Morgunblaðið - 10.04.2003, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 10.04.2003, Qupperneq 39
Helgi sé farinn frá okkur. Hann kenndi sér meins fyrir nokkrum ár- um og aftur í árslok 2001 og gekkst þá undir skurðaðgerð. Undanfarna mánuði ríkti bartsýni um bata, en svo kom lokaáhlaupið nánast fyrir- varalaust. Þess vegna er brotthvarf- ið svo sárt og þungbært, sérstaklega þeim sem næst standa. Eftir eigum við minningu um samvistir við góðan mann sem gaf ríkulega af sér til allra sem hann þekktu. Far þú vel, minn góði vinur, ég veit að þú verður bú- inn að stilla upp þegar við hittumst næst. Við Erna sendum einlægar sam- úðarkveðjur til Rannveigar, Hiddu og Gauta, Berglindar og Jónasar, Agnars Birkis og Kristínar, og allra annarra í fjöskyldunni. Einar Matthíasson. Ég kynntist Helga snemma á sjötta áratugnum. Hann var þá þjálf- ari ÍR og sá sem hafði best kynnt sér körfuknattleik á þessum bernskuár- um íþróttarinnar hér á landi. Ég skráði mig inn í félagið í leit að íþrótt sem gæti komið í staðinn fyrir hand- bolta sem ég hafði aldrei náð að kom- ast inn í. Leiðir okkar lágu saman aftur þegar við unnum saman á Keflavíkurflugvelli og síðan hjá Loftleiðum og fljótlega tókst með okkur vinátta sem átti eftir að end- ast þar til yfir lauk. Helgi var á þess- um árum ímynd hins heilbrigða íþróttamanns sem við yngri menn- irnir litum upp til. Hann hafði verið efnilegur boxari í KR og þótti okkur það ekki verra og fundum til öryggis í félagskap þessa sterka en ljúfa manns. Í körfuknattleiknum bar hann höfuð og herðar yfir aðra bæði hvar varðar leikni og ekki síður í allri þekkingu á íþróttinni. Hann var glöggur á hæfileika hinna ungu drengja sem voru að koma inn í körfuknattleikinn. Hann átti þannig sinn stóra þátt í velgengni ÍR-inga í byrjun sjöunda áratugarins þegar þeir voru nánast ósigrandi í nokkur ár. Það voru því mörg sporin sem við gengum saman þessi ár bæði innan- lands og utan og áttum saman marg- ar góðar stundir. Samtalsformið bar raunar oft keim af stríðnislegu hnútukasti tveggja vina sem þekkj- ast vel. Seinna átti ég því láni að fagna að fá að taka þátt í því sem hann nefndi mesta happaspor í lífi sínu þegar ég var svaramaður hans er hann gekk að eiga eftirlifandi eiginkonu sína, Rannveigu Laxdal. Við Maja áttum eftir að njóta vináttu þeirra æ síðan jafnvel þótt við um tíma flyttum á sitt hvorn landshlutann. Það var síðan allmörgum árum síðar að ég í hópi eldri körfubolta- manna fékk Helga til að taka fram skóna á ný. Helgi virtist engu hafa gleymt og lékum við þar í góðum fé- lagsskap í meir en áratug eða allt þar til hann kenndi sér þess sjúkdóms sem hann réð ekki við. Helgi og Rannveig voru ákaflega samrýnd og var margt sem samein- aði þau, m.a. íþróttirnar en þar voru þau bæði vel heima. Þannig var það golfið sem tengdi okkur einna mest síðustu árin og áttum við marga skemmtilega stund á golfvellinum. Við Maja sendum Rannveigu og fjölskyldu okkar innilegustu samúð- arkveðjur og vonum að hlýjar minn- ingar deyfi sorgina. Haukur Hannesson. Kæri vinur. Það var margt sem kom upp í hugann þegar okkur barst sú sorgarfregn að þú hefðir hafið þína hinstu ferð. Minningar streymdu fram og margar voru tengdar gamla ÍR-húsinu á Túngötu þar sem við allir stigum okkar fyrstu spor í körfuknattleiknum undir þinni handleiðslu. Ótrúleg var sú elja sem þú sýndir og hinn ódrepandi áhugi