Morgunblaðið - 10.04.2003, Qupperneq 2
FRÉTTIR
2 FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ
STJÓRN SADDAMS FALLIN
Reiði, undrun og fögnuður ríktu á
götum Bagdad-borgar í gær þegar
ljóst var orðið, að valdatíma Sadd-
ams Husseins í Írak var lokið. Til
marks um það sameinuðust banda-
rískir hermenn og óbreyttir borg-
arar í að steypa af stalli stórri styttu
af einræðisherranum. Til uppreisnar
kom í Saddam-borg, sem svo er köll-
uð, í fátækrahverfi shíta, en víða
ríkti algert stjórnleysi, rán og grip-
deildir. Ekki er vitað hvort Saddam
er lífs eða liðinn eða hvar hann er
niðurkominn. Hefur þessum tíð-
indum verið fagnað víða um heim.
Endurskoðað eftir 5 ár
Búist er við að formlegt sam-
komulag um aðlögun EES-
samningsins að stækkun ESB til
austurs náist á samningafundi í
Brussel í dag sem áætlað er að hefj-
ist kl. 10. Samkomulagsdrögin voru
kynnt í sk. EFTA-starfshópi ráð-
herraráðs ESB í Brussel í gær og
höfðu aðildarríkin frest til kl. 9 ár-
degis í dag til að koma athugasemd-
um á framfæri. EFTA-ríkin höfðu
það fram að samkomulagið gildir til
fimm ára.
Saddam, Hitler og Stalín
George W. Bush Bandaríkja-
forseti og Tony Blair, forsætisráð-
herra Bretlands, fögnuðu í gær
fréttum frá Írak og Donald Rums-
feld, varnarmálaráðherra Banda-
ríkjanna, sagði að sagan myndi
geyma Saddam á bekk með Hitler
og Stalín.
Lirfur í fótlegg
Gömul lækningameðferð hefur
rutt sér aftur til rúms hér á landi,
þ.e. að nota lirfur við meðhöndlun
sára. Flugnalirfur voru í síðustu
viku notaðar í fyrsta sinn hérlendis
til að meðhöndla sár sykursýk-
isjúklings. Um 300 lirfur voru settar
í sár á fæti sjúklingsins.
Norðurskautsráð þingar
Utanríkisráðherra og formaður
Norðurskautsráðsins sagði við setn-
ingu á þingi ráðsins í gær að áhersla
yrði lögð á að efla samstarf aðild-
arríkja ráðsins á sviðum sem gagnist
íbúum á norðurslóðum. Þetta er
fyrsta þing ráðsins frá því Íslend-
ingar tóku við formennsku í því.
OZ var í upphafi tölvuteiknifyrirtæki og hóf starfsemi árið 1990. Árið 1995 fer
OZ að huga að útrás og leita erlendra fjárfesta. OZ.COM var stofnað í Banda-
ríkjunum þetta ár og skrifstofa opnuð í San Francisco.
Samkvæmt því sem fram kom í fréttum tókst OZ að afla 8 milljóna dollara á
árinu 1995 með sölu hlutafjár, en það samsvarar rúmum hálfum milljarði ís-
lenskra króna á þáverandi gengi dollars. Árið eftir var íslenskum fjárfestum
boðið að kaupa hlut í OZ, samtals að andvirði þá um 40 milljónir króna eða 600
þúsund dollara. Svaraði þetta til 2,3% hlutar í félaginu en forsvarsmenn OZ
sögðu markaðsvirði OZ nema 25 milljónum dollara eða rösklega 1,6 milljörðum
króna miðað við gengi hlutabréfanna erlendis. Jafnframt var í hlutafjárútboði til
fagfjárfesta boðið út hlutafé að söluvirði 9,1 milljón dollara, eða um 646 millj-
ónir króna. Verð hvers hlutar var 1,3 dollarar.
Á árinu 1998 var gerður þriggja ára samstarfssamningur á milli OZ og Er-
icsson sem metinn var á a.m.k. einn milljarð króna. Opnuð var skrifstofa í Sví-
þjóð í byrjun árs 1999.
Gengi bréfa í OZ hækkaði ört um það leyti sem samningurinn var gerður, fór á
skömmum tíma úr 1,3 dollurum í 3,2.
