Morgunblaðið - 16.04.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.04.2003, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ SAMANBURÐUR á 4% lækkun skatthlutfalls og hækkun skattleys- ismarkanna um tíu þúsund á mánuði er villandi þar sem heildarupphæð sem varið væri til þeirra aðgerða er alls ekki hin sama. Lækkun skatt- hlutfalls um 4% að óbreyttum per- sónuafslætti kostar nær 17 milljarða en hækkun skattleysismarkanna um tíu þúsund kostar ekki nema um níu milljarða króna. Þetta segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, talsmaður Samfylking- arinnar, vegna fréttar um skattamál í Morgunblaðinu í gær. Hún segir að útreikningur ríkisskattstjóra sýni að kostnaður vegna tíu þúsund króna hækkunar skattleysismarkanna kosti tæpa níu milljarða. „Þarna er verið að bera saman ósambærilega kosti vegna þess að í fréttinni kemur hvergi fram heildarkostnaður vegna hvorrar aðgerðar fyrir sig,“ segir Ingibjörg. „Það segir sig auðvitað sjálft að ef tekjuskatturinn lækkar um tæpa sautján milljarða leiðir það almennt til meiri skattalækkunar en ef tekjuskattur yrði lækkaður um níu milljarða. Það þarf ekki miklar reiknikúnstir eða heilabrot til þess að sjá það. Ef menn vilja skoða af hlutlægni hvernig mismunandi leiðir til lækkunar skatta koma út fyrir einstaka tekjuhópa verður stærðar- gráðan í breytingunum að vera sam- bærileg.“ Ingibjörg bendir á að væru menn hins vegar tilbúnir að verja sautján milljörðum til þess að hækka skatt- leysismörkin mætti hækka þau um a.m.k. tuttugu þúsund á mánuði. „Sú aðferð hefði þýtt að 55% allra hjóna hefðu lækkað meira í sköttum en í tillögum Sjálfstæðisflokksins og 80% einhleypra, en allir aðrir hefðu auk þess fengið skattalækkun þótt hún væri minni en gert er ráð fyrir í til- lögum sjálfstæðismanna.“ Ingibjörg segir Samfylkinguna telja hækkun skattleysismarkanna sanngjarnari en lækkun skatthlut- fallsins þar sem sú hækkun skili sömu krónutölu til allra en lækkun skatthlutfallsins skili aftur á móti flestum krónum til þeirra sem mest- ar hafa tekjurnar. Lækkun skatthlutfalls um 4% eða hækkun skattleysismarka um 10 þúsund Ekki sambærilegir kostir „ÞAÐ er alltaf brakandi þurrkur þegar ég kem hingað,“ sagði Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra þegar hann kom til fundar í Hofgarði í Öræfum í gær. Guðni tafðist á leið- inni og kom eilítið of seint og Öræf- ingar stóðu fyrir utan í blíðunni og biðu eftir ráðherranum. Með í för voru Margrét Hauksdóttir, eigin- kona Guðna, og Birgir Þórarinsson, sem skipar ellefta sæti á lista fram- sóknarmanna í Suðurkjördæmi. Heimamaðurinn Ólafur Sigurðs- son í sjöunda sæti listans stýrði fund- inum. Það var greinilegt að þjóð- lendumálið brennur á Öræfingum því fátt annað komst að á fundinum. „Mig tekur sárt að vera markaður sem óvinur ykkar í þjóðlendumál- inu,“ sagði Guðni. Hann sagði að fyrst hefðu framsóknarmenn verið sakaðir um að gefa bændunum þjóð- lendurnar og síðan skammaðir fyrir að ríkið ætli að hirða land af bænd- um. „Hér stendur sá maður sem sagði opinberlega að ef að það er svo að ríkið sé að hirða þinglýstar eignir af mönnum þá er það mannréttinda- brot.“ Guðni sagði að þinglýstar eignir manna ættu að standa fyrir dómstólum og Framsóknarflokkur- inn væri samstiga í þessari skoðun. Fyrstur með fyrirspurn úr sal var Sigurður Bjarnason í Hofsnesi. Hann kvartaði undan því að Guðni eða aðrir framsóknarmenn hefðu ekki mætt á fund um þjóðlendumálið sem haldinn var í Mánagarði í vetur. „Ef Guðni hefði komið þá og flutt þessa ræðu sem hann flutti núna væri staðan öðruvísi,“ sagði Sigurð- ur og afhenti ráðherranum umslag með útdrætti af fundinum. Segja ríkið vaða yfir jarðir „Þegar þjóðlendulögin frá 1998 voru lögð fyrir búnaðarþing voru þau samþykkt. Þá kom fram að lögin næðu ekki til þinglýstra jarða. Nú er vaðið yfir jarðir manna og allt að 80% hirt. Enginn þingmaður hefur snúist til varnar af neinu viti,“ sagði Örn Bergsson á Hofi. „Það er ekkert gert í að stöðva ríkið í þessari ásælni og það heldur áfram að vaða yfir jarðir hringinn í kringum landið,“ sagði Örn. Guðni svaraði og sagði: „Ef eitt- hvað fer aflaga í þjóðfélaginu flaðra menn upp um íhaldið og kyssa, en skella skuldinni á Framsóknarflokk- inn.“ Hann sagði framsóknarmenn ekki fara með málið, það væri í hönd- um fjármálaráðherra. Guðni sagðist álíta það hlutverk sitt að rétta hlut bænda og að hann vildi njóta sannmælis í þessu máli. „Og Sigurður, ég veit ekki hvað þú ættir að kjósa annað því þar sem þrír Öræfingar koma saman, þar eru alla- vega þrír framsóknarmenn.