Morgunblaðið - 10.04.2003, Blaðsíða 35
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 2003 35
„ÞAÐ þarf að efla heilsugæzl-
una.“ Á þessu er klifað, samt er
stöðugt verið að efla hana. Starfs-
fólki og stjórnendum hefur fjölgað
mikið. Á liðnu kjörtímabili var tug-
um milljóna króna eytt í stefnumót-
un heilsugæzlunnar í Reykjavík. Sú
stefnumótun gagnaðist vel einkafyr-
irtækjunum sem seldu hana, Del-
oitte-Touche og Háskólanum í
Reykjavík. Þá óskaði heilsugæzlan í
Reykjavík eftir stjórnsýsluathugun
ríkisendurskoðunar á sjálfri sér.
Þar staðfestist það sem allir vissu:
það vantar tíma hjá heimilislækn-
um! Annað virtist í góðu lagi að
mati ríkisendurskoðunar. Hvers
vegna hafa nokkrir tugir reynslu-
mikilla sérmenntaðra heimilislækna
yfirgefið heilsugæzlustöðvarnar í
Reykjavík á liðnum árum og farið í
aðrar sérgreinar? Hvers vegna flýja
læknar heilsugæzlustöðvarnar með-
an sjálfstætt starfandi heimilis-
læknar hætta einungis vegna ald-
urs?
Það vantar ekki „heilsugæzlu“ í
Reykjavík og nágrenni. Það vantar
heimilislækna. Þótt byggð sé heilsu-
gæzlustöð í tilteknu hverfi sýnir
reynslan að fólk í hverfinu heldur
tryggð við gamla lækninn sinn. Það
flytur sig ekki vegna heilsugæzlu-
stöðva heldur vegna lækna. Helm-
ingur íbúa í neðra Breiðholti hefur
heimilislækna utan hverfisins en
ekki á heilsugæzlustöðinni í Mjódd.
Ástandið í heimilislækningum í
Reykjavík og nágrenni er óviðun-
andi. Á læknavaktina í Smáranum
streymir fólk sem ýmist er lækn-
islaust eða fær ekki tíma hjá heim-
ilislækni sínum fyrr en eftir langa
bið. Slíkt eru engar heimilislækn-
ingar. Hraðinn í nútímasamfélagi
hefur að sjálfsögðu smitað heil-
brigðiskerfið. Fólk er afgreitt með
hraði á skyndimóttökum og veit oft
ekki sitt rjúkandi ráð. Hafi ein-
hvern tíma verið nauðsynlegt að
hafa traustan lækni í þessu flókna
og öfluga heilbrigðiskerfi er það nú.
Sambands- og þekkingarleysi eykur
hættu á mistökum, óþörfum rann-
sóknum og lyfjagjöfum, misnotkun
lyfja og vottorða svo ekki sé minnzt
á illa meðferð fjár og tíma. Núver-
andi ástand í heilsugæzlunni í
Reykjavík og nágrannabyggðum
einkennist æ meir af öryggisleysi
fólksins og ábyrgðarleysi kerfisins.
Svokölluð hverfisábyrgð heilsu-
gæzlustöðvar er sjúklingi gagnslítil,
ef hann hefur ekki fastan lækni.
Hver sjúklingur hafi
ákveðinn heimilislækni
Í heilbrigðisþjónustu sem byggist
á heimilislækningum er það grund-
vallaratriði að hver sjúklingur hafi
sinn ákveðna heimilislækni. Hver
læknir ber þá skilgreinda ábyrgð og
sinnir ákveðnum hópi skjólstæð-
inga. Einungis þannig myndast
gagnkvæmt traust læknis og sjúk-
lings sem báðum er svo nauðsyn-
legt. Heimilislæknirinn öðlast þá
smám saman sérþekkingu á sjúk-
dómum og aðstæðum sjúklinga
sinna, en því aðeins að hann hafi af-
markaðan hóp. Á gagnkvæmri
þekkingu og trausti byggist einmitt
hagkvæmni heimilislækninganna,
en ekki á hverfaskiptum heilsu-
gæzlusvæðum. Það er mikil eftir-
spurn eftir þessu persónulega fyr-
irkomulagi. Það er hagkvæmt fyrir
þjóðfélagið og beinlínis grundvöllur
heimilislækninga. Hin leiðin er auð-
vitað að leggja af heimilislækningar
og láta fólk leita beint á stofur sér-
greinalækna með hvaðeina.
