Morgunblaðið - 10.04.2003, Qupperneq 37
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 2003 37
✝ GuðmundurSteinsson fædd-
ist í Reykjavík 27.
júlí 1935. Hann lést
á Landspítalanum
við Hringbraut 31.
mars síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
hjónin Steinn Er-
lendsson netagerð-
armaður í Reykja-
vík, f. 24. apríl 1895
á Ketilvöllum í
Laugardal, d. 26.
júlí 1982, og Sigríð-
ur Guðmundsdóttir
kennari, f. 7. mars
1893 í Höfn í Dýrafirði, d. 26.
október 1975. Bræður Guðmund-
MR og cand.med. frá HÍ 5. feb.
1966. Hann var kandidat og seinna
aðstoðarlæknir á sjúkrahúsum í
Rvík, héraðslæknir í Þingeyrar- og
Flateyrarhéraði frá september
1967 til september 1968, Hólma-
víkur- og Djúpavíkurhéraði frá
október 1969 til desember 1971 og
janúar til apríl 1973.
Frá janúar 1972 til október 1980
var hann við nám og störf í Sví-
þjóð. Sérfræðingsleyfi í kvensjúk-
dómum og fæðingarhjálp hlaut
hann bæði á Íslandi og í Svíþjóð.
Frá 1981 var hann sérfræðingur
á Landspítalanum á fæðingar- og
kvensjúkdómadeild. Jafnframt
störfum á Landspítalanum rak
hann stofu í Domus Medica. Um
tíma var hann stundakennari við
námsbraut í hjúkrunarfræði við
HÍ.
Útför Guðmundar fer fram frá
Bústaðakirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
ar eru Erlingur Kon-
ráð, f. 20. júlí 1932,
og Gunnar Hlöðver,
f. 15. október 1933.
Guðmundur kvænt-
ist 16. júní 1962 Þor-
björgu Ingunni Ing-
ólfsdóttur frá
Húsavík, f. 15. júlí
1935. Sonur þeirra er
Snorri Hrafn Guð-
mundsson, f. 20.
október 1968. Dóttir
Snorra og fv. sam-
býliskonu hans,
Theresu Lindu Árna-
dóttur, er Þorbjörg
Erna, f. 10. desember 1988.
Guðmundur varð stúdent frá
Það var þung frétt að heyra að
Guðmundur Steinsson vinnufélagi
og vinur hefði greinst með alvarleg-
an sjúkdóm í desember sl. Fyrir
dyrum stóð þá ferð þeirra hjóna til
Kanaríeyja sem hann hafði hlakkað
svo tilað fara, en sem því miður gat
ekki orðið af. Hann tókst svo á við
baráttuna við sinn erfiða sjúkdóm,
æðrulaus og fullur af von um að
koma aftur til starfa, en örlögin
vildu annað og gekk sjúkdómsferlið
hratt fyrir sig og ótímabært andlát
hans varð svo ekki umflúið.
Kynni okkar Guðmundar hófust
1980 er við unnum saman í stuttan
tíma á kvennadeild Landspítalans
og svo aftur frá árinu 1991 er við
urðum herbergisfélagar á deildinni
og einnig samstarfsaðilar um
læknastofu.
Guðmundur var gull af manni,
heilsteyptur, hæglátur en vinnu-
þjarkur og var alltaf tilbúinn að
rétta hjálparhönd. Ósérhlífinn var
hann og var alltaf reiðubúinn að
hlaupa undir bagga og taka vaktir
og hélt hann áfram að taka sinn
skerf af vaktabyrðinni þótt hann
hefði mátt draga sig undan því ald-
urs vegna.
Guðmundur gat virst alvörugef-
inn á köflum en alltaf var stutt í
brosið og glettnina. Það var mjög
ánægjulegt að vinna með Guðmundi
sem var alltaf tilbúinn að gefa af sér
og miðla af reynslu sinni. Hann
reyndist yngri læknum og lækna-
nemum vel og sinnti þeim af alúð og
kostgæfni.
Það er sárt að hafa misst Guð-
mund og það var lærdómsríkt og
gefandi að hafa haft hann sem fé-
laga, vin og samstarfsmann og er ég
þakklátur að hafa fengið að kynnast
honum.
Þorbjörgu eiginkonu Guðmundar,
syninum Snorra Hrafni og sonar-
dótturinni Þorbjörgu vottum við Ás-
rún okkar innilegustu samúð.
Guðjón Vilbergsson.
Kveðja frá Félagi íslenskra
fæðinga- og kven-
sjúkdómalækna
Skömmu fyrir sl. jól barst okkur
sú hörmulega frétt að Guðmundur
Steinsson starfsbróðir okkar og vin-
ur hefði greinst með illvígan sjúk-
dóm. Eftir að meðferð var hafin
fengum við von um að mega sjá
hann aftur í okkar hópi, glaðlegan
og ljúfan eins og alltaf. Sú von rætt-
ist ekki, sjúkdómslegan varð stutt
og hann kvaddi alltof snemma.
