Morgunblaðið - 19.03.2003, Page 53

Morgunblaðið - 19.03.2003, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. MARS 2003 53 ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4. Sýnd kl. 6. ÁLFABAKKI / AKUREYRI Sýnd kl. 8. KEFLAVÍK Sýnd kl. 4 og 6. / Sýnd kl. 8. KRINGLAN / AKUREYRI Áður en þú deyrð, færðu að sjá ÁLFABAKKI / KRINGLAN / KEFLAVÍK Sýnd kl. 8 og 10.10. / Sýnd kl. 10.10. / Sýnd kl. 8 og 10.10. B.i. 16. SV MBL RADIO X KVIKMYNDIR.IS Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. / Sýnd kl. 8 og 10.40. / Sýnd kl. 8 og 10. B. i. 12. ÁLFABAKKI / KRINGLAN / AKUREYRI Sýnd kl. 4 og 6. / Sýnd kl. 4 og 6. / Sýnd kl. 6. ÁLFABAKKI / KRINGLAN / AKUREYRIKEFLAVÍK Sýnd kl. 10.10. Sýnd kl. 5.50 og 8. Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Lækkað verð! Miðaverð kr. 750. Sýnd kl. 4. Ísl. tal. ÁLFABAKKI ÁLFABAKKI / KRINGLAN Sýnd kl. 4 ísl. tal. / Sýnd kl. 4 ísl.tal Þetta var hinn fullkomni glæpur þar til hún neitaði að vera hið fullkomna fórnarlamb. KEVIN BACON CHARLISE THERON ÁLFABAKKI 1/2 H.L. Mbl.  H.K. DV  Radíó X 1/2 Kvikmyndir.com  Kvikmyndir.is Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. B. i. 14.  Kvikmyndir.com Kvikmyndir.is  Kvikmyndir.is  Kvikmyndir.is The Babes in the Wood, skáldsaga eftir bresku skáldkonuna Ruth Rendell. Hutchinson gefur út 2002. 323 síðna kilja í stóru broti. Kostar 2.395 í Penn- anum-Eymundsson. RUTH Rendell hefur skrifað um ríflega sextíu bækur og þar af átján um breska lög- regluforingjann Reginald Wex- ford. Með tíman- um hefur Wex- ford elst lítillega í meðförum Rendells en þó jafnan verið mið- aldra, giftur maður með uppkomnar dætur sem hefur dálæti á að lesa. Hann býr í Kingsmarkham í Sussex á Englandi, er þar hátt settur innan lögreglunn- ar og laginn við að leysa flókin morð- mál með aðstoðarmanni sínum Michael Burden. Wexford lögregluforingi er við- kunnanleg persóna sem er löngu orðinn eins og gamall vinur fyrir þeim fjölmörgu sem lesa bækur Ruth Rendell. Ekki þarf að hvetja þá til að kaupa nýjustu Wexford- bókina, þeir eru vísast löngu búnir að því, enda eru þær bækur jafnan með því besta sem gerist í slíkum glæpasögum. Í The Babes in the Wood er Wexford að fást við sér- kennilegt mál, því unglingar hafa horfið með barnfóstrunni sem leit eftir þeim á meðan foreldrarnir voru staddir erlendis. Móðir þeirra óttast að börnin hafi drukknað með fóstr- unni, enda mikið um flóð í Sussex og víðar á Englandi þegar atburðirnir eiga sér stað, en Wexford er á öðru máli. Rannsóknin er þó lengi að komast í gang, meðal annars vegna afskipta yfirmanns Wexfords, sem vill láta froskmenn leita að líkunum í flóðinu, en þegar hún svo fer af stað reynist hún snúin fyrir margra hluta sakir og lausnin býsna óvænt. Ruth Rendell er sérstaklega lagin við að draga upp mynd af persónum sínum á þann hátt að manni sé ekki sama um þær og sérstaklega hefur henni tekist að gæða Wexford lífi. Fjölmargar aukapersónur koma jafnan við sögu og allskyns hliðar- sögur sem gera bókina meira en bara frásögn af morðmáli og lausn þess. Þannig koma fyrir í þessari bók nýríkur uppskafningur sem er í vonlausu hjónabandi, sérlundaður ljósmyndari, furðulegur sértrúar- söfnuður, fjölskylduofbeldi og svo má telja. Kveikjan að glæpnum er líka óvenjuleg en mjög í anda Rendell, en af tillitssemi við vænt- anlega lesendur verður ekki greint frekar frá því hér. Árni Matthíasson Forvitnilegar bækur Hvar eru börnin? ÍSLENSKA tölvuteiknimyndin Litla lirfan ljóta hefur verið til- nefnd til verðlauna í flokki barna- mynda á norsku kvikmyndahátíð- inni Fredrikstad Animation Festival, sem fram fer 6.