Morgunblaðið - 16.04.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.04.2003, Blaðsíða 12
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 12 MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ GENGIÐ hefur verið frá fjármögn- un vegna byggingar heilsumiðstöðv- ar í Laugardal í Reykjavík. Fyrir- tækið Laugahús undirritaði í gær samninga við Landsbanka Íslands, Sparisjóðabanka Íslands og Spari- sjóð vélstjóra vegna framkvæmd- anna. Heildarlánsfjárhæð nemur 928 milljónum króna. Jafnframt var í gær undirritaður samningur milli Reykjavíkurborgar og Ístaks um byggingu 50 metra ólympískrar innisundlaugar á sama stað. Heildarkostnaður alls verkefnis- ins verður um 2,5 milljarðar króna sem skiptist þannig að kostnaður vegna heilsumiðstöðvarinnar er um 1,5 milljarðar og kostnaður vegna sundlaugarinnar um einn milljarður. Áætlað er að heilsumiðstöðin verði opnuð 2. janúar 2004 og hin nýja ólympíska innisundlaug á seinni hluta þess árs. Húsnæði heilsumiðstöðvarinnar er í eigu Laugahúss ehf. sem er til jafns í eigu Nýsis hf. og Björns Leifssonar, sem rekur World Class, en sundmiðstöðin er í eigu Reykja- víkurborgar. Bylting í heilsurækt Björn Leifsson segir að hin nýja heilsu- og sundmiðstöð verði bylting á sviði heilsuræktar. Með tilkomu hennar færist Ísland nær því sem hafi verið að gerast í þessum efnum í Evrópu og Bandaríkjunum, en fyr- irmyndin sé sótt víða að. Hann segir að stefnt sé að því að líkamsræktarstöð World Class í Fellsmúla í Reykjavík verði lögð nið- ur þegar hin nýja aðstaða fyrirtæk- isins verður opnuð í Laugardalnum. Stækkunin hjá fyrirtækinu verði engu að síður mikil. Markaðurinn fyrir þessa starfsemi fari stöðugt vaxandi og hin nýja aðstaða víkki hann þar að auki töluvert út. Björn segist sannfærður um að hin nýja aðstaða muni gera svipað fyrir Reykjavík og Bláa lónið hefur gert fyrir Ísland. Ferðamanna- straumur muni aukast til muna en markaðssetning í þeim efnum sé þegar hafin. Fjölbreyttari þjónusta en áður hefur þekkst Hin nýja heilsu- og sundmiðstöð verður tengd núverandi Laugardals- laug. Í fréttatilkynningu kemur fram að hugmyndin sé að skapa samspil inni- og útisundlaugar og fullkom- innar heilsumiðstöðvar á þremur hæðum, með fjölbreyttri aðstöðu til heilsuræktar, heilsutengdri þjón- ustu, veitingum og bjóða áhugaverð- ar nýjungar. Fram kemur í tilkynningunni að með tilkomu heilsu- og sundmið- stöðvarinnar Lauga verði á einum stað aðstaða til alhliða íþróttaiðkun- ar með fjölbreyttari þjónustu en áð- ur hefur þekkst hér á landi. Áhersla verði lögð á tengsl inni- og útisund- lauga, heilsuræktarstöðvar, bað- stofu, heilbrigðisþjónustu, veitinga- staða með heilsufæði auk annarrar þjónustu sem lýtur að almennri íþróttaiðkun. Markmið Reykjavíkurborgar er að bæta aðstöðu til íþróttaiðkunar og stuðla þannig að betri heilsu og vel- líðan almennings. Síðastliðið haust var skrifað undir samstarfssamninga milli Laugahúss og Reykjavíkurborgar um heilsu- og sundmiðstöðina. Framkvæmdir eru vel á veg komnar en fyrsta skóflu- stungan var tekin fyrir tæpu ári. Gert er ráð fyrir að starfsmenn fyr- irtækja í hinni nýju heilsu- og sund- miðstöð verði um hundrað og fimm- tíu talsins, þ.á m. læknar, sjúkra- þjálfarar, íþróttakennarar, nuddarar og annað faglært fólk. 7.000 fermetra húsnæði Heilsumiðstöðin verður í rúmlega sjö þúsund fermetra húsnæði á þremur hæðum. Þar mun World Class reka heilsuræktarmiðstöð í rúmlega fimm þúsund fermetra rými en tæplega tvö þúsund fermetra rými, sem skiptist á allar hæðirnar, verður leigt út fyrir aðra heilsu- tengda starfsemi. Laugahús mun sjá um rekstur fasteigna heilsumiðstöðvarinnar, framkvæmdastjórn, kynningar- og markaðsstarf sem og að leigja út rými og annast ýmsa sameiginlega þjónustu í heilsumiðstöðinni. World Class mun annast rekstur heilsu- ræktarinnar og baðstofunnar. Verktaki er Ístak hf., arkitekt er Ari Már Lúðvíksson, VST