Morgunblaðið - 16.04.2003, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 16.04.2003, Blaðsíða 38
MINNINGAR 38 MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Sigrún KaritasGuðjónsdóttir fæddist 15. febrúar 1950 í Vogum á Vatnsleysuströnd. Hún lést á heimili sínu 4. apríl síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Guðjón Magnússon og Krist- jana Elísabet Jóns- dóttir. Systkini Sig- rúnar: Guðlaugur Guðjónsson, kvæntur Elínrósu Guðmunds- dóttur, og Sigurður Jón Guðjónsson, kvæntur Guðbjörgu Gísladóttur. Sigrún Karitas var fædd og uppalin á Lundi í Vogum á Vatns- leysuströnd þar sem hún gekk í skóla til um níu ára aldurs, svo fluttust þau til Njarðvíkur. Hún var við nám í Húsmæðraskólan- um á Staðarfelli frá 1966 til 1967. Sigrún starfaði meðal annars hjá Olís í rúm tíu ár og í Stapafelli í Keflavík. Árið 1969 giftist Sigrún Sæ- mundi Friðrikssyni bifreiðarstjóra, f. 24.10. 1949, og sam- an áttu þau börnin Guðjón Sæmunds- son, f. 28.4. 1971, kvæntur Erlu Björk Stefánsdóttur og saman eiga þau Oliver, börn Erlu og fósturbörn Guðjóns eru Kristjana Sunna, Steinunn Margrét og Jóhann Óli, frá fyrri sambúð á Guðjón Söru Ýri. Hanna Rósa, f. 12.10. 1973, gift Jóhanni Kon- ráðssyni. Silja Dögg, f. 14.12. 1975, unnusti Björn Einar Ólafs- son og saman eiga þau Sigrúnu Birnu og Hönnu Rósu. Sigrún og Sæmundur hafa búið í Hafnarfirði síðastliðin sex ár eftir að hafa búið í Njarðvík. Útför Sigrúnar Karitasar fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnar- firði í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Látin er Sigrún Karitas mág- kona mín aðeins 53 ára að aldri eftir hetjulega baráttu við krabba- mein í 5 ár. Þegar ég spurði þig hvernig þú hefðir það þá sagðirðu alltaf að þú hefðir það gott, sem við vissum nú báðar að væri öðru nær. Enda sagði ég oft við þig Sig- rún mín að það þýddi ekkert að tala við þig. Svo hlógum við bara. Ég var bara smástelpa þegar Sæmi bróðir kom með þig fyrst heim og kynnti þig. Eftir situr minningin um háa, granna og fal- lega konu, dökkhærða og dökka yfirlitum. Svo áttirðu þessa fínu leðurskó sem ég man svo vel eftir, alltaf þegar þú labbaðir marraði í skónum og ég man að ég var alveg heilluð og ætlaði mér að eignast svona skó þegar ég væri orðin stór. Margar fleiri góðar minning- ar á ég um þig í hjarta mínu. Sigrún mín, aldrei fæ ég þér fullþakkað hvað þú varst natin og góð við mömmu þegar hún háði sína baráttu, þó að þú værir sjálf orðin veik varstu alltaf boðin og búin að fara til hennar, ef við syst- urnar komumst ekki hringdum við bara í þig. Enda veit ég að for- eldrar mínir og foreldrar þínir taka þér opnum örmum. Elsku Sæmi, Guðjón, Hanna Rósa, Silja og fjölskyldur, ég votta ykkur öllum samúð. Hugsanir mín- ar eru hjá ykkur á þessari erfiðu stundu. Guð veri með ykkur. Kallið er komið, komin er nú stundin vinaskilnaður viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vinin sinn látna er sefur hér hinn síðasta blund.. (Vald. Briem.) Guðlaug. Elsku hjartans Sigrún systir, þó við ættum ekki sömu foreldra vor- um við tengdar