Heilsugæzlustöðvar án heimilis-
lækna eru lamaðar. Það sást í upp-
sögnunum 1995 og sést nú átak-
anlega á Suðurnesjum. Stefnu-
breytinga er þörf. Sennilega er
átakaminnst að gefa sérmenntuðum
heimilislæknum strax heimild til að
reka eigin læknastofur líkt og aðrir
sérfræðingar hafa gert um langa
hríð. Heimilislæknar með heilbrigð-
an metnað una ekki aðstæðum á
heilsugæzlustöðvunum eins og
rækilega hefur komið í ljós.
Þarf að efla
heilsugæzluna?
Eftir Jóhann
Tómasson
„Það vantar
ekki „heilsu-
gæzlu“ í
Reykjavík
og nágrenni.
Það vantar heimilis-
lækna.“
Höfundur er læknir.
VIÐ sem höfum kynnst og starfað
tugi ára að íþrótta- og æskulýðsmál-
um vitum hvers virði það starf er fyrir
æsku þessa lands.
Við vitum einnig að stjórnarflokk-
arnir lofuðu miklum fjárveitingum til
þessara málaflokka fyrir fjórum ár-
um, en efndirnar hafa látið standa á
sér.
Við sem störfum innan Samfylking-
arinnar vitum og leggjum ríka
áherslu á að skipulegt íþrótta- og
æskulýðsstarfs er besta forvörn fyrir
ungt fólk, sem ekki vill glepjast af eit-
urlyfjum og öllu því böli er þeirri
neyslu fylgir.
Samfylkingin vill efla íþrótta- og
æskulýðsstarf eftir því sem mögulegt
er og gera jafnframt öllum sem áhuga
hafa að stunda íþróttir og æskulýðs-
starf án tillits til efnahags og búsetu
fólks. Undirritaður vill benda á það
bæjarfélag landsins, Hafnarfjörð, er
styrkir alla til þátttöku í heilbrigðu
starfi sér og sínum nánustu til heilla
og blessunar. Hafnarfjörður tók upp
þá stefnu eftir sveitarstjórnarkosn-
ingar síðastliðið vor að greiða tvöþús-
und krónur á mánuði til barna er
skipulagt íþrótta- og æskulýðsstarf
stunda. Á þann veg munu jafnaðar-
menn starfa á landsvísu ef þeir fá til
þess afl í komandi alþingiskosningum
10. maí nk. Atkvæði greitt Samfylk-
ingunni er ávísun á heilbrigðara líf
fyrir æsku þessa lands.
Íþróttir og
æskulýðsmál
Eftir Jón Kr.
Óskarsson
Höfundur skipar 7. sæti á lista
Samfylkingar í Suðvesturkjördæmi.
„Samfylk-
ingin vill efla
íþrótta- og
æskulýðs-
starf eftir
því sem mögulegt er...“
HALLDÓR Blöndal þingmaður
ritar um flugvöll í Vatnsmýri í Morg-
unblaðið 6. apríl sl. Af því tilefni er
rifjað upp að ríkisstjórn Davíðs
Oddssonar, fyrrum borgarstjóra í
Reykjavík, afréð 1991 að festa þing-
mannaflugvöll í sessi í hjarta Reykja-
víkur, gegn vilja Reykvíkinga. Í skjóli
illræmds misvægis atkvæða byggist
ákvörðunin á brengluðu gildismati og
misbeitingu valds, sem ásamt leið-
togadýrkun og þaulsetu ráðamanna
er megineinkenni vítahringsins sem
grefur undan lýðræðinu.
