Morgunblaðið - 10.04.2003, Side 34

Morgunblaðið - 10.04.2003, Side 34
UMRÆÐAN 34 FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ Þ jóð sem býr við frið ræktar ekki nauðsyn- lega friðarmenningu. Líklegra er að hún sofni á verðinum. Friðurinn á sér nefnilega ekki nógu sterkan hagsmunahóp. Ár er helgað ákveðnu málefni fyrir tilstuðlan Sameinuðu þjóð- anna, núna er t.d. alþjóða ár fatl- aðra, árið 1999 var ár aldraðra. Eflaust muna einhverjir eftir ári fjölskyldunnar, ári hafsins, ári trésins. Fáir geta sennilega rifjað upp að árið 2000 var helgað frið- armenningu þjóðanna, enda höfðu engir hagsmunahópar áhuga á málinu, og stjórn- málamenn þurftu þar af leiðandi ekki að bregðast við þeim. Engri krónu var því varið í frið- armenn- inguna, aðeins kinkað kolli. Lítið ljós logaði þó. Haustið 1999 stofnaði 5. E í Melaskóla friðarfélag og kallaði sig friðarbekk, en þau þekktu svipaða bekki á Netinu. Fyrsta verkið var að skora á Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra að lýsa 1. janúar 2000 sem dag friðar. Hún tók málaleitan vel og lýsti borgarráð Reykjavíkur dag- inn dag friðar. Borgarráð samþykkti sömu áskorun næstu tvö ár og nú er 1. janúar ár hvert dagur friðar. Árin 2000–2002 stóð frið- arbekkurinn fyrir svokallaðri friðarmínútu sem Sameinuðu þjóðirnar stinga upp á al- þjóðadagi SÞ um frið (Int- ernational Day of Peace). Friðarbekkurinn útbreiddi boðskapinn með fréttatilkynn- ingum og með hjálp fjölmiða og gerði tillögu að eftirfarandi for- mála mínútunnar: „Við munum í nafni Sameinuðu þjóðanna leggja okkar af mörk- um á friðardeginum með því að sjá fagra veröld í hljóðri mínútu; heim friðar og sældar öllum til handa. Þegar mínútan er liðin munum við segja saman orðin: „Megi friður ríkja á jörðinni.“ – Þakka ykkur fyrir að rétta hjálp- arhönd og að vilja reisa heim varanlegs friðar.“ Skólatorg.is hafði á tímabili opinn sérstakan friðarbekkjarvef, þar var ritað: „Friðarvefurinn á Skólatorgi er vettvangur fyrir börn til að láta rödd sína heyrast en Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst því yfir að skoðanir barna séu jafngildar og fullorðinna og að það eigi að hlusta á þær ef finna eigi góðar lausnir á stríði.“ Sameinuðu þjóðirnar fylgdu friðarárinu eftir með því að helga áratuginn 2001–2010 friðarmenn- ingu handa börnum þessa heims (International Decade for a Cult- ure of Peace and Non-Violence for the Children of the World). Árið 2001 skipulagði allsherj- arráð SÞ friðarviku og ráðgerði að koma saman á alþjóðadegi friðar. Það reyndist hinsvegar ekki unnt og var fundinum frest- ar. Alþjóðadagur friðar, 11. sept- ember 2001, varð dagur hryðju- verka í Bandaríkjunum þar sem tvíburaturnarnir hrundu. Í þessari septemberviku var skipulögð alþjóðamínúta til að minnast hinna látnu. Það voru viðbrögð þegar allt var um sein- an. Friðarbekkurinn í Melaskóla var grasrótarhreyfing með engin völd og ekkert fé, aðeins umræð- ur á heimspekilegum nótum og einstaka verkefni; friðarmínúta, dagur friðar, safna undirskriftum fyrir yfirlýsingu um friðarmenn- ingu og afnám ofbeldis. Mark- miðið var að efla vitund almenn- ings um gildi friðar og til að varpa ljósi á hlutverk Sameinuðu þjóðanna. Yfirlýsingin (manifesto 2000) hljómar svo: „Ég heiti því að dags daglega, í fjölskyldu minni, í vinnunni, í heimabyggð minni, í landinu mínu og í heimshluta mínum að: 1. Virða allt líf. Virða lífið og sæmd hvers einstaklings án mis- mununar eða fordóma. 