Morgunblaðið - 14.04.2003, Page 2

Morgunblaðið - 14.04.2003, Page 2
FRÉTTIR 2 MÁNUDAGUR 14. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ SKATTAR RÁÐA MESTU Nærri sex af hverjum tíu kjós- endum telja að skatta- og velferð- armál ráði mestu um hvaða flokk þeir kjósa í komandi þingkosn- ingum, samkvæmt skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Ís- lands sem gerð var fyrir Morgun- blaðið dagana 6. til 11. apríl síðastlið- inn. Rúm 30% svarenda í könnuninni nefndu skattamál og tæp 28% nefndu félagslega velferð, þ.e. hús- næðismál, menntamál, heilbrigð- ismál, velferðarkerfið og málefni aldraðra, öryrkja og ungs fólks. Sýrlendingar fá orð í eyra Bandaríkjastjórn veittist í gær harkalega að Sýrlendingum, sakaði þá um að ráða yfir efnavopnum og varaði þá við því að hleypa hátt- settum, íröskum ráðamönnum á flótta inn í landið, en í gær héldu bandarískar hersveitir inn í Tikrit, heimaborg Saddams Husseins, fyrr- verandi Íraksforseta. Þriggja flokka stjórn Davíð Oddsson, forsætisráðherra, sagði í Kastljósinu í Sjónvarpinu í gærkvöldi að yrði fylgi stjórn- málaflokkanna í alþingiskosning- unum hið sama og í Gallup-könnun sem birt var í gær, væri raunhæf niðurstaða að mynduð yrði þriggja flokka stjórn Samfylkingarinnar, Vinstri grænna og Frjálslynda flokksins. Skyndilega án ríkisfangs Lára Diego Martin sem búsett er á Írlandi en hefur fram að þessu haft íslenskt vegabréf fær það ekki end- urnýjað þar sem faðir hennar, sem er bandarískur ríkisborgari, og móð- ir, sem er íslensk, voru gift þegar hún fæddist. Samkvæmt lögum sem í gildi voru þá tilheyrir hún rík- isfangi föður en hefðu þau ekki verið gift væri hún íslenskur ríkisborgari. Öflugur banki Valgerður Sverrisdóttir, við- skiptaráðherra, fagnar sameiningu Búnaðarbanka Íslands og Kaup- þings og telur að til verði öflugt fyr- irtæki sem muni starfa á al- þjóðamarkaði. Ráðgjafi handtekinn Bandaríkjamenn handsömuðu hálfbróður Saddams Husseins, Watban Ibrahim al-Tikriti, í norður- hluta Íraks í gær, nærri landamær- unum að Sýrlandi. Al-Tikriti er sagður hafa verið ráðgjafi Saddams og gegndi hann m.a. á sínum tíma embætti innanríkisráðherra í stjórn Saddams. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Kirkjustarf 24 Viðskipti 10/11 Bréf 26/27 Erlent 12/13 Dagbók 28/29 Listir 14/16 Leikhús 30 Umræðan 17 Fólk 30/33 Forystugrein 18 Bíó 30/33 Minningar 20/23 Ljósvakar 34 Þjónusta 25 Veður 35 * * * ÖKUMAÐUR slasaðist og var fluttur í sjúkrabíl til Reykjavíkur eftir bílveltu á Suðurlandsvegi við Álftaver í gær. Maðurinn sat fastur í bílnum og þurfti að fá tækjabíl slökkviliðsins til að klippa þakið af til að hægt væri að ná honum út. Lögreglan í Vík í Mýrdal segir að maðurinn hafi verið á austurleið og misst stjórn á bílnum með þeim afleið- ingum að hann valt í vegkantinum. Maðurinn var ekki talinn alvarlega slasaður. Missti stjórn á bílnum VERÐI fylgi stjórnmálaflokkanna í alþingis- kosningunum hið sama og í Gallup-könnun sem birt var í gær, telur Davíð Oddsson forsætisráð- herra það raunhæfa niðurstöðu að mynduð verði þriggja flokka stjórn Samfylkingarinnar, Vinstri grænna og Frjálslynda flokksins. „Það yrði að vísu mjög veik stjórn og sundurlaus og það þyrfti ekki að hafa áhyggjur af því sem hag- fræðingarnir hafa, að skattar yrðu lækkaðir,“ sagði Davíð í Kastljósinu í Ríkissjónvarpinu í gær. Davíð sagðist ekki vilja að Sjálfstæðis- flokkurinn tæki þátt í þriggja flokka stjórn en útilokaði