Morgunblaðið - 16.04.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 16.04.2003, Blaðsíða 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 2003 41 Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090. Þökkum af heilum hug auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, VIGDÍSAR ÞJÓÐBJARNARDÓTTUR. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Hrafnistu Reykjavík. Ólafur Aðalsteinn Jónsson, Sigrún Bjarnadóttir, Guðrún Marteinsdóttir, Lárus Jónsson, Monica Östman, Dröfn Jónsdóttir, Hrafnkell Kárason, barnabörn og langömmubörn. Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, dóttir, systir og mágkona, HRAFNHILDUR KJARTANSDÓTTIR, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi sunnudaginn 13. apríl. Ellen Ó. Jóhannsdóttir, Ármann G. Hrólfsson, Rannveig Oddsdóttir, Jónína G. Kjartansdóttir, Finnur S. Kjartansson, Emilía S. Sveinsdóttir, Ágúst O. Kjartansson, Guðrún Sveinbjörnsdóttir, Ragna S. Kjartansdóttir, Friðgeir Jóhannsson, Þórir Kjartansson, Arna Magnúsdóttir, Helga Kjartansdóttir, Aðalsteinn Jörgensen. Okkar ástkæra, HELGA BRYNDÍS GUÐMUNDSDÓTTIR, Álfaskeiði 64C, Hafnarfirði, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi aðfaranótt 5. apríl. Jaðarförin hefur farið fram. Aðstandendur. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför SIGURÐAR JÓHANNESSONAR frá Þorvaldsstöðum. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunarheimili- sins Sóltúns fyrir einstaka umönnun. Einnig sérstakar þakkir til starfsfólks blóðskilju- deildar Landspítalans. Sturlína Sturludóttir, Ásgeir Sigurðsson, Sigrún Finnjónsdóttir, Kristján Sigurðsson, Sigurveig Einarsdóttir, Halldór Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, MARGRÉT ÞORGILSDÓTTIR frá Bolungarvík, lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ mánu- daginn 14. apríl. Bjarni Jón Þorkelsson, Anna Sigríður Þorkelsdóttir, Katrín Þorkelsdóttir, Helga Jóna Þorkelsdóttir, Guðlaug Þorkelsdóttir ✝ Sigurveig Hall-dórsdóttir fædd- ist í Reykjavík 11. maí 1922. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Eir 10. apríl síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru hjónin Sig- ríður Sighvatsdóttir, húsfreyja, f. 25. apríl 1895, d. 4. október 1931, og Halldór Jónsson, fisksali, f. 4. mars 1895, d. 1. jan- úar 1950. Systkini: Jónasína, f. 1910, látin; Kristín, fædd 1912, látin; Svanbjörg Krist- ín, f. 1913, látin; Jónas Óskar, f. 1914; Ólafur Thorlacius, f. 1915, látinn; Jón, f. 1916, látinn; Ingi- björg, f. 1919, látin; Sighvatur Jón Kristinn, f. 1921, látinn; Gyða, f. 1925, látin; Kristín Sigrún, f. 1928. Sigurveig giftist Skafta Sæ- mundi Stefánssyni, fæddur 25. mars 1921, látinn 1946, þau skildu. Synir þeirra: Stefán Vign- ir, fæddur 7. júní 1940; Halldór, fæddur 26. febrúar 1942. Sigur- veig giftist síðar Pétri Ástvaldi Thor- steinssyni, fæddur 1920, látinn 2002, þau skildu. Þeirra börn: Gyða: fædd 6. september 1945; Rósa, fædd 30. nóv- ember 1946; Guð- mundur (Muggur) fæddur 13. septem- ber 1948, látinn 13. ágúst 1988. Árið 1954 giftist Sigurveig Halli Her- mannssyni, skrif- stofustjóra, frá Skútustöðum í Mývatnssveit, f. 31. maí 1917, d. 20. júní 1997. Sigur- veig lærði hárgreiðslu og vann með það í nokkur ár, einnig vann hún sem þerna á MS Heklu í nokk- ur sumur. Sigurveig og Hallur voru meðal stofnenda Landssam- taka Hjartasjúklinga og átti það hug þeirra beggja meðan heilsa leyfði. Útför Sigurveigar fer fram frá Háteigskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Ég ætla í fáum orðum að minnast fyrstu kynna af fjölskyldu eigin- manns míns, Stefáns Skaftasonar. Þar fór að sjálfsögðu með stærsta hlutvekið Sigurveig tengdamóðir mín sem oftast var kölluð