Morgunblaðið - 23.04.2003, Side 6

Morgunblaðið - 23.04.2003, Side 6
FRÉTTIR 6 MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ HALLDÓR Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins og utanríkis- ráðherra, sagði á opnum stjórn- málafundi á Hótel KEA á Akureyri í gærkvöldi að yrðu veiðiheimildir afskrifaðar um 5% – sem er lægsta talan sem nefnd hefur verið – myndi Brim hf., sem er sjávarút- vegssvið Eimskipafélags Íslands og á m.a. Útgerðarfélag Akureyringa og Harald Böðvarsson á Akranesi, missa veiðar tæplega eins skips á ári. Fyrirtækið á nú 15 skip. Hall- dór nefndi að vildi fyrirtækið kaupa umræddar aflaheimildir á nýjan leik myndi það kosta um einn og hálfan milljarð króna, en meðalhagnaður síðustu tvö ár; bestu ár fyrirtæk- isins, hefði verið einn milljarður. Halldór sagði að sér hefði alltaf verið það ljóst að sjávarútvegsstefn- an á Íslandi hefði bæði kosti og galla en gagnrýndi Frjálslynda flokkinn fyrir að vilja taka upp sóknarkerfi á ný. „Við vitum alveg hvað það þýðir; enn meiri sam- keppni í veiðarnar, miklu verri um- gengni um auðlindina, það mun leiða til óstöðugleika í þjóðfélaginu á nýjan leik vegna þess að sókn- arkerfi hefur aldrei gengið upp, hvorki hér né annars staðar. Þess vegna er aflamarkskerfið nauðsyn- legt. Það má hins vegar útfæra með ýmsum hætti og aldrei hef ég haldið því fram að núverandi kerfi sé gallalaust. En ég bið þá stjórnmála- menn sem koma og segja: Nú skulum við afskrifa veiðiheimildir um 10% á ári eða 5% á ári, að gera grein fyrir framhaldinu.“ Halldór sagðist hafa verið upp- lýstur um það í gær að Brim hf. ætti 15 skip og ef afskrifa ætti veiðiheimildir fyrirtæk- isins um 5% „þá myndu þeir missa tæplega eitt skip á ári. Ef þeir vildu kaupa það til baka mundi það kosta þá einn til einn og hálfan milljarð. Meðalhagnaður þessa fyr- irtækis síðustu tvö árin, sem eru bestu ár í sögu þess, er rétt um milljarður.“ Hann spurði hvaða áhrif þetta myndi hafa á atvinnu- starfsemi á Akureyri og Akranesi. „Hefur einhver verið beðinn um að svara því sem er að halda þessu fram? Nei, þeir hafa ekki verið beðnir um það. Halda menn að þetta hafi engin áhrif á gengi krón- unnar? Halda menn að þetta hafi engin áhrif á lánshæfi þessara fyr- irtækja? Halda menn að þetta hafi engin áhrif á gengi hlutabréfa þess- ara fyrirtækja, sem meðal annars lífeyris- sjóðir eiga í?“ Halldór sagði að þeir sem komið hefðu að stjórn fiskveiða á undanförnum árum yrðu að viðurkenna þátttöku sína. „Það þýðir ekkert að benda alltaf á mann eins og mig þótt ég beri mikla ábyrgð, þótt ég hafi farið út úr þessu ráðu- neyti fyrir tólf árum.“ Hann rifjaði upp að þegar hann fór úr stóli sjávarútvegsráðherra hefði Alþýðuflokkur- inn, „núverandi Sam- fylking“ tekið við, stofnað tvíhöfða- nefndina sem svo var kölluð og niðurstaða hennar verið nokkrar breytingar sem væru meginein- kenni þeirrar stjórnunar sem ætti sér stað í dag. „En núna tala þeir eins og þeir hafi aldrei komið ná- lægt þessu. Aldrei. Er það sannfær- andi málflutningur? Er það sann- færandi málflutningur að segjast vilja taka upp margþrepa skatt- kerfi, hlaupa síðan frá því og tína upp ýmislegt úr