Morgunblaðið - 10.04.2003, Qupperneq 20
STRÍÐ Í ÍRAK
20 FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ
MARGIR arabar voru furðu lostnir í
gær þegar þeir sáu sjónvarpsmyndir
af Bagdad-búum fagna falli stjórnar
Saddams Husseins og sumir voru
svo hneykslaðir á fögnuðinum að
þeir slökktu á sjónvarpstækjum sín-
um.
Margir arabanna trúðu ekki sínum
eigin augum og nokkrir sögðust hafa
orðið fyrir vonbrigðum eftir að hafa
heyrt Saddam og stjórn hans lofa því
að vinna „glæstan sigur“ eða berjast
til síðasta blóðdropa gegn innrás-
arliði „trúleysingjanna“.
„Við bjuggumst við mótspyrnu,
ekki því sem gerðist,“ sagði Ghahad
Shebah, viðskiptafræðinemi í Kaíró.
„Saddam reyndist vera lygari,“
sagði Shaaban Ahmed Mohammed,
eigandi blaðasölu í Kaíró. „Það hefði
verið betra að hann léti strax af emb-
ætti, það hefði bjargað mörgum
mannslífum.“
Nokkrir Palestínumenn á Gaza-
svæðinu sögðust vera daprir yfir falli
írösku stjórnarinnar þar sem þeir
litu enn á Saddam sem „hetju því að
hann er eini arabaleiðtoginn sem
þorir að bjóða Bandaríkjamönnum
og Ísraelum birginn“.
Aðrir sögðu fögnuð Bagdad-búa
eðlileg viðbrögð við endalokum kúg-
unar- og einræðisstjórnar en lögðu
áherslu á að bandaríska herliðið ætti
ekki að túlka fögnuðinn sem boð um
að halda kyrru fyrir í Írak.
„Þetta kúgaða fólk hefur enga
þjóðerniskennd og verður þess
vegna glatt þegar einhver kemur og
steypir einræðisherranum og frelsar
það,“ sagði súdanskur lögfræðingur í
Khartoum eftir að hafa tekið þátt í
mótmælagöngu gegn stríðinu. „En
um leið og fólkið gerir sér grein fyrir
því að það er frjálst getur það ekki
sætt sig við erlendan her í landinu.“
Þetta var viðkvæðið í arabalönd-
unum, heimshluta þar sem því fer
fjarri að Írakar séu eina þjóðin sem
býr ekki við lýðræði.
Abdel Khaleq Abdulla, stjórn-
málaskýrandi í Sameinuðu arabísku
furstadæmunum, sagði að margir
arabar myndu vera miður sín fyrst
um sinn, þrátt fyrir glæpi Saddams,
og líta á fall hans sem enn einn ósig-
ur araba. „En það var fyrst og
fremst arabísk kúgun sem beið ósig-
ur, eins flokks kerfið sem gat ekki
varið landið lengur en í þrjár vikur
og höfuðborgina í aðeins tvo sólar-
hringa. Það voru ekki arabar sem
biðu ósigur, heldur kúgunarstjórn-
in.“
Innrásarliðið fari sem fyrst
Þrír menn, sem drukku te og
reyktu vatnspípur á veitingahúsi í
Riyadh í Sádi-Arabíu, voru niðurlútir
þegar þeir sáu sjónvarpsmyndirnar
af fögnuði Bagdad-búa, þótt þeir
segðust vera á móti Saddam og finna
til með langþjáðum Írökum. „En ég
get ekki sagt að ég gleðjist yfir því
sem er að gerast vegna þess að þess-
ir menn í innrásarliðinu eru ekki
múslímar og ég vona að þeir verði
ekki lengi þarna,“ sagði Mohammed
El-Sakkaf, 58 ára kaupsýslumaður.
Utanríkisráðherra Jórdaníu,
Marwan Moasher, tók í sama streng
og sagði að íraska þjóðin ætti sjálf að
velja leiðtoga sína. „Engir aðrir ættu
að gera það. Jórdanía getur auðvitað
ekki viðurkennt hernámsstjórn.“
Hosni Mubarak, forseti Egypta-
lands, sagði að innrásarliðið ætti að
fara frá Írak eins fljótt og mögulegt
væri. „Það að synir Íraks tækju við
stjórn landsins, og eins fljótt og auð-
ið er, væri skjótasta leiðin til að
tryggja stöðugleika í landinu,“ sagði
Mubarak.
