Morgunblaðið - 14.04.2003, Page 25

Morgunblaðið - 14.04.2003, Page 25
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. APRÍL 2003 25 www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13,SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 20 ár Hákon Svavarsson sölumaður - sími 898 9396 SELJENDUR Í GARÐABÆ ATHUGIÐ Ég hef verið beðinn um að leita eftir sérbýli í Garðabæ fyrir hjón sem eru á leið til landsins. Um er að ræða fjársterka aðila, sem eru tilbúnir að veita ríflegan afhending- artíma. Óskað er eftir einbýlishúsi á einni hæð með bílskúr. Áhugasamir vinsamleg- ast hafið samband og ég mun fúslega veita nánari upplýsingar. Með kveðju, Hákon Hafðu samband - það kostar ekkert Hitt húsið og JC á Íslandi býður ungu fólki (16–30 ára) á stefnumót við frambjóðendur stjórnmálaflokk- anna sem bjóða fram í Reykjavík í komandi alþingiskosningum. Stefnu- mótið fer fram í Hinu húsinu, Póst- hússtræti 3–5, þriðjudaginn 15. apríl kl. 20. Á stefnumótinu gefst fram- bjóðendum í Reykjavík tækifæri til þess að kynna stefnumál sín fyrir ungu fólki og kynnast sjónarmiðum þess. Eins gefst ungu fólki tækifæri til þess að koma sínum málum á framfæri við frambjóðendur. STJÓRNMÁL Friðrik 7. og Friðrik 8. Í viðhorfsgrein sem birtist sl. laugardag um Kristján 9. konung Danmerkur var ekki farið rétt með forvera hans og eftirmann. Eins og kemur fram í greininni tók Kristján við völdum árið 1863 þegar Friðrik 7. lést. Eftirmaður Kristjáns 9. var sonur hans, Friðrik 8, en ekki Frið- rik 7. eins og sagði í greininni. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. 1.848 sinnum hærri upphæð Í grein minni hér í þættinum 10. apríl voru þau mismæli, að Frakkar voru sagðir hafa selt vopn til Íraks 1973–91 fyrir 28-falt hærri upphæð en Bandaríkjamenn, en það rétta er, að vopnasalan var 28-föld á við vopnasölu Breta, en 1.848 sinnum meiri en Bandaríkjamanna, eins og sést reyndar þegar menn rýna í töl- urnar sjálfar í greininni (Bandaríkin seldu fyrir 5 millj. dala, Bretar fyrir 330 milljónir og Frakkar fyrir 9.240 millj. dala). Orðabrengl í fyrsta málslið greinarinnar skýrir sig hins vegar sjálft. Jón Valur Jensson. LEIÐRÉTT NÝLEGA útskrifuðust fyrstu nem- endurnir af námskeiði sem ætlað er þeim sem stunda efnis- og vöru- flutninga. Samkvæmt lögum, sem tóku gildi á síðasta ári, þurfa allir sem ætla að stunda efnis- og vöru- flutninga að hafa rekstrarleyfi. Til að öðlast slík leyfi þarf t.d. að hafa jákvæða fjárhagsstöðu, gera við- skiptaáætlun og sækja námskeið. Vegagerðin hefur með útgáfu leyfanna að gera og sér einnig um námskeiðin. Vegagerðin hefur síðan fengið Iðntæknistofnun, Háskólann á Akureyri og Ökuskólann í Mjódd í samstarf um námskeiðshaldið. Fyrstu 17 nemendur útskrifuðust nýlega af þessu námskeiði. Í fréttatilkynningu frá Lands- sambandi vörubifreiðastjóra segir að sambandið fagni tilkomu rekstr- arleyfanna og vænti þess að þau auki stöðugleika greinarinnar og fagmennsku. Morgunblaðið/Árni Sæberg Útskrifast með rekstrar- leyfi til vöruflutninga NÍUTÍU ungmenni fermdust borgaralegri fermingu í Há- skólabíói í gær. Mikil þátt- taka var í borgaralegri ferm- ingu þetta árið þar sem 90 ungmenni fermdust borgara- lega. Í fyrra fermdust 49 og 73 árið 2001 sem þá var met- ár. Þetta er í fimmtánda sinn sem borgaraleg ferming er haldin á Íslandi en síðan 1989 hafa tæplega 600 ungmenni fermst borgaralega og um 7.000 manns verið viðstaddir athöfnina. Fermingarathöfnin er útskriftarhátíð