Morgunblaðið - 10.04.2003, Síða 29

Morgunblaðið - 10.04.2003, Síða 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 2003 29 Í LISTASAFNI Reykjavíkur – Hafnarhúsi – stendur yfir sýning á verkum norska myndlistarmanns- ins Patricks Huses. Sýningin nefn- ist „Penetration“ og er þriðja stóra einkasýning listamannsins hér á landi og lokasýning á þríleiknum „Rethinking landscape“ (Landslag endurhugsað). Sú fyrsta var í Hafnarborg árið 1995 og önnur á Kjarvalsstöðum árið 1999. Patrick Huse er einn af mörgum erlendum listamönnum sem hafa orðið hugfangnir af íslenskri nátt- úru og sækja hingað til lands til að örva skapandi hugann. Huse er þekktur fyrir tilfinningarlega þung og jarðbundin landslagsmálverk, Þetta eru þó ekki dæmigerðar landslagsmyndir heldur flæmis- málverk máluð sem nærmyndir af eyðilegu landslagi, án fjarvíddar eða fjallgarða. Auk málverkanna sýnir hann nokkrar ljósmyndir, textaverk og myndbandsinnsetn- ingar. Textaverkin þykja mér síst á sýn- ingunni. Alls 21 spak- mæli ritað í stál. Kann ég vel að meta ástríð- una að baki spakmæl- anna, en á heildina eru þau fullfrasakennd til að hitta í mark. Myndbandsinnsetn- ingarnar eru sá hluti sýningarinnar sem kom mér mest á óvart, sérstaklega þar sem listamaðurinn hefur jafnan verið kenndur við málverk umfram aðra tjáningarmiðla. Í lítilli innsetningu, „Ár- farvegur/Rennandi vatn“, spilar hann þessum tveimur tján- ingarmiðlunum saman með árangursríkum hætti. Varpar hann myndbandsupptöku af rennandi vatni á vegg til móts við málverk af árfarvegi. Við áhorfun dettur maður inn í stöðuga hreyfinguna í myndbandinu en í mál- verkinu er það kyrr- myndin sem lokkar. Í báðum tilfellum má skynja þá hug- arró sem er að finna í ósnortinni náttúru. Í myndbandsverkinu „Sí- felld hreyfing“ er aftur á móti ólg- andi órói þrátt fyrir að mynd- bandsupptakan á veggnum sýni hreyfingarlausa mynd af landslagi. Úr hljóðkerfi heyrast þær hrær- ingar sem eiga sér stað undir jarð- skorpunni og til hliðar við hreyf- ingarlaust myndbandið er hljóðbylgjuteikning sem iðar í takt við hljóðupptökuna. Listamaðurinn beinir þannig athygli áhorfandans inn fyrir yfirborð landslagsins og þá að eigin tilfinningum, því að manneskjan er jú eins og náttúran, ólgandi undir yfirborðinu. Íslandsvinir í listasafninu Varðandi framlag Listasafns Reykjavíkur til sýningarflóru höf- uðborgarinnar með sýningu Pat- ricks Huses kastast ég á milli tveggja hugleiðinga. Framlagið er að mörgu leyti í takti við um- ræðuna um hlutverk myndlistar og myndlistarmanna sem hefur verið áberandi undanfarið, bæði á list- þingum og í fjölmiðlum. Íslenskir myndlistarmenn hafa verið iðnir við að mótmæla áformum um virkj- anir á hálendinu og verið umdeildir fyrir það. Margir álíta að myndlist snúist um upplífgandi fagurfræði og að listamenn ættu ekki að sverta hana með því að blanda henni inn í pólitísk málefni. En listamenn eru auðvitað pólitískt virkir og ber þeim að taka afstöðu í samfélagslegri umræðu þótt það sé ekki endilega inngangur þeirra að listsköpuninni. Patrick Huse er náttúruverndarsinni og situr ekki á skoðunum sínum í þeim efnum, hvorki í máli né myndum. Hefur hann m.a. lýst því yfir að lands- lagsmálverk sín miðli siðferðisleg- um og pólitískum skilaboðum. Það er því ágætt innlegg af hálfu safns- ins að sýna verk nokkuð þekkts er- lends listamanns sem hefur aug- ljósa afstöðu sem varðar þetta staðbundna umræðu. Á hinn bóginn velti ég því fyrir mér hvort Listasafn Reykjavíkur ætti að vera að púkka undir tvær sýningar með Patrick Huse, eða tvo hluta af þríleik, þegar mikill fjöldi er af framúrskarandi mynd- listarmönnum úti í heimi sem vel mætti kynna á Íslandi. Það eru ekki margir erlendir myndlistar- menn kynntir hérlendis með svo umfangsmiklum hætti og stór einkasýning í Listasafni Reykja- víkur er. Ég er þá ekki að tala um ganginn á Kjarvalsstöðum eða smærri sýningarrými í Hafnarhús- inu heldur þegar vestursalur Kjar- valsstaða, tveir salir eða portið í Hafnarhúsinu er helgað einum listamanni. Alls hafa sjö slíkar einkasýningar verið í listasafninu síðan Huse sýndi þar árið 1999. Rax Rinnekangas, Robert Dell, John Baldessari, Odd Nerdrum, Bernd Koberling, Martin Bigum og Patrick Huse nú í annað sinn. Fjórir af þessum sjö listamönnum sýndu eða sýna verk sem hafa með íslenska náttúru að gera. Þykir mér það heldur takmörkuð kynn- ing á erlendri samtímalist, eins konar „How do you like Iceland?