Utanríkisráðherra Sádi-Arabíu,
Saud prins, tók í sama streng og
kvaðst hafa áhyggjur af „stjórn-
leysinu“ í Írak.
Margir Egyptar voru þeirrar
skoðunar að ekkert væri að marka
fögnuðinn á götum Bagdad því að
margir þeirra sem tóku þátt í honum
væru Kúrdar eða shítar sem Saddam
hefði ofsótt og þeir hefðu því ástæðu
til að hata hann.
Embættismenn í Kúveit sögðust
hins vegar alltaf hafa búist við því að
Írakar myndu fagna falli stjórnar
Saddams Husseins.
„Þetta er eðlileg þróun eftir hern-
aðinn sem hafinn var fyrir þremur
vikum með það að markmiði að
frelsa írösku þjóðina,“ sagði einn
embættismannanna um fögnuðinn á
götum Bagdad. „Við bjuggumst við
þessu frá fyrsta degi.“
Írakar hernámu Kúveit árið 1990
og hersveitir undir forystu Banda-
ríkjanna frelsuðu það í Persaflóa-
stríðinu 1991.
Margir arabar forviða
á fögnuði Bagdad-búa
Reuters
Jórdani í Amman hylur andlitið fyrir framan sjónvarpsskerm þar sem bandarískur hermaður sést setja fána
Bandaríkjanna yfir styttu af Saddam Hussein í Bagdad.
Kaíró, Kúveit. AP, AFP.
’ Við bjuggumst viðmótspyrnu, ekki því
sem gerðist. ‘
George W. Bush
og Tony Blair
Fagna með
Írökum en
segja stríð-
inu ólokið
Washington, London. AFP.
GEORGE W. Bush, forseti
Bandaríkjanna, fagnaði í gær
falli stjórnar Saddams Huss-
eins Íraksforseta en minnti
jafnframt á, að stríðinu væri
ekki lokið. Tony Blair, for-
sætisráðherra Bretlands, tók í
svipaðan streng og sagði, að
erfið verkefni væru framund-
an.
Ari Fleischer, talsmaður
Bandaríkjaforseta, sagði, að
myndir af Írökum að fagna er
styttu af Saddam var steypt af
stalli hefði verið „uppörvandi
sjón og til marks um þrá
manna eftir frelsi. Þetta var
söguleg stund“. Íraskir her-
menn, hliðhollir Saddam, réðu
þó enn sumum hverfum Bagd-
ad og ýmsar borgir, til dæmis
Tikrit, heimaborg Saddams,
væru óunnar enn og ýmis
hætta framundan.
„Þótt forsetinn sé mjög
ánægður með skjótan árangur
í stríðinu og hið nýfengna frelsi
margra Íraka, þá vill hann
benda á, að enn séu ýmis ljón í
veginum.“
Fjötrar óttans fallnir
Tony Blair sagðist samgleðj-
ast Írökum, sem hefðu fagnað
bandarískum hermönnum í
Bagdad í gær, en minnti á eins
og Bush, að enn væri háð stríð
í landinu. Kvað hann enn of
snemmt að segja til um hvað
væri eftir af írösku stjórninni
eða hvort einhver gæfist form-
lega upp í hennar nafni.
„Stríðið er ekki búið,“ sagði
Blair. „Erfið verkefni er fram-
undan og þeir, sem eiga allt
sitt undir Saddam og stjórn
hans, veita enn mikla mót-
spyrnu.“
Talsmaður Blairs sagði, að
hann hefði fylgst með fögnuði
Íraka í Bagdad þegar styttu
Saddams var steypt og hefði
fagnað með þeim. „Þetta sýndi
hvaða hug íraskur almenning-
ur bar til Saddams og hvers
konar kúgun stjórn hans var. Í
dag höfum við séð fjötra óttans
falla af fólkinu.“
GERHARD Schröder, kanslari
Þýskalands, fagnaði í gær „gleðileg-
um merkjum“ um að stríðinu í Írak
„kynni senn að ljúka“ og áréttaði þá
afstöðu þýsku stjórnarinnar að Sam-
einuðu þjóðirnar [SÞ] skuli gegna
lykilhlutverki við endurreisn lands-
ins. „Við teljum að markmiðið núna
sé að breyta hernaðarsigrinum, sem
við vonuðumst eftir og er nú líklegur,
í pólitískan ávinning,“ sagði Schröder
sem var algerlega andvígur innrás-
inni í Írak. „Þetta getur ekki gerst
nema við tryggjum pólitískan og
efnahagslegan stöðugleika í þessum
heimshluta.“
Gert er ráð fyrir því að Schröder
ræði málið við Vladímír Pútín Rúss-
landsforseta og Jacques Chirac
Frakklandsforseta á fundi þeirra
sem hefst á morgun í Sankti Péturs-
borg. Pútín og Chirac lögðust einnig
gegn hernaðinum í Írak og hafa lagt
áherslu á að SÞ þurfi að gegna lyk-
ilhlutverki við endurreisn Íraks og
myndun nýrrar ríkisstjórnar að stríð-
inu loknu.