Stuttu eftir að samningurinn var í höfn, í ársbyrjun 1999, keyptu FBA og
Landsbréf nýtt hlutafé í OZ fyrir um 273 milljónir króna að söluvirði, á genginu
3,8. Verðmæti félagsins var á þessum tíma talið nema um 11 milljörðum króna.
Þá gekk Ericsson skrefinu lengra vorið 1999 og keypti 19% hlut í OZ fyrir um
milljarð króna eða 13,1 milljón dollara, en sölugengi hvers hlutar var 1,3 doll-
arar. Síðla sumars ákvað OZ og leggja í framtíðinni aðaláherslu á sam-
skiptalausnir í stað þrívíddarlausna. Skrifstofunni í San Francisco var lokað og
starfsemi hennar flutt til Boston.
Í nóvember 2000 keypti OZ á 2,3 milljarða króna fyrirtæki í Montreal í Kan-
ada sem stofnað var af Microcell Telecommunications og Ericsson Canada.
Greiðslan fyrir fyrirtækið var í formi hlutafjár í OZ, alls 13% hlutur. Jafnframt var
gerður samstarfssamningur á milli OZ, Microcell og Ericsson Canada sem
tryggði OZ Canada að lágmarki 1,5 milljarða króna til þróunar og rannsókn-
arvinnu á sviði þriðju kynslóðar farsímakerfa. Árið 2001 var skrifstofu OZ í Sví-
þjóð lokað og árið 2002 skrifstofunni á Íslandi.
Félagið hefur aldrei skilað hagnaði þrátt fyrir mikla veltu. Alls hefur OZ aflað,
samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu, um 26 milljóna dollara í peningum sem
runnið hafa til fyrirtækisins, eða sem nemur rúmum 2 milljörðum króna, að nú-
virði með sölu hlutafjár. Í nóvember í fyrra tilkynnti OZ um 126 milljóna króna
hagnað eftir fyrstu níu mánuði 2002, sem skýrðist fyrst og fremst af loka-
greiðslu frá Ericsson.
Eignir OZ í lok september 2002 námu tæpum 2,3 milljónum Bandaríkjadala,
eða 180 milljónum króna að núvirði. Eigið fé var neikvætt um 4,9 milljónir dala
um síðustu áramót.
Þrettán ára saga á enda
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 2003 Á netinu mbl.is/vidskipti BLAÐ B
VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS
S É R B L A Ð Á F I M M T U D Ö G U M U M V I Ð S K I P T I S J Á V A R Ú T V E G & A T H A F N A L Í F
TÓNLIST FERÐAMÁL FISKUR
Stefán Hjörleifsson
ætlar að setja ís-
lenska tónlist á Net-
ið. Slóðin er tonist.is
Ferðaþjónustan í heim-
inum mun skaðast
vegna stríðsins í Írak
a.m.k. í vor
Young’s Bluecrest er
stærsti framleiðandi
sjávarafurða í Bret-
landi
NÝ/12 VORAR/6 FERSKLEIKI/9
SKÚLI Mogensen, forstjóri OZ Comm-
unications, fyrrverandi og núverandi, seg-
ir að sem eigandi verulegs hluta almenn-
ingsbréfa félagsins sé þessi niðurstaða að
sjálfsögðu gríðarleg vonbrigði, eins og
hann orðar það. „Ég er hinsvegar þannig
gerður að ég lít ekki á þetta sem endi.
Allar ytri aðstæður hafa verið mjög erf-
iðar undanfarin ár sem hefur sett veru-
legt strik í reikninginn og því fögnum við
því að Landsbankinn skuli með þessum
hætti tryggja áframhaldandi vöruþróun
og hag starfsmanna sem skiptir mig
mestu máli úr því sem komið er. Þetta er
mjög öflugur hópur sem hefur staðið sam-
an og er kominn með gríðarlega reynslu
og við ætlum okkur að klára það verk
sem við höfum tekið okkur fyrir hendur.“
Hvað fór úrskeiðis?
„Þegar litið er yfir síðustu 13 ár er ljóst
að OZ hefur komið víða við og unnið með
mörgum af stærstu fyrirtækjum heims.
