Morgunblaðið - 10.04.2003, Síða 4
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Dana, og Davíð Oddsson forsætisráðherra á blaðamannafundi í Þjóð-
menningarhúsinu í gær þar sem þeir greindu frá viðræðum sínum um alþjóðamál og samskipti ríkjanna.
Á FUNDI þeirra Anders Fogh
Rasmussen og Davíðs Oddssonar í
gær ræddu þeir um stríðið í Írak,
samningaviðræður um aðlögun EES-
samningsins að stækkun Evrópu-
sambandsins og samskipti Íslands og
Danmerkur. Rasmussen tók reyndar
fram að engin vandamál væru í þeim
samskiptum.
Á blaðamannafundi í gær lýsti
Rasmussen yfir ánægju sinni að
samningar væru að takast um aðlög-
un EES-samningsins. Þegar Danir
hafi verið í forsæti ESB hafi þeir lagt
mikla áherslu á stækkun sambands-
ins en um leið á að EES-samning-
urinn yrði aðlagaður að þeirri þróun.
Mikilvægt að fylgja Banda-
ríkjunum að málum
Forsætisráðherrarnir fögnuðu því
báðir að svo virtist sem stríðinu í Írak
lyki senn en Davíð minnti á að bæði
ríkisstjórn Danmerkur og Íslands
hefðu stutt stefnu bandalagsþjóð-
anna. Staða landanna væri þó ólík að
því leyti að Danir hafi sent herlið til
Íraks. Rasmussen sagði ánægjulegt
að löndin hefðu verið samstiga í
þessu máli. Gott samband milli Evr-
ópu og Bandaríkjanna væri nauðsyn-
legt og mikilvægt að Evrópulönd og
ekki síst tvö Norðurlönd hafi fylgt
Bandaríkjunum að málum. Davíð tók
undir þetta og sagði það afar þýðing-
armikið að tvö af þremur norrænum
NATO-ríkjum hafi tekið þessa af-
stöðu. Þetta hafi reyndar verið sjálf-
sögð niðurstaða.
„Það lá fyrir að valdbeitingu yrði
hótað ef Saddam Hussein stæði ekki
við sitt. Og sú valdbeiting hefur verið
framkvæmd. Stríðið hefur í raun
staðið aðeins í þrjár vikur. Mannfall
hefur verið miklu minna heldur en
nokkur maður hafði spáð. Flótta-
mannastraumur sem átti að vera í
milljónavís hefur ekki orðið neinn
slíkur,“ sagði Davíð. Tekist hafi að
frelsa írösku þjóðina sem í fyrsta
skipti í 35 ár þori að tjá sig opinber-
lega.
Brýnt að efla á ný samstarf
NATO og ESB
Rasmussen sagði að vissulega
hefði samstarfið innan NATO og
ESB skaðast vegna deilna um stríðið
í Írak. Hann vildi þó ekki gera of mik-
ið úr vandamálinu og sagði mikilvægt
að hefjast handa við að efla samstarf-
ið á nýjan leik. Taldi hann að sam-
starfið innan NATO næði fljótt fyrri
styrk. Aðspurður sagði hann að SÞ
ættu að gegna afgerandi hlutverki
við uppbyggingarstarf í Írak. Það
væri þó ekki víst að SÞ gætu sent
sína menn til landsins strax og átök-
um lyki, fyrst þyrfti að tryggja ör-
yggi og stöðugleika í landinu.
Forsætisráðherrar Danmerkur og Íslands ræddu samskipti og stöðu heimsmála
Engin vandamál í
samskiptum ríkjanna
FRÉTTIR
4 FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Danir afhenda Íslendingum stjórnarskrána frá 1874
Nærfellt 100 ára
flökkusögu er nú lokið
skref í átt til aukinnar sjálfstjórnar Íslendinga sem
hafi lokið með fullu sjálfstæði árið 1944. Hann sagð-
ist vera þeirrar skoðunar að það væri ekki nema
eðlilegt fyrir þjóðir að leggja áherslu á þjóð-
areinkenni sín og vilja stjórna sér sjálfar. Og þrátt
fyrir að Íslendingar og Danir hafi stundum átt í
deilum væri vinskapur þjóðanna traustur.
