Morgunblaðið - 14.04.2003, Síða 11

Morgunblaðið - 14.04.2003, Síða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. APRÍL 2003 11 Barnahjálmar Mikið úrval af barnahjálmum, mismunandi myndir og litir. Auðvelt að stilla höfuðstærð. CE merktir. Verð frá kr. 2.400 GIANT 20" fjallahjól Vönduð hjól fyrir 6-7 ára á frábæru verði. 5 gíra með V-bremsum. Verð kr. 18.900, stgr. 17.955 Með dempara kr. 21.900, stgr. 20.805 Tveir demparar kr. 24.900, stgr. 23.655 GIANT barnahjól Vönduð barnahjól frá þessum þekkta framleiðanda með hjálpardekkjum og fótbremsu. CE öryggisstaðal. 12,5 “ svart kr. 12.500 16” svart eða bleikt kr. 13.900 www.markid.is • Sími: 553 5320 • Ármúla 40 H ön nu n: G un na r S te in þ ór ss on / M ar ki ð / 04 .2 00 3 Hjólin eru afhent tilbúin til notkunar. Árs ábyrgð og frí upphersla eftir einn mánuð Vandið valið og verslið í sérverslun. 5% staðgreiðslu afsláttur. Kreditkortasamningar, upplýsingar veittar í versluninni Moto Cross fjallahjól 12,5” kr. 12.900 14” kr. 13.900 16” kr. 14.900 TRANSPORTERverð kr. 6.100 ITALTRIKE þríhjól Vönduð og endingar- góð, létt og sterk. CE öryggisstaðall. LUCY, blátt, rautt eða bleikt, verð frá kr.5.200 VIVI barnahjól Fyrir 3 - 6 ára. Létt, sterk og meðfærileg barnahjól með hjálpardekkjum og fótbremsu. CE öryggisstaðal. Sunny Girl 12,5” kr. 11.400 Pretty Girl 14” kr. 12.900 HAUKUR Þorfinnsson skilar hér glaður í bragði inn tveimur hænueggjum sem hann fann í Öskjuhlíðinni en hann var einn þeirra sem tóku þátt í páskaeggjaleit Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík í gær. Búið var að fela skreytt hænuegg víðs vegar um hlíðina sem krakkarnir síðan leituðu að og fengu þau páskaegg að launum. Morgunblaðið/Ómar Ákveðinn í páskaeggjaleit FRAMBJÓÐENDUR Framsóknarflokksins í Reykjavík efndu til gönguferðar um Voga- hverfið í gær með íbúum hverfisins. Halldór Ásgrímsson, formaður flokksins, var þar í broddi fylkingar en málefni hverfisins voru meðal margs sem var til umræðu í göngunni. Morgunblaðið/Kristinn Gengu um Vogahverfið Sameining sparisjóðanna við banka ekki á döfinni JÓN Kr. Sólnes, formaður Sam- bands íslenskra sparisjóða, telur að sameining banka á borð við Kaup- þing og Búnaðarbankann geti falið í sér aukin tækifæri fyrir sparisjóð- ina. „Við höfum einbeitt okkur að því að sinna einstaklingum og smærri fyrirtækjum og ég held að þessar stóru bankaeiningar snúi sér hugs- anlega í aðra átt.“ Aðspurður hvort þessi þróun muni leiða til þess að sparisjóðirnir fari að leita samstarfs við aðra banka segir hann að slíkt sé ekki á döfinni. „Fyrsti kosturinn væri þá frekar að sparisjóðirnir efli og treysti samstarfið sín á milli til að mæta harðnandi samkeppni,“ sagði Jón. FRIÐBERT Traustason, formaður Sambands íslenskra bankamanna (SÍB), segir að sér lítist í sjálfu sér ekki illa á sameiningu Búnaðar- bankans og Kaupþings en for- svarsmenn bankanna hafi gert mistök með því að tala um yfirvof- andi uppsagnir. „Það er afskap- lega vitlaus aðferð við að sameina svona fyrirtæki, að byrja að gefa það upp að það þurfi að segja upp fólki,“ segir hann og bendir á að við sameiningu Íslandsbanka og Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hafi