böndum kærleik- ans og mér sem kona bróður þíns, hans Gulla, þótti alltaf vænt um þegar þú sagðir við mig „já, en við erum systur“ og ég samþykkti það af öllu hjarta mínu. Margar áttum við góðar stundir yfir kaffi og rök- ræðum um lífið og dauðann og okkur kom saman um að dauði væri ekki til heldur annað líf á öðrum stað. Semsagt, Guðs ríki væri og yrði alltaf til. Þar veit ég að þú hefur fengið góða heimkomu hjá foreldrum og litlu englunum okkar beggja. Nú er Lóan komin og ég vissi hve þú hlakkaðir til sumarsins, húsbílaferðir, góðar stundir með góðu fólki og ég veit að þú kíkir á þau, þó frá öðrum stað verði. Þökk fyrir allt og þá sérstaklega fyrir að vera alltaf sú sama Sigrún Karitas, góða systirin mín. Guð blessi þig og þína um alla tíð, þín Elínrós. Ég stóð í miðri versluninni þeg- ar síminn hringdi. Það var föstu- dagur og ég var á hraðferð. Ég vissi að Sigrún frænka lá mikið veik heima umvafin börnunum sín- um og Sæma og Spauga og mig langaði að koma við hjá þeim áður en degi lyki. Ég ætlaði að kyssa hana Karitas mína bless. Ég sá að það var pabbi sem hringdi, „Sæl Jana mín,“ sagði hann, „hún Sig- rún frænka þín er dáin“. Það var sem hægðist á öllu í kringum mig. Ég vildi ekki trúa því að hún væri dáin, hún sem hafði dag eftir dag, í mörg ár, háð baráttuna við krabbameinið sem herjaði á lík- ama hennar. Þetta var barátta sem átti að enda í sigri hennar en ekki á þann hátt sem fór. Mér varð hugsað um síðasta skiptið sem ég hitti Sigrúnu, hún hafði komið með Sæma sínum þeg- ar Gabríel Goði var skírður. Þau voru þarna þrjú systkinin, pabbi, Siggi og Sigrún litla systir þeirra. Það var svo gott að hitta þig þarna, elsku Sigrún, þú varst alltaf svo glöð þegar fjölskyldan kom saman og talaðir alltaf um að nú yrðum við að hittast oftar. Þú tókst af mér loforð að ég kæmi fljótlega í heimsókn í Dofrabergið, þú vildir fá að vita hvernig gengi hjá mér og hvernig mér liði. Þann- ig varstu. Mín allra fyrsta minning er af Sigrúnu þar sem hún er að lyfta mér, kornabarninu, upp í fangið sitt. Þetta er svona minningarbrot í engu samhengi við annað, en þar er Sigrún. Eldhúsið hennar ömmu Jönu var samkomustaður fjöl- skyldunnar og þar hittumst við reglulega. Þegar ég var 14 ára höfðu orðið hlutverkaskipti hjá okkur, þú varst hætt að passa mig en ég hafði fengið það ábyrgð- armikla starf að gæta Guðjóns, Hönnu Rósu og Silju Daggar, gull- molanna þinna. Ég man þann heið- ur að fá að fara með systkinin litlu og hjálpa þeim að kaupa jólagjafir handa þér og Sæma og hvað þú varst ánægð með árangur versl- unarferðarinnar. Ég man allar fjölskylduútilegurnar, tjöldin, ömmu og afa, ykkur systkinin og okkur krakkana. Þetta voru góðir dagar. Ég veit að útilegurnar í húsbílnum með Sæma, Spauga og krökkunum og litlu krílunum gáfu þér mikla gleði. Elsku besta Karitas mín, við Elli biðjum Guð að gefa þér ljós og frið, kossinn færðu þegar við hitt- umst næst. Elsku Sæmi, Guðjón, Hanna Rósa, Silja Dögg og fjöl- skyldur, Guð gefi ykkur huggun og ró. Jana Guðlaugsdóttir. Hugurinn leitar 36 ár aftur í tímann. Það er