Morgunblaðið - 10.04.2003, Qupperneq 22
STRÍÐ Í ÍRAK
22 FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ
fjorukrain.is - Sími 565-1213
Fjörukráin13 ára
Afmælistilbo› allan apríl og maí
2. 3. 9. og10 maí, afmælisdaginnShango Band og Englishman frá Jamaíkuleika reaggie-tónlist eins oghún gerist best.
AFMÆLIS
TILBO‹
á næstu
dögum og vikum
Fjaran
firiggja rétta kvöldver›ur á a›eins
2.500 krónur me› fordrykk
á Hótelbarnum.
1. til 10. maí ver›a reaggie-dagar
á Fjörukránni.
Í tilefni fless ver›um vi› me›
spennandi kræklingarétt
úr ferskum kræklingi frá Hrísey
Gó›ur kræklingur og glas af víni er
rómantísk upplifun.•Fjörugar›urinn
Í hádeginu glæsilegur salatbar alla
daga me› súpu, brau›i og heitum
réttum, á a›eins 1.100 krónur.
Víkingaveislur öll kvöld
í Fjörugar›inum me› syngjandi
víkum og valkyrjum og óvæntar
uppákomur fyrir matargesti.
Núna um helgina:11. 12. og 13. aprílCountry Sisters leika og syngja amerískaCountry tónlist, eins og nafnhljómsveitarinnar ber me› sér.Í henni eru fimm gullfallegar stúlkur, semkoma alla lei› – EKKI frá vöggu„kántrítónlistarinnar“ í USA - heldur fráTékklandi. fiær hafa gert gar›inn frægan íheimalandi sínu og ví›svegar í Evrópusí›ustu misseri.
St
af
ræ
na
hu
gm
yn
da
sm
ið
ja
n
/
31
04
Fjörukráin13 ára
Afmælistilbo› allan apríl og maí
2. 3. 9. og10 maí, afmælisdaginnShango Band og Englishman frá Jamaíkuleika reaggie-tónlist eins oghún gerist best.
Núna um helgina:11. 12. og 13. aprílCountry Sisters leika og syngja amerískaCountry tónlist, eins og nafnhljómsveitarinnar ber me› sér.henni eru fimm gullfallegar stúlkur, semkoma alla lei› – EKKI frá vöggu„kántrítónlistarinnar“ USA - heldur fráTékklandi. fiær hafa gert gar›inn frægan íheimalandi sínu og ví›svegar Evrópusí›ustu misseri.
BRESKA herliðið í Basra, stærstu
borg Suður-Íraks, gerði í gær fyrstu
ráðstafanirnar til að koma á lögum
og reglu í borginni eftir að hafa sætt
gagnrýni borgarbúa fyrir að hafa
ekki komið í veg fyrir rán og grip-
deildir. Breskir herforingjar hafa
hafið samstarf við það sem eftir er af
lögregluliði Basra og falið shía-
klerki að gegna hlutverki borgar-
stjóra og skipa nefnd sem á að að-
stoða við að binda enda á stjórnleys-
ið í borginni.
Bretar og Bandaríkjamenn hyggj-
ast einnig efna til ráðstefnu mjög
bráðlega um myndun sérstakrar
stjórnar í Suður-Írak, að því er
breska ríkisútvarpið BBC hafði eftir
yfirmanni bresku hersveitanna á
Persaflóasvæðinu, Robin Brims und-
irhershöfðingja. Gert er ráð fyrir því
að í stjórninni verði formenn ýmissa
nefnda og samtaka heimamanna og
hugsanlega nokkrir útlægir and-
stæðingar stjórnar Saddams Huss-
eins. Að sögn BBC er hugsanlegt að
Brims sitji ekki ráðstefnuna og þykir
það til marks um að hann telji að
hægt sé að treysta þeim frammá-
mönnum sem eru nú að koma fram
úr röðum heimamanna.
Ónafngreindur shía-klerkur á að
gegna hlutverki borgarstjóra í Basra
og fara fyrir nefnd heimamanna sem
á að stjórna borginni. Talsmaður
breska hersins sagði að klerkurinn
njóti virðingar meðal heimamanna
og eigi sjálfur að velja fyrstu menn-
ina í nefndina. Hann bætti við að til
greina kæmi að nokkrir félagar í
flokki Saddams Husseins, Baath-
flokksins, yrðu fengnir til að aðstoða
við að koma á lögum og reglu og end-
urreisa borgina.