2. Hafna ofbeldi. Vera frið- samur, hafna hvers konar of- beldi: líkamlegu, kynferðislegu, andlegu, efnahagslegu og fé- lagslegu, sérstaklega gagnvart þeim sem eru varnarlausastir s.s. börn og unglingar. 3. Deila með öðrum. Deila af örlæti tíma mínum og efnislegum gæðum til að vinna á óréttlæti og stjórnmálalegri og efnahagslegri undirokun. 4. Hlusta til að skilja. Verja málfrelsi og menningarlega fjöl- breytni, ræða málin og hlusta án þess að taka þátt í öfgum, róg- burði eða útskúfun. 5. Vernda jörðina. Láta mér annt um lífið og vera varkár og ábyrgur neytandi sem gætir jafn- vægis í náttúru jarðar. 6. Endurvekja samábyrgð. Leggja mitt af mörkum við þró- un samfélagsins með jafnrétti og virðingu fyrir lýðræðislegum gildum að leiðarljósi svo að sam- an getum við mótað nýja sam- stöðu.“ Þessir sex þættir urðu um- ræðuefni í nokkrum skólum, og voru hluti af viðleitni til að mennta börn í friðarmenningu. Í ljós kom einnig að Ísland átti prófessor við Friðarháskóla (University of Peace) SÞ í Costa Rica, sem sagði: „Hugmynda- fræðin að baki skólastarfinu er að sterkasta aflið í friðarviðleitni sé menntun. Með rannsókn- arstarfi og kennslu á háskólastigi stuðlar skólinn að því að frið- armál verði þáttur í menntun hvers og eins.“ (Mbl. 26.07.01.) Fullyrðing Guðmundar er kjarni málsins; að mennta um frið, að vekja einstaklinginn til umhugsunar um friðarmenningu. Viðleitni friðarbekkjarins var að íhuga friðvænleg gildi og að gera eitthvað til að sýna viljann. Þessi viðleitni þarf að spretta af grasrótinni; börnum, kenn- urum, foreldrum, því skýrslur og rannsóknir mannréttindasamtaka hafa leitt í ljós að börn eru helstu fórnarlömbin þegar stríð geisa. Friðarmenning þarf að vera meginhugsjón í uppeldi og kennslu barna, því annars er þjóðin dæmd til að sofna á verð- inum, og vakna upp við það að vera orðin fullgildur þátttakandi í stríði. Börn og friður Friðarmenning þarf að vera meginhug- sjón í uppeldi og kennslu barna, því annars er þjóðin dæmd til að sofna á verðinum, og vakna upp við það að vera orðin þátttakandi í stríði. VIÐHORF eftir Gunnar Hersvein guhe@mbl.is ÉG hef eins og aðrir sem annast æðarvörp komið fyrir fuglahræð- um í hólmum og eyjum innan æð- arvarpsins til að fæla burt varg- fugla, hrafna, erni og máfa, sem spilla æðarvarpinu og valda þar með æðarbændum tekjutapi. Einn- ig hef ég að vetri brennt sinu í hólmum í sama tilgangi en varg- fugl fælist brennda sinu á meðan æður sækir í að verpa í henni þar sem bruni eyðir gömlum sinuflóka, greiðir fyrir nýgræðingi og auð- veldar fuglinum aðgang til varps. Hvorutveggja var túlkað af fugla- fræðingum, upphafsmönnum tveggja kærumála, sem „röskun á hreiðurstað arna“ án þess að nokk- ur hreiður eða ernir hafi verið til staðar þó svo að ernir hafi vissu- lega á árum áður átt hreiður í stöku hólma. Hugtakið hreiður- staður var hvergi skilgreint af sækjanda í málflutningi en ég skil það sem þann stað þar sem fugl tekur til fyrir hreiður, verpir, ung- ar út, elur unga og kemur á flug og allt þar til á varptíma næsta ár en verpi tegundin þá ekki aftur er sá punktur ekki lengur hreiður- staður. Æðarvarpið í heild nýtur verndar bóndans, til þess á hann lögvarinn rétt en hann lætur að sjálfsögðu arnarvarp óáreitt komi það fyrir í æðarvarpinu. Honum er hinsvegar heimilt með hefðbundn- um, staðbundnum og takmörkuð- um varnaraðgerðum, s.s. fugla- hræðum, að hamla gegn því að örn velji sér varpstað innan æðar- varpsins. Eigi að taka varnarrétt af æðarbændum þýðir það að gengið yrði á stjórnarskrárvarinn atvinnu- og eignarrétt. Vörn mín byggðist á þessum