Morgunblaðið - 16.04.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 16.04.2003, Blaðsíða 26
SUÐURNES 26 MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ tveggja. „Tveir foringjar eru að skipuleggja kvöldvöku með diskó- teki og bæði hefðbundin skátaferð og óvissuferð eru fyrirhugðar í vor. Annars fer mestur kraftur okkar nú í skeytasöluna, það er alltaf mikið að gera í henni í kring- um fermingarnar.“ – Kajakasmíði telst nú varla til hefðbundins skátastarfs eða hvað? „Nei, en krakkana vantaði verk- efni og því lagði ég til þessa hug- mynd,“ sagði Helgi. „Ég hef sjálf- ur stundað kajakasiglingar og „VIÐ höfum öll prófað að sigla kanoum, enda er það hluti af starfi skáta, en það verður toppurinn að sigla á þessum kajökum,“ sögðu skátarnir í Víkverjum í samtali við blaðamann, en þeir eru í óða önn að setja saman nokkra kajaka sem áætlað er að sigla á um Snorra- staðatjörnum í næsta mánuði. Víkverjum í Njarðvík hefur fækkað mikið að undanförnu og nú er svo komið að aðeins 8 börn eru virk í skátastarfinu. Að sögn Heið- arbúanna Kristins Guðmundssonar og Helga Viðarssonar Biering, for- ingja hópsins, eru hugmyndir um að gera Víkverja að sérdeild innan Heiðarbúa í Keflavík. „Þó að starf- semin hér í Njarðvík hafi dregist saman hefur félögum í Heið- arbúum fjölgað og starfið vaxið mjög að undanförnu. Við erum að vona að Víkverjar verði hluti af Heiðarbúum innan tíðar, en það verður allt að koma í ljós,“ sögðu Kristinn og Helgi og það mátti heyra á andmælum eins Víkverj- ans að þeir eru ekki á eitt sáttir um hugmyndina. Kannski má þar um kenna gömlum bæjarríg. Þrátt fyrir smæð skátafélagsins í Njarðvík er blómlegt starf fram- undan, að sögn foringjanna ýmsar aðrar jaðaríþróttir og af því að ég hafði teikningu af kajak í fórum mínum fannst mér alveg til- valið að ráðast í smíði á þeim. Ég tek þau síðan í læri.“ Alls eru Víkverjar með 3 kajaka í smíðum og er einn þeirra að fá á sig mynd. Fyrirhugað er að klára þá á næstu vikum og halda síðan með þá að Snorrastaðatjörnum, þar sem Heiðarbúar eru með skála, og prófa þá. „Krakkarnir eru búnir að vera mjög spenntir og vildu fjölga fundarkvöldunum. Þau hittast hérna í skátaheimilinu tvisvar í viku og við tökum annað kvöldið í smíðina,“ sagði Helgi og krakkarnir voru fljótir að taka undir orð hans. „Já, þetta er búið að vera mjög skemmtilegt og við getum ekki beðið eftir því að fá að prófa þá,“ voru þau öll sammála um, en geta þó með engu móti komið sér saman um í hvaða litum kajakarnir eiga að vera. Í miðjum ágreiningi læddist blaðamaður á brott með loforð um kajakasigl- ingu upp á vasann. Skátarnir í Víkverjum hafa unnið af kappi við að smíða kajaka á fundum sínum „Getum ekki beðið eftir að komast í siglingu“ Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Fyrsti kajakinn er að taka á sig mynd og smiðirnir átta eru stoltir af verki sínu eins og vel má sjá. Með Víkverj- unum á myndinni eru foringjarnir tveir úr Heiðarbúum, þeir Helgi Viðarsson Biering og Kristinn Guðmundsson. Njarðvík BÆJARSTJÓRN Sandgerðis hefur samþykkt vímuvarnaáætlun til tveggja ára. Áætlunin hefur nú ver- ið gefin út og dreift til foreldra. Í vímuvarnaáætluninni lýsir bæj- arstjórn vilja sínum til að leggja áherslu á að unnið verði að for- varnastarfi í vímuvörnum barna og ungmenna í Sandgerði. Þar er jafn- framt kveðið á um hvernig Sand- gerðisbær, stofnanir og fyrirtæki, frjáls félagasamtök og bæjarbúar geti unnið að vímuvörnum og þar með bættum samskiptum og líðan allra bæjarbúa. Að sögn Gyðu Hjartardóttur fé- lagsmálastjóra hefur verið unnið að vímuvarnamálum á undanförnum árum með markvissum hætti. Með formlegri samþykkt á vímuvarna- áætlun og kynningu hennar til for- eldra og annarra bæjarbúa sé verið að reyna að auka áhersluna á for- varnir. Gyða segir að félagsmálaráð hafi reglulegt samráð við lögregluna, grunnskólann og íþrótta- og tóm- stundafulltrúa um unglingamál. Þar sé farið yfir stöðuna og málum fylgt eftir. Hún segir fyrirhugað að efna til ráðstefnu í vor þar sem fenginn verði fyrirlesari til að fjalla um ein- hverja þætti þessa starfs. Þá sé fyr- irhugað