Við getum verið mjög ánægðir með margt
og það er ljóst að OZ hefur unnið braut-
ryðjandi starf á mörgum sviðum bæði
tæknilega og viðskiptalega séð. Samning-
urinn sem við gerðum við Ericsson fyrir 5
árum var að mörgu leyti einstakur fyrir
íslenskt fyrirtæki, bæði að umfangi og
eins þar sem við seldum farsímarisanum
Ericsson ákveðna sýn um framtíð sam-
skipta. Þessi sýn er fyrst að verða að
veruleika í ár með tilkomu farsíma frá öll-
um helstu símaframleiðendum í heimi
sem verða með innbyggðum stöðluðum
skyndiskilaboðaþjónustum (Instant Mes-
saging) fyrir farsímakerfi. Þessi staðall er
að mörgu leyti byggður á þeirri vinnu
sem við unnum með Ericsson á sínum
tíma.
Ef litið er um öxl má segja að helsti
galli en jafnframt kostur OZ var hversu
stórhuga við vorum, við ætluðum okkur
alla tíð að búa til og markaðssetja tækni-
vörur fyrir almenning á heimsvísu. Jafn-
framt má segja að við höfum yfirleitt ver-
ið á undan okkar samtíma í okkar
vöruþróun. Þetta hefur verið gegnum-
gangandi í flestu því sem OZ hefur verið
að gera hvort sem það var með Microsoft,
Intel eða Ericsson.“
Ertu sestur að í Kanada?
„Ég bý í Montreal, höfuðstöðvar OZ
verða þar áfram og ég geri ráð fyrir að
vera hér ásamt fjölskyldunni næstu árin.“
V I Ð S K I P T I
Enginn endir
Stórhugur bæði helsti kostur
og galli hjá OZ í gegnum tíðina
Hugbúnaðarfyrirtækið OZ
Communications Inc., OZ, hefur
selt eignir fyrirtækisins til ný-
stofnaðs dótturfyrirtækis Lands-
banka Íslands hf. í Kanada,
Landsbanki Holding Canada Inc.,
með það fyrir augum að vinna
áfram að frekari þróun og sölu á
þeim vörum sem OZ framleiðir.
Þetta er gert til að vernda hag
lánardrottna, hluthafa, viðskipta-
vina og starfsmanna OZ, að því er
fram kemur í fréttatilkynningu
frá OZ.
Landsbankinn hefur samhliða
stofnun LHC inc., stofnað félagið
OZ Communication Inc. sem er
heitið á nýja félaginu sem tekur
við starfseminni. Framkvæmda-
stjóri hins nýja félags verður
Skúli Mogensen. 35 starfsmenn
starfa hjá félaginu þar af átta Ís-
lendingar.
Hafa ekkert selt
af sínum hlut
Eftir að gengið hefur verið frá
öllum skuldbindingum og kostn-
aði gagnvart lánardrottnum fé-
lagsins, sá stærsti þeirra Lands-
bankinn, verður eigendum
forgangshluta greiddur út sinn
hlutur. Ólíklegt þykir að almennir
hluthafar fái nokkuð fyrir bréf
sín. Stærstu eigendur forgangs-
hluta eru Ericsson annarsvegar
með 90% forgangshluta, eða 10
milljón hluti, og hinsvegar hinir
upprunalegu japönsku fjárfestar.
Á meðal almennra hluthafa eru
stofnendur fyrirtækisins Skúli
Mogensen forstjóri og Guðjón
Már Guðjónsson með samtals
u.þ.b. 55 milljón bréf. Skúli tekur
það sérstaklega fram í samtali við
Morgunblaðið að þeir Guðjón hafi
ekkert selt af sínum hlut í gegn-
um árin.
Öllu starfsfólki OZ-samstæð-
unnar mun verða boðið starf hjá
hinu nýja félagi og hið nýja félag
mun yfirtaka samninga OZ-sam-
stæðunnar við viðskiptavini fé-
lagsins.
Aðkoma Landsbanka Íslands
hf er hugsuð sem umbreytingar-
verkefni til skamms tíma en
Landsbankinn telur að í hug-
verkaréttindum og sölusamning-
um OZ-samstæðunnar felist
áhugaverð fjárfestingar- og um-
breytingartækifæri til framtíðar.
