Morgunblaðið - 10.04.2003, Page 17
STRÍÐ Í ÍRAK
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 2003 17
Reuters
Íraki veifar tveim spýtum innan um alls kyns góss úr opinberum byggingum í Bagdad í gær. Aðrir Írakar sýndu
kátir fréttamönnum húsgögn sem þeir höfðu orðið sér úti um í borginni. Bandarískum hermönnum var vel tekið
þar af almenningi í gær og ónafngreindur borgarbúi rak einum þeirra rembingskoss.
AP
AP
STJÓRN Saddams Husseins Íraks-
forseta er án nokkurs vafa liðin und-
ir lok en því fer þó fjarri að átök-
unum sé lokið í Írak. Enn má gera
ráð fyrir staðbundnum bardögum og
jafnvel hryðjuverkum á næstu dög-
um og vikum og enn er ekki ljóst á
hvern veg bundinn verður endi á
þetta tímabil í sögu Íraks. Sjálf
endalokin kunna að vera fram undan
í heimaborg Saddams Hussein,
Tikrit, um 150 km norður af Bagdad.
Þegar þetta er ritað er erfitt að
gera sér grein fyrir hversu víðtæk
uppreisnin gegn stjórn Saddams
Hussein er í Írak. Ekki kemur á
óvart að shía-múslimar í fátæktar-
hverfum Bagdad og í Basra hafi risið
upp nú þegar stjórnin er í dauða-
teygjunum. Slíkt var aðeins spurn-
ing um tíma en enn er ekki vitað
hvernig sunnítar, um 20% þjóðarinn-
ar og dyggustu stuðningsmenn for-
setans, bregðast við.
Næstu daga má gera ráð fyrir því
að hersveitir Breta og Bandaríkja-
manna freisti þess að tryggja tök sín
á landinu. Uppræta þarf staðbundna
andstöðu víða um landið ekki síst á
aðfangaleiðinni úr suðri til höfuð-
borgarinnar, Bagdad. Á þann veg
verður að auki tryggt að hjálpar-
gögn berist nauðstöddum íbúum
Íraks.
Þótt einstakir hópar hollir stjórn-
völdum muni trúlega halda uppi
mótspyrnu er ljóst og hefur verið um
nokkurt skeið að herafli Íraka er
þess ekki megnugur að verjast inn-
rásarhernum. Freistandi er að
álykta að yfirstjórn íraska heraflans
og samskiptakerfi hafi hrunið strax
á fyrstu dögum stríðsins. Engar
samhæfðar aðgerðir hafa farið fram
þótt einstakir hópar hafi barist af
mikilli hörku.
Í Persaflóastríðinu 1991 kom í ljós
að hæfileikar Saddams Husseins
liggja annars staðar en á vettvangi
hernaðar. Greinilegt er nú að hann
hefur varið síðustu 12 árum í annað
en að draga lærdóm af því stríði og
hugleiða viðbrögð við hernaðinum
sem hann stóð frammi fyrir. Stríðinu
í Írak er vissulega ekki lokið en
Saddam hefur ekki beitt þeim að-
ferðum í varnarskyni sem talið var
að hann myndi grípa til. Skipulögð-
um skæruhernaði að hætti Víet-
Kong-liða í Víetnam forðum hefur
ekki verið beitt í borgum. Brýr hafa
ekki verið sprengdar, lykilflugvellir
hafa verið gefnir eftir og þannig
mætti áfram telja.
Lokabardagi í Tikrit?
Að vísu er við hæfi að draga hér
nokkuð úr fullyrðingaflaumnum því
enn er ekki ljóst hver verða endalok
Saddams Husseins og nánustu und-
irsáta hans. Giskað hefur verið á að
innsti valdakjarninn í Írak telji um
þúsund manns. Þessir menn eru
flestir tengdir Saddam Hussein og
koma frá borginni Tikrit þar sem
búa um 250.000 manns eftir því sem
næst verður komist. Vera kann að
Saddam hafi afráðið að lokabardag-
inn fari fram þar en Tikrit var mið-
stöð valda forsetans og Baath-
flokksins. Því kann svo að fara að
Saddam bíði endalok að hætti Adolfs
Hitlers í byrgi sínu í Tikrit. Raunar
er því haldið fram að slík byrgi sé
víðar að finna í landinu, m.a. eru uppi
sögusagnir um að forsetinn ráði yfir
einu slíku nærri írönsku landamær-
unum. Ef til vill reynir hann að kom-
ast úr landi.