í byrjun október að 30 ungar stúlkur halda vestur í Dali að Húsmæðraskólanum á Staðarfelli Við komum allsstaðar að af landinu.Hún kom frá Ytri Njarðvík hún Sigrún, sem okkur langar að minnast hér í dag. Hún var aðeins 16 ára, grönn með mik- ið dökkt hár niður á bak, róleg en með glettni í augum. Í þessu litla samfélagi okkar áttum við góðar stundir, kynntumst misjafnlega mikið og margar urðu góðar vin- konur. Hún eignaðist þarna sínar bestu vinkonur, og sú vinátta hef- ur haldist alla tíð. Við skólasyst- urnar höfum alltaf hist á 5 ára fresti og hún var yfirleitt alltaf með. Á síðasta ári hittumst við meira að segja 2 sinnum og var hún með í bæði skiptin þótt hún væri sárlasin og þessar stundir voru henni mikils virði, að rifja upp gamlar minningar. Sigrún er nú fallin frá langt um aldur fram. Baráttan við krabbameinið, hinn illvíga sjúkdóm, er búið að standa í rúmlega 5 ár. Síðasta ár reyndist henni erfitt en alltaf reis hún upp og sá björtu hliðarnar á lífinu, og vildi nýta þær sem best með fjöl- skyldunni. Barnabörnin voru henni gimsteinar, enda kölluðu þau hana ömmu Dúllu. Sigrún hafði gaman af að ferðast og ef stund gafst milli stríða fóru þau Sæmundur á hús- bílnum um landið, í góðra vina hópi. Við vorum búnar að ákveða að hittast nokkrar núna í maí, en margt fer öðruvísi en ætlað er. Þegar kvöldsins hörpuhljómar hverfa út í myrka nótt innst í sál þér unaðsómar endurhljóma, sofðu rótt. (S.Á.S.) Við kveðjum hér skólasystur okkar með söknuð í huga og vott- um eiginmanni hennar, börnum, tengdabörnum, barnabörnum og öðrum aðstandendum, okkar dýpstu samúð. Skólasystur frá Staðarfelli. Kæra vinkona. Þakka þér fyrir allar skemmtilegu samverustund- irnar. Ég man bara ekki eftir að hafa kynnst eins hressum og skemmtilegum persónuleika og þér. Þótt þú gætir verið erfið og þrjósk þá leið ekki sá dagur að ég fengi þig ekki til að hlæja með mér. Eitt veit ég með vissu og það er að þú myndir aldrei lesa minn- ingargrein um þig því þú forðaðist í lengstu lög að lesa minningar- greinar því þú varst svo viðkvæm að þú fórst alltaf að gráta þegar þú varst að lesa þær. Ég gerði alltaf stólpagrín að þér út af þessu en ég skal segja þér leyndarmál; ég er alveg eins, og ég á eftir að gráta heilan dal af tárum þegar ég les þína svo þú verður aðeins að líta yfir þetta hjá mér, ertu ekki til í það? Það er eitt sem þú átt eftir að sakna og það er hrökkbrauð. Reyndar gastu bara alls ekki borð- að hrökkbrauð því þú hóstaðir í hálftíma lágmark eftir tvo bita svo ég sagði við þig að nú skyldir þú hætta að borða þetta því þú værir greinilega með eitthvert ofnæmi fyrir þessum kornum. „Já, alveg örugglega,“ svaraðir þú og fékkst þér svo meira og byrjaðir aftur. „Ó, ég gleymdi,“ kom þá. Veikindi þín eru búin að vera löng og erfið og drógu mjög úr þér en mér fannst alltaf jafn yndislegt að vera nærri þér. Það voru svo góðar árur í kringum þig. Elsku besta mín, þú manst að þú átt mig líka og mátt umfram allt ekki gleyma að líta inn hjá mér öðru hverju. Ég lofa að fylgj- ast vel með öllum fyrir þig, ég er allt of stjórnsöm