Breska herliðið hefur einnig reynt
að koma á samstarfi við það sem eftir
er af lögregluliði borgarinnar.
„Margir lögreglumannanna hafa
horfið,“ sagði talsmaður breska her-
liðsins í Basra, Al Lockwood. „Við
þurfum að fá fólkið til að treysta leif-
unum af lögregluliðinu, þeim mönn-
um sem ekki eru flekkaðir af stjórn
Saddams Husseins og koma fram til
að koma á lögum og reglu sem er
nauðsynlegt til að vernda íbúana og
eignir þeirra.“
„Öllu hefur verið stolið“
Innrásarliðið var gagnrýnt fyrir
að stöðva ekki gripdeildir sem hófust
í Basra á mánudag þegar þúsundir
breskra hermanna réðust inn í borg-
ina eftir að hafa setið um hana í tæp-
an hálfan mánuð. „Við báðum Bret-
ana í þrjá daga um að halda uppi
eftirliti á götunum og senda hingað
nokkra skriðdreka, en þeir gerðu
það ekki,“ sagði eigandi Sheraton-
hótelsins í Basra. „Öllu hefur verið
stolið.“
Talsmaður breska herliðsins sagði
að meginhlutverk þess hefði verið að
berjast og það hefði ekki haft
mannafla til að halda uppi lögum og
reglu fyrstu dagana eftir að ráðist
var inn í borgina. Fréttaritari BBC
sagði hins vegar að með því að skipta
sér ekki af gripdeildunum hefði her-
liðið viljað færa borgarbúunum heim
sanninn um að einræðisstjórn Sadd-
ams Husseins væri fallin.
Herliðið tók í gær að handtaka
ræningja í borginni og kom til að
mynda í veg fyrir að banki yrði
rændur. Hermenn hleyptu einnig af
byssum til að stöðva ungmenni sem
reyndu að láta greipar sópa um vöru-
flutningabíla sem fluttu hjálpargögn
til borgarinnar.
Fréttamenn sögðust hafa séð
menn með ýmiss konar ránsfeng á
götunum, til að mynda ísskápa, vift-
ur og jafnvel píanó. Dæmi eru um að
slökkviliðsbílum hafi verið stolið og
fregnir herma að þúsundir manna
hafi látið greipar sópa um verslanir,
sjúkrahús, skóla, banka, hótel og
lögreglustöð, auk flutningabíla með
hjálpargögn.
Gripdeildirnar hafa torveldað
hjálparstarfið í Basra og mikill
skortur er enn á hreinu drykkjar-
vatni. Læknar á einu sjúkrahúsa
borgarinnar sögðu að yfir þúsund
manns hefðu særst í bardögunum
um borgina, þeirra á meðal mörg
börn.
Breska herliðið reynir að binda enda á rán og gripdeildir í Basra
Shía-klerkur á að gegna
hlutverki borgarstjóra
Ráðstefna boðuð
um myndun sér-
stakrar stjórnar
í Suður-Írak
AP
Breski hermaðurinn Samantha Sheppard þiggur blóm af Íraka á götu í Basra.
LJÓST er að erfitt getur orðið fyrir
bandamenn að finna hæfa stjórnend-
ur með reynslu og menntun í Írak
þegar endurreisn landsins hefst að
loknu stríði. Flestir sem fullnægja
þessum skilyrðum eru úr röðum 1,5
milljóna manna sem tengjast Baath-
flokknum sem öllu hefur ráðið í land-
inu í 35 ár. Skuggar harðstjórnarinn-
ar hverfa ekki strax. Hins vegar eru
flokksfélagar með full réttindi ekki
margir, líklega innan við 50.000 af alls
um 24 milljónum íbúa í landinu. Þess-
ar þúsundir, harða kjarnann, þarf að
hrekja úr valdastólum ef menn ætla
sér að tryggja að Baath nái ekki aftur
sterkri stöðu.
Bent er á að nauðsyn þess að koma
á stöðugleika, lögum og reglu, geti
stangast á við löngun bandamanna til
að uppræta öll áhrif Baath-manna á
samfélagið. Þeir einir geti tryggt að
umskiptin gangi hratt fyrir sig.
