Morgunblaðið - 10.04.2003, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 10.04.2003, Qupperneq 48
GOLF 48 FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ Úrslitakeppni ESSO deildar karla 2003 Handbolti okkar þjóðaríþrótt 8 liða úrslit fimmtud. 10. apríl 2003 Fram -Haukar Framheimili 19.15 FH - Valur Kaplakrika 19.15 Þór - ÍR Íþróttahöllin Ak. 19.15 HK - KA Digranes 19.15 ÞAÐ var hinn þekkti bandaríski kylfingur Bobby Jones sem sá til þess að fyrsta Masters-mótið fór fram árið 1934. Mótið var fyrst haldið á Augusta-vellinum árið 1940 en það voru Clifford Roberts og Bobby Jones sem hönnuðu völl- inn með það að markmiði að halda Masters-mótið á vellinum ár hvert. Þessi hefð hefur haldið sér á Aug- usta en á hinum stórmótunum þremur; opna breska meist- aramótinu, bandaríska meist- aramótinu og PGA-meistaramótinu er leikið á mismunandi keppn- isvöllum ár hvert. Helstu einkenni Masters-mótsins er græni jakkinn sem sigurveg- arinn fær í verðlaun. Engar auglýs- ingar eru á vellinum, völlurinn er mjög sérstakur og fallegur. Að auki var eitt frægasta golfhögg sög- unnar slegið á þessu móti þegar Gene Sarazen tryggði sér sigur ár- ið 1935 með því að setja kúluna of- aní í öðru höggi sínu á 15. braut sem er par fimm. Allt fram til dagsins í dag hefur höggið verið kallað „höggið sem fór umhverfis jörðina“ en fregnir af afreki hans fór um eins og eldur í sinu. Sarazen enn í fersku minni  NORÐUR-Írinn, Darren Clarke, missti af tækifæri til þess að leika æfingahring á Augusta-vellinum með Tiger Woods og Mark O’Meara í gær þar sem Clarke svaf á meðan Woods og O’Meara hófu leik árla morguns. Clarke er þekktur fyrir að taka lífinu með ró og er oftar en ekki með stóran vindil með í för er hann leikur golf.  CLARKE segir við BBC að hann hafi ekki miklar áhyggjur af þessu en þess í stað lék hann 9 holur með Padraig Harrington og Billy Mayfair. Masters-mótið hefst á morgun, fimmtudag, en það er fyrsta stórmót ársins. Woods hefur sigrað á mótinu undanfarin tvö ár en engum hefur tekist að sigra þrisvar í röð á Masters-mótinu.  ERNIE Els frá S-Afríku hefur ekki keppt undanfarnar tvær vikur þar sem hann vildi ná sér fullkom- lega af meiðslum á úlnlið. Els meidd- ist er hann var að æfa box á heimili sínu í London. Els er í öðru sæti á heimslista atvinnukylfinga og sigr- aði hann á fjórum af fyrstu fimm mótum keppnistímabilsins á evr- ópsku mótaröðinni. Hann segir að ekkert ami að sér í dag og er tilbú- inn í slaginn.  ERNIE Els segir að fimmta hola Augusta sé nú ein sú erfiðasta á vellinum eftir breytingar sem gerð- ar voru á henni. „Þetta var þægileg hola par 4 hola, teighöggið var ekki of erfitt en nú er búið að setja teig- ana aftar, brautin liggur nú til hægri og þeir hafa dýpkað sandglompurn- ar sem eru á brautinni. Í dag er þetta ein erfiðasta braut vallarins,“ segir Els. FÓLK HOOTIE Johnson, formaður Augusta-golfklúbbsins, og Martha Burk, talsmaður kven- réttindasamtaka í Bandaríkj- unum, hafa verið mikið í sviðs- ljósinu að undanförnu þar sem konur hafa aldrei fengið að gerast félagar í Augusta- golfklúbbnum. Johnson staðið í ströngu að verja þá ákvörðun klúbbsins að bjóða konum ekki að gerast meðlimir. Johnson og Burk hafa skipst á skoð- unum í sjónvarpi og í blöðum undanfarna mánuði og hafa keppendur forðast að blanda sér í málið. Tiger Woods hefur þó sagt að hann myndi vilja að konur fengju inngöngu í klúbbinn en að sama skapi