Í fréttatilkynningu frá OZ seg-
ir að reksturinn hafi verið erfiður
undanfarin ár eftir að samningum
félagsins við Ericsson og Micro-
cell var sagt upp. „Á sama tíma og
það eru mikil vonbrigði að hafa
ekki náð að tryggja viðunandi
rekstrargrundvöll fyrir OZ er
ánægjulegt að Landsbankinn
skuli sjá sér hag í því að vinna að
áframhaldandi þróun og sölu á
vörum félagsins og tryggja hag
starfsmanna, viðskiptavina og
lánardrottna,“ segir Skúli Mo-
gensen, forstjóri OZ í fréttatil-
kynningunni.
Kaupsamningurinn tryggir OZ
nægt rekstrarfé til að halda
rekstri þess áfram þar til skilyrð-
um kaupsamningsins hefur verið
fullnægt. Samningurinn tryggir
OZ auk þess fjármuni til að
standa við skuldbindingar sínar
og dótturfélaga til lánardrottna
og til að standa straum af kostn-
aði við slit félagsins.
LÍ kaupir OZ
Ólíklegt að almennir hluthafar, þ.á m. Skúli og Guðjón Már, fái eitthvað fyrir hlutabréf sín.
Miðopna: Vorar seint í ár?
Yf ir l i t
Í dag
Sigmund 8 Umræðan 34/35
Erlent 16/22 Minningar 36/41
Höfuðborgin 23 Bréf 44/45
Akureyri 24 Brids 45
Suðurnes 24/25 Dagbók 46/47
Landið 25 Íþróttir 48/51
Neytendur 26/27 Fólk 52/57
Listir 27/29 Bíó 54/57
Forystugrein 30 Ljósvakamiðlar 58
Viðhorf 34 Veður 59
* * *
IMPREGILO hyggst nota þrjár gríðarstórar bor-
vélar við gerð 65 km ganga Kárahnjúkavirkj-
unar sem hannaðar verða sérstaklega vegna
verkefnisins. Að sögn Gianni Porta, verkefn-
isstjóra Impregilo á Íslandi, kosta vélarnar um
2,5 milljarða króna.
Fyrsta vélin kemur til landsins í september en
hinar tvær í febrúar á næsta ári. Ekki er notast
við sprengitækni með þessum borum heldur heil-
bora þeir sig í gegnum bergið, mylja niður grjót-
ið og fer það á færiböndum út úr göngunum.
Hver borvél er rúmir sjö metrar í þvermál og af-
kastageta þeirra á dag er að jafnaði rúmir 20
metrar. Fram kom í gær að „heimsmet“ Impr-
egilo í svona borunum hefði verið slegið í Kína á
síðasta ári þegar náðist að fara rúma 90 metra á
dag. Porta vonast eftir heimsmeti hér á landi!Bor þessarar tegundar verður notaður af Impregilo við gerð aðrennslisganga Kárahnjúkavirkjunar.
Þrír risaborar
fyrir 2,5 milljarða
ÍTALSKA verktakafyrirtækið Impr-
egilo SpA kynnti í gær áform sín
vegna byggingar stíflu og aðrennsl-
isganga Kárahnjúkavirkjunar. Fyrir-
tækið gerir ráð fyrir að um eitt þús-
und manns starfi við virkjunina á
framkvæmdatíma, sem er til ársins
2008, og þar af má búast við um 400 ís-
lenskum starfsmönnum. Erlendir
starfsmenn koma aðallega frá Evr-
ópu og þá Ítalíu og Póllandi.
Einnig eru uppi áform um að reisa
nokkurs konar þorp á virkjunarsvæð-
inu þar sem fjölskyldur starfsmanna
geta dvalið árið um kring. Sótt hefur
verið um leyfi ítalska menntamála-
ráðuneytisins til að starfrækja grunn-
skóla fyrir börn starfsmanna, auk
þess sem heilsugæslustöð, matsala,
skrifstofuaðstaða og ýmis önnur
mannvirki verða reist á svæðinu.
Vinnubúðir verða á fjórum stöðum,
þar af aðalbúðir við Fremri-Kára-
hnjúk. Fram kom á kynningarfundi í
höfuðstöðvum Landsvirkjunar í gær
að nú þegar væru um 20 starfsmenn
Impregilo starfandi í Reykjavík og á
Austurlandi við undirbúning fram-
kvæmda en Gianni Porta, verkefnis-
stjóri Impregilo hér á landi, sagði við
Morgunblaðið að í lok maí eða byrjun
júní kæmu fleiri starfsmenn til lands-
ins. Framkvæmdir ættu að vera
komnar í fullan gang næsta vetur.
