Morgunblaðið - 16.04.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.04.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ Þú lætur það ekki fara lengra, en svona þér að segja þá fellur mér betur að stjórna eftir minni eigin kokkabók. Námskeið um lýðheilsu Heilsufar hópa í brennidepli Námskeiðið „Kom-um lýðheilsu ákortið, uppbygg- ing til framtíðar,“ er sam- starfsverkefni Félags um lýðheilsu á Íslandi og End- urmenntunarstofnunar. Það verður haldið dagana 28. og 29. apríl nk. í hús- næði Endurmenntunar- stofnunar. Námskeiðið fer að mestu fram á ensku. Valgerður Gunnarsdóttir er í stjórn Félags um lýð- heilsu á Íslandi. – Segðu okkur aðeins fyrst, hvað er lýðheilsa? „Skilgreining á lýðheilsu er nokkuð víð en miðast þó yfirleitt við það hvernig hægt sé að minnka tíðni sjúkdóma og auka heil- brigði þjóða eða þjóð- félagshópa. Lýðheilsa á því ekki við um heilsufar einstaklinga, heldur hópa. Forvarnir og faralds- fræðirannsóknir eru stór þáttur í lýðheilsustarfi. Lýðheilsa hefur þannig mjög breiða skírskotun, hún snýr bæði að félagslegum og heilsufarslegum þáttum og bygg- ist á samstarfi margra fræði- greina.“ – Hvers vegna námskeið um lýðheilsu? „Lýðheilsumálefni eru æ meira í brennidepli. Heilbrigðiskerfi Vesturlanda eru komin að mörk- um þolanlegrar stærðar og það er mikilvægt að íhuga fleiri atriði sem hafa áhrif á heilsufar þjóðar- innar. Allir vita hve atriði eins og hreinsun vatnsbóla, bættur húsa- kostur og aukið almennt hreinlæti áttu stóran þátt í að bæta heilsu landsmanna. Í dag eru önnur at- riði sem beina þarf athyglinni að.“ – Námskeið í lýðheilsu, en fyrir hverja? „Ýmsar breytingar eru á döf- inni hér á landi hvað varðar fram- tíðarsýn og skipulag lýðheilsu- mála. Lögð er áhersla á mikilvægi samvinnu milli sérgreina í stað af- markaðra verkefna. Námskeið um lýðheilsu er því fróðlegt fyrir marga sem taka ákvarðanir er varða stóra hópa í þjóðfélaginu. Get ég nefnt svið eins og hagfræði, lögfræði, félagsfræði, líffræði, far- aldsfræði, kynjafræði og stjórn- málafræði. Lýðheilsa þarf að vera hluti af almennri umræðu um þjóðfélagsmál og sem flestar hlið- ar hennar ræddar á þeim vett- vangi. Á námskeiðinu verður leit- ast við að varpa ljósi á mikilvægi þessarar þverfaglegu nálgunar til að ná árangri á sviði lýðheilsu á næstu árum og áratugum.“ – Hvernig verður þetta nám- skeið? „Á þessu námskeiði er ætlunin að beina sjónum að framtíðinni. Til þess höfum við fengið frábær- an fyrirlesara; Finn Kamper Jörgensen sem hefur verið for- stjóri lýðheilsustofnunar Dana í 20 ár og er stundum kallaður Mr. Public Health þeirra Dana. Hann hefur haldið fyrirlestra víða og er þekktur fyrir að vera sérlega fróður og fyrir að halda lífleg og áhugaverð erindi. Hann mun tala um áherslur í skipulagn- ingu og undirbúningi fyrir heil- brigðismál á nýrri öld og segja frá hvaða aðgerðir í lýðheilsumálum hafa borið árangur annars staðar á Norðurlöndunum, m.a. með dæmum frá Danmörku. Síðan verða málin skoðuð út frá Íslandi og reynt að meta hvað eru skyn- samlegustu úrræðin hér á landi til framtíðar. Af þessu tilefni verður m.a. haldinn morgunverðarfundur seinni námskeiðsdaginn, hinn 29. apríl, með þátttöku tveggja ís- lenskra stjórnmálamanna, þeirra Jóns Kristjánssonar heilbrigðis- ráðherra og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, fyrrverandi borgar- stjóra. Þá gefst þátttakendum tækifæri til að heyra sjónarmið um lýðheilsu og samfélagsheill og Finn Kamper mun ræða pólitíska þýðingu lýðheilsu í Evrópu og í al- þjóðlegu samhengi. Það verða því spennandi og brýn mál til umfjöll- unar. Auk Finns Kamper verða tveir íslenskir fyrirlesarar, þær Ólöf Garðarsdóttir frá Hagstofu Íslands, sem mun tala um breytt- ar lífslíkur á Íslandi út frá heilsu- farslegu sjónarhorni, og Margrét S. Björnsdóttir, forstöðumaður Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála, sem mun ræða um fé- lagsauð eða „social capital“ og heilsu.“ – Eru Íslendingar bærilega upplýstir um lýðheilsu? „Það er tiltölulega stutt síðan farið var að ræða um lýðheilsu undir því nafni á Íslandi. Áhuginn er þó mikill hér á landi og þegar Félag um lýðheilsu var stofnað í desember 2001 voru stofnfélagar hátt á annað hundrað og hefur heldur bæst við síðan. Áhugi á lýð- heilsumálum hefur aukist mikið, bæði hér og erlendis síðustu ár, t.d. hafa möguleikar til náms í lýð- heilsu á Norðurlöndum margfaldast á síðustu fimm árum.