þinn á leiknum smitaði alla í kringum þig. Það er vandasamt að meðhöndla unglinga og beina þeim inn á réttar brautir en þetta virtist einhvern veg- inn leika í höndum þínum. Það get- um við hinir sem seinna meir fet- uðum í þín fótspor best dæmt um. Margir þjálfarar og kennarar halda uppi járnaga og eru ósparir á skammir og hávaða ef illa gengur. Þannig var það aldrei hjá þér, kæri vinur. Stóru orðin voru spöruð ef illa gekk en mikið þótti manni vænt um hrósyrðin sem þú varst óspar á þeg- ar vel gekk. Þetta voru erfiðir tímar hjá nýrri íþróttagrein og því mikið lán að hafa eldhuga eins og þig til að leiða okkur fyrstu sporin. Lengi býr að fyrstu gerð og erum við sammála um það félagarnir að þrátt fyrir marga góða þjálfara síðar meir hafi enginn haft jafnmikil áhrif á okkur og okkar leik eins og þú – stór orð en sönn. Allir stigum við okkar fyrstu spor í landsliðum Íslands undir þinni stjórn og er mér til efs að nokkur landsliðsþjálfari hafi spannað sinn feril yfir jafnlangan tíma eins og þú eða frá 1961 til 1978! Þeir eru orðnir margir landsliðs- mennirnir sem stoltir stigu inn á völlinn undir þinni stjórn og okkur telst til að sjö seinni tíma landsliðs- þjálfarar hafi hlotið sitt uppeldi hjá þér og án efa reynt að tileinka sér þær aðferðir sem reyndust þér svo happadrjúgar. Það er margs að minnast og hægt að halda endalaust áfram en fátæk- leg orð megna ekki að túlka þær hlýju tilfinningar sem bærast í brjóstum á stundum sem þessum, já og þakklæti fyrir allar samveru- stundirnar utan vallar sem innan, hérlendis sem erlendis. Vertu sæll, kæri vinur, minning þín mun lifa svo lengi sem körfu- knattleikur verður leikinn hér á landi, minning um góðan dreng sem alltaf átti tíma aflögu til að miðla öðr- um af þekkingu sinni og drenglyndi. Rannveigu og fjölskyldu sendum við okkar innilegu samúðarkveðjur. Megi guð styrkja ykkur í sorg ykkar. Einar G. Bollason – Kolbeinn Pálsson – Gunnar Gunnarsson. Haust eitt fyrir hartnær 50 árum mættu nokkrir skólafélagar á körfu- boltaæfingu í ÍR-húsinu við Tún- götu. Þar kynntist ég Helga fyrst en hann var þjálfari okkar. Það hef ég ávallt talið mikið lán því hann var einn af frumkvöðlum körfuknatt- leiksíþróttarinnar á Íslandi fyrst sem leikmaður og seinna sem þjálf- ari. Á þessum tíma spilaði Helgi einnig handbolta með Aftureldingu en óx fljótt upp úr því. Áður hafði hann æft og keppt í boxi og skilaði það sér vel í góðum hreyfingum, jafnvægi og mýkt. Helgi var mjög góður leikmaður en drýgst tel ég þó vera starf hans sem þjálfari flestra aldursflokka karla og kvenna að ógleymdum landsliðum sem hann stýrði í fjölmörg ár. Að mínu mati var Helgi fyrsti Íslendingurinn sem skildi og gat miðlað eðli körfuknatt- leiks sem íþróttar, sérstaklega hvað varðaði allt leikskipulag og leikað- ferðir. Mörgum árum eftir að Helgi lagði skóna á hilluna lékum við aftur sam- an, nú í góðum félagsskap eldri leik- manna sem kalla sig „Körfukarla“ en það er hópur sem hefur æft saman í meira en þrjá áratugi. Helgi slóst í hópinn fyrir um 15 árum og var með meðan heilsan leyfði en hélt þó áfram við golfið enda margir félag- anna í hópnum iðnir við það. Árið 1967 kvæntist Helgi Rann- veigu Laxdal og hafa þau verið mjög samrýnd í leik og starfi en þau hafa um áratugi rekið fyrirtækið Íslensk Ull SF sem bæði framleiðir ullarvör- ur og selur í eigin verslun. Þar hefur farið vel saman