljúg-
andi starti á hryssunni Ýr frá Jarðbrú
og hlaut hann því tvo farmiða á Evr-
ópuleiðum Flugleiða í verðlaun en
Vignir hirti þann þriðja. Þá gaf Sel-
hótel á Mývatni gistingu í verðlaun en
auk þess voru veitt ýmis önnur auka-
verðlaun.
Gustur í Kópavogi hélt sína aðra
vetrarleika á laugardag og tókust þeir
mun betur en hraðmótið sem félagið
hélt í síðasta mánuði í vitlausu veðri
eða því sem næst. Ættartengsl voru
mikil meðal verðlaunahafa á mótinu
án þess þó að verið sé að ýja að hlut-
drægni ágæts dómara Guðmars Þór
Péturssonar. Þessi niðurstaða sýnir
kannski betur en margt hversu mikil
fjölskylduíþrótt hestamennskan er í
dag. Formaður félagsins, Þóra Ás-
geirsdóttir, gerði sér lítið fyrir og
sigraði í keppni kvenna en eiginmað-
ur hennar Þorvaldur Gíslason varð
fjórði meðal karla. Tvær systur Rúna
og Elka Halldórsdætur sigruðu í sín-
um flokkum og afi þeirra hestamað-
urinn góðkunni Svanur Halldórsson
stóð þeim ekki að baki og sigraði í
flokki heldri manna og kvenna. Að
síðustu voru það svo mæðgur Oddný
Jónsdóttir og dóttir hennar Guðný
Birna sem unnu silfurverðlaunin í sín-
um flokkum.
Mývatn open
Tölt opinn flokkur
1. Þórður Þorgeirsson og Hrauna frá Húsa-
vík, 7,90 2. Hafliði Halldórsson og Ásdís frá
Lækjabotnum, 7,68 3. Hinrik Bragason og
Höfgi frá Ártúnum, 7,43 4. Páll Bjarki Pálsson
og Smella frá Flugumýri, 7,33 5. Mette
Mannseth og Stígandi frá Leysingjastöðum,
7,18
Tölt áhugamenn
1. Vignir Sigurólason og Sigur frá Húsavík,
6,75 2. Gestur Júlíusson og Skelfir frá Skriðu,
6,60 3. Gísli Haraldsson og Flói frá Húsavík,
6,38 4. Kristján Sigtryggsson og Kyndill frá
Hellulandi, 6,38 5. Oddný L. Guðnadóttir og
Kleópatra frá Dalvík, 6,15
100 m flugskeið
1. Þórður Þorgeirsson og Ýr frá Jarðbrú, 9,56
sek. 2. Hinrik Bragason og Skemill frá Sel-
fossi, 9,62 sek. 3. Magnús Skúlason og Arður
frá Brún, 9,78 sek.
Aðrir vetrarleikar Gusts
Karlar
1. Bjarni Sigurðsson og Eldur frá Hóli, 12v.
rauðstjörnóttur.
2. Ríkharður F. Jensen og Jökull frá Litlu-
Tungu, 8v. hvítur.
3. Magnús Matthíasson og Dynur frá Haf-
steinsstöðum, 7v. rauðblesóttur.
4. Þorvaldur Gíslason og Faxi frá Súluholti,
7v. rauður.
5. Sigurjón Gylfason og Eldjárn frá Ingólfs-
hvoli, 6v. rauður.
Heldri menn og konur
1. Svanur Halldórsson og Gúndi frá Kópavogi,
10v. móálóttur.
2. Sæmundur Guðmundsson og Punktur frá
Ölvaldsstöðum 2
3. Viktor Ágústsson og Kyndill frá Bjarnar-
nesi, 8v. jarpur.
4. Þór Vigfússon og Vordís frá Reykjavík, 10v.
rauð.
5. Ármann Stefánsson og Goði frá Ytra-
Hólmi, 7v. rauður.
Konur
1. Þóra Ásgeirsdóttir og Vaskur frá Vallanesi,
11v. brúnn
2. Oddný M. Jónsdóttir og Sjöstjarna frá
Svignaskarði, 12v. brúnstjörnótt
3. Ragnhildur Benediktsdóttir og Röst frá
Krossanesi, 10v. rauðblesótt
4. Helga R. Júlíusdóttir og Hrannar frá
Skeiðháholti, 12v. jarpur
5. Hulda G. Geirsdóttir og Dimma frá Skaga-
strönd, 13v. brún
Unglingar/ungmenni
1. Elka Halldórsdóttir og Sproti frá Kópavogi
9v. rauður.
