Morgunblaðið - 19.03.2003, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 19.03.2003, Qupperneq 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 19. MARS 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. HANN lét ekkert trufla sig, þessi sel- ur sem hafði komist í feitt í fjöru- borðinu við Pollinn á Akureyri í gær- dag. Nokkur fjöldi áhorfenda fylgdist með atgangi hans við hádegisverðinn og sýndi hann engin merki þess að hann væri smeykur við þá. Miklar og þéttar loðnutorfur svömluðu um í fjörunni og því nægt æti fyrir selinn, sem var einn síns liðs og gomsaði í sig af áfergju. Morgunblaðið/Rúnar Þór Veisla í fjörunni FJARVISTIR vegna veikinda í Hagaskóla hafa aldrei verið meiri en einmitt um þessar mundir, en 175 nemendur af 550 voru lagstir í flensu á mánudag, eða um 30%. Segist Einar Magnússon skólastjóri ekki kannast við aðrar eins veikindafjarvistir í skólanum. Sumar bekkjardeildir eru því afar fámennar þessa dagana og tekur skólastarfið nokkuð mið af því. Sums staðar mæta aðeins 10 nemendur í kennslustundir og afgangurinn liggur heima í rúmi. Einar segir að kennarar hægi kannski örlítið á kennslunni á meðan flensan gengur yf- ir og vinni afganginn upp síðar. „Ég held að önnur eins forföll hafi aldrei orðið,“ segir hann. Fjarvistir dreifast nokkuð jafnt yfir áraganga í skólanum en þó virðist flensan hafa lagst þyngst á 9. bekkinga. Fjarvistir í Kársnesskóla hafa heldur aldrei verið meiri, þar voru 25% nemenda í 5. til 10. bekk fjarverandi á mánudag. Þar eru 350 nem- endur og 90 veikir. Á fréttavef Víkurfrétta kom fram að í Reykjanesbæ hefðu 300 börn á grunn- skólaaldri verið fjarverandi vegna veikinda í gær. 12% nemenda fjarverandi í Víðistaðaskóla Í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði, sem er álíka fjölmennur og Hagaskóli, voru 12% nemenda fjarverandi á mánudag. Veikindi eru hins veg- ar mjög lítil í Laugarnesskóla samkvæmt upp- lýsingum þaðan. Flensan virðist ekki hafa stungið sér niður í leikskólum í Reykjavík, samkvæmt lauslegri könnun, þegar Morgunblaðið hringdi í nokkra leikskóla, Arnarborg, Álftaborg, Bakkaborg og Hlaðborg. Allt aðra sögu er hins vegar að segja um framhaldsskólastigið. Í Menntaskólanum við Sund tilkynntu 40 nemendur sig fjarverandi á mánudag, sem er um helmingi meira en vana- lega. Í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti var mikið um veikindaforföll fyrir helgi en ástandið var aðeins farið að batna á mánudag. Haraldur Briem sóttvarnalæknir hjá Land- læknisembættinu segir flensuna af B-stofni og ekki alvarlega. Ekki hafi verið neitt um sjúkra- húsinnlagnir vegna flensunnar, sem leggst mest á börn og ungt fólk. Þá á bólusetning full- orðinna frá í haust að duga gegn flensunni. Bekkjardeildir eru fámennar víða um land vegna flensufaraldurs Fjarvistir aldrei verið meiri UM 300 börn munu fermast í Grafarvogs- kirkju á komandi vikum en það er stærsti hópurinn sem vitað er til að fermst hafi í einni sókn. Fyrsti hópurinn fermist nk. sunnudag og sá síðasti 27. apríl. Séra Vig- fús Þór Árnason, sr. Anna Sigríður Páls- dóttir og sr. Bjarni Þór Bjarnason munu ferma þennan stóra hóp. „Ég held að þetta sé stærsti hópurinn sem hefur fermst á Ís- landi,“ segir sr. Vigfús Þór. Hann segir að prestarnir skipti börn- unum í þrjá hópa en þau ganga til prests- ins einu sinni í viku. Þeir skiptast svo á með hópana svo prestarnir þrír fái að kynnast öllum fermingarbörnunum. „Þetta byrjar yfirleitt mjög vel. Þá kynnumst við þeim hér í kirkjunni. Svo förum við á fermingarnámskeið í Vatna- skógi í einn og hálfan dag. Það er svo gam- an í Grafarvogi að skólarnir hafa komið til móts við okkur. Börnin byrja á að fara í gönguferðir og ýmislegt svoleiðis með kennurum og skólastjórum – sem er eins- konar kynning. Síðan tekur fermingarpró- grammið við.