Í ritinu Um vináttuna segir Cic-
ero á einum stað: „Enn ber að nefna
ljúfmennsku til orðs og æðis sem er
alls ekki svo lítið krydd í vináttuna.
Sífelld alvara og drungi geta vissu-
lega verið áhrifarík en vináttuþelið
ætti að vera óheftara, blíðara og
þekkilegra og þar ætti að ríkja alúð
og ljúfmennska.“ (Þýð.: Margrét
Oddsdóttir, 1993.)
Við sem unnum með Guðmundi
Steinssyni fengum að kynnast því
hvað hann átti þessa kosti í ríkum
mæli. Alúð og sérstök umhyggja
fyrir velferð skjólstæðinga sinna
voru einkenni hans í læknisstarfi.
Hann var öðrum fyrirmynd í fram-
komu sinni við sjúklinga. Lækna-
nemar í starfsnámi á meðgöngu-
okkur hjálparhönd þegar við þurft-
um á þér að halda. Við þökkum fyrir
að hafa fengið að starfa með þér og
kynnast þér og munum ávallt hugsa
til þín með virðingu og hlýhug.
Kæra fjölskylda, við sendum ykk-
ur innilegar samúðarkveðjur. Megi
góður guð styrkja ykkur í sorg ykk-
ar.
Starfsfólk
meðgöngudeildar.
Kveðja frá kvennadeild
Landspítalans
Góður og virtur samstarfsmaður
er horfinn alltof snöggt eftir aðeins
fárra mánaða baráttu við illvígan
sjúkdóm. Farið var að líða að lokum
farsæls starfsferils og byrjað að
leggja plön um hvernig árunum þar
á eftir yrði varið. Á kvennadeild
Landspítala – háskólasjúkrahúss
sjáum við á bak traustum og ágæt-
um lækni. Guðmundur Steinsson
hafði unnið hér á deildinni í 22 ár,
frá árinu 1981, eftir níu ára nám og
störf í Svíþjóð við sérgrein sína,
fæðingar- og kvensjúkdómafræði.
Hann var góður og nærgætinn fag-
maður, vel að sér og vel liðinn af
skjólstæðingum jafnt og samstarfs-
fólki. Í mínum huga óx vegur hans
ár frá ári, ekki síst fyrir það hve lið-
legur og hjálpsamur hann gat verið í
erli dagsins og mjög fjölbreyttum
störfum. Það var auðvelt að leita til
Guðmundar. Við gátum treyst á
þennan stæðilega, hægláta og prúða
mann. Það var ákveðin kjölfesta í að
hafa hann nálægan, einkum síðari
árin þegar umönnun veikra þung-
aðra kvenna varð stærsti hluti
starfs hans. Að hitta hann utan
vinnu var ánægjulegt og þá naut sín
ekki síst hans ágæta kímni og glað-
lega viðmót. Kennslustörf hans voru
einnig mikils verð.
Við höfðum vænst þess að njóta
starfskrafta hans enn um stund. Af
því verður nú ekki. Við leiðarlokin
kveður allt samstarfsfólk Guðmund-
ar Steinssonar, hér á kvennadeild
LSH, í leitarstöð Krabbameins-
félagsins og í Miðstöð mæðravernd-
ar hann með virðingu og þökk. Við
sendum Þorbjörgu, eiginkonu hans,
Snorra Hrafni, syni hans, Þorbjörgu
Ernu sonardóttur hans og öðrum
aðstandendum hugheilar samúðar-
kveðjur og biðjum þeim styrks á
erfiðum tíma.
Reynir Tómas Geirsson.
GUÐMUNDUR
STEINSSON
deild lýstu jafnan yfir ánægju sinni
með tilsögn og kennslu Guðmundar,
þar sem þessir sterku eðlisþættir
hans nutu sín. Í mörg ár hafði hann
á hendi það vanþakkláta verk að sjá
um vaktaskipulag lækna kvenna-
deildar. Í því starfi reyndi á hæfi-
leika hans til þess að hlusta á kvabb
og kvartanir okkar hinna og leysa
öll mál á besta veg. Sjálfur hlífði
hann sér ekki við að taka sinn hluta
af vaktabyrðinni þótt hann væri
löngu kominn yfir þann aldur sem
leysir lækna undan slíku. Þannig
minnumst við Guðmundar, ósérhlíf-
ins með hlýlegt bros og kímni-
glampa í augum.
Ótímabært fráfall Guðmundar
heggur stórt skarð í lítinn hóp, þar
sem vinarþel og glaðlegt viðmót
hans gerði allar samverustundir
ánægjulegar.
