Morgunblaðið - 10.04.2003, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 10.04.2003, Qupperneq 30
30 FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. ÞESSI gamli málsháttur kom upp í huga minn þegar ég las eftirfarandi texta á vef fjármálaráðherra nú nýlega undir yfirskriftinni: „Er byggðaþróunin að komast í jafnvægi?“ „Undanfarin ár hefur verið mikill straumur fólks til höfuðborgarsvæð- isins af landsbyggðinni. Stjórnvöld hafa viljað sporna við þessum miklu flutn- ingum meðal annars vegna þess að þeir hafa í för með sér kostnað fyrir sam- félagið, bæði ríki og viðkomandi sveit- arfélög. Byggja þarf og reka sam- félagsleg mannvirki í stað annarra sem eru vannýtt og þar sem fólki fækkar vex kostnaður á hvern íbúa við að veita opinbera þjónustu. Fólksfækkun hefur tilhneigingu til að verða að vítahring sem erfitt getur reynst að rjúfa. Á hinn bóginn er eðlilegt að fólk leitist við að búa við bestu lífsskilyrði sem kostur er á og það kann að leiða til ákvörðunar um að flytja sig um set.“ „Leitist við að búa við bestu lífsskil- yrði“ segir í vefriti fjármálaráðuneyt- isins og þarna er einmitt mergur máls- ins. Núverandi ríkisstjórnarflokkar hafa verið iðnir við að beita landsbyggð- arbúa misrétti og gera lífsskilyrði þeirra verri með ýmsum ákvörðunum sínum, t.d. skattaálögum sem leggjast þyngra á fólk og fyrirtæki á lands- byggðinni en á höfuðborgarsvæðinu og vegur stórhækkaður þungaskattur og flutningskostnaður þar auðvitað þyngst. Þungaskattur hefur hækkað um allt að 45% hjá þeim aðilum sem keyra lengstu leiðir eins og t.d. austur á land. Þessi skattheimta ásamt ýmsum öðr- um sköttum og gjöldum ríkissjóðs á flutningastarfsemi fer auðvitað beint út í verðlagið, hækkar vöruverð til al- mennings og skekkir samkeppnishæfni fyrirtækja á landsbyggðinni gagnvart fyrirtækjum á höfuðborgarsvæðinu. Fram hefur komið að allt að helm- ingur flutningstekna flutningafyr- irtækja rennur í ríkissjóðs, í ráðuneyti Geirs H. Haarde. „Eðlilegt að fólk leitist við að búa við bestu lífsskilyrði,“ segir fjármálaráðu- neytið. Þess vegna er rétt að spyrja fjármálaráðherra, Geir H. Haarde, hvort skattahækkun hans og rík- isstjórnarinnar undanfarin ár á flutn- ingastarfsemi hafi orðið til þess að bæta lífsskilyrði fólks á landsbyggð- inni?  Fólks sem býr við allt að 100% hærra vöruverð.  Fólks sem isaukaskatt  Fyrirtækja keppnisstöð gjalda, t.d. á land til ú á fullunninn aðssvæði la Mörg fleiri það misrétti s fellt verið að eftir því hvar Auknir land stórhækkun s er þeirra ær Jafnrétti og til í orðabóku Ráðuneyti m.a.: „Fólksfækk að verða að v reynst að rjúf legt að fólk le lífsskilyrði se kann að leiða flytja sig um Páll Péturs „Bragð er að ef sjálfu „Gallar manna þurfa að vera býsna miklir til þess að þeir veiti þeim athygli sjálfir og viðurkenni þá.