Halldór Blöndal var samgönguráð-
herra 1991–99 og ber því, ásamt eft-
irmanni sínum, ábyrgð á að 1.600
milljónum var sökkt í Vatnsmýri skv.
rangri þarfagreiningu fyrir nýjan
flugvöll í stað þess að lagfæra þann
gamla fyrir 160 milljónir. Höfuðborg-
arsamtökin og Samtök um betri
byggð hafa ítrekað óskað stjórn-
sýsluúttektar á óráðsíu ráðherranna
og starfsháttum flugmálayfirvalda.
Eins og alkunna er veldur flugvöll-
ur í hjarta Reykjavíkur ólýsanlegu
tjóni í höfuðborgarsamfélaginu. Mið-
borgin er komin að fótum fram og
kjölfestubyggð vestan Kringlumýr-
arbrautar er í uppnámi. En þegar
völlurinn fer má bæta skipulag og
byggð stórkostlega. Árlegur sparn-
aður íbúanna vegna einkabílaaksturs
gæti þá orðið 33 milljarðar króna og
26.000 mannár að meðaltali næstu 20
ár, miðað við að völlurinn fari 2010.
Til samanburðar er óhagræði flugfar-
þega af flutningi innanlandsflugs til
Keflavíkur 180 mannár á ári að með-
altali á sama tíma.
Um árabil var mikil umræða um
skipulag höfuðborgarinnar og flug-
starfsemi í Vatnsmýri og því liggur
fyrir gnótt upplýsinga. Með tilliti til
fyrri starfa þingmannsins er erfitt að
skýra skilningsleysi hans og fyrirlitn-
ingu á grundvallarhagsmunum
180.000 höfuðborgarbúa. Undirritað-
ur vill hvorki gera honum upp van-
þekkingu né illan vilja. En lýst er eft-
ir skýringu.
Efnislega er grein þingmannsins
ekki svara verð enda beinist hún að
fyrrum borgarstjóra, sem fórnaði
mikilsverðum meginhagsmunum
borgarbúa fyrir einkahagsmuni um
áframhaldandi valdasetu og góða inn-
komu í landsmálin með því að fram-
lengja flugstarfsemi í Vatnsmýri til
2024.
Að missa
höfuðborg
Eftir Örn
Sigurðsson
Höfundur er arkitekt.
„Eins og
alkunna er
veldur
flugvöllur í
hjarta
Reykjavíkur ólýsanlegu
tjóni í höfuðborgar-
samfélaginu.“
VIRÐING er lykilatriði í starfi
nuddara, stéttar sem er í líkam-
legri nálægð við viðskiptavini og
verður að fara eftir ákveðnum
siðareglum. Sem fagfólk hljóta
menntaðir nuddarar að virða sína
kunnáttu og verja hana. Það er til
hagsbóta fyrir okkur í Félagi ís-
lenskra nuddara og ekki síður til
góðs fyrir viðskiptavini okkar. Þeir
vita að hverju þeir ganga og geta
treyst okkar þjónustu. Síðustu ár
hefur mjög fjölgað fólki sem kallar
sig nuddara og selur „nudd“ með
mismikla, oft litla, menntun til
þess arna. Sumir hafa sótt nokk-
urra mánaða, jafnvel missera
nuddnámskeið, en ekki stundað
viðurkennt bóknám. Aðrir flýta sér
meira. Svokallaðir helgarnuddarar
hafa til dæmis sótt stutt námskeið
og tekið svo til við að nudda. Þetta
er dæmi um misnotkun starfsheit-
isins og grófara dæmi er það sem
nefnt er erótískt nudd.
Það er algjör vanvirðing við
lærða og ábyrga nuddara, þessi
starfsemi á ekkert skylt við nudd.