ekki stjórnarsamstarf með Samfylk- ingunni. Steingrími J. Sigfússyni, formanni VG, leist prýðilega á þriggja flokka stjórnarmynstrið sem Davíð nefndi. „Það hlýtur að vera markmið stjórnarandstöðu á hverjum tíma að fella sitj- andi ríkisstjórn og taka við,“ sagði hann. Ingi- björg Sólrún Gísladóttir, frambjóðandi Samfylk- ingarinnar, sagði það dálítið merkilegt að hlusta á formann Sjálfstæðisflokksins taka sér það fyr- ir hendur að mynda ríkisstjórn fyrir hönd ann- arra fyrir kosningar og vildi bíða eftir úrslitum kosninganna. Það skipti ekki meginmáli hverjir sætu með flokknum í ríkisstjórn heldur að þeir væru tilbúnir að vinna með Samfylkingunni að stefnumálum hennar. Halldór Ásgrímsson sagð- ist ekki hafa trú á því að Framsóknarflokkurinn kæmi eins veikur út úr kosningunum og könn- unin gæfi til kynna. „Þetta er mjög merkilegt hér í kvöld, ef þetta yrði niðurstaða kosning- anna, þá hefur það verið sagt hér að það sé lík- legt að það yrði mynduð þriggja flokka stjórn Samfylkingarinnar, Vinstri grænna og Frjáls- lyndra. Það finnst mér vera mjög mikil tíðindi.“ Aðspurður af Ingibjörgu Sólrúnu hvort Fram- sókn ætlaði að „spila sig alveg út úr þessu“ sagði Halldór ljóst að ef Framsóknarflokkurinn færi úr rúmlega 18% niður í 12% þá hefði hann engan styrk til að vera í ríkisstjórn. Slík niður- staða væri vantraust á flokkinn. Davíð Oddsson um Gallup-könnun á fylgi stjórnmálaflokka Stjórnarandstaðan tæki að óbreyttu við MIKLAR drunur ómuðu um Norð- urárdal í Borgarfirði er starfs- menn verktakafyrirtækisins Arn- arfells notuðu blíðviðrið til að sprengja upp klöpp á móts við bæinn Dalsmynni, skammt frá þjóðveginum þaðan sem nýr Dala- fjallsvegur um Bröttubrekku á að liggja. Þór Konráðsson, verkstjóri hjá Arnarfelli, sagði við Morgun- blaðið að sprengingin hefði heppnast nákvæmlega eins og til var ætlast. Það tók Þór og hans menn þrjá daga að undirbúa verkið en sprengiefni var komið fyrir í rörum og þeim troðið ofan í átta metra djúpar holur sem boraðar höfðu verið í bergið með 70 sentímetra millibili, alls 195 holur. Þór sagði þetta hafa verið gert til að „klippa“ bergvegginn beinan. Þá var dínamíti troðið of- an í 50 aðrar holur skammt frá. Alls fóru tvö tonn af dínamíti of- an í þessar nærri 250 holur en þetta var síðasta sprengingin af þessari stærðargráðu við gerð nýja vegarins. Við þetta losnuðu um tvö þúsund rúmmetrar af efni sem fara í klæðningu vegarins. Arnarfellsmenn búast við því að ljúka framkvæmdum vel fyrir áætluð verklok í september. Um er að ræða 11,3 km nýjan veg með bundnu slitlagi frá þjóðveg- inum að Brúnkollugili í Dalasýslu. Tvö tonn af dína- míti ofan í 250 holur Morgunblaðið/RAX Sprengikrafturinn var gríðarlegur eins og sjá má og spýttist grjótið í allar áttir, þó ekki yfir ljósmyndarann sem aðeins var í 300 metra fjarlægð. Sá er ýtti á takkann var einungis 150 metra í burtu en í skjóli inni í hjólaskóflu. Þór Konráðsson, verkstjóri hjá Arnarfelli, kemur dínamítinu fyrir í hleðsl- unum sem fóru ofan í 250 holur sem boraðar höfðu verið dagana á undan. BÍLVELTA varð á Sandgerð- isvegi í gærkvöldi og voru fjórir útlendingar fluttir með sjúkra- bifreið á sjúkrahús í Keflavík með minniháttar áverka. Bíll- inn er handónýtur, að sögn lög- reglunnar í Keflavík. Þá var ung stúllka flutt til Reykjavík- ur með meiðsli á höfði eftir að bíll hennar lenti ofan í skurði við Bakkaflugvallarveg í gær. Bílvelta á Sand- gerðisvegi 2003  MÁNUDAGUR 14. APRÍL