“ Eftir Kristján L. Möller KJARNINN í menntastefnu Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs er ókeypis menntun á öllum skólastigum. Það er nokkuð um liðið síðan leik- skólar voru skilgreindir sem fyrsta skólastigið enda má aldrei vanmeta það uppeldis- og fræðslustarf sem þar fer fram. Þetta eru ekki geymslustofn- anir lengur, heldur búum við yfir vel menntuðu og metnaðarfullu fólki til að sinna okkar yngstu borgurum. Það skilar sér í auknum félagsþroska og betri menntun barna. Ef við við- urkennum að menntun eigi að vera endurgjaldslaus fyrir foreldra og nem- endur og eigi ekki að fara eftir fjárhag þá er það eðlileg þróun að fyrsta skóla- stigið falli undir þann hatt. Í dag eru foreldrar leikskólabarna að greiða um þrjátíu þúsund krónur fyrir hvert barn. Ef börnin eru fleiri léttist pyngjan enn. Á sumum heim- ilum þar sem eru fleiri en eitt barn á leikskólaaldri er jafnvel hagstæðara fyrir annað foreldrið að vera heima- vinnandi og sinna börnunum en að greiða himinhá leikskólagjöld af lágum tekjum. Þar með verða börnin af þeim félagsþroska og þeirri menntun sem fyrsta skólastigið býður uppá. Afnám leikskólagjalda í áföngum Hluti af velferðarstefnu Vinstri- grænna er því að afnema leik- skólagjöldin. Þetta ætlum við að gera í áföngum á næsta kjörtímabili þegar við tökum við stjórnartaumunum. Fyrsta skrefið er að foreldrar greiði aðeins fyrir eitt barn á leikskólaaldri. Því næst verður leikskólinn endur- gjaldslaus fyrir elstu börnin og svo koll af kolli árlega þangað til leik- skólavist verður að fullu ókeypis fyrir foreldra barna ára aldurs. Vinstihreyfi hefur lagt áhe ingaloforðum. ana ætlum við skattkerfið til Þeir peningar til ráðstöfunar inn í velferðar það. Tillögur o eru hluti af ef látið átakanleg undir forystu afnema leiksk um tvo milljar ekki að bitna eru nú þegar f Ókeypis leikskóli „Það er lítill tilkostnaður fyri ríkið að afnema leikskólagjö en skiptir gríðarlega miklu máli fyrir þær fjölskyldur sem þau þurfa að greiða.“ Eftir Drífu Snædal FRAMSÓKNARFLOKKURINN hefur nú kynnt stefnuskrá sína fyrir komandi alþingiskosningar. Óhætt er að segja að þar séu fjölskyldumál í víðum skilningi þess orðs fyrirferðarmikil. Er það m.a. vegna þess að stór hluti frambjóðenda, ekki hvað síst í efstu sætum, er ungt fjölskyldufólk og veit því hvar skórinn kreppir. Framsóknarmenn hafa kynnt mjög raunhæfar tillögur í skattamálum. Fáum við til þess kjörfylgi munum við á næsta kjörtímabili lækka tekjuskatt um 3,35% eða úr 38,55% í 35,2%. Er það sama skatthlutfall og var þegar staðgreiðsla tekjuskatts var tekin upp fyrir all- mörgum árum. Með þessum hætti munu ráðstöfunartekjur fólks aukast verulega. Hærri barnabætur Fyrir alþingiskosningarnar árið 1999 kynntu framsóknarmenn hugmyndir sín- ar um svokölluð barnakort, þ.e. ótekju- tengdar barnabætur. Áfangi á þeirri leið náðist á kjörtímabilinu þar sem greiddar hafa verið barnabætur með öllum börn- um 7 ára og yngri óháð tekjum foreldra. Nú vilja framsóknarmenn gera enn bet- ur og stefna að því að greiddar verði ótekjutengdar barnabætur með öllum börnum 16 ára og yngri. Verði fjárhæð bóta kr. 36.500 fyrir hvert barn en tvö- föld sú upphæð eða kr. 73.000 sé barn 7 ára og yngra. Jafnrétti kynjanna Framsóknarmenn hafa lengi verið í fararbroddi í að jafna stöðu kynjanna. Er þar skemm fæðingarorlof Staðreyndin e þrátt fyrir ára verulega upp sömu launa og Þessu verður verði þurfum horfum okkar um auka áhrif bæði hjá hinu vinnumarkaði irtæki vinni en ismálum og ek fjölskyldu- og Framsókn fjölskyldu „Framsóknarflokkurinn vill a fólki að eignast þak yfir höfu með því að hækka lánshlutfa mennra íbúðalána í allt að 90 eigna að ákveðnu hámarki.