Fram kom í máli Roberto Velo,
rekstrarstjóra Impregilo, að í einum
hópi starfsmanna yrðu um 150 út-
lendingar, aðallega frá Evrópu. Þetta
væru sérhæfðir lykilstarfsmenn
Impregilo. Í öðrum hópi væri reiknað
með um 200 Íslendingum til skrif-
stofu- og verkfræðistarfa og í mötu-
neyti. Síðan væri reiknað með um 650
verkamönnum og þar af kæmu um
60–70% þeirra erlendis frá, eða ríf-
lega 400 manns. Velo sagðist telja að
íslenskur vinnumarkaður réði ekki
við fleiri starfsmenn, því þyrfti að
flytja þetta marga verkamenn inn.
Hann sagði Impregilo fljótlega fara
að auglýsa eftir starfsfólki hér á landi.
Sjálfum okkur nógir
Gianni Porta sagðist reikna með að
leyfi ítalskra skólayfirvalda fengist
umyrðalaust, enda væru fjölskyldur
starfsmanna Impregilo vanar að
fylgja þeim hvert sem er um heiminn
og lifa í sérstökum búðum á fram-
kvæmdasvæðunum.
„Við þurfum að hafa lokið upp-
byggingu þessara vinnubúða fyrir
næsta vetur. Við erum í viðræðum við
aðila um að koma búðunum fyrir og
nauðsynlegum mannvirkjum. Auk
húsnæðis þarf að koma upp símasam-
bandi, gervihnattadiskum fyrir sjón-
varp og margvíslegu fleiru. Fyrstu
fjölskyldurnar ættu að koma til lands-
ins í júlí eða ágúst. Við gerum okkur
grein fyrir því að veðrið geti verið
vont um hávetur og munum sérstak-
lega skoða hvort fjölskyldurnar geti
dvalið hér þann tíma. Ég reikna til
dæmis ekki með að við verðum með
sundlaug eða tennisvöll eins og við
höfum víða annars staðar. Fyrir-
komulagið hér hefur ekki endanlega
verið ákveðið en okkar stefna miðast
við að vera sjálfum okkur nógir á
verkstað hverju sinni. Við viljum geta
einbeitt okkur alfarið að verkefninu,“
sagði Porta.
Eins og fram hefur komið í Morg-
unblaðinu hafa Ítalirnir samið við
Arnarfell um undirbúningsfram-
kvæmdir við stífluna og göngin. Porta
sagðist reikna með að samstarf tækist
með fleiri íslenskum verktökum á
komandi misserum.
Impregilo sækir um leyfi ítalskra yfirvalda til að reka grunnskóla hér á landi
Þúsund manna þorp
við Kárahnjúkavirkjun
LANDSVIRKJUN hefur ráðið Sig-
urð St. Arnalds, verkfræðing hjá
Hönnun, til að sjá um almannatengsl
og Kristján Kristinsson efnaverk-
fræðing sem öryggis- og umhverf-
isfulltrúa fyrirtækisins vegna Kára-
hnjúkavirkjunar.
Eftir páska verður ákveðið hvaða
tilboði verður tekið í framkvæmda-
eftirlit á staðnum og í framhaldi af
því verður ráðinn staðarverkfræð-
ingur fyrirtækisins eystra. Einnig
stendur fyrir dyrum ráðning sér-
staks kynningarfulltrúa fyrir Lands-
virkjun á Austurlandi. Hefur fyr-
irtækið tekið félagsheimilið Végarð
í Fljótsdal á leigu undir miðstöð upp-
lýsinga um Kárahnjúkavirkjun og
aðsetur kynningarfulltrúa og fleiri.
Næstu verkþættir eru útboð á
stöðvarhúsinu í lok maí og í haust
verða boðnar út hinar stíflurnar
tvær sem reisa þarf við Hálslón.
Í tilkynningu frá Landsvirkjun
segir að fyrirtækið muni kappkosta,
hér eftir sem hingað til, að hafa náið
og gott samstarf við fólk, sveit-
arfélög, fyrirtæki og stofnanir á
Austurlandi. Fyrirtækið muni leggja
sitt af mörkum til að stuðla að efl-
ingu ferðamennsku á virkjanasvæð-
inu og samstarf sé hafið um land-
bætur.