“- sýningarstefna sem er afar smá- borgaraleg ef hugað er að hinni miklu breidd sem finna má í al- þjóðlegri samtímalist í dag. Þá er einnig það eftirtektarvert að engar konur eru í hópi þessara erlendu myndlistarmanna. Ryksuga með sál Hjá galleríum er sagan önnur og aðrar kröfur gerðar til þeirra en listasafna, enda ekki verið að brúka fé hins opinbera nema þá fá- einar krónur sem úthlutað er sem styrk upp í rekstrarkostnað. Gall- erí i8 er sölugallerí fyrir samtíma- listir og það eina sinnar tegundar á landinu. Lítið er af ögrandi, kæru- leysislegri eða óvæntri nýlist í i8. Frekar öguð myndlist viður- kenndra listamanna. En ungum og óþekktum listamönnum er þó boðið að sýna þar í smáu rými undir stig- anum. Rýmið er hálfvesældarlegt á að líta en gaman er að fylgjast með því hvernig ungir og framsæknir listamenn takast á við það. Þessa dagana hangir gömul ryksuga und- ir stiganum. Hefur listakonan Stella Sigurgeirsdóttir léð henni vængi til minningar um þau tæki og tól sem við hættum að nota, hendum frá okkur og hafna að lok- um handan gullna hliðsins á Sorpu. Nokkuð skoplegt verk með fallega hugmynd að baki. Hentugleiki sýn- ingarrýmisins undir verkið er þó spursmál. Þrengslin virka sem búr, sem kann vel að vera listakonunni að skapi, en fyrir vikið missir hug- myndin um flug ryksugunnar allan mátt. Sætt, létt og óstjórnað Aðalsýningin í Gallerí i8 er á vatnslitamyndum eftir þýska málarann Bernd Koberling, þann hinn sama og sýndi í Hafnarhúsinu í fyrravet- ur. Bernd Koberling er vel þekktur í alþjóðleg- um myndlistarheimi og mjög virtur í heimalandi sínu. Hann kom fyrst til Íslands með samlanda sínum og kollega, Dieter Roth, snemma á áttunda áratug síðustu aldar og hefur sótt hingað til lands síðan. Vatnslita- myndirnar í i8 eru af sama toga og hann sýndi í Hafnarhúsinu. Þar voru vatnslitamyndir málaðar í Loðmundar- firði með hliðsjón af ljóð- um eftir Gyrði Elíasson. Sýndi hann einnig olíu- málverk á ál sem var á meðal þess besta sem sást í málverki í Reykja- vík það árið. Vatnslitamyndir eru mjög takmarkað listform og vissu- lega erfitt að vinna það með áhuga- verðum hætti í dag. En Koberling er hæfur í sínu fagi. Létt og bjart er yfir myndunum, aðferðin óstjórnuð en framin af mikilli þekkingu á efni og miðli. Verkin sýna ekki eftirmyndir af náttúru heldur er náttúran inngangur lista- mannsins að myndsköpuninni. Margt minnir þó á berjalyng eða blóm án þess að hægt sé að festa þá merkingu á myndirnar. Íslensk náttúran birtist mjög ólíkt í verkum Bernds Koberlings og Patricks Huses. Sá fyrrnefndi sækir í gróðursælt og líflegt um- hverfi á Austfjörðum á meðan sá síðarnefndi heldur sig við tóma auðnina. Sætleikinn í verkum Ko- berlings er sem andhverfa við grófleikannn hjá Huse, eins og léttleikinn er andhverfa þyngdar- innar. Má segja að hér séu á ferð- inni tveir Íslandsvinir upptendrað- ir af gagnstæðri fegurð í íslenskri náttúru. MYNDLIST Listasafn Reykjavíkur Opið alla daga frá kl. 10–17. Sýningu lýkur 27. apríl. ÝMSIR MIÐLAR PATRICK HUSE Gagnstæð fegurð „Hinn fullkomni áfangastaður“ nefnist þetta olíumálverk eftir Patrick Huse. Ein af vatnslitamyndunum eftir Bernd Koberling í i8. Gallerí i8 Opið fimmtudaga og föstudaga frá kl. 11–18 og laugardaga frá kl. 13–17. Sýningum lýkur 26. apríl. VATNSLITAMYNDIR BERND KOBERLING BLÖNDUÐ TÆKNI STELLA SIGURGEIRSDÓTTIR Jón B.K. Ransu HLJÓMSVEITARSTJÓRINN og fræðimaðurinn Joshua Rifkin heldur fyrirlestur í tónlistardeild Listaháskóla Íslands, Sölvhólsgötu 13 (flygla- sal) á morgun, föstudag, kl. 16. Fyrirlesturinn ber yfirskriftina „Perform- ing Bach Today“. Auk þess heldur Rifkin meistaranámskeið í barrokk- tónlist á vegum Listaháskólans laugardaginn 12. apríl frá kl. 12 til 16. Á námskeiðinu leika nemendur tónlistardeildar kammerverk eftir Bach, Biber og Benda. Bæði námskeiðið og fyrirlesturinn eru opin almenningi. Joshua Rifkin með fyrir- lestur um Bach í LHÍ FIMMTUDAGS- TILBOÐ Suðurlandsbraut Sími 533 3109 Opið mán.-fös. kl. 12-18 laugardaga kl. 10-16 BARNASKÓR - LEÐUR FRÁ MARGAR GERÐIR LITIR OG STÆRÐIR VERÐ ÁÐUR 4.495 VERÐ NÚ 2.995 Ný búð Nýjar vörur Opnunartími: 11-18 mánudag-föstudag 11-18 og 20-22 fimmtudag 12-16 laugardag Hverafold 1-3 Torgið - Grafarvogi Sími: 577 4949 Glæsilegar dragtir í stærðum 38-52  

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.