Sísí. Ég var um tvítugt þegar ég nánast skreið upp tröppurnar á Kópavogs- braut 12, svo feimin var ég að fæt- urnir gátu nánast ekki borið mig. Þegar ég leit upp stóð þar kona í eld- húskjól með röndótta svuntu, í útliti nánast sem táningur ef klæðnaður- inn hefði ekki sagt til um annað. Þetta var tággrönn kona með dökkt hár og tindrandi brún augu sem tóku mér af mikilli varúð til að byrja með, aftan við hana stóð karlmaður, að- eins eldri, með grá augu, ljóshærður, lágvaxinn, þéttur á velli og þéttur í lund. Hann heilsaði mér hressilega og bauð mig velkomna í fjölskylduna og tjáði mér kankvís að mál væri til komið að fá annan Þingeying í fjöl- skylduna til að vega upp á móti þess- um borgarlýð. Sísí steig þá fram og sagði: „Velkomin bæði tvö, ég kem með kaffi eftir augnablik.“ Ég tölti hálfóróleg á eftir þeim. Þegar inn kom birtist það sem ég óttaðist mest, þrjú yngri systkini Stefáns, þau Rósa, Gyða og Muggur heitinn. Þau skoðuðu mig nánast sem safngrip, elsti bróðirinn var ekki heima, Hall- dór albróðir Stefáns, sem var í sigl- ingum. Erfitt var að trúa því að þessi smávaxna og að mér fannst brot- hætta kona ætti allan þennan hóp. Sísí var ákaflega gestrisin og glæsileg kona, hún vildi halda upp á öll afmæli, hátíðis- og tyllidaga innan fjölskyldunnar. Oft þegar hún hringdi var boðskapurinn: „Æ, skreppið þið bara og haldið upp á þetta með okkur“, en því miður var alltof langt að skreppa. Samt upp- lifðum við margar stórkostlegar veislur með þeim hjónum. Oftar en ekki var kominn sægur af karlkyns aðdáendum í kringum Sísí og segull á öðrum stað í salnum var Hallur heitinn, gjarnan með viskíglas í hendi. Blandaður hópur fólks safn- aðist í kringum hann (konur næst auðvitað), þar var lagið tekið af hjartans lyst, sagðar sögur og farið með vísur. Tengdamóðir mín var ólöt kona meðar kraftar og heilsa entust. Ég minnist þess sérstaklega á Kópa- vogsbrautinni og Bárugötunni þegar hún hljóp nánast allan daginn fram og til baka, skaffaði börnunum föt, lagaði hár dætra sinna, eldaði mat og tók á móti gestum, allt nánast í sömu andrá. Það geislaði töfrum af þeim hjónum báðum svo eftir var tekið. Það hallaði hratt undan fæti hjá þér, Sísí mín, eftir að Hallur dó, en Guð hefur nú sameinað ykkur á ný. Guð blessi þig, og ykkur bæði. Þín tengdadóttir Sigríður R. Hermóðsdóttir. Kæra Sísí. Það sem einu sinni var kemur aldrei aftur. Það er samt gott að geta hugsað til baka til þess sem einu sinni var, oft birtist þá fortíðin sem eins konar ævintýri. Þó að kali heitur hver, Hylji dali jökull ber, Steinar tali og allt hvað er Aldrei skal ég gleyma þér. (Vatnsenda-Rósa.) Mamma sagði þegar hún lifði hér, „Sísí systir og Hallur eru greindar, fínar manneskjur, sérlega skemmti- legt að spjalla við þau.“ Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; En orðstír deyr aldregi Hveim er sér góðan getur. (úr Hávamálum.) Sigríður Þorvaldsdóttir. Elsku Sísi móðursystir okkar er látin. Við minnumst hennar með hlý- hug og þakklæti fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum með henni og fjölskyldu hennar. Lífið hjá Sísi var ekki alltaf dans á rósum en alltaf stóð hún keik og lét ekki á sér finna hvernig henni leið. Við kveðjum ein- staka perlu sem átti engan sinn líka. Blessuð sé minning hennar. Við vott- um Gyðu, Halldóri, Rósu, Stefáni og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúð Guð styrki þau á sorgarstund. Þá aftur lykjum augum vjer og úti lífs er stundin, þá heimsins leikur liðinn er og loks vjer festum blundinn, í gröf vjer hljótum hvíldarstað. Þar heimsins glaumur kemst ei að. Þar loks er friður fundinn. Í dánarreit er dufti sáð í drottins jurtagarði; það felst svo djúpt, að fái ei náð því