Morgunblaðið - 10.04.2003, Qupperneq 49
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 2003 49
og Phil Mickelson sem sóttu hart að
honum á lokadeginum á Augusta-
vellinum. Jack Nicklaus býst ekki
við öðru en að Woods verði fremstur
í flokki þetta árið. „Það er erfiðast
að vinna Masters-mótið einu sinni, í
annað skiptið er það ekki eins erfitt
og Woods getur skráð nafn sitt
vandræðalaust í sögubækurnar ef
hann heldur vel á sínum spilum,“
segir Nicklaus. Aðeins einn kylfing-
ur á lista yfir þá 30 bestu á Mast-
ersmótinu hefur klætt sig í græna
jakkann, en það er Vijay Sing sem
sigraði árið 2000. Á sl. ári var Aug-
usta-völlurinn afar erfiður viður-
eignar þar sem hann hefur verið
lengdur til muna auk þess sem mikil
riging var á meðan keppninni stóð.
Það gerði það að verkum að þeir
högglengstu nutu góðs af því og
áttu betri möguleika. Verði völlur-
inn hins vegar harður og þurr ætti
það að gefa fleiri kylfingum tæki-
færi á að blanda sér í baráttuna.
Woods segir að honum líði vel
þegar mikið liggi við á golfvellinum
og að kastljós fjölmiðla hafi engin
áhrif á hann á meðan leik stendur.
Hann hefur unnið þrjú af þeim fimm
mótum sem hann hefur tekið þátt í á
þessu ári og segir sjálfur að hann sé
tilbúinn í slaginn á Augusta-vellin-
um. Eins og áður segir er Ernie Els
nefndur til sögunnar sem líklegasti
keppinautur Woods og Davis Love
III hefur leikið vel að undanförnu.
Phil Mickelson er enn og aftur lík-
legur til afreka sem og Colin
Montgomerie. Þeir tveir síðast-
nefndu hafa aldrei unnið á stórmót-
unum fjórum þrátt fyrir að hafa
verið í fremstu röð atvinnukylfinga
um margra ára skeið. Hinn danski
Thomas Björn ætlar ekki að taka
þátt í keppninni að þessu sinni
vegna veikinda í fjölskyldu hans.
Reuters
Tiger Woods, sem getur skráð nafn sitt í sögubækurnar, slær upp úr glompu.
JÓHANNES Eðvaldsson, fyrrver-
andi fyrirliði íslenska landsliðsins í
knattspyrnu og leikmaður með Cel-
tic í Skotlandi, segir í viðtali við
enska netmiðilinn Sportinglife að
hann leggi traust sitt á walesverj-
ann John Hartson í leikjum Celtic á
móti portúgalska liðinu Boavista en
liðin mætast í fyrri undanúrslita-
leik liðanna í UEFA-keppninni á
Parkhead, heimavelli Celtic í kvöld.
Síðast þegar þessi lið mættust á
knattspyrnuvellinum var Jóhannes
í liði Celtic. Jóhannes eða „Big
Shuggy“ eins og hann var nefndur,
Kenny Dalglish og Dexie Dean
skoruðu mörk Celtic sigur á Boa-
vista í Evrópukeppni bikarhafa
tímabilið 1974-75 – 3:1, en jafnt var
í Portúgal, 0:0.
„Hartson hefur verið í miklum
ham á leiktíðinni og ég vona svo
sannarlega að hann verði á skot-
skónum. Ég er mjög hrifinn af
Hartson – hann er harðjaxl, eitr-
aður framherji og þolir ekki að
tapa. Hann er leikmaður að mínu
skapi. Það yrði frábært fyrir Celtic
að komast í úrslit í UEFA-
keppninni en mér finnst samt aðal-
málið að liðið hafi betur á móti
Rangers og vinni deildina. Það yrði
skelfilegt ef Rangers næði þrennu,“
sagði Jóhannes.
„Big Shuggy“ setur
traust sitt á Hartson
GUÐMUNDUR Steinarsson skor-
aði eitt marka Brönshöj sem sigraði
B1913 örugglega, 5:1, í dönsku 1.
deildinni í knattspyrnu í gær. Guð-
mundur, sem gekk til liðs við Bröns-
höj frá Keflavík í síðasta mánuði,
hefur þá skorað tvö mörk í fyrstu
þremur leikjum sínum og lið hans
hefur nú lyft sér úr mestu fallhætt-
unni og upp í 9. sætið í deildinni.