Göran Persson, forsætisráðherra
Svíþjóðar, sem gagnrýndi hernaðinn
í Írak, kvaðst fagna falli írösku
stjórnarinnar. „Við þurfum ekki að
harma fall Saddams, þótt við hörm-
um að það hafi gerst með aðgerðum
sem brjóta gegn alþjóðalögum.“
Bretar og Frakkar gera
lítið úr ágreiningnum
Utanríkisráðherrar Bretlands og
Frakklands gerðu lítið úr ágreiningi
landanna í Íraksmálinu fyrir stríðið á
blaðamannafundi eftir fund þeirra í
París í gær. Þeir sögðu að SÞ ættu að
gegna hlutverki við enduruppbygg-
ingu Íraks en sögðu ekkert um
hvernig eða hvenær.
Jack Straw, utanríkisráðherra
Bretlands, sagði að innrásarliðið
þyrfti að vera áfram í Írak til að
greiða fyrir myndun traustrar ríkis-
stjórnar og tryggja lýðræði.
Dominique de Villepin, utanríkis-
ráðherra Frakklands, kvaðst sam-
mála Straw um að bandamenn bæru
„meginábyrgð“ á því að tryggja stöð-
ugleika í Írak en áréttaði þá afstöðu
frönsku stjórnarinnar að SÞ þyrftu
að gegna lykilhlutverki við endur-
reisn landsins.
Daginn áður höfðu Bandaríkjafor-
seti og forsætisráðherra Bretlands
sagt að SÞ ættu að gegna „mjög mik-
ilvægu hlutverki“ við endurreisn
Íraks. Þegar Straw var spurður hvort
einhver munur væru á þessu og „lyk-
ilhlutverki“ svaraði hann: „Ég tel að
þetta sé nokkurn veginn það sama.“
Schröder fagnar
„líklegum sigri“
Berlín, París. AFP.
DONALD Rumsfeld,
varnarmálaráðherra
Bandaríkjanna, sagði í
gær, að Saddams
Husseins, forseta
Íraks, yrði minnst í
sögunni við hlið ann-
arra „grimmra ein-
ræðisherra“ á borð við
Adolf Hitler, Jósef
Stalín, Vladímír Lenín
og Nicolae Ceausescu.
Á fréttamannafundi
í Washington sagði
Rumsfeld, að myndir
af því er styttu Sadd-
ams var steypt í Bag-
dad hefðu verið „yfir-
þyrmandi“ og nú
myndi sagan skipa honum á sess með
öðrum einræðisherrum af hans tagi.
„Í hugann kom fall Berlínarmúrs-
ins og hvarf Járntjaldsins,“ sagði
Rumsfeld. „Við sáum söguna gerast
fyrir augunum á okkur,
atburði, sem munu
móta framtíð landsins,
fólksins og hugsanlega
alls heimshlutans.“
Rumsfeld kvaðst ekki
vita hvort Saddam væri
lífs eða liðinn. „Það fer
ekki mikið fyrir honum,
svo mikið er víst. Þess
vegna er hann dauður
eða líkamlega ófær eða
þá, að hann er í fullu
fjöri en í felum einhvers
staðar.
Rumsfeld sagði einn-
ig, að háttsettir menn í
stjórn Íraks hefðu flúið
til Sýrlands og sakaði
jafnframt sýrlensku stjórnina um að
veita Írökum enn hernaðaraðstoð.
Kvaðst hann hafa varað hana við en
svo virtist sem hún hefði ákveðið að
skella skollaeyrum við því.
Saddams verði
minnst með
Hitler og Stalín
Washington. AFP.
Donald Rumsfeld ræðir
við fréttamenn í gær.