Við vottum eiginkonu hans, Þor-
björgu, syni hans, Snorra Hrafni, og
sonardótturinni, Þorbjörgu, okkar
innilegustu samúð.
F.h. Félags íslenskra fæðinga- og
kvensjúkdómalækna,
Jens A. Guðmundsson.
Hinn 1. desember síðastliðinn
kvaddi Guðmundur okkur sam-
starfsfólk hér á Miðstöð mæðra-
verndar glaður í bragði. Hann var
að fara í síðbúið sumarfrí og var á
leið til útlanda. Við áttum svo von á
honum aftur í vinnu eftir áramótin
en því miður brugðust öll plön. Í dag
kveðjum við Guðmund hinstu
kveðju með sorg í hjarta. Hann var
einn af læknum Kvennadeildar LSH
sem starfaði einnig hjá okkur á Mið-
stöð mæðraverndar. Guðmundur
var bæði traustur læknir og góður
vinnufélagi. Hann var einnig bón-
góður og lipur. Hann hafði t.d. frest-
að sumarfríinu sínu síðastliðið sum-
ar til að létta álaginu á kollegum og
hann var auðfús til að bæta á sig
vinnu til að létta undir þegar illa
stóð á. Við vottum eiginkonu hans
og fjölskyldu innilegustu samúð
okkar.
Starfsfólk Miðstöðvar
mæðraverndar.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér sinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Kæri starfsfélagi, okkur langar
að minnast þín með örfáum orðum.
Það er komið að kveðjustund. Þín er
sárt saknað á meðgöngudeildinni
þar sem þú varst okkar stoð og
stytta og ávallt reiðubúinn að rétta
Fallegar, sérmerktar
GESTABÆKUR
Í Mjódd
sími 557-1960www.merkt.is
merkt
www.solsteinar.is sími 564 4566
Legsteinar
í Lundi
við Nýbýlaveg, Kópavogi
Faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langa-
langafi,
JÓN PÉTURSSON,
Eyrarhrauni,
Hafnarfirði,
sem lést miðvikudaginn 2. apríl sl., verður
jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði föstu-
daginn 11. apríl kl. 13.30.
Tryggvi Þór Jónsson, Þorbjörg Ólafsdóttir,
Grétar Ólafur Jónsson, Helga Hannesdóttir,
Margrét Jónsdóttir, Hreinn Jónasson,
Auðbjörg Jónsdóttir, Unnar Jónsson,
Björn Hafsteinn Jónsson, Reydun Urkki
og afabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
JÓHANN ÞÓRÐARSON
lögfræðingur
frá Laugalandi,
Bugðulæk 6,
Reykjavík,
sem lést á Landspítalanum Fossvogi þriðju-
daginn 1. apríl, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn
11. apríl og hefst athöfnin kl. 15.00.
Guðrún Halldórsdóttir,
Ingibjörg Jóhannsdóttir, Jón Friðrik Bjartmarz,
Þórður Jóhannsson, Olga Oussik,
Halldór Búi Jónsson,
Guðrún Bjartmarz,
Arnar Bjartmarz,
Ylfa Lárusdóttir.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma,
LILJA JÓNSDÓTTIR,
Kálfsstöðum,
Vestur-Landeyjum,
lést á Sjúkrahúsi Suðurlands þriðjudaginn 8. apríl.
Guðmundur Þorsteinn Gíslason, Anek Walter,
Þórunn Anna Gísladóttir,
Kristrún Hrönn Gísladóttir, Hrafn Óskarsson,
Jónína Gróa Gísladóttir,
Gerður Þóra Gísladóttir
og barnabörn.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
UNNUR INGIMUNDARDÓTTIR,
dvalarheimilinu Höfða,
Akranesi,
lést á Sjúkrahúsi Akraness sunnudaginn 6. apríl.
Útför hennar fer fram frá Akraneskirkju föstu-
daginn 11. apríl kl. 14.00.
Sigurður Halldórsson,
Halldór Sigurðsson, Jóna Þorkelsdóttir,
Guðmunda Sigurðardóttir, Haraldur Haraldsson,
Ásta Sigurðardóttir, Kristján Gunnarsson,
Ómar Sigurðsson, Sigríður Þorgilsdóttir,
Svanur Sigurðsson, Matthildur Níelsdóttir,
Hrafnhildur Sigurðardóttir, Jóhann Ágústsson,
Ingþór Sigurðsson, Svala Benediktsdóttir,
Jenný Sigurðardóttir, Búi Vífilsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
JÓHANNA GUÐJÓNSDÓTTIR,
lést á heimili sínu, dvalarheimilinu Höfða,
Akranesi, þriðjudaginn 8. apríl sl.
Ólöf Gunnarsdóttir, Viðar Einarsson,
Reynir Gunnarsson,
Sigríður V. Gunnarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.