ákvæðum. Í niðurstöðu Hæstaréttar felst við- urkenning á varnarrétti æðar- bænda, ofangreint telst ekki rösk- un hreiðurstaðar. Harðari friðunarlög yrðu að taka nákvæmlega fram hvaða stað- ir nytu verndar og hverrar. Þau yrðu því sértæk og mismunandi og kölluðu bótaskyldu, uppkaups- kröfu jarða yfir ríkið. Lagabreyt- ingar þurfa umsögn hagsmuna- aðila. Æðarbændum er rórra eftir dóm Hæstaréttar og Bændasam- tökin, sem ég hef þegar rætt við og eru mér sammála um varn- arrétt æðarbænda, munu hafa um allar tillögur til lagabreytinga að segja. Æðarbændur eru náttúruver- darsinnar því þeir lifa með villtri náttúru og í sátt við hana. Íslenska æðarræktin á hvergi sinn líka í heiminum, hún vekur undrun og aðdáun erlendra sem einstakt sambýli manns og villtrar lífveru, báðir aðilar hagnast. Æðarræktin er vistvæn og sjálfbær og íslenski æðarstofninn er stærri en hann væri án verndar mannsins gegnum aldir, öfugt við það sem gerðist í Norður-Evrópu þar sem æður fækkaði og hann hörfaði norðar undan fólksfjölgun og þéttbýlis- myndun. Ernir eiga um nóga varpstaði að velja þótt þeim sé bægt frá að velja sér hlunninda- svæði, æðarvarp. Viðkoma þeirra er ekki háð því. Þeir sækja eftir sem áður fæðu í æðarvörp. Í æð- arvarpi jarðar foreldra minna, Miðhúsa, hafa á nær hálfri öld komist upp hátt á þriðja tug arn- arunga, svo Miðhúsabændur hafa lagt meira á sig vegna viðhalds arnarstofnins heldur en aðrir landsmenn, tekið bótalaust á sig milljóna tekjutap vegna skaða af völdum arnarvarps gegnum árin. Friðun og nýting fara saman en virða verður varnarrétt æðar- bænda. Fuglafriðun og æðarrækt Eftir Jón Sveinsson „Æðarbænd- ur eru nátt- úruvernd- arsinnar því þeir lifa með villtri náttúru og í sátt við hana.“ Höfundur er iðnrekandi. HALLDÓR Kiljan Laxness ræðir einhvers staðar hversu erfitt það sé að skapa skáldsagnapersónur sem bragð sé af. En stundum, segir hann, hittir maður fyrir karaktera sem þú getur tekið í heilu lagi og gert að persónu í sögu; slíkt fólk sé þá eins og gullpeningur sem höf- undur tínir upp af götunni. Davíð Oddsson er svona gullpen- ingur. Það efast enginn um styrk Davíðs og leiðtogahæfileika. Hann er fljótur til svars, þekkir sína þjóð og spilar inn á það, svo er hann fyndinn sem án efa hefur skilað ófáum atkvæðum; góður brandari, fyndið tilsvar vegur stundum þyngra en vörubílshlass af rökum. Davíð er skemmtilegur, fer ekki of- an af því, hann hélt að Eyjabakkar væru gata í Breiðholti, já, þannig náungi er Davíð. Gullpeningur fyrir skáldsagnahöfund, krydd fyrir les- endur, en sem forsætisráðherra? Það er alls ekki út í hött að líkja Davíð Oddssyni við Jóhann Bogesen í Sölku Völku, og við gætum tínt upp fleiri skylda karaktera hjá öðr- um höfundum; kalla sem ríkja yfir plássum eða sveitum, drottna og deila, allt skal dansa eftir dyntum þeirra. Þetta eru skemmtilegar týp- ur, ósvífnar, drottnunargjarnar en skrautlegar. Þeir eru til sem segja að þessir eiginleikar rími allvel við Davíð, aðrir vísa því á bug sem dylgjum og spyrja á móti; hefði Davíð verið vinsælasti stjórnmála- maður landsins í hartnær tvo ára- tugi ef hann væri uppfullur af þess- um brestum? Það er nú það. Hitt er annað að Ísland hefur löngum verið paradís smákónga. Einhver hreppstjóri eða stórbóndi ráðskaðist með sveitina sína, kaup- maður eða útgerðarmaður með þorpið sitt. Og nú – segja sumir – höfum við Davíð Oddsson; hann er þá kannski voldugasti hreppstjóri Íslandssögunnar? Morgunblaðið hefur yfirburðastöðu á íslenskum blaðamarkaði, og orð þess hafa tals- vert