Í ræðu sinni minnti Davíð Oddsson, forsætisráð-
herra, á að það var Kristján IX sem gaf Íslendingum
stjórnarskrána. Stytta af honum er fyrir framan
Stjórnarráðið og heldur hann þar á skjali í útréttri
hendi. Halda því margir að hann hafi fært Íslend-
ingum sjálft skjalið. Svo var þó ekki því stjórn-
arskráin kom ekki til Íslands fyrr en 1904 þegar
Stjórnarráð Íslands var stofnað. Henni var síðan aft-
ur skilað til Danmerkur 1928 í tengslum við gagn-
kvæm skjalaskipti. „Þar hefur hún verið allt þar til
nú, að forsætisráðherra Danmerkur, Anders Fogh
Rasmussen, hefur fært okkur hið kærkomna skjal
heim á ný og lýkur þar með nærfellt 100 ára flökku-
sögu fyrstu stjórnarskrárinnar okkar. Fyrir það
þökkum við af heilum hug,“ sagði Davíð.
AFHENDING á frumriti stjórnarskrárinnar frá
1874, sem fram fór við hátíðlega athöfn í Þjóðmenn-
ingarhúsinu í gær, er fyrsti hluti formlegrar afhend-
ingar á skjölum Íslensku stjórnardeildarinnar og
ráðuneytis Íslandsmála úr Ríkisskjalasafni Dan-
merkur samkvæmt samningi sem undirritaður var í
gærmorgun.
Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Dan-
merkur afhenti Davíð Oddssyni, forsætisráðherra
stjórnarskránna en hún hefur frá 1874 verið varð-
veitt í þykkri bók, í raun skjalasafni, sem geymir
auk þess konungsúrskurði um íslensk málefni.
Stjórnarskráin er tvímælalaust eitt merkasta skjal
íslenskrar sögu. Og þó að stjórnarskrá Íslands hafi
tekið miklum breytingum síðan þá er sú frá 1874 í
mörgum meginatriðum enn í gildi.
Mikilvægt skref
Rasmussen sagði að það væri sér mikil ánægja að
geta afhent íslenskum stjórnvöldum stjórnarskrána.
Þetta væri eitt mikilvægasta skjal í sögu þjóð-
arinnar og með stjórnarskránni hefði verið stigið
Kæra for-
svarsmenn
Lífeyrissjóðs
Austurlands
FJÓRIR sjóðsfélagar í Lífeyrissjóði
Austurlands hafa kært stjórnar-
menn sjóðsins, framkvæmdastjóra
og endurskoðanda, til ríkissaksókn-
ara fyrir meinta ólögmæta meðferð
fjármuna hans og endurskoðun sem
uppfylli ekki kröfur laga. Krefjast
þeir opinberrar rannsóknar á störf-
um stjórnarinnar og endurskoðanda
og að þeim verði gert að sæta refs-
ingu reynist um lögbrot að ræða.
Í bréfi til ríkissaksóknara segjast
undirritaðir eiga verulegra hags-
muna að gæta sem sjóðsfélagar og
hafi þeir rökstuddan grun um að
margra milljarða króna tap sem
sjóðurinn hafi orðið fyrir undanfarin
ár sé að hluta til vegna ólögmætrar
meðferðar stjórnar sjóðsins og fram-
kvæmdastjóra á fjármunum hans.
Meðal annars virðist Lífeyrissjóð-
urinn hafa keypt hlutafé í óskráðu
hlutafélagi, Stoke City Holding SA
fyrir 36.000.000 árið 1999 en þá hafi
lífeyrissjóðurinn þegar átt mun
meira fé í óskráðum hlutabréfum en
leyfilegt sé samkvæmt lögum.
Afsalar sér
frekari
bygging-
arrétti
REYKJAVÍKURBORG og Hrafn
Gunnlaugsson kvikmyndaleikstjóri
hafa gert með sér samkomulag um
lóð og hús við Laugarnestanga 65.
Samkvæmt því afsalar Hrafn sér
réttinum til að byggja frekar á lóð-
inni og fær í staðinn greiddar 10
milljónir króna í bætur vegna þess
og vegna kostnaðar og tjóns sem lóð-
arhafi hefur orðið fyrir, að því er
segir í samkomulaginu, sem sam-
þykkt var í borgarráði í fyrradag. Þá
greiðir Reykjavíkurborg Hrafni kr.
1.500.000 vegna lögmannskostnaðar.
Úrskurðarnefnd skipulags- og
byggingarmála felldi úr gildi í apríl í
fyrra deiliskipulag Laugarness að
því er varðar Laugarnestanga 65.