“ Áfram var rætt um þjóðlendumálið og hvernig því myndi lykta fyrir dóm- stólum. Hann stappaði stálinu í bændur og sagði að síðustu mánuði hefði verið 16% söluaukning á lambakjöti og neyslan aukist um 5 kg á mann síð- ustu tvö árin. „Lambakjötið er gott og þið eigið að vera bjartsýnir og borða mikið af því. Nú eru menn farnir að fara í megrunarkúra á lambakjöti.“ Guðni sagði frá megrunaraðferð Ásmundar Stefánssonar. Hann hefði farið að éta það sem honum fannst best; lambakjöt og rjóma, og hefði lést um fjörutíu kíló. Í máli sínu á fundinum sagði Guðni að fyrirrennarar sínir hefðu átt erf- iða daga í stól landbúnaðarráðherra. „Ég er sveitadrengur og hef reynt að snúa þessu við. Sagt þjóðinni frá því hvað hlutverk bóndans er mik- ilvægt, afurðirnar góðar og fólkið í sveitunum sé að vinna mikilvæg störf fyrir þjóðina. Í fjögur ár hef ég verið landbúnaðarráðherra og ég hef ekki verið ofsóttur.“ Hann sagðist vera sá maður á Alþingi sem stæði bændum næst. „Matthías Bjarnason sagði einu sinni við mig að ég væri besti vinur sauðkindarinnar. Ég held að þeim hafi fjölgað,“ sagði Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra á fundi í Öræfasveit í gær. Guðni Ágústsson á fundi í Hofgarði í Öræfum „Lambakjötið er gott“ Höfn. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Sigurður Mar Halldórsson Þjóðlendumálefni voru meðal þess sem mikið var rætt um á fundi Guðna Ágústssonar landbúnaðarráðherra í Öræfasveitinni í gær. JAFNRÉTTISMÁL, réttindi sam- kynhneigðra og skattamál voru á meðal þess sem bar á góma á fundi sem Hitt húsið og JC á Ís- landi stóðu fyrir með ungu fólki og frambjóðendum stjórn- málaflokkanna í gærkvöldi. Frambjóðendur frá flokkunum fluttu framsögur um hugðarefni sín, m.a. menntamál, dómskerfið og refsingar, jafnréttismál og kvótamál. Þá voru einng umræður þar sem frambjóðendur svöruðu spurningum fundargesta úr sal en einnig fyrirspurnum sem borist höfðu frá ungu fólki í tölvupósti. Morgunblaðið/Golli Frambjóð- endur á fundi með ungu fólki ÞÆR Kolbrún Halldórsdóttir og Álfheiður Ingadóttir frambjóðendur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavíkurkjördæmum ræða hér við nokkra starfsmenn fyr- irtækisins Eddu-útgáfu í gær. Flokkurinn hefur staðið fyrir vinnu- staðaheimsóknum í ýmis fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu á síðustu vikum þar sem helstu stefnumál fyrir kom- andi kosningar í maí hafa verið kynnt. Morgunblaðið/Jim Smart Fulltrúar frá VG heimsóttu Eddu-útgáfu DAVÍÐ Oddsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Geir H. Haarde, fjármálaráð- herra og varaformaður flokksins, eru nú á fundaferð um landið en auk funda heimsækja þeir vinnu- staði og stofnanir. Í gær var Davíð á Húsavík þar sem hann hélt fund í gærkvöldi en heimsótti áður meðal annars GPG fiskverkun, þar sem Gunnlaugur Karl Hreinsson, fram- kvæmdastjóri GPG, tók á móti hon- um og Illuga Gunnarssyni, aðstoð- armanni forsætisráðherra. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Davíð Oddsson á Húsavík SAMKVÆMT skoðanakönnun sem IBM gerði fyrir Stöð 2 dagana 12. til 14. apríl nýtur Sjálfstæðisflokk- urinn mests fylgis kjósenda. Um 4 af hverjum 10 sögðust óákveðnir þegar þeir voru spurðir hvaða flokk þeir ætluðu að kjósa en þegar óákveðnir voru spurðir hvaða flokk væri líklegast að þeir myndu kjósa fækkaði þeim um helming. Niðurstaðan varð þá sú að Sjálf- stæðisflokkurinn fengi 36,8% en Samfylkingin 33,9%. Munurinn á flokkunum er því innan skekkju- marka. Framsóknarflokkurinn fengi 10,8%, Frjálslyndir fengju 7% en Vinstri grænir 8,6%. Aðrir flokk- ar fá 3%. Samkvæmt könnuninni er Sjálfstæðisflokkurinn áfram stærstur á þingi með 25 menn. Framsókn fengi 7 menn kjörna og halda flokkarnir því meirihluta á þingi. Samfylking fengi 22 þingsæti, Vinstri grænir 5 og Frjálslyndir 4. Sjálfstæðis- flokkurinn með mest fylgi Könnun IBM á fylgi flokkanna fyrir Stöð 2 SLÖKKVILIÐ höfuðborgarsvæðis- ins var kallað út í gærkvöldi til að slökkva í sinu sem kveikt hafði verið í á Laugarnestanga um níuleytið. Greiðlega gekk að slökkva eldinn, að sögn slökkviliðsins, en alltaf er nokk- uð um að kveikt sé í sinu á þessum tíma árs. Kveikt í sinu í Laugarnesi ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.