sér um hönnun burðarþols og lagna, hönnun loftræstingar er í höndum Almennu verkfræðistofunnar og Raftækni- stofan hefur yfirumsjón með hönnun rafvæðingar/raflagna. Við undirritun samninganna í gær opnaði Þórólfur Árnason, borgar- stjóri, nýtt vefsetur heilsu- og sund- miðstöðvarinnar Lauga, en það er www.laugahus.is. Samið um fjármögnun heilsumiðstöðvar og byggingu sundlaugar í Laugardal Heildarkostnaður um tveir og hálfur milljarður Morgunblaðið/Árni Torfason Undirritun samninga um fjármögnun vegna byggingar heilsumiðstöðvar- innar í Laugardal. Fremstir eru Björn Leifsson, framkvæmdastjóri World Class, og Sigfús Jónsson, framkvæmdastjóri Nýsis hf. GREININGARDEILD Kaup- þings telur líklegt, að Íslands- sími, Grandi og Straumur komi inn í nýja Úrvalsvísitölu Aðal- lista Kauphallarinnar, þegar hún verður birt í byrjun júní. Í Morgunpunktum Kaup- þings í gær kemur fram, að Ker sé nú í úrvalsvísitölunni, en fé- lagið sé á athugunarlista vegna yfirtökuskyldu. Til standi að af- skrá félagið ef yfir 90% hlut- hafa samþykki yfirtökutilboðið, sem stendur til 2. maí. Þá segir að Tryggingamiðstöðin muni að öllum líkindum einnig detta út úr Úrvalsvísitölunni, vegna lítilla viðskipta með bréf félags- ins. Að auki muni myndast pláss fyrir þriðja nýja félagið á Úrvalsvísitölunni, gangi sam- runi Kaupþings og Búnaðar- banka eftir. Samkvæmt athugun Grein- ingardeildar koma því Íslands- sími, Grandi og Straumur í stað þessara þriggja félaga. Miðað við þær breytingar minnkar vægi fjármála og trygginga úr 45,6% í 42,4% í Úrvalsvísitöl- unni. Vægi sjávarútvegs eykst, úr 8,9% í 11,3%, en þar er gert ráð fyrir að helmingur af vægi Eimskips tengist sjávarútvegi, þar sem um helmingur tekna félagsins kemur frá Brimi, sjávarútvegsarmi félagsins. Vægi upplýsingatækni er nú ekkert í Úrvalsvísitölunni, en með tilkomu Íslandssíma yrði það rúm 2%. Fjárfestingarfé- lagið Straumur tilheyrir geira hlutabréfasjóða og fjárfesting- arfélaga. Þrjú ný félög í Úrvals- vísitölu? ÁRVAKUR hf., útgáfufélag Morgun- blaðsins, skilaði 49,4 milljóna króna hagnaði á árinu 2002 og batnaði af- koman verulega frá fyrra ári. Sam- þykkt var á aðalfundi félagsins fyrir árið 2002 sem nýlega var haldinn að greiða hluthöfum 10% arð af nafn- verði hlutafjár félagsins eins og það var í árslok 2002, eða rúmlega 60% af hagnaði ársins. Í skýrslu stjórnar Árvakurs hf. fyr- ir árið 2002 segir að þrjú viðfangsefni hafi borið hæst í starfsemi félagsins á liðnu ári. Þau voru í fyrsta lagi ákvörðun um kaup á nýrri prentvél og byggingu prentsmiðju, í öðru lagi ákvörðun um mánudagsútgáfu og loks efnahagssamdráttur og sam- keppni. Endurnýjun prentvélar og bygg- ing prentsmiðju hefur lengi verið í undirbúningi hjá félaginu og gera áætlanir ráð fyrir að starfræksla nýrrar prentsmiðju geti hafist í sept- ember 2004 á lóð sem borgarráð hef- ur staðfest úthlutun á í Hádegismó- um nr. 2 við Rauðatorg. Á stjórnar- fundi Árvakurs hf. 27. júní 2002 var ákveðið að hefjast handa um bygg- ingu prentsmiðju og pappírsgeymslu, auk kaupa á prentvél og pökkunar- búnaði, en samið hefur verið við þýska hönnunarfyrirtækið Eurograf- ica um fullnaðarhönnun prentsmiðju og prentvélaframleiðandann KBA. Ráðgjafarfyrirtækið Ráðgjöf og efna- hagsspár ehf. annaðist ráðgjöf við fjármögnun fyrirhugaðra fjárfest- inga og framkvæmda, en samið var við Íslandsbanka um fjármögnunina. Regluleg útgáfa Morgunblaðsins á mánudögum hófst í fyrsta sinn 6. jan- úar síðastliðinn í upphafi 90. afmæl- isárs Árvakurs hf., en í skýrslu stjórnar félagsins segir að útgáfa Morgunblaðsins á mánudögum hafi verið markmið félagsins og eitt helsta áhugamál stjórnenda og stjórnar- manna lifandi og liðinna um áratuga- skeið. Í skýrslu stjórnar félagsins segir að óhætt sé að segja að mánu- dagsútgáfan og breytt útlit og efn- isskipan blaðsins hafi fengið afar góð- ar viðtökur og náð því markmiði að styrkja verulega