til að gera það ekki. Ég á eftir að sakna þín voða, voða mikið. Ég veit að fullt af góðu fólki tók á móti þér og loksins fær líkaminn þinn að hvíla sig. Þakka þér fyrir allt, kæra mín. Ragnheiður Þorsteinsdóttir. Elsku Sigrún mín, vinkona og frænka. Þá er þinni baráttu lokið og þú farin frá mér en þvílík hetja sem þú varst í veikindum þínum. Mér fannst alltaf gott að koma til þín, þá gátum við talað saman um börnin, barnabörnin og gamla daga. Við léttum á hjarta hvor hjá annarri, þú varst mín trúnaðarvin- kona og ég þín. Þegar ég flutti til Keflavíkur varst þú fyrsta mann- eskjan sem ég kynntist. Ég gleymi aldrei þegar ég kom heim til þín í fyrsta skipti, við töluðum oft um það og hlógum mikið. En það grín var okkar leyndarmál sem gerðist þá. Elsku prinsan mín, þú varst farin að gera þig tilbúna fyrir sumarið, fara í ferðalög í húsbíln- um þínum, búin að prjóna þér flotta peysu og við vorum búnar að spyrjast fyrir um tvíbreiðan sófa í húsbílinn svo það yrði meira pláss. Ferðalög í húsbílnum voru þitt yndi á sumrin, helst í kringum fullt af fólki. Jæja, elskan mín, ég kem til þín þegar ég kem heim. Þú sagðir alltaf þegar þú kvaddir mig: „Gréta, ég elska þig og ekki gleyma því.“ Sigrún mín ég elska þig og ekki gleyma því. Sæmi minn, Guðjón, Hanna Rós, Silja Dögg, barnabörn og tengda- börn, ég votta ykkur innilega sam- úð mína. Kær kveðja. Gréta. SIGRÚN KARITAS GUÐJÓNSDÓTTIR ✝ Héðinn Arasonvar fæddur á Hnjúkum við Blöndu- ós hinn 15. október 1951. Hann lést á Landspítala Háskóla- sjúkrahúsi, þriðju- daginn 8. apríl síðast- liðinn. Héðinn var sonur hjónanna Ara Björgvins Björnsson- ar, f. 29.5. 1924, d.12.3. 2001, og Hil- degard Stein Björns- son, f. 19.11. 1919. Héðinn var þriðji í röð sex systkina. Systkini hans eru Elísabet, starfs- stúlka á Hrafnistu í Reykjavík, Björn, búsettur í Reykjavík, Hörður, starfsmaður í Plast- prent, Hilmar, bú- settur í Reykjavík, Guðrún, búsett í Grindavík. Sambýliskona Héðins var Kristín Ólafsdóttir, f. 24.3. 1942. Kristín á sex börn af fyrra hjóna- bandi og 15 barna- börn sem öll voru afabörn Héðins. Útför Héðins verður gerð frá Laugarneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Elsku Héðinn minn, nú ert þú horfinn mér frá, og þá rifjast upp minningar, minningar sem aldrei hverfa úr huga mér, þá sérstaklega þegar við fórum í okkar veiðiferð- ir.Þar skemmtum við okkur vel. Einnig fannst þér mjög gaman þeg- ar við fórum til Boggu systir á Garðstöðum, leið þér alltaf vel þar. Elsku Héðinn minn það er sárt að horfa á eftir þér. Ég er þakklát fyr- ir þau 17 ár sem við fengum saman. Nú kveð ég þig í hinsta sinn. Guð geymi þig og þú munt alltaf lifa í hjarta mínu. Þín Kristín. Um morguninn þann 8. apríl hringdi systir mín í mig og til- kynnti mér það að Héðinn væri lát- inn. Það þyrmdi yfir mig því þessi barátta hans var svo stutt og ekki gafst tími til að átta sig á því hvað var í vændum þó svo að allt benti til þess að það væri ekki langur tími eftir, en samt hélt ég að sá tími yrði aðeins lengri. Ég sit hér og hugsa um allar stundirnar sem við áttum