eftir 3ja mánaða námskeið í siðfræði, mannlegum samskiptum, ábyrgð, frelsi og mannrétt- indum. Tilgangur borgaralegrar fermingar er að efla heilbrigð og farsæl viðhorf ungmenna til lífsins. Þátttakendur rækta meðal annars með sér já- kvæðni og ábyrgðarkennd gagnvart sjálfum sér og sam- borgurum sínum. Fermingarbörnin tóku virkan þátt í athöfninni, en þau fluttu stutt ávörp, ljóð og léku tónlist. Utanaðkomandi ræðumenn þetta árið voru Einar Már Guðmundsson, rit- höfundur, og Eyrún Ósk Jónsdóttir, leiklistarnemi, sem sjálf var fermd borgara- legri fermingu. Fermingar- stjóri að þessu sinni var Sig- rún Valbergsdóttir, leikstjóri. 90 fermast borgara- legri fermingu Á AÐALFUNDI Ferðafélags Ís- lands sem haldinn var 19. mars sl. var Kvískerjabræðrum veitt Páls- varðan, en hún er farandgripur sem veittur er þeim aðilum „sem í máli og / eða myndum hafa stuðlað að þekkingu manna á landi og þjóð,“ eins og segir í skipulagsskrá sjóðsins. Páll Jónsson bókavörður sat í stjórn Ferðafélags Íslands um ára- bil og var ritstjóri Árbókar félags- ins í mörg ár. Hann andaðist árið 1985 þá 76 ára að aldri. Páll hafði í huga að stofna sjóð, er hefði það markmið að styrkja þá aðila, sem ynnu að kynningu á landi og þjóð, með ljósmyndum eða öðru efni því skildu. Hann hafði ætlað þessum sjóði nokkra fjárupphæð af eigum sín- um. Áris 1995 gekkst Ferðafélag Ís- lands fyrir stofnun sjóðsins og var skipulagsskrá hans síðan staðfest af réttum yfirvöldum. Frá stofnun sjóðsins hefur þessi viðurkenning verið veitt fimm að- ilum, sem að dómi sjóðsstjórnar hafa uppfyllt fyrrgreind skilyrði, segir í fréttatilkynningu. Kvískerja- bræður hlutu Páls- vörðuna Pálsvarðan KRISTJÁN Pálsson, alþingismaður og leiðtogi T-listans, hefur sent Morgunblaðinu eftirfarandi tilkynn- ingu: „Framboð óháðra í Suðurkjör- dæmi, T-listinn, mótmælir harðlega þeirri mismunun sem beitt er í út- varpi og sjónvarpi gagnvart fram- boðum til Alþingis 10. maí nk. Það getur vart talist styrkja lýðræðið að þjóna aðeins þeim stóru. Framboð sem koma fram í einu kjördæmi hljóta að hafa sama rétt til að koma sínum stefnumálum á framfæri í fjöl- miðlum og önnur framboð. Stefnu- mál T-listans hafa áhrif um allt land og þjóna þeim tilgangi að bæta þjóð- lífið almennt og eiga kjósendur full- an rétt á að kynnast þeim til jafns við sjónarmið þeirra stóru. Bent skal á að á Alþingi er hver þingmaður eitt atkvæði og á að greiða atkvæði þar samkvæmt samvisku sinni og halda stjórnarskrána í heiðri. Framboð óháðra í Suðurkjör- dæmi, T-listinn, krefst þess að þeirri mismunum sem beitt hefur verið af ljósvakamiðlum fram að þessum verði hætt. Kjósendur um allt land fái jafnan rétt og öllum framboðum sem uppfylla skilyrði samkvæmt lög- um til að bjóða fram verði gefinn kostur á því að tjá skoðanir sínar á jafnréttisgrundvelli í útvarpi og sjónvarpi.“ T-listinn mótmælir mismunun í fjölmiðlum ♦ ♦ ♦ Síðumúla 34 - sími 568 6076 Antik er fjárfesting Antik er lífsstíll Stofnfundur félags þeirra sem eru einar/einir verða með fram- hald á stofnfundi sem haldin var 2. apríl sl. Framhaldsfundurinn verð- ur á Grand hóteli á morgun, þriðju- daginn 15. apríl, kl. 20. Félagið verður stofnað, kosið í stjórn og skipt í áhugahópa. Aðgangseyrir er 800 kr., veitingar innifaldar. Kvenfélag Bústaðasóknar hittist í kvöld kl. 20. Auk þess að spila bingó er ætlunin að taka á fundinum ákvörðun um sumarferð hópsins. Á MORGUN DILBERT mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.