Talsmenn herstjórnar Breta og
Bandaríkjamanna hafa lagt á það
áherslu á undanliðnum dögum að
takmarkið með herförinni sé að
koma stjórn Saddams Hussein frá
völdum. Aðalmarkmiðið sé ekki að
ráða niðurlögum hans. Ráðamenn í
Bandaríkjunum hafa gefið í skyn að
litlu skipti hvar Saddam sé niður
kominn og hvort hann sé lífs eða lið-
inn. Aðalatriðið sé að uppræta ógn-
arstjórnina sem kúgað hafi írösku
þjóðina og kallað yfir hana ómældar
hörmungar.
Vitanlega skipta örlög Saddams
forseta lykilmáli í þessu viðfangi.
Það á við um viðbrögð írösku þjóð-
arinnar og ekki síður viðbrögðin í
arabaheiminum. Saddam Hussein
hefur verið holdgervingur þess
stjórnarfars sem iðkað hefur verið í
Írak á undanliðnum áratugum.
Hann hefur víða átt sér stuðnings-
menn og aðdáendur. Hin pólitísku
áhrif herfararinnar munu ekki koma
fram af fullum þunga fyrr en örlög
Saddams forseta og valdastéttarinn-
ar verða kunn.
Upplausn og gripdeildir
Þótt rás atburða hafi verið afar
hröð undanfarna daga og aðgerðir
Breta og Bandaríkjamanna gengið
vel í hernaðarlegum skilningi er enn
of snemmt að leggja heildarmat á þá
áætlun sem lögð var til grundvallar
herförinni gegn stjórn Saddams
Hussein. Í herfræðilegum skilningi
verður vart dregið í efa að hún hefur
reynst afar árangursrík og ein-
kennst af ótrúlegum hraða, sveigj-
anleika og mikilli dirfsku. Í her-
fræðilegu tilliti mun herförin gegn
Saddam Hussein vafalaust teljast
söguleg. Vera kann á hinn bóginn að
nýjar forsendur fyrir gagnrýni hafi
nú skapast; liðsaflinn sem sendur
var til Írak er tæpast nógu öflugur
til að halda uppi reglu í landinu. Al-
gjört stjórnleysi ríkir víða í Írak
þessa dagana. Rán, gripdeildir og
upplausn í 25 milljóna manna sam-
félagi er geysilega hættulegt ástand.
Gera má ráð fyrir því að margir
hyggist nú gera út um gömul ágrein-
ingsmál, hatrið ristir djúpt í mörgum
þjóðfélagshópum, allsleysið og nið-
urbæld örvæntingin getur tekið á sig
hin óhugnanlegustu birtingarform.
Breta og Bandaríkjamanna bíður
gríðarlega erfitt og mannfrekt úr-
lausnarefni á þessu sviði á næstu
dögum og vikum. Um leið verður
þörf á heraflanum til að uppræta þá
hópa sem enn kunna að halda uppi
vörnum fyrir stjórnina víða um land-
ið.
Komi ekki til einhvers konar
hernaðarlegs lokauppgjörs við
Saddam Hussein og valdakjarnann
umhverfis hann mun þetta stríð í
raun engan endi fá. Átökin munu
deyja út og yfirbragð herferðarinnar
breytast á þann veg að verkefnið
verður að freista þess að halda uppi
reglu og tryggja dreifingu hjálpar-
gagna. Um leið verða lögð drög að
pólitískri framtíð landsins sem verð-
ur viðfangsefni til margra ára.
Stjórnin hrunin en
stríðinu ekki lokið
Stjórn Saddams Husseins er fallin en herförinni er ekki lokið.
Ásgeir Sverrisson hugleiðir lokastig átakanna í Írak.