saman. Það var alltaf gott að koma til mömmu og Héðins og á ég margar góðar minningar sem hefðu mátt vera fleiri. Mér þótti erfitt að sjá Héðin þegar ég heimsótti þau fyrir nokkrum dög- um síða hann var orðin svo veik- burða, en sagði að þetta væri allt saman að koma hjá sér. Hann sagði mér að hann yrði sennilega orðinn nógu hress að heimsækja mig í sumar eins og alltaf stóð til og fara með mér einn róður eins og um var rætt. Alltaf gat hann slegið á létta strengi og samræður okkar voru oft á tíðum mjög líflegar og skemmtilegar. Það var nú svo að þó við gætum talað um allt milli him- ins og jarðar þá voru mörg ósögð orð á milli okkar, eins og hversu mikið mér þótti vænt um hann og hversu góður vinur hann var mér. Börnunum mínum þótti rosalega vænt um hann og honum um þau og það sást best á því að þegar við fórum í heimsókn þá skriðu þau upp í fangið á honum eða léku sér í kringum hann þá ljómaði hann all- ur og tók þátt í leiknum og sló á létta strengi. Það væri allt of langt mál að telja allt upp sem á daga okkar hefur drifið frá því að hann og mamma kynntust. þær minn- ingar geymi ég hjá mér, en með þessum fátæklegu orðum vil ég kveðja í hinsta sinn góðan vin minn og ljúfa sál. Kæri vinur ég kveð að sinni, minningu þína geymi ég í hjarta mér uns við hittumst á ný. Elsku mamma, ég bið algóðan guð um að veita þér og fjölskyldu hans styrk á þessum erfiðu tímum. Megi minning um góðan mann lifa. Sigurmar Gíslason. Það var á þriðjudagsmorguninn 5. apríl sem ég sem ég tók upp sím- ann til að segja systkinum mínum að Héðinn hennar mömmu væri lát- inn. Ég var hjá honum þegar hann kvaddi og fyrir það er ég þakklát. Ég talaði við hann í síma á laug- ardeginum og þá leið honum ágæt- lega, sagði að hann hlakkaði til að koma vestur í heimsókn og hann hlakkaði til að hitta börnin mín. Hann og mamma ætluðu að fara að veiða inni í Ísafjarðardjúpi en það var þeirra helsta áhugamál. Héðinn greindist með krabba- mein árið 2000 og svo aftur 2002, hann hóf hetjulega baráttu sem nú er lokið. Ég er þakklát fyrir þau 17 ár sem þú tilheyrðir lífi mínu. Takk fyrir allt sem þú varst mér. Guð geymi þig, þín Gíslína. Elsku afi Héðinn. Þú varst góður afi, þótt þú værir bara fósturafi okkar. Þú varst svo óður að spila við okkur og horfa með okkur á teiknimyndir þótt allt fullorðna fólkið væri að spjalla í eldhúsinu. Svo hjálpaðir þú okkur að plata mömmu og pabba þegar við fengum að borða eins marga íspinna og við gátum, þú fórst með bréfin og hentir þeim í ruslið á baðinu og enginn nema þú og amma Stína vissi platið. Svo skelli- hlógum við þegar mamma kom inn í stofu og fattaði ekkert hvað við gátum verið lengi að borða einn íspinna, en þá vorum við búin með fjóra! Amma hló svo mikið að það láku tár úr augunum á henni og þá hlógum við ennþá meira. Það er svo skrítið að koma til ömmu núna og sjá þig ekki, en við ætlum að passa ömmu fyrir þig og vera dugleg að koma til hennar þegar við komum suður. Guð geymi þig, elsku afi. Þín Viktoría og Fannar Freyr. HÉÐINN ARASON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.