Morgunblaðið - 16.04.2003, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 16.04.2003, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 2003 53 DAGBÓK Stuttar og síðar kápur sumarúlpur, heilsársúlpur, regnúlpur, ullarjakkar, hattar og húfur Opið virka daga frá kl. 9-18 Laugardaga frá kl 10-15 Mörkinni 6 - Sími 588 5518 Skötuselslundir kr. 990 kg Lúðusneiðar kr. 1.290 kg Laxaflök kr. 990 kg Humar - hörpudiskur - rækjur - túnfiskur - risarækja og skel o.m.fl. Fiskbúðin Vör Höfðabakka 1 sími 587 5070 Gleðilega páska! Steikur um páskana: STJÖRNUSPÁ Frances Drake HRÚTUR Afmælisbörn dagsins: Þú er örlát(ur) á tíma og fé. Fólk laðast að þér vegna kímnigáfu þinnar og lífs- nautnar. Þú munt komast að einhverju mikilvægu á næsta ári. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Það er erfitt að meta hvern eigi að setja í öndvegi í dag, þig eða einhvern annan. Sýndu öðrum þolinmæði. Þeg- ar tunglið er fullt andspænis merki þínu áttu að láta aðra njóta vafans. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú þarft að láta undan kröfum ríkisstjórnarinnar eða stórra samtaka í dag. Þú getur ekki unnið. Sættu þig við það sem þú getur ekki breytt. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú neyðist til að hlusta á kröf- ur hóps í dag: það er þýðing- arlaust að berjast á móti. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Reyndu að forðast erfiðar samræður við fólk með völd í dag. Og reyndu á sama tíma að forðast að vera erfitt for- eldri eða stjórnandi. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Aðrir munu ekki hlusta á skoðanir þínar í dag. Þú þarft ekki að reyna að fá þá til að skipta um skoðun heldur til að samþykkja að þið séuð ósam- mála. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú þarft að einbeita þér að sameiginlegum eignum og hlutum sem aðrir eiga. Reyndu að greiða úr þessum málum. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Reyndu að láta berast með straumnum í dag. Fullt tungl er í þínu merki og þú vilt reyna að forðast átök. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Spenna í samskiptum við ást- vin vegna sameiginlegra eigna gæti valdið óþolinmæði gagn- vart vinnufélögum. Reyndu að muna hver orsökin er. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Foreldrar gætu verið strangir við börn í dag. En dagurinn er ekki heppilegur til að sýna fram á hver ræður. Sýndu þol- inmæði og samstarfsvilja í dag því tunglið er fullt. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Fullt tungl dagsins beinist að fjölskyldu, fasteignum og einkalífi. Þú þarft ekki að gera breytingar í dag, reyndu að- eins að laga þig að aðstæðum. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Sýndu lagni í samskiptum við ættingja og nágranna. Áhyggjur þínar af peningum og eignum koma þeim ekki við. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Reyndu að komast hjá mik- ilvægum samræðum um fjár- mál í dag. Þú átt erfitt með að vera hlutlaus og skýr í hugsun í dag þar sem fullt tungl veld- ur álagi. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. SÍÐASTA FERÐIN Herra guð í himnasal, haltu mér við trúna. Kvíði eg fyrir Kaldadal, kvölda tekur núna. Jón Vídalín LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA 70 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 16. apríl, verður sjötugur Helgi Daníelsson, fyrrverandi yf- irlögregluþjónn RLR, Fells- múla 10, Reykjavík. Í dag verður opnuð ljósmynda- sýning í Kirkjuhvoli á Akra- nesi á nokkrum mynda hans og Friðþjófs, sonar hans, á vegum Ljósmyndasafnsins á Akranesi. Helgi mun taka á móti gestum í Valsheim- ilinu, föstudaginn 25. apríl nk. kl. 20 ásamt Friðþjófi, syni sínum, sem varð 50 ára 27. febrúar sl. 70 ÁRA afmæli. Í dag,16. apríl, verður sjö- tug Jórunn Gíslína Gott- skálksdóttir, Bröttuhlið 17, Hveragerði. Eiginmaður hennar er Friðgeir Krist- jánsson, sem varð 75 ára í desember sl. Þau heið- urshjón eiga gullbrúðkaup 24. maí nk. Í tilefni af þess- um merku tímamótum er ættingjum og vinum boðið til fagnaðar í Golfskála Hveragerðis í Gufudal fimmtudaginn 17. apríl kl. 16. Blóm og gjafir vinsam- lega afþökkuð en tekið verð- ur á móti frjálsum fram- lögum fyrir langveik börn.