Morgunblaðið - 10.04.2003, Page 13

Morgunblaðið - 10.04.2003, Page 13
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 2003 13 FERÐ Garðeyjar SF varð heldur endasleppt á laugardaginn en bát- urinn, sem gerir út frá Hornafirði, fékk 11 tonna hnúfubak í netin snemma ferðar. Hvalurinn var það rækilega flæktur í netunum að ekki var hægt að sleppa honum lausum eins og oftast er gert. Ágætlega gekk þó að ná hvalnum undir stjórn. „Við tókum hann utan á síðuna. Hann spriklaði aðeins þegar hann kom upp fyrst,“ sagði Arnbjörn Kristjánsson, skipverji á Garðey. „Ég held að hann hafi farið með bægslið í skrúfuna. Þá var hann orðinn slasaður og hálfdas- aður líka. Við smeygðum tógi utan um sporðinn á honum og tókum hann inn að aftan. Við notuðum svo kranann til að hífa hann upp. Þá náðum við að koma öðru tógi utan um sporðinn. Fyrra tógið var utan um teinana sem hann var flæktur í og á endanum, þegar búið var að koma öðru toginu á hann, náðum við að losa fyrra togið og skera teinana utan af sporðinum á hon- um.“ Ljósmynd/Arnbjörn Kristjánsson Hvalurinn var orðinn hálfdasaður eftir að hafa slasað sig á skrúfunni. Ljósmynd/Hildur Dröfn Þórðardóttir Arnbjörn Kristjánsson stendur á sporði hvalsins. Ljósmynd/Arnbjörn Kristjánsson Hvalurinn var orðinn dasaður Ath.: Lokað laugardag fyrir páska 25% afsláttur Hoppuróla Nú 4.125 kr. Áður 5.500 kr. Ferðarúm í tösku Nú 7.425 kr. Áður 9.900 kr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.