samkeppnisstöðu blaðsins. Hafi Morgunblaðið með þessum hætti enn bætt þjónustu sína við lesendur og auglýsendur og m.a. eflt þannig tryggð áskrifenda við blaðið. Fram kemur í skýrslu stjórnar Ár- vakurs hf. að á liðnu ári hafi auglýs- ingar og áskriftartekjur enn dregist saman annað árið í röð. Mikilvægur þáttur í baráttunni við tekjusamdrátt liðinna tveggja ára hafi í stefnumörk- un félagsins verið auk kostnaðarað- halds og hagræðingar að vinna að því að renna fleiri stoðum undir afkomu- möguleika Árvakurs hf. Áhersla hafi þannig verið lögð á markaðsátak vegna útseldrar prentunar og dreif- ingar með þeim árangri að tekjur vegna þessarar starfsemi hafi á liðnu ári aukist á móti samdrætti áskriftar- og auglýsingatekna. Þá segir í skýrsl- unni að strax og auglýsingasamdrátt- ar hafi farið að gæta í upphafi árs 2001 hafi verið gripið til víðtæks að- halds og hagræðingaraðgerða á öll- um sviðum. Lækkun rekstrargjalda auk nýrra tekna vegna nýrra verk- efna samanlagt umfram tekjusam- drátt auglýsinga og áskrifta liðins árs hafi leitt til hagnaðar ársins um 49,4 milljónir króna á móti tapi ársins á undan um 56,6 milljónir króna, eða umskipti um 106 milljónir króna milli ára. Í skýrslu stjórnar Árvakurs hf. segir að engum blöðum sé um það að fletta að tekjusamdráttur tveggja undanfarandi ára eigi fyrst og fremst rætur að rekja til efnahagssamdrátt- ar. Segja megi að þær aðhalds- og hagræðingaráætlanir sem gripið var til í upphafi árs 2001 hafi verið komn- ar fram að fullu á síðasta ári, þótt mikilvægt sé að fylgja þeirri aðhalds- stefnu áfram í rekstri félagsins sem þá var mörkuð. Ekki sé þó við því að búast að um frekari fækkun starfs- fólks verði að ræða og jafnvel fremur fjölgun þess vegna nýrra verkefna, prentverks, dreifingar, mánudagsút- gáfu og annarrar útgáfu, samfara átaki á nýjum sviðum auglýsinga- markaðar. Hagnaður Árvakurs hf. 49,4 milljónir króna                                    ! " # $        %   &  #    ' #   (  )) *   )        (  )( )      *   !"#$      HEILDARAFLI íslenskra skipa var 183.824 tonn í nýliðnum mars- mánuði og dróst saman um 242 þús- und tonn frá marsmánuði 2002 en þá veiddust 426.023 tonn. Botnfiskafli var 53.954 tonn en 54.893 tonn í marsmánuði 2002 sem er 939 tonna munur á milli ára. Þorskafli var 31.256 tonn sem er aukning um 675 tonn frá fyrra ári. Einnig var aukning í ufsaafla, 4.138 tonn bárust á land sem er 658 tonn- um meira en í marsmánuði 2002. Af flatfiski bárust 3.597 tonn á land, en í mars 2002 var aflinn 3.162 tonn. Jókst flatfiskaflinn því um 435 tonn á milli ára. Mest var veitt af grálúðu eða 1.636 tonn, 1.126 tonn fengust af skrápflúru og 324 tonn af skarkola. Af loðnu veiddust 115 þúsund tonn en loðnuaflinn í marsmánuði 2002 var hins vegar 360 þúsund tonn og er munurinn 245 þúsund tonn. Kol- munnaafli var 6.400 tonn sem er 2 þúsund tonnum betri afli en í mars 2002. Síldaraflinn í mars var 1.200 tonn, en engin síld veiddist í fyrra. Skel- og krabbadýraafli var 3.522 tonn sem er 462 tonnum minni afli en í mars 2002. Mest veiddist af rækju eða 2.465 tonn, því næst kom kúfisk- ur en af honum veiddust 1.038 tonn. Á fyrsta ársfjórðungi ársins 2003 nemur heildarafli íslenskra skipa alls 731 þúsundi tonna og er það rúmlega 319 þúsund tonnum minni afli en á sama tímabili árið 2002. Af botnfiski hafa borist 116 þúsund tonn sem er rúmlega 2 þúsund tonn- um minna en á árinu 2002. Þá er loðnuaflinn orðinn 585 þúsund tonn en það er 316 þúsund tonnum minni afli en á árinu 2002. Milli marsmánaða 2002 og 2003 dróst verðmæti fiskaflans saman, á föstu verði ársins 2001, um 15,0%. Fyrir tímabilið janúar-mars dróst það saman um 9,9% miðað við sama tímabil árið 2002.                                                                                                 Minni afli í mars 245.000 tonnum minna af loðnu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.