“ Sr. Vigfús sagði virkilega gaman að kynnast fermingarbörnunum. „Þau eru mun víðsýnni en ég var á þeirra aldri. Það gera fjölmiðlar, kvikmyndir og sjónvarp. Þau eru með allan heiminn inni í mynd- inni. Það er próf hjá öllum núna og nokkur ævintýralega skemmtileg svör komu fram. Það er einnig alltaf áberandi á ferming- araldrinum að stelpurnar eru miklu þrosk- aðri en strákarnir, svona tveimur árum á undan,“ sagði sr. Vigfús. Stærsti fermingar- hópurinn fyrr og síðar Morgunblaðið/Árni Sæberg ÍSLENSKIR hönnuðir gerðu góða ferð á sölusýningu í tengslum við tískuviku í Par- ís sem lauk á sunnudag. Að sögn Sólveigar Guðmundsdóttur, fulltrúa Útflutningsráðs Íslands í París, var salan hjá íslensku hönnuðunum góð, þrátt fyrir að kaupendur hafi verið færri en venjulega, vegna ótta við yfirvofandi stríð í Írak. Sólveig segir viðtökur við íslenskri vöru hafa verið jákvæðar, þá sérstaklega við ullinni sem tók góðan sölukipp: „Ullin og peysurnar seldust betur en þær hafa gert hingað til.“ Íslensk hönnun í París Íslenskar ullarhúfur í París. Ullin er vinsæl  Góð sala/79 HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra segir að Evrópusam- bandið hafi lækkað kröfur sínar á hendur EFTA-ríkjunum um fram- lög í uppbyggingar- og þróunar- sjóði vegna aðlögunar samningsins um Evrópska efnahagssvæðið að stækkun ESB til austurs. Í ræðu, sem ráðherrann flutti á Akureyri í gær, rifjaði hann upp að ESB hefði krafizt allt að 38-faldra núverandi framlaga af Íslandi. „Þó að kröfur hafi lækkað nokkuð að undanförnu er enn langt í land að lausn sé í sjónmáli,“ sagði Halldór. Í samtali við Morgunblaðið sagði Halldór að heldur hefði miðað í átt til samkomulags á fundum EFTA- ríkjanna með framkvæmdastjórn ESB og aðildarríkjunum í Brussel að undanförnu. „Það er ekkert fast í hendi, en við erum farnir að gera ráð fyrir að þetta færist í rétta átt,“ segir Halldór. „Það eru fundir núna og við vonumst til að þetta skýrist eitthvað á þeim. Ég hef þó engar upplýsingar sem breyta þeirri afstöðu minni að það sé alls- endis óvíst að þessum viðræðum ljúki á tilsettum tíma.“ Heimildarmenn Morgunblaðs- ins innan Evrópusambandsins gefa í skyn að EFTA-ríkin hafi látið í ljós vilja til að hækka framlög sín eitthvað. Aðspurður um það atriði segir Halldór: „Við höfum ekki verið með þá afstöðu að allt eigi að vera nákvæmlega eins og var, en höfum talað skýrt um að allt, sem hingað til hefur komið frá ESB, sé fráleitt.“ Sendiherra ESB bjartsýnn Gerhard Sabathil, sendiherra ESB í Noregi og á Íslandi, er staddur hér á landi. Hann segist nokkuð bjartsýnn á að hægt verði að ljúka viðræðunum fyrir miðjan apríl. Tímamörkin séu ekki ófrá- víkjanleg, en því lengur sem við- ræður dragist, þeim mun meiri hætta sé á að stækkun EES geti ekki tekið gildi um leið og stækkun ESB. „Andinn í viðræðunum er uppbyggilegur og það réttlætir bjartsýni mína,“ segir Sabathil. Hann segir að það sé gott fyrir alla að málinu ljúki á tilsettum tíma. Skrifa eigi undir aðildar- samninga tíu nýrra ESB-ríkja í Aþenu 16. apríl og þau þurfi að vita hver sé staða EES-samningsins. Það sé jafnframt æskilegt að ís- lenzkir kjósendur viti hvaða fram- tíð EES eigi fyrir sér áður en þeir gangi að kjörborðinu í maí. ESB hefur lækkað kröfur á hendur EFTA-ríkjunum  Láti lítil þjóð/10

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.