ekki einum einasta starfs- manni verið sagt upp. Friðbert gerir ráð fyrir því að starfsmenn hins sameinaða banka gerist félagsmenn í SÍB. Starfs- menn Búnaðarbankans séu þegar félagar en fæstir starfsmannna Kaupþings séu á hinn bóginn í stéttarfélögum. Auk þess sé kveðið á um í lögum um Búnaðarbanka Íslands hf. að starfsmenn séu fé- lagar í SÍB. „Og ég tel engan vafa leika á því að starfsmenn Bún- aðarbankans telji sér best borgið með því að vera innan vébanda SÍB,“ segir hann. Þá sé það merki- legt að starfsmenn Kaupþings á Norðurlöndunum séu innan syst- ursamtaka SÍB en starfsmenn hér á landi standi utan stéttarfélags- ins. Aðspurður segist hann ekkert hafa heyrt í forsvarsmönnum bankanna vegna sameiningarinnar. Friðbert segir það alranga að- ferð að byrja á því að segja fólki að það muni hugsanlega missa vinnuna og réttast væri að draga þessar yfirlýsingar til baka þegar í stað. Bankarnir eigi það á hættu að starfsmenn sem stjórnendur vilja síst missa og eiga jafnframt mestu möguleikana á að fá vinnu annarstaðar, að þeir einfaldlega hætti en bíði ekki eftir því að vera hugsanlega sagt upp störfum. Friðbert segir að stjórnendum bankanna væri nær að taka sam- einingu Íslandsbanka og FBA sér til fyrirmyndar. Í því tilfelli hafi því strax verið lýst yfir að engum yrði sagt upp í tengslum við sam- eininguna. Á næstu árum hafi starfsfólki smám saman fækkað með því að ekki var ráðið í stað þeirra sem hættu. Friðbert bendir á að mikið af ungu fólki vinni hjá bönkunum og það staldri gjarnan stutt við. Mistök að tala um yfirvofandi uppsagnir „Að verða leiðandi alhliða banki“ STEFNA hins sameinaða banka verður:  Að hámarka verðmæti bank- ans og arðsemi hans til langs tíma fyrir hluthafa.  Að vera leiðandi alhliða banki á Íslandi og í hópi fremstu fjárfestingarbanka á Norður- löndum.  Að viðhalda örum vexti án þess að slá af arðsemiskröf- um.  Að byggja upp góða ímynd sem framsækinn og sjálf- stæður alhliða banki  Að koma á og viðhalda traust- um langtímasamskiptum við viðskiptavini.  Að hafa í starfi áhugasamt, vel menntað og framtakssamt fólk sem býr yfir góðri þekk- ingu á viðfangsefnum sínum.  Að halda áfram að efla starfs- lið bankans, sem er helsta auðlind hans.  Að nýta nýjustu upplýsinga- tækni sem tæki til þess að styrkja samkeppnisstöðu bankans. Árni Tómasson Ekki hans ósk að hætta ÁRNI Tómasson, fráfarandi banka- stjóri Búnaðarbankans hf., óskaði ekki sjálfur eftir því að láta af störf- um. Þetta hafi orðið samkomu- lag milli aðila en við sameiningu fyrirtækja sé ljóst að ekki geti allir stjórnendur haldið áfram. „Það sem ligg- ur fyrir er að ég fer að pakka sam- an og ljúka málum sem ég hef verið að vinna við. Ég ætlaði líka að taka mér frí svona til tilbreytingar en til þess hefur ekki gefist tækifæri í nokkur ár. Ég hugsa að ég byrji bara á því að hafa það huggulegt,“ segir hann. Spurður um hvaða ástæður hann telji vera fyrir því að ákveðið var að hann myndi hætta segir hann að hún sé einfaldlega sú að það geti ekki allir stjórnendur haldið áfram. Árni Tómasson tók við starfi bankastjóra hjá Búnaðarbankanum 10. mars 2001. Árni Tómasson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.