2. Tryggvi Þ. Tryggvason og Skrekkur frá
Sandfelli, 11v. jarpur
3. Bjarnleifur S. Bjarnleifsson og Vængur frá
Köldukinn, 9v. brúnskjóttur
4. Hólmfríður Kristjánsdóttir og Amor frá
Hellu, Árskógsstr., 7v. móálóttur
5. Jana R. Reynisdóttir og Hrönn frá Tóftum,
11v. brún.
Börn
1. Sigrún Ý. Sigurðardóttir og Sörli frá Kálf-
holti, 12v. rauðblesóttur.
2. Guðný B. Guðmundsdóttir og Fjöður frá
Svignaskarði, 17v. jarpvindótt.
3. Berta M. Waagfjörð og Gorbi frá Huga, 6v.
mósóttur.
4. Guðlaug R. Þórsdóttir og Snjóalda frá
Múlakoti, 7v. leirljós, bles.
5. Sólveig Ó. Guðmundsdóttir og Griffill frá
Ölvaldsstöðum, 6v. rauðstjörn.
Pollar
1. Rúna Halldórsdóttir og Barón frá Kópa-
vogi 9v rauðblesótt.
2. Helena Ríkey Leifsdóttir og Skröggur frá
Tjörn 9v. rauðskjóttur.
3. Karen Ívarsdóttir og Logi úr Landeyjum
13v. rauður.
4. Sigrún Gyða Sveinsdóttir og Huginn frá
Hörgshóli 6v. moldóttur.
5. Freyja Rut Magnúsdóttir og Flís frá Feti
5v. brún.
6.-7. Valdís Björk Guðmundsd. og Litli-
Rauður frá Svignaskarði, 14v. rauður
6.-7. Auður Á. Waagfjörð og Gæsla frá Huga,
6v. rauðblesótt
Árshátíðarmót Mána haldið á
Mánagrund
Opinn flokkur
1. Jón B. Olsen á Hljóm frá Kálfholti, 12 vetra
2. Jóhann Jónsson á Fjarka frá Hafsteins-
stöðum, 11 vetra
3. Sveinbörn Bragason á Ritu frá Litlu-
Tungu, 6 vetra
4. Hannes Ragnarsson á Ljóma frá Kílhrauni,
6 vetra
5. Arnar D. Hannesson á Blæ frá Hlíð, 14 v.
Konur
1. Svala R. Jónsdóttir á Glampa frá Fjalli, 9 v.
2. Helena Guðjónsdóttir á Hrafni frá Hala, 10
vetra
3. Ásdís Adolfsdóttir á Bliku frá Bakkakoti, 7
vetra
4. Eygló Einarsdóttir á Drottningu frá
Vatnsleysu, 11 vetra
5. Sigrún Valdimarsdóttir á Fjöður frá Heið-
arbrún, 7 vetra
Ungmenni
1. Sveinbjörn Bragason á Sleipni frá Litlu
Tungu, 7 vetra
2. Hermann R. Unnarsson á Braga frá
Sperli, 9 vetra
3. Elva B. Margeirsdóttir á Stiku frá
Kirkjubæ, 9 vetra
4. Camila P. Sigurðardóttir á Krás frá Mið-
sitju, 8 vetra
5. Auður S. Ólafsdóttir á Tenor frá Rifshala-
koti, 9 vetra
Börn
1. Sunna Guðmundsdóttir á Halifax frá
Breiðabólstað, 12 vetra
2. Soffía R. Skúladóttir á Klerk frá Enni, 11
vetra
3. Ólöf R. Guðmundsdóttir á Vin frá Hoffelli,
15 vetra
4. Margrét L. Margeirsdóttir á Hyl frá Sand-
gerði, 8 vetra
5. Kristján Hlynsson á Vafa frá Kirkjubæ, 8
vetra
Pollar
1. Jóhanna M. Snorradóttir á Glóð frá Kefla-
vík, 13 vetra
2. Rúnar Þ. Sigurðsson á Svörtu-Blesu frá
Eyri, 9 vetra
3. Guðbjörg Gunnarsdóttir á Hulu frá Bakka,
7 vetra
4. Marsibil Sveinsdóttir á Pamelu frá Indr-
iðastöðum, 14 vetra
5. Brynjar Guðnason á Rauð frá Njarðvík, 12
vetra
Annað vetrarmót Sleipnis á Sel-
fossi
Opinn flokkur
1. Sigursteinn Sumarliðason, Þota, 7v., frá
Úthlíð, f.: Gustur, Grund, m.: Litla-Dokka,
Skálholti
2. Christina Lund, Trymbill frá Glóru Stefna
frá Eyrarbakka, f.: Dagur, Kjarnholtum
3. Hugrún Jóhannsdóttir, Brimir 6v., frá
Austurkoti, f.: Ísak, Egilsst. m.: Hrafn-
tinna, Reykjavík
4. Brynjar J. Stefánsson, Stikla 6v., frá Voð-
múlastöðum, Logi, Voðmúlast.