–11. maí næstkomandi. Vinningsmyndin frá Frederikstad verður sjálfkrafa til- nefnd í keppnina um Cartoon D’Or, sem er að sögn best metna hreyfimyndaverðlaunahátíð í Evr- ópu, að því er fram kemur í frétta- bréfi CAOZ, sem framleiðir Litlu ljótu lirfuna. Hátíðin í Fredrikstad er sögð ein af átta hátíðum í Evrópu sem tilnefna myndir til Cartoon D’Or. „Hátíðin í Fredrikstad hefur í gegnum árin sýnt það besta í nor- rænni og baltneskri hreyfimynda- gerð. Auk keppninnar sjálfrar eru á hátíðinni alla jafnan sýndar bestu hreyfimyndir í heiminum, m.a. allar hreyfimyndirnar sem til- nefndar eru til Óskarsverð- launanna,“ segir í rafrænu frétta- bréfi CAOZ. Litla lirfan tilnefnd í Noregi YFIRMENN Óskarsverðlaunahá- tíðarinnar hafa meinað stjörnunum að tjá sig nokkuð um hugsanlegt stríð gegn Írak í þakkarræðum. Skipuleggjendur hátíðarinnar, sem fram fer í Los Angeles 23. þessa mánaðar, eru svo hræddir um að vinningshafarnir muni stela sen- unni á hátíðinni með ummælum gegn stríði að þeir hafa fyrirskipað hljómsveitinni að drekkja hverjum slíkum ummælum er kunni að verða látin falla. Leikstjóri kvikmyndarinnar The Hours, Stephen Daldry, sem til- nefndur er sem besti leikstjórinn, lét nýverið í það skína að hann kynni að viðra þá skoðun sína að stríð sé ekki réttlætanlegt, færi svo að hann hlyti verðlaunin. Líklegt þykir að einhverjir hinna tilnefndu listamanna bregðist ókvæða við þessum fyrirmælum og gæti vel farið svo að einhverjir kysu að sniðganga athöfnina alfar- ið í mótmælaskyni við þau. Yfirmenn Óskarsins leggja línurnar Bannað að tjá sig um stríð Hvernig ætli Steve Martin fari að því að vera kynnir án þess að minn- ast einu orði á mál málanna? Reuters ÍSLENSKIR hönnuðir tóku þátt í sölusýningu í tengslum við tískuviku í París í fjórða sinn í síð- ustu viku. Sýningunni lauk á sunnudag en þar mátti líta hönnun frá Aftur, Scandinavian Tour- ist, Aurum, Ástu Guðmundsdóttur, Björgu Pjet- ursdóttur, Sigrúnu Úlfarsdóttur, Ingibjörgu Hönnu Pétursdóttir og Má Mí Mó. Sýningin er eingöngu ætluð væntanlegum kaupendum og er utanför íslensku hönnuðanna í samvinnu við Útflutningsráð Íslands. Sýndu flest- ir hönnuðirnir í Showroom Hortensia de Hutten, sem er stærri sölusýning, en þeir voru á síðast. Fleiri íslenskir hönnuðir voru í borginni auk þessa hóps. Elm hélt sýningu á öðrum stað og Steinunn Sigurðardóttir einnig. Að sögn Sól- veigar Guðmundsdóttur, fulltrúa Útflutningsráðs Íslands í París, var salan góð hjá hópnum þrátt fyrir að minna hafi verið af kaupendum heldur en síðast. Hún segir að Japanir og Bandaríkjamenn hafi verið færri en venjulega af ótta við stríð í Írak. „Þetta var þó alls ekki jafnslæmt og eftir 11. september,“ bætir hún við. Sólveig segir að allir hönnuðirnir hafi selt eitt- hvað þrátt fyrir erfiðar utanaðkomandi aðstæður. „Þetta er komið vel af stað hjá öllum. Viðtökurnar við íslenskri vöru voru góðar og þá sérstaklega við íslensku ullinni. Ullin tók kipp núna. Annað var eins og það hefur verið en ullin og peysurnar seldust betur en þær hafa gert hingað til.“ Styrkur í fjöldanum Sólveig segir að það sé styrkur í fjöldanum. „Það er tekið eftir okkur því við erum hópur. Hver hefur sinn stíl en þetta kemur vel út. Það er sterkara að koma inn á markaðinn margir saman því samkeppnin er svo gífurleg. Í svona efnahags- aðstæðum er samkeppnin enn harðari.“ Sólveig segir að enn sé mikið uppbygging- arstarf fyrir höndum. Hún segir að stærstu kaup- endurnir vilji sjá hönnuði, sem komnir eru til að vera. Hún bendir á að það taki að minnsta kosti tvö ár að sanna sig. Hún segir að mest sé af alþjóðlegum kaup- endum í París og það sé ein ástæða þess að gott sé að vera í borginni. „Þetta gengur vel og það á að vera hægt að láta þetta fara lengra. Það á að geta komið útúr þessu enn meiri sala, sem kemur síðan til að hafa áhrif heim. Aukin sala þýðir náttúrlega aukin framleiðsla,“ segir Sólveig og er bjartsýn á framtíð íslenskrar fatahönnunar. Íslenskir hönnuðir á sölusýningu í tengslum við tískuviku í París Góð sala og ullin tók kipp Þetta var í fjórða sinn sem íslensku hönnuðirnir héldu á tískuviku í París. Björg Pjetursdóttir er ein þeirra sem tóku þátt í sýningunni. Það voru ekki bara föt á sýningunni heldur líka fylgihlutir eins og þessir frá Má Mí Mó. Salan var góð hjá hópnum þrátt fyrir að minna hafi verið af kaupendum en síðast. Skartgripir frá Aurum voru á meðal þess sem kaupendur gátu skoðað á sölusýningunni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.