Morgunblaðið - 10.04.2003, Qupperneq 7
arstofum í Svíþjóð og Englandi við sótt-
hreinsaðar aðstæður. Þegar þær eru
orðnar um þriggja til fjögurra milli-
metra langar eru þær fluttar til landsins
í ræktunarflöskum með hraðpósti. Lirf-
urnar eru fluttar inn sem lyf þar sem
þær eru sótthreinsaðar. Síðan er þeim
skolað innan úr flöskunum og í sárið.
„Þær sprikla ansi hressilega þegar
verið er að koma þeim í sárið en alls eru
um 300 lirfur settar í sárið og búið um
það á sérstakan hátt þannig að þær séu í
sárinu en hvergi annars staðar. Sárið er
einangrað með umbúðum, en um leið
þarf að sjá til þess að loft komist að
sárinu því annars kafna lirfurnar. Það
er svolítil handavinna. Síðan reynum við
að sjá til þess að það haldist hæfilegt
rakastig í sárinu. Loks fá lirfurnar að
vinna í þrjá til fjóra daga og á meðan
verður sjúklingurinn að liggja. Síðan
eru þær teknar burtu og sárið skolað og
látið jafna sig áður en byrjað er á næstu
aðgerð.“
Meðferðin er endurtekin nokkrum
sinnum og tekur nokkrar vikur alls.
Baldur segir lirfur hafa verið settar í
fyrsta sinn í sjúkling í síðustu viku og
teknar burt í fyrradag. Kvaðst hann
eiga von á að setja annan skammt í sárið
í dag eða morgun.
Baldur sagði viðbrögð sjúklingsins
góð. „Þessi sár eru ógnun við útliminn
og geta endað í aflimun ef illa fer, þann-
ig að svo framarlega sem maður út-
skýrir hlutina er þetta allt í lagi. Auðvit-
að finnst fólki þetta ekkert
skemmtilegt.“
Í lok meðferðar er lirfunum fargað.
Þær eru settar í plastpoka og þeim hent.
Ef þeim væri sleppt yrðu þær að al-
gengri tegund af meinlausum flugum.
Umbúðir teknar af sári á hæl.
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 2003 7
VIÐ aðalmeðferð stóra málverka-
fölsunarmálsins í Héraðsdómi
Reykjavíkur í gær var tekin skýrsla
af forverði sem skýrði frá rannsókn-
um sínum á tugum meintra falsmál-
verka. Við rannsóknirnar var m.a.
stuðst við smásjárskoðun og út-
fjólubláa skimun málverkanna sem
leiddi í ljós að notuð hafði verið
málning með svokölluðu alkýði, sem
ekki var komin á markað á dögum
málara á borð við Kjarval og Þórarin
B. Þorláksson. Af þessum sökum
stóðust málverkin ekki rannsókn að
mati vitnisins, en alkýð fannst m.a. í
höfundarmerkingum. Fram kom að
alkýð var fundið upp 1927 og barst til
Evrópu um 1950. Árið 1968 kom það
á markað sem íblöndunarefni og
1976 sem listmálaraefni. Að auki
leiddu rannsóknir í ljós að alkýð-
málning hafði verið notuð í mörg
verkanna sjálf að meira eða minna
leyti, gjarnan til yfirmálunar yfir
eldri málningu. Sem dæmi um þetta
var málverk eignað Þórarni B. Þor-
lákssyni frá 1910 sem vitnið sagði að
hefðu áritun listamannsins með alk-
ýðmálningu. Þar sem alkýð hefði
ekki verið fundið upp fyrr en mörg-
um árum seinna stæðist málverkið
ekki skoðun. Í mörgum tilvikum var
komist að þeirri niðurstöðu að slípað
hefði verið yfir verkin á þeim stað
þar sem áritanir listamannanna voru
settar. Þá þóttu mörg málverk eign-
uð Svavari Guðnasyni með ártalinu
1942 bera furðulítil öldrunarein-
kenni miðað við að vera 60 ára göm-
ul, enda leiddi rannsókn í ljós að þau
hefðu verið máluð með nýlegri alkýð-
málningu. Missagt var í frásögn af
málinu á þriðjudag að dóminum
hefði þótt skorta upp á kurteisi sak-
sóknara í garð verjanda. Hið rétta er
að dómurinn kom umkvörtunum
verjanda í þessa veru áleiðis til sókn-
ara.
Dóttir Nínu Tryggvadóttur list-
málara kom þá fyrir dóm í gær til að
bera vitni um nokkur málverk sem
eignuð eru móður hennar. Verkin
voru í eigu dótturinnar en eru nú
rannsóknatilvik í málinu.
Vitnið sagðist þekkja mjög vel til
vinnuaðferða móður sinnar, s.s. lita-
og efnisnotkunar svo og listræns
stíls og sagðist hafa uppgötvað strax
hvers kyns var þegar hún fékk
myndirnar í hendur á sínum tíma.
Útfjólublá skimum leiðir í ljós alkýð í meintum falsmálverkum
Málningin talin
grunsamlega ný
HUGSANLEGT er að Landa-
kotsskóla í Reykjavík verði lok-
að á næsta ári ef ekki tekst að
tryggja rekstrargrundvöll
hans, að því er fram kemur í
viðtali við séra Hjalta Þorkels-
son skólastjóra í Vesturbæjar-
blaðinu í dag. Hjalti segir að ef
ekki tækist að tryggja rekstr-
argrundvöllinn myndi hann
persónulega leggja til að skól-
anum yrði lokað vorið 2004.
Í viðtalinu kemur fram að
fjárhagsstaða skólans sé slæm,
hann safni skuldum þar sem
ekkert fé sé aflögu til reksturs
þegar búið sé að greiða laun og
launatengd gjöld. Reykjavíkur-
borg greiði 200 þúsund kr. með
hverju barni í skólanum á ári en
í grunnskólum borgarinnar sé
þessi kostnaður talinn vera
a.m.k. 400 þúsund kr. Skóla-
stjórinn segir í viðtalinu að ekki
sé unnt að hækka skólagjöldin
til að mæta vandanum. Kaþ-
ólska kirkjan og fræðsluyfir-
völd séu með málið í athugun.
Í könnun sem ráðgjafafyrir-
tækið Nýsir hefur gert á
rekstri skólans, sem starfað
hefur í 106 ár, kemur fram að
hann sé afar hagkvæmur borið
saman við aðra skóla af svipaðri
stærð.
Blikur á
lofti um
rekstur
Landa-
kotsskóla