BLAÐ B B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A VIÐTAL VIÐ SIGURÐ INGIMUNDARSON /B2,B3 Morgunblaðið/Kristján Björgvin Björgvinsson frá Dalvík hafði ástæðu til að fagna árangri sínum á Skíðamóti Íslands. Hann var sigurvegari í svigi, stórsvigi og alpatvíkeppninni. Sjá umsögn um mótið á B6, B7. Fyrir leikinn var búist við knatt-spyrnuveislu af hálfu Lokeren þar sem lið Lommel er gjaldþrota og aðeins tveir atvinnu- menn eru eftir í röð- um félagsins. Leik- urinn líktist því meira æfingaleik en deildaleik. Rúnar skoraði strax á 3. mínútu og rétt á eftir var Marel felldur og dæmd vítaspyrna en Davidts mark- vörður varði frá Arnari Grétarssyni. Marel var aftur á ferðinni þegar hann lagði upp annað mark Lokeren fyrir Rúnar, 2:0. Rétt fyrir leikhlé skoraði Marel þriðja markið með fallegum skalla. Arnar Þór Viðarsson fékk fyrsta færi síðari hálfleiks þegar hann átti hörkuskalla í þverslá. Rúnar innsigl- aði þrennuna þegar hann var felldur utan vítateigs, tók aukaspyrnuna sjálfur og skaut yfir varnarvegginn og í bláhornið, 4:0. Tólfta mark Rún- ars í deildinni í vetur. Það var síðan Arnar Grétarsson sem átti lokaorðið, gerði fimmta markið eftir skemmti- legan samleik við Rúnar, og það var jafnframt 16. mark Arnars í deildinni. „Íslendingarnir fjórir voru lang- bestir í þessum leik,“ sagði Paul Put, þjálfari Lokeren, á blaðamannafundi eftir leikinn en hann var ekki ánægð- ur með aðra leikmenn liðsins og taldi að þeir hefðu ekkert viljað beita sér í leiknum. Það hefur aðeins einu sinni áður gerst að öll fimm mörk erlends at- vinnuliðs hafi verið íslensk. Þá var það reyndar einn og sami maðurinn sem gerði þau öll; Atli Eðvaldsson, núverandi landsliðsþjálfari, sem skoraði 5 mörk þegar Düsseldorf vann Frankfurt, 5:0, í þýsku 1. deild- inni fyrir 20 árum. Rúnar með þrennu fyrir Lokeren RÚNAR Kristinsson skoraði sína fyrstu þrennu sem atvinnumaður þegar Lokeren vann stórsigur á Lommel, 5:0, í belgísku 1. deildinni í knattspyrnu á laugardagskvöldið. Íslendingar skoruðu öll mörkin í leiknum því Arnar Grétarsson og Marel Baldvinsson sáu um hin tvö. Þau hefðu getað orðið fleiri því Arnar Grétarsson nýtti ekki víta- spyrnu snemma leiks – markvörður Lommel varði frá honum. Kristján Bernburg skrifar frá Belgíu Gísli til liðs við Gróttu/KR GÍSLI Guðmundsson, hand- knattleiksmarkvörður sem lék með Selfossi í vetur og var jafnframt þjálfari liðs- ins, hefur ákveðið að ganga til liðs við Gróttu/KR á næstu leiktíð en hann tók ákvörðun um það fyrir nokkru að flytja á höf- uðborgarsvæðið frá Sel- fossi. Ágúst Jóhannsson, þjálfari Gróttu/KR staðfesti þetta í samtali við Morg- unblaðið í gær. „Gísli er góður markvörður með mikinn metnað auk þess að vera heilsteyptur persónu- leiki. Hann fellur því vel inn í okkar leikmannahóp,“ sagði Ágúst. Hlynur Mort- hens hefur varið mark Gróttu/KR undanfarin ár og heldur því áfram á næstu leiktíð að sögn Ágústs. „Koma Gísla verður bara til að auka breiddina í okkar leikmannahóp,“ sagði Ágúst og bætti því við að vel kæmi til greina að fá að minnsta kosti einn leikmann til viðbótar fyrir næstu leik- tíð. „Við erum að skoða okkar mál í rólegheitum, en það gæti alveg eins verið að fleiri handknattleiksmenn bætist í okkar hóp.“ Auk þess að leika með Selfossi var Gísli um nokk- urt skeið á milli stanganna í marki ÍBV. BÍLDSHÖFÐI 510 8020 SMÁRALIND 510 8030 SELFOSS 480 7000 WWW.INTERSPORT.IS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.