“ Eftir Guðjón Ólaf Jónsson VIÐUNANDI SAMKOMULAG Samkomulagið um aðlögun samnings-ins um Evrópska efnahagssvæðið að stækkun Evrópusambandsins, sem nú liggur fyrir í meginatriðum, getur talizt vel viðunandi fyrir Ísland. Það blasir a.m.k. við ef samningsniðurstað- an er borin saman við þá afarkosti, sem Evrópusambandið setti EFTA-ríkjun- um í upphafi samningaviðræðnanna; um þrítugföldun eða meira á greiðslum í þróunarsjóði og engar bætur fyrir missi tollfrelsis í Austur-Evrópu nema á móti kæmi heimild til fjárfestinga ESB-borgara í sjávarútvegi Íslands og Noregs. Greiðslur Íslands í þróunarsjóði fimmfaldast og verða um hálfur millj- arður króna á ári. Á móti kemur að toll- frelsi er tryggt fyrir mikilvægustu út- flutningsafurðina sem seld er til Austur-Evrópu, síldarsamflökin svo- kölluðu. Þar að auki fær Ísland 950 tonna tollfrjálsan innflutningskvóta á heilfrystri síld. Með þessu eru mikil- vægir hagsmunir íslenzkra fyrirtækja tryggðir. Jafnframt hefur stækkun Evrópska efnahagssvæðisins auðvitað í för með sér veruleg tækifæri fyrir íslenzk fyr- irtæki, en mörg þeirra líta nú á EES sem sinn heimamarkað. Miklir vaxtar- möguleikar eru fyrir hendi í hinum nýju aðildarríkjum í Austur-Evrópu. Með samkomulaginu nú ætti að vera tryggt að stækkun EES gangi hnökra- laust fyrir sig, nema dráttur á form- legri undirritun samninga setji eitt- hvert strik í reikninginn. Spurningin um erlendar fjárfesting- ar í íslenzkum sjávarútvegi er enn óút- kljáð. Það er út af fyrir sig jákvætt að Evrópusambandið skuli ekki hafa knúið íslenzk stjórnvöld til að fallast á slíkt fyrir aðila frá ESB-ríkjum eingöngu. Morgunblaðið hefur hins vegar mælt með því að atvinnugreinin verði opnuð fyrir erlendum fjárfestingum og þá ekki eingöngu frá ríkjum ESB. Um- ræðan um fjárfestingar í sjávarútvegi hefur gott af því að vera nú laus úr tengslum við umræður um samninga við ESB. SADDAM STEYPT Herir Bandaríkjamanna náðu í gærBagdad á sitt vald þótt enn væribarist á stöku stað í borginni og var ljóst að stjórn Saddams Husseins var fallin. Reyndar var engu líkara en hún hefði gufað upp því að engin merki var að finna um helstu valdamenn. Mohammed Aldouri, sendiherra Íraks hjá Sameinuðu þjóðunum, virtist vera eina rödd hinnar horfnu stjórnar og sór reyndar af sér öll tengsl við hana: „Leiknum er lokið, ég vonast eftir friði.“ Margir áttu von á að það myndi reyn- ast Bandaríkjamönnum erfitt að sækja inn í Bagdad og töldu að háðir yrðu blóð- ugir bardagar hús úr húsi. Andstaðan var hins vegar lítil sem engin og hefur reynd- ar verið mun minni en búist var við eftir óvænta mótstöðu fyrstu daga stríðsins. Í gær mátti sjá í sjónvarpi myndir af íbúum Bagdad fagna falli einræðisherr- ans, en einnig fóru menn um götur höf- uðborgarinnar rænandi og ruplandi. Myndir af hópi manna, sem ásamt banda- rískum hermönnum felldu 20 metra háa styttu af Saddam Hussein af stalli, minntu um margt á myndir, sem bárust frá Austur-Evrópu fyrir rúmum áratug þegar hver kommúnistastjórnin féll af annarri. Eftir áratuga kúgun gáfu íbúar Bagdad tilfinningum sínum lausan taum- inn og hópur manna réðst að fallinni styttu af