Í STANDARD-kerfinu er nóg að eiga 6 punkta til að svara opnun á lit og sumir svara oft með minna. Í því ljósi er rétt að skoða pass vesturs við opnun austurs á einum tígli: Austur gefur; enginn á hættu. Norður ♠ ÁKDG8 ♥ ÁD107 ♦ 96 ♣G4 Suður ♠ 63 ♥ G9652 ♦ 84 ♣Á1096 Vestur Norður Austur Suður -- -- 1 tígull Pass Pass Dobl 2 tíglar 2 hjörtu Pass 4 hjörtu Allir pass Vestur spilar út tíg- ultvisti, þriðja hæsta. Austur tekur fyrsta slag- inn með ás og þann næsta á tíguldrottningu. Skiptir síðan yfir í laufkóng. Hvernig á að spila? Málið snýst um hjarta- kónginn, auðvitað. Undir venjulegum kring- umstæðum væri sjálfsagt að svína, en eins og vörnin hefur þróast virðist ekki líklegt að vestur geti átt hjartakónginn. Austur spilar tíglinum eins og hann hafi byrjað með ÁDG og varla hefði vestur pass- að einn tígul með tvo kónga. Það er því alls ekki fráleitt að hafna svíning- unni og spila upp á stakan kóng í austur: Norður ♠ ÁKDG8 ♥ ÁD107 ♦ 96 ♣G4 Vestur Austur ♠ 542 ♠ 1097 ♥ K83 ♥ 4 ♦ G72 ♦ ÁKD1053 ♣7532 ♣KD8 Suður ♠ 63 ♥ G9652 ♦ 84 ♣Á1096 Skrattakollurinn í aust- ur! Einmitt þetta hafði hann í huga með því að taka tígulslagina í þessari óeðlilegu röð, en ekki fyrst á drottninguna og svo á ásinn. Það er ekki nema sanngjart að falla fyrir svo snjöllu bragði. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 90 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 16. apríl, verður níræður Hjör- leifur Gíslason, Kirkju- hvoli, Hvolsvelli. Eiginkona hans var Ágústa Túbals, en hún lést árið 2001. Hjörleif- ur verður að heiman á af- mælisdaginn. 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. d4 exd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rxc6 bxc6 6. e5 De7 7. De2 Rd5 8. c4 Ba6 9. b3 O-O-O 10. g3 g5 11. Ba3 Rb4 12. Bb2 Bg7 13. Bg2 Staðan kom upp í ein- vígi þeirra Anatoly Karp- ov (2686) og Bartlomiej Macieja (2634) sem lauk fyrir skömmu í Varsjá. Heimsmeist- arinn fyrrverandi sýndi klærnar í ein- víginu og bar sigur 6-2. Í stöðunni hafði hann svart og nýtti sér veikleika hvíts á a1-h8 skálínunni. 13... Rd3+! 14. Dxd3 Bxe5 15. Bxe5 svart- ur yrði peði yfir eftir 15. De3 Bxb2 16. Dxe7 Hhe8. Í fram- haldinu stendur svartur til vinnings. 15... Dxe5+ 16. De3 Dxa1 17. O-O Kb8 18. Rc3 Db2 19. Hb1 Da3 20. Dxg5 Hhe8 21. Df5 Dd6 22. Hd1 De5 23. Dc2 f5 24. Bf3 Bb7 25. b4 f4 26. c5 h5 27. Re2 fxg3 28. hxg3 h4 29. Kg2 Hg8 30. Hd4 hxg3 31. fxg3 Hxg3+ 32. Rxg3 Dxd4 33. Db3 Ba6 34. b5 og svartur vann. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. STAKA Við skulum ekki víla hót, það varla léttir trega. Og það er þó ávallt búningsbót að bera sig karlmannlega. Kristján Jónsson Ég er svo ánægð með hann Bjössa! Loksins er hann búinn að finna sér áhugamál! MEÐ MORGUNKAFFINU FRÉTTIR „AÐ eigin vali“ nefnist vorsýning Byggðasafns Árnesinga árið 2003, en hana er að finna í borðstofu Hússins á Eyrarbakka. Þar gefst gestum kost- ur á að skyggnast inn í hugarheim sagnfræðingsins Erlings Brynjólfs- sonar, kennara í Fjölbrautaskóla Suðurlands, en hann valdi ýmsa og ansi ólíka muni á sýninguna. Í raun göngum við inn í lítið sagnfræðiævintýri þar sem segir m.a. frá fallegum bróderingum, þagnaðri þvottavél úr tré, útvarpi fyrir tíma RÚV, segulbandstækjum, sjóbrók, hrífu, áratugagömlum „excel“ og teiknimyndum úr hafra- mjölspökkum. ,,Askja Erlings Brynjólfssonar“ hefur verið opnuð og þar glittir í skil- in sem urðu í íslenskri menningu; þegar bændasamfélagið rann saman við nútímalegan lífsstíl seinni hluta síðustu aldar. Sýningin stendur til 11. maí. Húsið og Sjóminjasafnið á Eyrar- bakka eru opin frá kl. 14–17 laugar- daga og sunnudaga fram í júní. Á öðr- um tímum eftir samkomulagi. Gestum er bent á að frá 17.–21. apríl (á páskum) er opið frá kl. 14–17. Fartölvur að fornu og nýju Vorsýning Byggðasafns Árnesinga OSLO Youth Representation Band heldur tónleika í Seltjarn- arneskirkju kl. 19.30 í dag, mið- vikudag og fyrir messu í Hall- grímskirkju á skírdag. Í hljómsveitinni eru 58 ungir hljóðfæraleikarar sem allir eru félagar í einhverjum hinna 86 skólahljómsveita í Osló. M.a. verður flutt söngleikjatónlist, frumsamin tónlist fyrir blás- arasveitir og umritun á tónverki eftir norska tónskáldið Edward Grieg auk þess munu félagar í sveitinni leika einleik. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. Úrvalssveit Osló- borgar í heimsókn Morgunblaðið/Kristinn Fimm blásarar úr Úrvalssveit Osló- borgar ásamt listræna stjórnand- anum Sissel Larsen. FÖSTUVAKA verður í Háteigs- kirkju kl. 20 í kvöld. Kór Háteigs- kirkju flytur föstusálma, kórverk eftir Felix Mendelssohn og Edward Elgar og frumflutt verður á Íslandi messan Guðs sonur eftir James Whitbourn en í því leikur sópr- ansaxófónn stórt hlutverk. Joel Pálsson leikur með kórnum ásamt Jónasi Þóri, organista í Lágafells- kirkju. Einnig flytja þeir spuna út frá föstusálmunum. Erla Berglind Einarsdóttir syngur einsöng. Stjórnandi er Douglas A. Brotchie, organisti og kórstjóri Háteigs- kirkju. Kórverk eftir Mend- elssohn á föstuvöku
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.