“ – Hvaða framhald verður á svona kynn- ingarmálum? „Í haust verður haldið lýð- heilsuþing á vegum félagsins með þekktum fyrirlesurum. Einnig eru haldnar málstofur mánaðarlega þar sem félagsmenn hafa kynnt hinar ýmsu hliðar á málefnum er varða lýðheilsu. Svo er búið að samþykkja lög um lýðheilsustöð og verður að vænta þess að hún standi að kynningu á lýðheilsu- málum þegar hún tekur til starfa.“ Valgerður Gunnarsdóttir  Valgerður Gunnarsdóttir fæddist 26. október 1950 á Akur- eyri. Stúdent frá VÍ 1971 og út- skrifuð sjúkraþjálfari í Kaup- mannahöfn 1979. MSc-próf í þjálfunarlífeðlisfræði og hjarta- endurhæfingu frá Madison-há- skóla í Wisconsin. MSc-lýðheilsu- fræðum frá Hafnarháskóla 1998. Á Landspítalanum 1985–1994, lengst af framkvæmdastjóri sjúkraþjálfunar. Kenndi og við HÍ. Starfsmaður WHO í Kaup- mannahöfn 1994–96 og sérfræð- ingur á heilbrigðissviði Íslenskr- ar erfðagreiningar síðan 1998. Maki er Bjarni Daníelsson, óperustjóri Íslensku óperunnar, og eiga þau þrjú uppkomin börn. Áhugi á lýð- heilsumálum hefur aukist MENNTAMÁLARÁÐHERRA hef- ur skipað Hans Kristján Guðmunds- son í embætti forstöðumanns Rann- sóknamiðstöðvar Íslands til fimm ára frá 1. apríl 2003 að telja. Sex- tán umsóknir bár- ust um embættið. Hans lauk prófi í eðlisverkfræði (civ.ing) við Tækniháskólann í Stokkhólmi 1973 og doktorsprófi í eðlisverkfræði frá sama skóla 1982. 1980–1986 var hann sérfræðingur hjá Raunvísindastofnun Háskóla Íslands og stundakennari við verkfræði- og raunvísindadeild sama skóla, þar af aðjúnkt 1983–1985. Árin 1986–1992 gegndi hann stjórnunarstöðum hjá Iðntækni- stofnun og var ábyrgur fyrir til- raunakennslu í efnisfræði fyrir véla- verkfræðinema Háskóla Íslands. Hans var starfsmaður og deildar- stjóri EFTA á sviði vísindamála 1992–1995 og fulltrúi menntamála- ráðuneytisins á sviði vísinda, menntamála og menningar í sendi- ráði Íslands í Brussel. Frá 1999 hefur Hans verið rektor Norrænu vísinda- akademíunnar. Ráðinn for- stöðumaður Rannsókna- miðstöðvar Hans Kristján Guðmundsson Í ÁR eru 80 ár síðan sumarbúðir KFUM voru fyrst starfræktar í Vatnaskógi og verður þess minnst með ýmsum hætti, að sögn Ársæls Aðalbergssonar, framkvæmdastjóra Skógarmanna KFUM. „Skráning í sumarbúðirnar í sum- ar er hafin og er þegar upppantað í nokkra flokka,“ segir Ársæll. Sum- arið 1923 voru samtals 19 drengir og leiðtogar í Vatnaskógi en Ársæll seg- ir að frá 4. júní til 14. september í sumar sé gert ráð fyrir um 1.300 manns eða um 95 manns í einu. Hefð- bundnu flokkarnir eru fyrir drengi á aldrinum 9 til 14 ára en auk þess er boðið upp á vikudvöl í ágúst fyrir 14 til 17 ára stráka og stelpur. Þess ut- an verða þrír feðgaflokkar um helg- ar í ágúst og september en sumar- dagskránni lýkur með svonefndum heilsudögum karla um miðjan sept- ember. „Við búum við ríka hefð,“ segir Ár- sæll og bætir við að í tilefni tímamót- anna verði sérstök afmælisdagskrá fyrir alla fjölskylduna á svonefndum Sæludögum um verslunarmanna- helgina. „Þá verða nákvæmlega 80 ár síðan fyrsti hópurinn kom upp eft- ir.“ Skógarmaður er sá sem hefur dvalið í tvær nætur eða lengur í hefð- bundnum dvalarflokki í Vatnaskógi og segir Ársæll að Skógarmenn séu nú um 17.000. Á hverju vori er gefið út blaðið Lindin og að þessu sinni er það helgað 80 ára afmælinu en Ár- sæll segir að blaðið hafi verið sent til allra Skógarmanna. „Þetta er kveðja til Skógarmanna en við fáum alltaf mjög jákvæð viðbrögð við blaðinu.“ Sumarbúðir í Vatnaskógi í 80 ár 1.300 börn í Vatna- skógi í sumar ÞESSI myndarlegi tjaldur var á vappi við skrifstofu Snæfellsbæjar í vikunni og virtist hann vera heldur svangur enda á hann langt flug að baki hingað til lands frá suður- höfum. Hann var ekki lengi að finna sér æti því innan tíðar inn- byrti hann þennan girnilega ána- maðk sem hefur áreiðanlega bragð- ast afar vel. Morgunblaðið/Alfons Finnsson Tjaldur fær í svanginn NÆSTI borgarstjórnarfundur er ráðgerður miðvikudaginn 30. apríl. Venja er að halda fundina fyrsta og þriðja fimmtudag í hverjum mánuði. Þar sem frídaga ber upp á næstu þrjá fimmtudaga verður nú stefnt að því að halda næsta borgarstjórnar- fund miðvikudaginn 30. apríl, eins og fyrr segir. Síðasti borgarstjórnar- fundur var fimmtudaginn 3. apríl. Fundur í borgarstjórn á miðvikudegi ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.