einræðisherranum með orðin „svikari, morðingi og heiðingi“ á vörum. Fyrstu viðbrögð meðal araba vegna at- burðanna í Írak í gær voru undrun yfir því hversu lítið hefði búið að baki stóru orðunum, sem Saddam Hussein lét falla um orrustuna í vændum, og voru margir arabar forviða á fögnuði íbúa Bagdad. Í grannríkjunum virtist viðkvæðið hins vegar vera það að koma ætti valdataum- unum sem fyrst í hendur Írökum. Þótt stjórn landsins sé fallin er of snemmt fyrir bandamenn að fagna sigri. Ekki er vitað hvort Saddam Hussein er lífs eða liðinn. Talið er að um þúsund manns tilheyri innsta valdakjarna lands- ins og koma margir þeirra frá Tikrit, fæðingarborg Saddams. Leitt hefur ver- ið getum að því að þar hyggist hann verj- ast til hinsta blóðdropa. Einnig er líklegt að ýmsir hópar muni áfram veita mótspyrnu þótt stjórnvaldið hafi leyst upp. Þá bíður Bandaríkja- manna og Breta erfitt verkefni næstu daga. Við fall stjórnarinnar hefur víða myndast tómarúm eins og sást í Bagdad í gær þegar almenningur fór ránshendi um borgina. Það er skylda sigurvegar- anna að koma aftur á lögum og reglu og tryggja öryggi almennra borgara. Þar verða hermenn í öðru hlutverki en í hern- aði, hlutverki, sem þeir hafa ef til vill ekki hlotið þjálfun til að gegna. Yfirlýst markmið innrásarinnar í Írak er að koma á umbótum í landinu. Nú er að heyra á bandarískum embættismönn- um að vonir standi til að þær umbætur verði hvati breytinga í löndunum í kring. Í þeim efnum hefur verið talað um að hinni svokölluðu „dóminó-kenningu“ hafi verið snúið við, en á tímum kalda stríðs- ins var þeirri kenningu haldið á lofti að yrði einu ríki leyft að falla í hendur kommúnista myndu sömu örlög bíða ríkjanna í kring. Einnig má nú þegar heyra að vonir hafa vaknað í Washington um að atburðarásin í Írak verði öðrum ríkjum, sem tengd hafi verið hryðjuverk- um beint eða óbeint, til varnaðar. Þar hefur sérstaklega verið bent á Sýrland og notaði Donald Rumsfeld, varnarmála- ráðherra Bandaríkjanna, tækifærið á blaðamannafundi í gær til að saka Sýr- lendinga um að veita Írökum enn hern- aðaraðstoð. Það er ljóst að Bandaríkjamenn og Bretar höfðu beðið þeirra viðbragða, sem sáust víða í Írak í gær. George Bush, for- seti Bandaríkjanna, og Tony Blair, for- sætisráðherra Bretlands, fögnuðu sögu- legri atburðarás. Saddam Hussein var við völd í aldarfjórðung. Í ríki Saddams voru mannslíf einskis virði og hafa mörg hundruð þúsund manns látið lífið á þess- um tíma. Engin orð lýsa þeim hryllingi, sem Írakar hafa mátt búa við. Nú hefur stjórn hans verið steypt og fagnaðarefni hversu greiðlega það hefur gengið, en framtíð Íraks og Mið-Austurlanda mun ráðast af hvernig staðið verður að því að koma á friði. Það snýst ekki aðeins um að gæta jafnvægis milli Kúrda, súnníta og sjíta, sem byggja Írak, heldur einnig milli útlaga, sem nú snúa aftur, og þeirra, sem fyrir eru. Einnig bíður mikið upp- byggingarstarf eftir eyðileggingu í Persaflóastríðinu 1991, viðskiptaþvinga- nir í 12 ár og hernað undanfarinna þriggja vikna auk þess sem skuldabyrði er að sliga þjóðina. Þessi vandamál munu ekki gufa upp eins og stjórn Saddams Husseins virðist hafa gert.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.