segir Woods að Augusta- golfklúbburinn geti ákveðið reglur sínar á eigin forsendum og séu í fullum rétti til þess að gera slíkt. Málið hefur vakið mikla athygli í Bandaríkj- unum og til þess að skaða ekki ímynd þeirra fyrirtækja sem vildu auglýsa vörumerki sín á meðan keppni stendur á Aug- usta hefur stjórn golfklúbbs- ins ákveðið að ekkert fyr- irtæki fái að auglýsa á vellinum sjálfum á meðan keppnin stendur. Sjóðir Aug- usta golfklúbbsins eru gríð- arlegir og segir Hootie John- son að ekki sé þörf á fjármagni frá fyrirtækjum næstu árin ef svo ber undir – og má túlka orð hans á þann veg að golfklúbburinn verði áfram aðeins fyrir karla. Engar konur á Augusta Að þessu sinni munu 93 kylfingar keppa umþann heiður að fá að klæðast jakkanum græna. Alls eru 39 keppendur frá öðrum löndum en Bandaríkjunum. Ernie Els frá S-Afríku er tal- in verða helsti keppinautur Woods en Els hefur átt við meiðsli að stríða á úlnlið undanfarnar vik- ur. Els var í miklum ham er keppnistímabilið hófs á ný í janúar þar sem hann sigraði á tveimur fyrstu mótum ársins með talsverðum yfirburðum. Aðeins Jack Nicklaus (1965–66) og Nick Faldo (1989–90) hafa varið titla sína á Masters-mótinu á Augusta en Woods hefur hug á því að slá þeim við og bæta þriðja jakkanum í safn sitt. Nicklaus náði ekki að komast í gegnum niðurskurðinn árið 1967 og Faldo náði ekki að fylgja Ian Woosnam eftir árið 1991 – en Tiger Woods er líklegur til þess að ná því sem engum hefur tekist áður. Woods afrek- aði það að vinna bandaríska meistaramót áhuga- manna þrjú ár í röð og hann er sá eini sem hefur unnið þrjú mót á bandarísku mótaröðinni þrjú ár í röð en það eru Bay Hill-mótið, Memorial-mótið og NEC Invitational-mótið. Woods hefur sagt að mikið sé í húfi og einstakt sögulegt tækifæri. „Ef mér tekst að sigra hef ég afrekað eitthvað sem enginn annar hefur gert. Það er því mikilvægt fyrir mig að nýta vel þetta tækifæri,“ segir Woods sem á nú þegar nokkra kafla í metabókum Mast- ers-mótsins. Fyrir tveimur árum lék hann vand- ræðalaust golf er hann hélt aftur af David Duval Tiger Woods getur skákað Nicklaus og Faldo með þriðja sigri sínum í röð á Mastersmótinu í Augusta „Einstakt tækifæri“ TIGER Woods mun hefja titilvörn sína á Masters-mótinu í golfi í dag er hann hefur keppni á hinum víðfræga Augusta-golfvelli í Bandaríkjunum – en mótið er fyrsta stórmót ársins en þau eru alls fjögur ár hvert. Tiger Woods hefur klætt sig í græna jakkann sl. tvö ár í tilefni þess að hann hefur staðið uppi sem sigurvegari en hann hefur unnið mótið þrisvar á sínum ferli. Woods er ávallt bestur þegar mikið liggur við og með sigri að þessu sinni getur hann skákað stærstu nöfnum golfsögunnar. Reuters Nær Suður-Afríkubúinn Ernie Els að stöðva Tiger?  #$%%& &' !""(  )%%&  *++,* -*+.&  /** 01+++&2 3 202/,* 3 41032 3 *.*3$522 10  6* * 7 2 -+0&*8 "#( *%3+ & 657 &/*,& 2 -&/ 0* +&$&  1$$2 01+9++2 ,&+ /$&%,&/               :# -1&'; <8 ! 10 ( *2,= *,/,1>2* / *?/ @$ A.* 3 :#-1&2; -** &$&+ -&  +&$ $A+&0* 6*  *2, B* C8 CCD  ! *2, B* (8 C!  ( *2, B* E8 CFF  *2, *2,&*  202/,* ++&2 B* 0.      ! " #  #"$  $ $ "!$  $  $ !$ $ $ ((!D $ "$ $  $ $ !$ $ "#$ $ (((D FFFF          (F          (F G! &0 H11./ /,,& ,/,&'8 !G" -9008 60* -* /&0*'& &' IIG &0 0,2 7 1'&' A/,2 ,&+ 6// *' /&0* 6&/* 3 9' J*K$ &K$+*2/ &/,$/, 6*' &' IFG 10 &K$ *+.1 II %&  ' (  $  )*  +  )&&  *  ,  , -,++ 

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.