tillögum annarra til að koma með eitthvað annað í stað- inn? Meðal annars ótekjutengdar barnabætur sem Framsóknarflokk- urinn hefur barist lengi fyrir. Það er þessi hentistefna sem ég gagn- rýni og ég gagnrýni að þeir sem vilja taka við stjórnartaumunum á Íslandi skuli ekki geta haldið sig við málefni. Það er allt í lagi að leggja áherslu á ákveðnar persónur en það er ekki nóg. Menn verða að skapa það traust að menn vilji halda áfram að byggja upp íslenskt at- vinnulíf og viðhalda íslenska vel- ferðarkerfinu.“ Heilsugæslan til sveitarfélaga Halldór sagðist þeirrar skoðunar að koma ætti heilsugæslu til sveit- arfélaga. „Menn vita hvað það hefur verið mikilvægt að hér hefur þetta bæjarfélag tekið yfir heilsugæsluna sem er í raun nærþjónusta þar sem fer fram ungbarnaeftirlit og þjón- usta við íbúana og það hefur gefist vel. Og ég er þeirrar skoðunar að það sé mjög mikilvægt að koma þessari þjónustu til sveitarfé- lagnana í landinu; að sjálfsögðu á ríkið þá að gefa eftir tekjur á móti því en ég er alveg viss um að heilsu- gæslan er dæmi um þjónustu sem sveitarfélögin eiga að bera miklu meiri ábyrgð á. Það hefur gefist vel hér á Akureyri og á Höfn í Horna- firði en þetta hafa verið tilrauna- verkefni í þessu skyni.“ Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra um fyrningarleiðina í sjávarútvegi Brim myndi missa tæplega eitt skip á ári með 5% fyrningu Akureyri. Morgunblaðið. Halldór Ásgrímsson á fundinum á Akureyri í gærkvöldi. FRJÁLSLYNDI flokkurinn mælist með 12,8% fylgi og er þriðji stærsti stjórnmálaflokk- ur landsins samkvæmt skoð- anakönnun Fréttablaðsins, sem gerð var síðastliðinn laugardag og birt í gær. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins var hringt í 1.200 kjósendur sem skiptast jafnt á milli kynja og kjör- dæma eftir fjölda kjósenda. 26,2% sögðust óákveðin eða svörðuðu ekki. Sjálfstæðis- flokkurinn mældist með 35,2% og fengi 23 þingmenn, Sam- fylkingin með 29,1% og fengi 19 þingmenn, Frjálslyndi flokkurinn með 12,8% og fengi átta þingmenn, Framsóknar- flokkurinn með 11,8% og fengi sjö þingmenn og Vinstrihreyf- ingin – grænt framboð með 9,5% og fengi sex þingmenn. Sjálfstæðisflokkur og Sam- fylking missa fylgi ef miðað er við síðustu könnun Frétta- blaðsins. Framsóknarflokkur- inn bætti við sig mestu fylgi frá síðustu könnun blaðsins, en VG og Frjálslyndi flokk- urinn bæta einnig við sig fylgi. Skoðanakönnun Fréttablaðsins Frjálslyndi flokkurinn með 12,8% fylgi ÖNDVEGISSETUR, sem svo verður kallað, verður sett á lagg- irnar fljótlega við Háskólann á Ak- ureyri en þar verður unnið að verkefnum í líftækni. Þetta kom fram í máli Valgerðar Sverrisdóttur, iðnaðar- og viðskiptaráð- herra, á fund- inum á Hótel KEA á Akur- eyri í gær- kvöldi. Ráðherra kvað málið undirbúið af ráðuneytum hennar tveimur, í samstarfi við sjávarútvegsráðu- neyti og landbúnaðarráðuneyti. „Það var sameinast um að veita líftækni brautargengi í tengslum við Háskólann á Akureyri. Mark- miðið er að skapa grundvöll fyrir nýsköpun og atvinnuþróun; vinna verðmæti úr lífríki landsins.