sköpunargáfa Rann- veigar og verklag Helga. Helgi var góður félagi og vinur, ákaflega ljúfur í lund með góða kímnigáfu og skemmtilegur, þótt nokkuð gæti hann verið stífur á meiningunni. Nú þegar vorið er á næsta leiti minnist ég fallegra vor- kvölda er ég heimsótti Helga á Vest- urgötuna, þar var spjallað og stund- um gat ég fengið hann til að spila smá boogie-woogie á píanóið sem næstum fyllti herbergið. Ég færi Rannveigu og fjölskyld- unni innilegar samúðarkveðjur frá Körfukörlum og okkur Margréti um leið og við þökkum Helga áralanga vináttu. Þorsteinn Hallgrímsson. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 2003 39 Elsku Jói. Það er svo margs að minnast frá þinni stuttu ævi. Ég var svo heppin og þeirrar gæfu aðnjótandi að fá þína foreldra, Hörpu og Sigga, sem mína fóstur- foreldra, sem varð til þess að ég fékk að kynnast þér frá blautu barnsbeini, alast upp með þér og taka þátt í þínu lífi frá byrjun til enda. Við höfum hlegið svo mikið saman, enda var aldrei langt í hláturinn hjá okkur og sögðum við ætíð að hlátur- inn lengdi lífið. Þú varst svo innilega þú sjálfur, svo glaðlyndur, jákvæður og fullur af lífs- gleði. Það vantaði samt aldrei litla prakkarann í þig, því fékk ég snemma að kynnast. Þú menntaðir þig sem kokkur og stóðst þig eins og hetja, varðst yngsti yfirkokkur á Hótel Borg frá upphafi Borgarinnar og það segir nokkuð um þinn metnað. Þú fórst að skoða heiminn, komst fyrst til Noregs til að vinna og ætlaðir svo í smá frí til Miami, en smá frí var ekkert smá frí, þar kynntist þú glæsi- legri konu frá Brasilíu, henni Valeriu, og vissir strax að þarna væri þín kona. Fyrir um hálfu öðru ári síðan fluttust þið til Íslands og tókuð alveg einstak- lega vel á móti mér þegar ég flutti heim frá Noregi hálfu ári síðar. Það sem er svo minnisstætt með þig, Jói, eru kokkabækurnar þínar, þú kallaðir þær biblíurnar þínar. Þitt dálæti á músik, dettur mér þá einna helst í hug ABBA og Bee Gees, JÓHANNES SIGURÐSSON ✝ Jóhannes Sig-urðsson fæddist í Hafnarfirði 5. janúar 1978. Hann lést af slysförum 28. mars síðastliðinn og var útför hans gerð frá Hafnarfjarðarkirkju 9. apríl. danssporin sem þú tókst í tíma og ótíma og þitt dálæti á skyrtu- krögum. Svo kom tilfinninga- flæðið þegar Jasmin, dóttir ykkar Valeriu, fæddist, þú varst svo stoltur og trúðir því vart að þessi litla prinsessa væri þín, hún er alveg yndisleg. Elsku Jói, ég þakka þér svo innilega fyrir öll árin og ánægjustundir okkar, sjáumst síðar. Valeriu, Jasmin og Filipe sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Þín fóstursystir, Margrét Svava Jörgensdóttir. Það er sárt að þurfa að kveðja gamlan vin sem við kynntumst í Digranesskóla í Kópavogi. Það er skelfilegt að hugsa til þess að Jói var þriðja fórnarlamb umferðarslysa í okkar árgangi (’78). Við vorum ekki mörg í þeim árgangi og þekktumst því öll frekar vel. Jói var vinsæll með- al skólafélaga enda alveg ótrúlega skemmtilegur og góður strákur. Hann var með svo mikla persónutöfra að hann laðaði fólk að sér, það var auðvelt að vera nálægt honum. Við stelpurnar rifjum oft upp minningar af unglingsárunum og eigum við skemmtilegar minningar frá þeim tíma. Við krakkarnir sem vorum mik- ið saman vorum ansi uppátækjasöm. Má þá nefna ferðina heim af ferming- aræfingu í Kópavogskirkju. Þá heim- ferð munum við til æviloka. Það er hægt að rifja upp svo ótal margar góðar