Komst nefndin að þeirri niðurstöðu
að ekki hefði verið gætt jafnræðis-
sjónarmiða varðandi nýtingarhlut-
fall á lóð Hrafns sem hafi verið undir
viðmiðunarmörkum í aðalskipulagi.
Með úrskurði hennar er gert ráð fyr-
ir byggingarreit vestan hússins en
þar eru viðbyggingar sem reistar
hafa verið en ekki samþykktar.
Teikningar verði gerðar
Þá er Hrafni gert að láta vinna
byggingarnefndarteikningar/reynd-
arteikningar af húsinu. Á teikning-
unum skal ennfremur gerð grein
fyrir mannvirkjum sem reist hafa
verið utan byggingarreitsins, þ.e.
kjallara vestan hússins. Fáist hann
ekki samþykktur skal hann heimil-
aður með kvöð um brottflutning en
því jafnframt lýst yfir að borgaryf-
irvöld muni ekki láta reyna á kvöðina
meðan Hrafn er eigandi hússins og
býr þar. Fellur Hrafn frá áformum
um að krefjast þess að byggingar-
reitur vinnustofu verði færður inn á
deiliskipulagsuppdrátt og að byggja
frekar á lóðinni, sem fyrr segir.
Hrafn segist sáttur við samkomu-
lagið. „Þó að mig hafi langað til að
byggja þessa vinnustofu og hafi bar-
ist fyrir því þá er þetta ágæt lending.
Mér finnst ég hafa gefið mikið eftir
en líka hafa fengið þá niðurstöðu
sem er viðunandi. Það sem mér
finnst kannski vera meginatriðið er
þar sem segir í samningnum að það
verði ekkert hróflað við neinu hér á
meðan ég er ofar moldu,“ segir
hann.
Hrafn Gunnlaugsson og
Reykjavíkurborg gera
með sér samkomulag
HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis-
sráðherra segist vonast til þess að
samstaða náist milli þjóða heimsins
um þáttöku Sameinuðu þjóðanna í
uppbyggingu stjórnkerfis í Írak en
margir telja þess ekki langt að bíða
að stríðsátökum í landinu ljúki. Írak-
ar fögnuðu bandamönnum í Bagdad í
gær að sögn erlendra fréttastofa og
felldu m.a. styttu af Saddam Hussein
í miðborginni.
„Ég sagði í upphafi þessara átaka
að sagan myndi dæma um það hvort
hér hefði verið réttilega staðið að
málum. Ég sagði jafnframt að við
skyldum bíða eftir því að þjóðin gæti
talað, sem hefur verið kúguð í 35 ár.
Það er mjög ánægjulegt að sjá fólkið
fagna og það er ljóst á þeim fagn-
aðarlátum hvað fólkið hefur þurft að
búa við. Það hefur ekki getað sagt
skoðun sína. Við Íslendingar hljótum
að samfagna þessu fólki.“
Halldór sagði það vissulega
hörmulegt að átökin hafi kostað
mörg mannslíf. „En við skulum vera
minnug þess að það hafa miklar fórn-
ir verið færðar á undanförnum ára-
tugum. Þannig hefði það haldið
áfram.“
Segir Íslendinga hafa skyldur
Sagði hann nú mikilvægast að al-
þjóðasamfélagið taki höndum saman
um uppbyggingu í Írak og búi þjóð-
inni góða framtíð. „Við Íslendingar
höfum skyldur í þeim efnum. Við hét-
um því við upphaf þessara átaka að
taka þátt í því. Við höfum þegar sam-
þykkt það í ríkisstjórn Íslands að
leggja af mörkum til þess, bæði
mannúðaraðstoð og til uppbygging-
ar. Við eigum að sýna það í verki að
það sem þarna hefur gerst á undan-
förum áratugum er okkur viðkom-
andi eins og öllum öðrum þjóðum.“
Halldór sagðist alltaf hafa verið
þeirrar skoðunar að Sameinuðu þjóð-
irnar eigi að gegna lykilhlutverki við
uppbyggingu stjórnkerfis Íraks. „En
aðalatriðið er að íraska þjóðin taki
málin í sínar hendur. En það má öll-
um vera ljóst að uppbyggingin getur
ekki átt sér stað án þátttöku Samein-
uðu þjóðanna og ég vonast eftir því
að nú náist um það góð samstaða.“
Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra um framgang stríðsins í Írak
„Alþjóðasamfélagið taki höndum
saman við uppbyggingu“
♦ ♦ ♦