Morgunblaðið - 16.04.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.04.2003, Blaðsíða 1
Stríð í Írak: Sharon segir Sýrlandsforseta hættulegan  Uday haldinn fýsn í konur, áfengi og nautnalíf 16/18 STOFNAÐ 1913 104. TBL. 91. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is ECCOES OF THE WORLD ® VO R / S U M A R 2 0 0 3 ECCOblaðið fylgir Morgunblaðinu í dag UM áttatíu fulltrúar hinna ýmsu fylkinga í Írak – súnní-múslima, shía-múslima, Kúrda og stjórnar- andstæðinga sem verið hafa í út- legð – hétu í gær að vinna að því að koma á lýðræði í landinu. Vilja þeir að Írak verði lýðræðislegt sam- bandsríki. Þá lögðu þeir áherslu á að Írakar yrðu sjálfir að kjósa eigin leiðtoga. Bandaríkjamenn boðuðu til fundar leiðtoganna. Fulltrúar á fundinum, sem hald- inn var í Ur í Suður-Írak, urðu sam- mála um að hittast á ný eftir tíu daga. Þeir sendu frá sér yfirlýsingu í þrettán liðum en þar er því heitið að lýðræðisskipan verði komið á í Írak og að í framtíðinni skipist menn ekki í stjórn eftir því hvaða trúdeild þeir tilheyra. Þá kemur fram í yfirlýsingunni að Írak verði sambandsríki og að lög og regla skuli gilda þar. Enn- fremur lýstu fundarmenn þeirri skoðun að leysa þyrfti upp Baath- flokk Saddams Husseins, sem farið hefur með völdin um áratugaskeið. Zalmay Khalilzad, sendimaður Bandaríkjastjórnar, stýrði fundin- um. Sagði hann fundarmönnum að Bandaríkin hefðu „alls ekki í hyggju að stjórna Írak“ nú þegar Saddam hefur verið steypt af stóli. „Við viljum að þið mótið ykkar eigin lýðræðisskipan er byggist á hefð- um og gildum Íraka,“ sagði hann. Enginn fulltrúi var á fundinum frá Sameinuðu þjóðunum. Er enn óljóst hvaða hlutverk Bandaríkja- stjórn ætlar SÞ – ef eitthvert – við uppbyggingarstarf í Írak. Þá sótti Ahmed Chalabi, leiðtogi Íraska þjóðarráðsins, ekki fundinn en hann hefur nú lýst því yfir að hann gefi ekki kost á sér til póli- tískra starfa í Írak. Íraska þjóðar- ráðið eru stærstu samtök útlægra stjórnarandstæðinga og hafði þótt líklegt að Chalabi yrði næsti leið- togi Íraks. Hafna banda- rískum afskiptum Stærstu samtök shía-múslima, Íslamska byltingarráðið í Írak, sendu ekki fulltrúa á fundinn í gær og fóru forvígismenn þeirra hörð- um orðum um afskipti Bandaríkja- stjórnar. Eru þeir ósáttir við áform stjórnvalda í Washington að skipa hershöfðingjann fyrrverandi, Jay Garner, yfir borgaralega bráða- birgðastjórn í Bagdad. „Írak þarfnast íraskrar bráða- birgðastjórnar. Allt annað er átroðningur á rétti írasks almenn- ings og markar afturhvarf til ný- lendutímanna,“ sagði Abdul Aziz Hakim, fulltrúi samtakanna en að- albækistöðvar þeirra hafa verið í Íran. Um tuttugu þúsund shía-músl- imar héldu mótmælafund í Nasir- iya, sem er skammt frá Ur, vegna þess sem þeir álíta tilraunir Banda- ríkjamanna til að hafa áhrif á myndun nýrrar stjórnar í Írak. „Við viljum ekki Bandaríkin, við viljum ekki Saddam,“ hrópuðu þeir en shía-múslimar, sem eru í meiri- hluta í Írak, áttu undir högg að sækja í stjórnartíð Saddams, sem er súnní-múslimi. Lýstu mótmælendur því m.a. yf- ir að þeir kærðu sig ekki um að Chalabi fengi leiðtogahlutverk, en