Verkefni Landsvirkjunar
TENGLAR
.....................................................
www.karahnjukar.is
ÞRÁTT fyrir að Íslendingar séu í 21.
sæti 35 þjóða sem taka þátt í alþjóð-
legri lestrarrannsókn, eru íslensk
börn samt yfir meðaleinkunn í lestri.
Meðaleinkunnin miðast við 500 stig
og eru íslensk börn með meðalein-
kunnina 512. Í öllum löndum voru
stúlkur með marktækt hærri ein-
kunnir en piltar.
Fyrstu niðurstöður rannsóknar-
innar voru birtar í Boston í fyrradag.
Börn í fjórða bekk grunnskólanna
tóku þátt í rannsókninni á Íslandi ár-
ið 2001. Rannsóknin var mjög víðtæk
og voru lagðir spurningalistar fyrir
kennara, foreldra, skólastjórnendur
og nemendurna sjálfa.
Einar Guðmundsson, verkefnis-
stjóri rannsóknarinnar á Íslandi
undanfarin fimm ár, segir að Ísland
sé á leið í rétta átt í lestrarhæfni.
„Niðurstaðan er viðunandi þótt það
væri auðvitað skemmtilegt að vera í
efsta sæti. Niðurstöðurnar gefa okk-
ur þó mjög góðar upplýsingar um
það hvernig við getum styrkt okkur í
lestri. Þetta eru alls ekki ótíðindi.“
Að sögn Einars komu Íslendingar
nokkuð vel út í lesskilningi, en ekki
eins vel í leitarlestri.
Einar sagði mjög mörg atriði hafa
áhrif á niðurstöðurnar. Til að mynda
segir hann mjög jákvætt að um
helmingur íslenskra barna búi við
örvandi lestrarumhverfi. Þá segir
Einar að kennslumagn sé minna á
Íslandi en í öðrum löndum og það
gæti haft áhrif á niðurstöðurnar.
Hins vegar telur hann að þjálfun í
lestri fari fram á fleiri stöðum en í
skólum svo það þurfi ekki endilega
að hafa áhrif. Einnig sagði hann að-
stæður íslenskra skóla ólíkar öðrum
að því leyti að kennarar fylgja bekkj-
um sínum lengur eftir hér, eða að
meðaltali í þrjú ár, miðað við eitt til
tvö ár erlendis.
Börnin sem tóku þátt í rannsókn-
inni voru á aldrinum 9-10 ára. Ísland
var með yngstu börnin í rannsókn-
inni, eða 9,7 ára á meðan Marokkó
var með 11,2 ára börn, Búlgaría 10,9
og Moldóvía og Svíþjóð með 10,8 ára
gömul börn.
Ísland yfir meðallagi
í lestrarhæfni barna
!
!"
#$
%
&
$
'
(
)
*
+
,
-
.
/
0
(1
((
()
(*
(+
(,
(-
(.
(/
!
2
& 3
# 4
%4
5
!6
5
37 8
5
9
(0
)1
)(
))
)*
)+
),
)-
).
)/
)0
*1
*(
*)
**
*+
*,
! !
ALLT að 82% verðmunur er á
smásöluverði á páskaeggjum
samkvæmt verðkönnun Morg-
unblaðsins. Könnunin náði til
19 tegunda af páskaeggjum í 12
verslunum á höfuðborgarsvæð-
inu 8. apríl síðastliðinn.
Verðmunur var frá 499 krón-
um upp í 759 krónur í níu til-
vikum og var minnstur 311
krónur. Ef hlutfallslegur verð-
munur er reiknaður er mesti
munur á hæsta og lægsta verði
tæp 82% og sá minnsti 24,3%.
Verðmunur er 40% eða meiri í
18 tilvikum af 19.
Greint var frá því á mbl.is í
liðinni viku að Bókabúð Lárus-
ar Blöndal hefði byrjað sölu á
páskaeggjum og var verslunin
þrisvar með lægsta verðið í
könnun Mbl. Bónus var oftast
með lægsta verðið í könnun-
inni, eða 12 sinnum.
Allt að 82%
verðmunur
á páska-
eggjum
Dæmi um/26