frostveturinn harði; en vorið kemur blítt og bjart og blómið færir nýtt í skart og býr þar bestum arði. Þá kristinn maður sofnar sætt þá sárt hann grátum eigi; þótt herrann nú oss hafi grætt, mun hann á efsta degi vorn ástvin láta oss aftur sjá í æðri gleði en hugsast má. Guðs lofum vísdómsvegi. Ó, Jesú, kom og eymdum eyð, svo aftur gleði fáum, og sjálfan vorn þú dauðan deyð, að dýrum sigri náum. Til föðurlands vors fylg oss heim, og fyrir oss vorn ástvin geym, uns hann vjer síðar sjáum. (Úr sálmabók, útg. 1927.) Anna Edda og Guðrún. Kveðja frá Landssamtökum hjartasjúklinga Frú Sigurveig Halldórsdóttir, fyrrverandi stjórnarmaður í Lands- samtökum hjartasjúklinga, lést á hjúkrunarheimilinu Eir hinn 10. apr- íl sl. Um mitt ár 1983 var haldinn í Domus Medica í Reykjavík undir- búningsfundur vegna stofnunar samtaka hjartasjúklinga á Íslandi. Á fundinum var skipuð nefnd nokkurra félaga, sem allir höfðu gengist undir hjartaaðgerðir erlendis, og áttu þeir að vinna að stofnun samtakanna síð- ar á árinu. Þegar nefndin var að hyggja að væntanlegum stjórnarmönnum þótti sjálfsagt að kona yrði í þeim hópi. Hún var hins vegar vandfundin. Þá vildi svo til að einn okkar hitti Hall- dór Skaftason, veitingastjóra Perl- unnar, á vinnustað hans og barst þetta vandamál í tal. Segir þá Hall- dór að bragði: Af hverju fáið þið ekki hana mömmu í stjórnina? Hún er ein af fyrstu Íslendingunum sem fóru til Svíþjóðar í hjartalokuaðgerð. Frú Sigurveig Halldórsdóttir tók málaleitan okkar ákaflega vel og varð meðstjórnandi Landssamtaka hjartasjúklinga við stofnun þeirra 8. október 1983. Hún sat svo í stjórn- inni næstu tólf árin. Tveimur árum eftir stofnun Landssamtaka hjartasjúklinga var ljóst að samtökin yrðu að opna skrif- stofu í Reykjavík a.m.k. hálfan dag- inn vegna sívaxandi verkefna. Mikið var að gerast í málefnum hjarta- sjúklinga hér á landi og bar þar hæst að hjartaskurðaðgerðir yrðu hafnar á Landspítalanum árið 1986. Það hafði verið stærsta málið á stefnu- skrá Landssamtakanna og höfðu þau lagt fram drjúgan skerf í það mikilvæga verkefni. Stjórnarmönnum var ljóst að vanda yrði val á starfsmanni til að byggja upp starfsemina og vildi þá svo til að eiginmaður Sigurveigar, Hallur Hermannsson, var nýhættur störfum sem skrifstofustjóri Ríkis- skipa. Hann hafði sótt alla fundi samtakanna og tekið mikinn þátt í starfinu. Ákveðið var að leita til hans og var hann fús til að taka verkefnið að sér. Hann hóf svo störf sem fram- kvæmdastjóri LHS hinn 4. ágúst 1985. Sigurveig fylgdi honum ævinlega til starfa í Hafnarhúsið í Reykjavík en þar var skrifstofa samtakanna til húsa. Er skemmst frá því að segja að þau hjón Hallur og Sigurveig störf- uðu nákvæmlega í tíu ár eða til 4. ágúst 1995, er þau lögðu lyklana á borðið sitt og kvöddu okkur að sinni. Frú Sigurveig var ákaflega prúð kona og bar góðan þokka. Það var mjög ánægjulegt að umgangast hana í öllum störfum, sem hún vann með mikilli samviskusemi og dugn- aði. Fjölmargir félagar okkar í Landssamtökum hjartasjúklinga, svo og úr heilbrigðisþjónustunni, minnast hennar með söknuði og virðingu. Stjórn og starfsfólk Landssam- taka hjartasjúklinga þakka frú Sig- urveigu Halldórsdóttur gifturíkt samstarf og góða viðkynningu, og votta aðstandendum hennar innilega samúð. Ingólfur Viktorsson fyrrverandi formaður LHS, Vilhjálmur B. Vilhjálmsson núverandi formaður LHS. SIGURVEIG HALLDÓRSDÓTTIR AFMÆLIS- og minningar- greinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disk- lingi þarf útprentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heima- síma). Ekki er tekið við hand- skrifuðum greinum. Frágangur afmælis- og minningar- greina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.