ASTON Villa hefur hætt við fyr-
irhugaða æfinga- og keppnisferð til
Kína og Hong Kong í sumar vegna
lungnabólgufaraldursins sem geisað
hefur á þessu svæði. Áður hafði
Everton hætt við æfingaferð sína til
Kína sem liðið ætlaði að fara í maí-
mánuði.
ALEX Ferguson, stjóri Manchest-
er United, segir að Raúl framherji
Real Madrid og spænska landsliðs-
ins sé besti knattspyrnumaður
heimsins að sínu mati en Raúl skor-
aði tvö af mörkum Madridarliðsins í
3:1 sigrinum á United í fyrrakvöld.
GLENN Hoddle knattspyrnustjóri
Tottenham getur farið að svipast um
eftir leikmönnum því stjórnarfor-
maður félagsins hefur ritað bréf til
dyggra stuðningsmanna Tottenham
og þar kemur fram að Hoddle fái fé í
sumar til að styrkja leikmannahóp
félagsins fyrir átökin á næstu leiktíð.
CLARENCE Seedorf hollenski
miðjumaðurinn í liði AC Milan getur
ekki leikið meira með Mílanóliðinu á
þessu tímabili. Seedorf meiddist á
hné í leik AC Milan og Ajax í Meist-
aradeildinni í fyrrakvöld og við
læknisskoðun í gær kom í ljós að
meiðslin eru það alvarleg að hann
verður frá næstu tvo mánuðina í það
minnsta.
FORRÁÐAMENN knattspyrnu-
mála í Austurríki og Sviss hafa reif-
að þá hugmynd að steypa deildar-
keppnunum í þessum löndum sama í
eina deild og með því telja þeir að lið-
in styrkist og hafi meiri möguleika á
að láta að sér kveða í Meistaradeild-
inni.
MICHAEL Jordan hélt upptekn-
um hætti er hann lék í síðasta sinn
gegn Cleveland á útivelli í Gund
Arena í fyrradag í NBA-deildinni í
körfuknattleik en Jordan skoraði 26
stig í 100:91 sigri Washington Wiz-
ards.
STUÐNINGSMENN Cleveland
fylltu keppnishöll liðsins í aðeins
annað sinn á leiktíðinni en liðið er
með versta árangur allra liða deild-
arinnar á þessu keppnistímabili. Jor-
dan hefur átt góða leiki í gegnum tíð-
ina gegn Cleveland og skoraði m.a.
69 stig 28. mars árið 1990 og hefur
Jordan aldrei leikið það eftir síðan
þá.
AÐ auki sá Jordan til þess að
Cleveland féll úr úrslitakeppninni
fjórum sinnum í röð er hann lék með
Chicago Bulls og margir muna eftir
sigurkörfu hans í oddaleik liðanna
árið 1988.
FÓLK
ÞAÐ verða KR og Fylkir sem mæt-
ast í úrslitaleik Canela-bikarsins í
knattspyrnu á Spáni á morgun. KR
vann Grindavík, 1:0, í hörkuspenn-
andi úrslitaleik A-riðils í gær þar
sem Veigar Páll Gunnarsson skor-
aði sigurmarkið, og Fylkir lagði
Skagamenn, 2:0, með tveimur
mörkum Theódórs Óskarssonar.
Lee Sharpe lék allan tímann á
miðjunni hjá Grindvíkingum gegn
KR, stjórnaði þar spilinu og átti
margar frábærar sendingar.
ÍBV vann Aftureldingu örugg-
lega, 3:0, og mætir FH í leik um 5.
sætið. FH-ingar lentu í basli með
Úrvalslið Úrvals-Útsýnar, sem er
skipað varamönnum hinna liðanna,
en sigruðu í vítaspyrnukeppni eftir
jafntefli, 1:1.
Leikirnir í gær fóru fram í sól og
27 stiga hita en mikil veðurblíða
hefur verið á Suður-Spáni frá því
íslensku liðin komu þangað um síð-
ustu helgi.