„Þetta er samfélag undir stjórn
tæknikrata…Menn munu verða að
treysta á þessa tæknikrata við að
stjórna landinu,“ segir bandarískur
fræðimaður í málefnum landsins,
Phebe Marr, sem býr í Dubai ásamt
manni sínum sem er íraskur að upp-
runa. „Ég efast alls ekki um að nær
allir Írakar vilja losna við þessa stjórn
og Saddam…vegna þess að þeir álíta
hann vera eins og hverja aðra hræði-
lega ógæfu.“
En ef notast verður við starfandi
embættismenn skiptir öllu að finna
menn sem ekki tengjast um of verstu
grimmdarverkum, pyntingum og
fjöldamorðum. Og enginn úr innsta
hring Saddams kemur því til greina,
fremur menn á lægri stjórnstigum.
Írak hefur um áratuga skeið borið
öll hefðbundin einkenni flokkseinræð-
is og harðstjórnar eins manns með til-
heyrandi persónudýrkun og undir-
lægjuhætti. Hvarvetna eru dyggir
flokksmenn í æðstu stöðum, í hern-
um, í skólunum, segir BBC. Bretar,
sem nú stjórna Basra í suðurhlutan-
um, eru sagðir vera opnir fyrir því að
styðjast við einhverja Baath-liða.
Heilum kynslóðum Íraka hefur
verið innrætt hugmyndafræði Baath
sem gengur aðallega út á yfirburði
araba. Þeir sem ætluðu sér að fá emb-
ætti hjá ríkisvaldinu vissu að þeir
urðu að ganga í flokkinn. Sumir gerðu
það vafalaust fagnandi í upphafi. En
ógnarstjórn Saddams og dýrkeyptar
styrjaldir gegn grannþjóðunum fóru
að grafa undan vinsældum hans.
Margir gengu þá samt sem áður ein-
faldlega í flokkinn til að tryggja sér
vinnu eða aðstöðu til að maka krókinn
með braski og og þjófnaði.
Flokkur með langa sögu
Flokkur Saddams Husseins, sam-
arabísku Baath-sósíalistarnir, hefur
ráðið ríkjum í landinu ólitið frá 1968
og sjálfur hefur forsetinn verið við
völd frá 1979. Saddam var þó strax
um miðjan áttunda áratuginn orðinn
valdamestur á bak við tjöldin og aldr-
ei verið neinn vafi á því hver réði öllu
sem hann vildi. Allir vita að Saddam
er í reynd trúlaus en honum hefur oft
tekist með klækjum að höfða talsvert
til arabískra bókstafstrúarmanna í
áróðri sínum gegn vesturveldunum.
Baath var stofnaður í Sýrlandi 1943
og stofnaðar voru flokksdeildir í
mörgum arabaríkjum, þ. á m. í Írak.
Flokkurinn er andvígur bókstafstrú,
boðar tæknihyggju og verklegar
framfarir og er þjóðernissinnaður.
Hann er mjög andvígur kommúnist-
um enda keppti flokkurinn við þá um
áhrif meðal veraldlega þenkjandi
Íraka og annarra araba. Valdakerfi
flokksins var hins vegar byggt upp á
svipaðan hátt og hjá kommúnistum í
Sovétríkjum Stalíns. Ýmsar stofnanir
borgaralegs samfélags hafa samt
fengið að starfa, til dæmis verkalýðs-
félög og fagfélög. Frjáls félagasam-
tök hafa hins vegar öll verið undir
ströngu eftirliti ríkisvaldsins.
Írakar hafa mjög litla reynslu af
lýðræði, þeir eru vanir því að ríkið
ráði og best sé að segja sem minnst.
Valdhafarnir síðustu áratugina hafa
annaðhvort hrakið alla andstæðinga
úr landi eða tekið þá af lífi og því hætt
við að langur tími líði áður en venju-
legt fólk tekur þá áhættu að fara að
skipta sér af stjórnmálum.
En verði bandamenn of lengi í
landinu eða of harðhentir getur þjóð-
erniskennd, helsta vopn Baath-
manna, blossað upp á ný með ófyr-
irsjáanlegum afleiðingum. Baath gæti
jafnvel risið á ný, undir nýjum for-
merkjum og með lagfærða ímynd.
Hvernig munu Írakar bregðast við
erlendu hernámi og falli Saddams?
Hernámslið verður að
notast við Baath-menn
Bandamenn vita að flestir Írakar sem hafa burði til að
taka að sér stjórnun tengjast Baath-flokknum