minningar sem við eigum eftir að varðveita vel í hjörtum okkar. Það var haldið skólamót eða „Reu- nion“ í nóvember 1999 og getum við þakkað honum Jóa fyrir það. Hann var svo áhugasamur og hitti okkur stelpurnar ósjaldan með plön og hug- myndir. Það er sorglegt að hugsa til þess að Jói verði ekki með í að plana næsta skólamót eða bara lífga upp á staðinn eins og honum var einum lag- ið. Við kveðjum Jóa með miklum söknuði og viljum votta eiginkonu hans, fjölskyldu og vinum innilega samúð. Megi guð vaka yfir ykkur á þessum erfiða tíma. Þínar vinkonur, Hrafnhildur, Hanna, Halla, Elín, Lilja og Marta. AFMÆLIS- og minningar- greinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disk- lingi þarf útprentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heima- síma). Ekki er tekið við hand- skrifuðum greinum. Um hvern látinn einstakling birtist ein aðalgrein af hæfi- legri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar séu um 300 orð eða 1.500 slög (með bilum) en það eru um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitn- anir í sálma eða ljóð takmark- ast við eitt til þrjú erindi. Einn- ig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5– 15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir grein- unum. Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsing- um um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Frágangur afmælis- og minning- argreina Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti eða á disklingi (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist). Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauð- synlegt er að símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusími og heimasími) fylgi með. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nán- ari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern lát- inn einstakling birtist formáli og ein aðal- grein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitn- anir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 lín- ur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt- nefni undir greinunum. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐLAUG HULD NIELSEN, Hátúni 12, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 11. apríl kl. 13.30. Alfreð Guðmundsson, Birgit Beining, Guðrún B. Guðmundsdóttir, Ingvi Þór Ragnarsson, Guðmundur Guðmundsson, Inga Lilja Lárusdóttir, Guðmundur Bjarnason og barnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN GUÐMUNDUR JÓHANNSSON prentari, Lyngheiði 19, Selfossi, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju laugar- daginn 12. apríl kl. 13.30. Guðrún Ásbjörnsdóttir, Gíslína G. Jónsdóttir, Ingvar Guðmundsson, Jóhann H. Jónsson, Ingunn Ú. Sigurjónsdóttir, Sigríður Á. Jónsdóttir, Sigurður Þ. Kristjánsson, Ásbjörn G. Jónsson, Guðfinna B. Birgisdóttir, afabörn og langafabarn. Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, HÓLMFRÍÐUR HÓLMGEIRSDÓTTIR, Byggðavegi 136a, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri fimmtudaginn 3. apríl sl. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju föstu- daginn 11. apríl kl. 13.30. Níels Krüger, Auður Stefánsdóttir, Herbert B. Jónsson, Kristjana Níelsdóttir, Sigurður Pálmi Randversson, Haraldur Krüger, Bryndís Benjamínsdóttir, Þorsteinn Krüger, Guðrún Heiða Kristjánsdóttir og ömmubörnin öll.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.