vægi. Leiðarahöfundar blaðsins hafa sent okkur þau skilaboð að þeir meti réttlæti og siðferði ofar öllu, þeir séu vaktmenn siðferðis og rétt- lætis, og það er harla gott. Ef mað- ur grípur til líkingamáls, þá hafa leiðarahöfundar Morgunblaðsins sett upp hástökkssúlur í samfélag- inu og stillt hæðina á siðferðið; sá sem fellir slána er snupraður í leið- urum fyrir skort á siðvendni, trú- verðugleika; taktu þig á, mann- eskja. Harla gott og leiðarahöfundar hafa oft farið vel með þetta vandasama hlutverk sitt. En undanfarnar vikur og mánuði hafa þeir hugsanlega, ef ekki brugð- ist, þá gert sig seka um skort á ein- lægni, um að vera ekki samkvæmir sjálfum sér. Það hefur snúist um Davíð Oddsson og Ingibjörgu Sól- rúnu Gísladóttur. Lítum aðeins á það. Þeir voru fleiri en einn og fleiri en tveir leiðararnir sem Morgunblaðið skrifaði um þá ákvörðun Ingibjarg- ar Sólrúnar að þiggja fimmta sætið hjá Samfylkingunni. Og þegar hún tæpir á því að Davíð Oddsson sé að skipta sér af fyrirtækjum að hætti ráðríkra hreppstjóra, þá stíga leið- arahöfundar fram og ásaka hana um að tengja forsætisráðherra við vafa- sama hluti og láta sér nægja að skírskota til almannaróms máli sínu til stuðnings; leiðarahöfundar sögðu eitthvað í þá veru að trúverðugleiki Ingibjargar væri í hættu ef hún tal- aði með þessum hætti; taktu þig á, manneskja. Gott og vel. Vonandi geta flestir tekið undir að það sæmi ekki forsætisráðherra landsins að tala eða svara í dylgjum því orð hans hljóta að endurspegla stjórnunarhætti, þau hljóta að vera skilaboð til almennings um hvernig samfélag hann sjái fyrir sér. En munið þið þegar forsætisráðherra sagði að það væru bara asnar sem væru hlynntir aðild að Evrópusam- bandinu? Og fyrir nokkrum mán- uðum gaf Davíð Oddsson lítið fyrir þann fjölda einstaklinga sem sækir nauðsynjar til mæðrastyrksnefndar; Íslendingar, sagði hann, hafa alltaf verið tilbúnir að elta það sem er ókeypis. Og munið þið þegar Davíð var ósammála úrskurði Skipulags- stjóra ríkisins um Kárahnjúkavirkj- un, kallaði hann kontórista úti í bæ og að úrskurður hans stæðist jafn- vel ekki íslensk lög? Er það ekki svolítið skuggalegt ef forsætisráð- herra landsins leitast við að nið- urlægja embættismann ríkisins og fari svo hálfa leið í að ásaka hann um lögbrot í starfi? Þegar átti að rukka Davíð um rökstuðning – mað- ur í hans embætti á auðvitað ekki að halda slíku fram nema að hafa sann- anir í höndunum – þá svaraði hann engu. Sagði ekki einu sinni brand- ara. Og Morgunblaðið þagði. Og leiðarahöfundar blaðsins þegja enn um þær fullyrðingar Dav- íðs í Kastljósi sjónvarps að moldrík- ir kaupsýslumenn hafi Samfylk- inguna í vasanum; að þeir séu búnir að kaupa einn stærsta flokk lands- ins og forsætisráðherraefni hans að auki. Einhverjum gæti dottið í hug að kalla þetta alvarlegar ásakanir. Ef við höldum í líkinguna við há- stökkið, þá er engu líkara en leið- arahöfundar Morgunblaðsins lækki slána umtalsvert í hvert sinn þegar Davíð stekkur. Þess vegna svífur hann alltaf yfir, fellir aldrei. Þess vegna seilast leiðarahöfundarnir ekki eftir pennanum og ræða um siðgæði forsætisráðherra, um trú- verðugleika hans; velta því aldrei fyrir sér hvort stóryrði forsætisráð- herra um menn og málefni séu ein- ungis á yfirborðinu eða birtingar- mynd stjórnarhátta hans. Hvernig skyldi standa á þessari þögn? Fyrst Davíð, svo Morgunblaðið Eftir Jón Kalman Stefánsson „Hvernig skyldi standa á þessari þögn?“ Höfundur er rithöfundur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.