5. Sigurður Ó. Kristinsson, Kólga 5v., frá Há-
holti, f.: Víkingur, Voðmúlastöðum, m.:
Kilja f. Háholti
Áhugamenn
1. Grímur Sigurðsson, Hilma 8v., frá Aust-
urkoti, f.: Austri, Austurkoti, m.: Ólína,
Hoftúnum
2. Haukur Baldvinsson, Glitnir 6v., frá Sel-
fossi, f.: Hrannar, Skarði, m.: Gýgja,
Skarði
3. Sigríður Harðardóttir, Hemja 6v., frá
Dalbæ, f.: Hamur, Þóroddstöðum, m.: Þrá,
Dalbæ
4. Kristján Larsen, Arnar 9v., frá Herríðar-
hóli, f.: Safír, Viðvík, m.: Bleik, Kópavogi
5. Linda Lundkvist, Iðja 6v., frá. Glóru, f.:
Hrynjandi, Hrepphólum, m.: Djörfung,
Glóru
Ungmenni
1. Emil Þ. Guðjónsson, Gunndís 6v., frá.
Strönd, f.: Hljómur, Selfossi, m.: Tröð,
Strönd
2. Sandra Hróbjartsdóttir, Hekla 5v., frá
Oddgeirshólum, f.: Kveikur f. Miðsitju, m.:
Barónessa, Oddgeirshólum
Unglingar
1. Jóhanna Magnúsdóttir, Goði 7v., frá
Strönd, f.: Alskær, m.: Hnota, Strönd
2. Sigrún A. Brynjarsdóttir, Orka 13 v., frá.
Selfossi, f.: Piltur, Sperðli, m.: Ögn, Hólma-
hjáleigu
3. Helga B. Helgadóttir, Askja 8v., frá Súlu-
holti, f.: Eldur f. Súluholti, m.: Gjóska,
Súluholti
4. Ástgeir R. Sigmarsson, Skjóni 13v., frá
Hárlaugsstöðum, f.: Baldur, Bakka, m.:
Rauðhetta, Hárlaugsstöðum
Börn
1. Hildur Ö. Einarsdóttir, Óskadís 6v., frá
Halakoti, f.: Óður, Brún, m.: Freyja, Þór-
eyjarnúpi
2. Sigurður O. Karlsson, Ingi Hrafn 14v., frá
Stokkseyri
3. Bjarni Sveinsson, Þór 12v., frá Borgarhóli,
f.: Smári, Borgarhóli, Hrísla, Borgarhóli
4. Kristrún Steinþórsdóttir, Stjarni 11v., frá
Oddgeirshólum, f.: Baldur, Bakka
5. Hjalti B. Hrafnkelsson, Leiknir 10v., frá
Glóru, f.: Hrafn f. Holtsmúla, m.: Sunna,
Holti
Líflegt mótahald víða um land í veðurblíðu um helgina
Morgunblaðið/Birkir Fanndal
Mótið var haldið á Stakhólstjörn í góðu veðri þótt lítið færi fyrir sólinni.
Verðlaunahafar í áhugamannaflokki, frá vinstri: Oddný Guðnadóttir á
Kleopötru, Kristján Sigtryggsson á Kyndli, Gísli Haraldsson á Flóa, Gestur
Júlíusson á Skelfi og sigurvegarinn Vignir Sigurólason á Sigri frá Húsavík.
Mývatnsævintýrið gekk
upp eins og best varð á kosið
Það var líf og fjör í mótahaldi um helgina
þar sem hæst bar mót sem ber nafnið
Mývatn open og haldið er á ís á Mývatni.
Valdimar Kristinsson fer hér í gegnum
mótin og úrslit þeirra.