KR og
Fylkir í
úrslitum
á Spáni
Petersons á tvö ár eftir af samn-ingi sínum við Gróttu/KR en
forráðamenn vesturbæjarliðsins bú-
ast fastlega við því að missa hann úr
sínum röðum. „Við ætlum ekki að
gefa hann frá okkur en ég held að
það sé næsta öruggt að hann fer frá
okkur og aðeins spurning hvar hann
endar,“ sagði Kristján Guðlaugsson,
formaður handknattleiksdeildar
Gróttu/KR, við Morgunblaðið.
HSG Düsseldorf er í öðru sæti í
suðurhluta þýsku 2. deildarinnar
með jafnmörg stig og toppliðið
Kronau/Östringen. Liðið sem verð-
ur efst fer beint upp í Bundesliguna
en liðið í öðru sæti fer í umspil um
sæti í deild þeirra bestu.
Nokkrir íslenskir handknattleiks-
menn hafa leikið með Düsseldorf.
Fyrstur til þess var Páll Ólafsson,
fyrrverandi landsliðsmaður, sem
var í meistarabaráttu með liðinu, og
síðan fetaði annar landsliðsmaður,
Héðinn Gilsson, í fótspor hans.
Alfreð sýndi áhuga
Petersons er einn þeirra örv-
hentu leikmanna sem Alfreð Gísla-
son, þjálfari Magdeburg, hafði sýnt
áhuga á að fá til liðs við sig til að
fylla skarð Ólafs Stefánssonar en
hann yfirgefur sem kunnugt er
Magdeburg í sumar og gengur til
liðs við Ciudad Real á Spáni. Lett-
inn fyrrverandi æfði með Magde-
burg fyrir skömmu og voru viðræð-
ur í gangi á milli Magdeburg og
Gróttu/KR um félagaskiptin en Al-
freð sagði í samtali við Morgunblað-
ið í gær að ekkert yrði úr félaga-
skiptunum.
„Það má segja að þetta mál sé
komið í geymslu. Petersons er ung-
ur og efnilegur leikmaður sem mér
leist mjög vel á en við erum með
marga unga stráka í okkar röðum
sem ég held að geti orðið mjög góð-
ir. Eftir að hafa skoðað málið frá öll-
um hliðum höfum við komist að
þeirri niðurstöðu að betra sé að fá
eldri og reyndari leikmann til að
leysa Ólaf af hólmi og er það í
vinnslu,“ sagði Alfreð við Morgun-
blaðið.
Kristján Guðlaugssonsagði við
Morgunblaðið að Magdeburg hefði
gert Petersons tilboð en eftir að
hafa skoðað það hefði hann tekið
ákvörðun um að hafna því.
Düsseldorf vill
skoða Petersons
ALEXANDERS Petersons heldur til Þýskalands í næstu viku en
þýska 1. deildarliðið HSG Düsseldorf hefur boðið Lettanum að
kynna sér aðstæður hjá félaginu og æfa með því í nokkra daga.
Ekkert verður úr því að hann fari til Magdeburg, þar sem hann var
til reynslu á dögunum.
Rigning á
Augusta-
vellinum
hefur áhrif
MIKLAR rigningar hafa ver-
ið á Augusta-vellinum í
Bandaríkjunum undanfarna
daga og er völlurinn mjög
mjúkur og blautur á vissum
stöðum.
Golfspekingar vestanhafs
leiða að því líkum að með
hverjum dropa sem falli á
Augusta-völlinn aukist lík-
urnar á því að Tiger Woods
sigri á Mastersmótinu þriðja
árið í röð. Woods er einn
högglengsti kylfingur ver-
aldar og þar sem boltinn á
ekki eftir að rúlla mikið eftir
brautunum hafa þeir högg-
lengstu ákveðið forskot á þá
sem slá styttra.
„Ef ég á að eiga nokkra
möguleika á þessum velli
verður hann að vera þurr og
harður. Ef það rignir meira
mun ég eiga í vandræðum,“
segir Bandaríkjamaðurinn
Scott Hoch sem reiðir sig á
stutta spilið og púttin í leik
sínum.
Woods segir að vissulega
hagnist hann á því ef hann
nái að slá langt og beint á
blautum vellinum.