átak í að hvetja börn og unglinga til að virða útivistarreglur enda sé vitað að meiri hætta sé á óhöppum á þessu sviði þegar börn eru úti eftir að samþykktum útivist- artíma lýkur. Hún segir að foreldra- félag grunnskólans og fulltrúi íþrótta- og tómstundaráðs komi að vinnu við útivistarátakið með for- eldrarölti og öðru eftirliti. Gyða kveðst binda vonir við að út- gáfa áætlunarinnar og aðgerðir sem fylgi í kjölfarið verði hvatning til bæjarbúa til að standa vel að for- vörnum og til að láta alla viðkom- andi vita hvað verið er að gera. Kynna vímuvarnaáætl- un fyrir bæjarbúum Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Gyða Hjartardóttir félagsmála- stjóri skipuleggur forvarnir. Sandgerði ERLINGUR Jónsson hefur verið útnefndur listamaður aprílmánaðar í Reykjanesbæ. Mynd hans, Guðinn Brillj- antín, hefur af því tilefni ver- ið sett upp í Kjarna við Hafn- argötu í Keflavík. Erlingur Jónsson er fædd- ur 30. mars 1930 í Móakoti á Vatnsleysuströnd. Hann nam myndlist víða og um skeið var hann m.a. nemandi og seinna aðstoðarmaður mynd- höggvarans Sigurjóns Ólafs- sonar. Hann stundaði síðar myndlistarnám í Noregi, nam m.a. við Kennaraháskólann í Telemark og Kennaraháskólann í Notodden. Erlingur kenndi um árabil hand- mennt og myndlist við Gagnfræða- skóla Keflavíkur og var þá frum- kvöðull að stofnun Baðstofunnar. Hann hefur síðustu áratugina starfað að list sinni í Noregi og jafnframt verið lektor og síðar prófessor við listaháskóla í Osló. Verk Halldórs Laxness hafa orð- ið Erlingi óþrjótandi uppspretta hugmynda og verkið sem nú er myndverk mánaðarins, Guðinn Brilljantín, er gott dæmi um það, segir í fréttatilkynningu frá menn- ingarfulltrúa Reykjanesbæjar. Guðinn Brilljantín sýndur í Kjarna Erlingur Jónsson og Guðinn Brilljantín. Reykjanesbær BÆJARRÁÐ Reykjanesbæjar hef- ur lagt til að bæjarsjóður leggi 500 milljónir króna til nýstofnaðs Mann- gildissjóðs Reykjanesbæjar. Höfuð- stóll sjóðsins verði ávaxtaður í fjár- málastofnun en raunávöxtun hvers árs nýtt til að úthluta styrkjum. Bæjarstjórn hefur áður samþykkt að stofna Manngildissjóð Reykja- nesbæjar. Í samþykktum um hann kemur fram að hlutverk sjóðsins er að veita styrki og viðurkenningar til stuðnings verkefnum á sviði fræðslu-, fjölskyldu- og forvarna- mála, menningar og lista, tóm- stunda- og íþróttamála og annarra verkefna í þágu mannræktar og aukins manngildis í Reykjanesbæ. Sérstök sjóðsstjórn sem starfar undir forystu formanns bæjarráðs mun annast úthlutun úr sjóðnum tvisvar ár ári eftir að framkvæmda- stjórar bæjarins og fagráð hafa far- ið yfir umsóknir á sínu sviði. Undir Manngildissjóðinn falla sjóðir sem starfað hafa, meðal ann- ars Tómstundasjóður, Íþróttasjóð- ur, Ólympíusjóður, Framkvæmda- sjóður aldraðra og Menningar- sjóður. Nú hafa bæjarfulltrúar Sjálfstæð- isflokksins sem skipa meirihluta bæjarstjórnar ákveðið að leggja fram 500 milljónir sem höfuðstól Manngildissjóðs. Þeir leggja til að fjármunirnir verði ávaxtaðir í fjár- málastofnun en raunávöxtun hvers árs nýtt til úthlutunar. Fulltrúar Samfylkingarinnar í bæjarráði sátu hjá við afgreiðslu málsins þar. Höfuðstóll Manngild- issjóðs 500 milljónir Reykjanesbær Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson SÍÐASTA kennslustundin fyrir páska í dönsku hjá 9. bekk Grunn- skóla Grindavíkur var með heldur óvenjulegu sniði. Spilað var bingó og tölurnar lesnar upp á dönsku. Búið var að skreyta salinn með páskaskrauti og boðið var upp kök- ur og eplasafa á milli umferða. Þessi uppákoma féll greinilega vel í kramið og ekki slæmt að geta unnið sér inn páskaegg með góðri kunn- áttu í tölunum á dönsku auk smá heppni. Þegar blaðamaður birtist heyrð- ist einmitt lesin upp bingótalan: „I – tredive“ og nemendur leituðu á spjöldunum sínum. „Þetta er fín til- breyting í kennslunni. Stelpurnar í bekkjunum voru búnar að skreyta borðin fallega í tilefni páskabingós- ins og búnar að baka meira að segja. Þetta heppnaðist ljómandi vel held ég“, sagði dönskukennar- inn, Sigrún Franklín. Spila páska- bingó á dönsku Grindavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.