Hún gengur út á eitthvað allt ann-
að og maður getur ímyndað sér
hvað kann að fylgja kynferðislegri
örvun sem lofað er. Þótt fyrirtæk-
in sem auglýsa þessa þjónustu
þykist ekki leyfa mök við þá sem
hana kaupa, er engin trygging fyr-
ir því, þetta fer væntanlega fram í
lokuðum klefum. Og vændi er
bannað á Íslandi, 206. grein hegn-
ingarlega leggur refsingu við því
að hagnast á líkama annarra og
því að selja eigin líkama. Það sem
ekki virðist bannað eru kaupin,
merkilegt nokk. En nuddarar FÍN
vilja ekki með nokkru móti láta
bendla sig við þetta – við teljum
alvarlegt mál að slík þjónusta sé
látin viðgangast.
Nudd er rétt stundað ein elsta
lækningaraðferð heims, getið er
um það í 4000 ár gömlum heim-
ildum, og æ síðan hefur það þróast
sem heilsuefling; til að auka vellíð-
an, lina þjáningar og styðja aðrar
lækningaleiðir, bæði hefðbundnar
og óhefðbundnar. Forvarnargildi
nudds er ótvírætt. En til þess að
rækja þessi hlutverk með sóma
þarf nuddari staðgóða menntun í
vöðva- og lífeðlisfræði og verulega
starfsþjálfun hjá reyndum kenn-
urum og meistara í faginu.
Allt þetta hafa um 200 nuddarar
FÍN. Þeir stunda fjögurra ára
nám hið minnsta; fyrst tveggja ára
bóklegt í Heilbrigðisskóla Íslands í
Fjölbraut við Ármúla eða sam-
bærilegt nám við aðra viðurkennda
menntastofnun. Til að mynda eru
allnokkur dæmi um að hjúkrunar-
fræðingar, sjúkraliðar og íþrótta-
kennarar bæti við sig nuddnámi í
einkaskóla FÍN, sem er annar
áfangi nuddnámsins og felur í sér
eins árs verkþjálfun. Lokaþáttur-
inn er framhald slíkrar þjálfunar
hjá viðurkenndum meistara og
hann tekur einnig eitt ár að
minnsta kosti. Síðan bæta margir
við sig sérnámi eða meistararétt-
indum.
Það skyldi því engan undra að
við viljum ekki sjá það að minna
eða alls ólært fólk kalli sig nudd-
ara og selji misgóða þjónustu jafn-
vel á uppsprengdu verði. Nudd-
nám FÍN er viðurkennt af
menntamálaráðuneyti en nú höfum
við farið þess á leit við heilbrigð-
isráðherra að starfsheiti okkar,
sem höfum þessa menntun, hljóti
löggildingu.. Við höfum kosið
starfsheitið „heilsunuddari“ til að-
greiningar frá öðrum.
Sjúkranuddarar hafa slíka lög-
verndun, en þeir eru hér um 30
talsins og hafa lært sitt fag erlend-
is. Þeir þurfa ekki að standa skil á
virðisaukaskatti en þar er annað
baráttumál FÍN. Nuddarar félags-
ins þurfa enn sem komið er að
greiða skattinn, en niðurfelling
hans væri vitaskuld hagstæð bæði
fyrir þá og viðskiptavinina. Nefnd
heilbrigðisyfirvalda um óhefð-
bundnar lækningar mun skila áliti
í haust, ráðuneytið hefur óskina
um löggildingu. FÍN vill út úr
frumskógi misgóðra tilboða, nudd-
arar félagsins vilja viðskiptavinum
sínum vel og æskja þess því að lit-
ið sé til þekkingar þeirra.
Heilsunudd –
ekki fúsk
Eftir Guðbrand
Einarsson
„Við höfum
kosið
starfsheitið
„heilsunudd-
ari“ til að-
greiningar frá öðrum.“
Höfundur er formaður Félags
íslenskra nuddara.
Fæst í apótekum
og lyfjaverslunum
ER NEFIÐ STÍFLAÐ?
STERIMAR
Skemmir ekki slímhimnu
er náttúrulegur
nefúði sem losar stíflur
og léttir öndun.
Fyrir 0-99 ára.