jafnan er talið að hann njóti ein- dregins stuðnings bandaríska varn- armálaráðuneytisins til slíkra starfa. AP Shía-múslimar mótmæla íhlutun Bandaríkjamanna í írösk stjórnmál á fundi í Nasiriya í gær. Um 20 þúsund manns tóku þátt í mótmælunum. Írak verði lýðræðis- legt sambandsríki Leiðtogar fylkinga í Írak áttu fund – hittast aftur að tíu dögum liðnum Ur, Nasiriya. AFP, AP. AÐ minnsta kosti tólf óbreyttir borgarar eru sagðir hafa fallið og um sextíu til við- bótar særst þegar bandarískir hermenn hófu skothríð á hóp fólks sem hafði komið saman í borginni Mosul í norðurhluta Íraks í gær. Atburðurinn átti sér stað þar sem Mashaan al-Juburi, sem Bandaríkjamenn hafa skipað héraðsstjóra í Mosul, var að ávarpa hóp fólks. Gerðist fólkið smám sam- an fjandsamlegt í garð al-Juburis en hann er hlynntur veru Bandaríkjahers í Írak. Talsmaður Bandaríkjahers sagði að skotið hefði verið á hermennina, þeir hefðu ekki skotið á mannssöfnuðinn. Tólf falla í Mosul Mosul. AFP. ABU Abbas, palestínskur hryðjuverkaleið- togi sem skipulagði rán á farþegaskipi á Miðjarðarhafi árið 1985, hefur verið hand- tekinn í Bagdad, höfuðborg Íraks. Háttsettur banda- rískur embættismaður greindi frá þessu í gær- kvöldi og kvað Abbas, sem heitir réttu nafni Mohammad Abbas, í vörslu bandaríska her- liðsins í borginni. Fjórir vopnaðir menn rændu ítalska farþega- skipinu Achille Lauro er það var á siglingu á Miðjarðarhafi í októ- bermánuði árið 1985. Hryðjuverkamennirnir höfðu skipið á valdi sínu í tvo daga. Þeir myrtu einn far- þeganna, 69 ára gamlan Bandaríkjamann sem bundinn var við hjólastól, og vörpuðu líkinu fyrir borð. Loks féllust þeir á að halda frá borði gegn því að fá að fara frjáls- ir ferða sinna. Bandaríkjamenn neyddu þotu sem átti að flytja mennina frá Egypta- landi til Túnis til að lenda á Ítalíu. Þar voru mennirnir dæmdir. Abu Abbas var dæmd- ur að honum fjarstöddum og fékk fimm- faldan lífstíðardóm. Abu Abbas handtekinn Washington. AFP. Abu Abbas COLIN Powell, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, sagði í gær að ráðamenn vestra hefðu ekki uppi áform um frekari hernað gegn ríkjum í Mið-Austurlöndum. Powell sagði á blaðamannafundi að Bandaríkin vildu tryggja að lýðræði fengi að blómstra í Mið-Austurlöndum. Það væri hins vegar hverrar þjóðar að velja sér leið að þessu markmiði. Enginn „listi“ væri til í Bandaríkjunum yfir þau ríki sem réttlæt- anlegt þætti að fara með hernaði gegn. Vís- aði ráðherrann á þennan veg til Sýrlend- inga sem Bandaríkjamenn saka um að hafa aðstoðað hátt setta menn að flýja frá Írak og að ráða yfir gereyðingarvopnum. Í arabaríkjum og víðar óttast margir að Bandaríkjamenn hyggi á hernað gegn Sýr- lendingum og jafnvel Írönum. George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, sagði í gær að með falli Íraksstjórnar hefðu „hryðjuverkaöflin misst bandamann“. Bush lýsti ekki yfir sigri í stríðinu og kvað mikið verk óunnið. Byggja þyrfti samfélag- ið upp og skapa grundvöll fyrir því að íraska þjóðin gæti sjálf ráðið framtíð sinni. . Áforma ekki frekari hernað ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.