“ Hún sagði að á grundvelli skýrslna, sem unnar hafa verið fyrir iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið væri lagt til til að öndvegissetrið starfaði á eft- irfarandi verksmiðum: lífefnaleit, nýtingu aukahráefna úr sjávar- fangi, fiskeldi og fiskisjúkdómum. „Fyrir liggja drög að samkomulagi milli iðnaðar- og viðskipta- ráðuneytis, sjávarútvegsráðuneytis og landbúnaðarráðuneytis og ég vonast til þess að mennta- málaráðuneytið sjái sér einnig fært að taka þátt í þessu mik- ilvæga máli því að framtíð líf- tækninnar býður upp á ótrúleg tækifæri í nýsköpun og fjölgun starfa.“ Ráðherra sagði að stefnt væri að því að leiða mál þetta til lykta al- veg á næstu dögum. Háskólinn á Akureyri Unnið að líftækni í Öndvegis- setri Valgerður Sverrisdóttir Akureyri. Morgunblaðið. DAVÍÐ Oddsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði á opnum stjórnmálafundi á Ísafirði í gærkvöld, að hann teldi að tillaga landsfundar Sjálfstæð- isflokksins um sérstaka ívilnun fyrir dagróðrabáta sem róa með línu ætti að geta komið til fram- kvæmda með haustinu. Um 180 manns sóttu fundinn í gærkvöld. Auk Davíðs sátu þar einnig fyrir svörum Sturla Böðvarsson sam- gönguráðherra, Einar Oddur Kristjánsson alþingismaður og Birna Lárusdóttir bæjarfulltrúi. Davíð sagði að fyrrgreind tillaga landsfundar Sjálfstæðisflokksins hefði verið ákveðin bót á fiskveiði- stjórnunarkerfinu. ,,Ég tel að þetta eigi að geta komið til fram- kvæmda með haustinu; menn eigi að geta unnið að því, það er óþarfi að draga það neitt lengur.“ Davíð bætti því við að það þyrfti þó að nást sátt og samstaða um þessa leið. Hann hefði þó ekki heyrt and- stöðu við henni hjá öðrum flokk- um. Ekki heil brú í tillögum Frjálslynda flokksins Á fundinum var Davíð m.a. spurður að því hvort hluti af þeirri 30.000 tonna aukningu á þorskafl- anum á Íslandsmiðum, sem boð- aður hefði verið við næstu kvóta- ákvörðun í sumar, yrði færður til þeirra svæða í Norðvesturkjör- dæmi, sem væru ekki með stór- iðju, þ.e. til hluta af Vesturlandi, Vestfjarða og Norðurlands vestra að Skagafirði. ,,Við hljótum að spyrja að því í kvöld, þegar á að fara að auka þorskveiðiheimildirn- ar um 30.000 tonn, hvort eitthvað verði notað af þessu gulleggi til að rétta hlut okkar,“ sagði Ágúst Gíslason. ,,Þetta er auðveldasta leið sem hægt er að fara í þjóð- félaginu til að veita krafti í at- vinnulífið á þessum stöðum, þ.e. að veita okkur rýmra aðgengi að auð- lindinni.“ Davíð svaraði því hins vegar til að þeir, m.a. skipstjórnarmenn, sem hefðu tekið þátt í því að skerða aflann, þegar það hefði þótt nauðsynlegt, ættu að sama skapi að fá aflann aftur í sömu hlut- föllum þegar hann yrði aukinn. ,,Ég er þeirrar skoðunar,“ sagði hann, ,,að þá eigi þeir sem taka þátt í því að afli sé skertur hjá þeim, þeir eigi að vita það þegar aflinn eykst aftur og þá verði hann aukinn í sömu hlutföllum. Mér finnst það vera heiðarleg og góð regla.“ Guðmundur Halldórsson varpaði því hins vegar fram að byggðirnar hefðu líka blætt. ,,Er ekki réttlæti í því að skila byggðunum líka afl- anum?“ spurði hann. Davíð sagði að kvótakerfið væri ekki fullkomið, en hann hefði á hinn bóginn ekki séð neina koma fram með gagnlegar hugmyndir að því hvað ætti að koma í staðinn. Í lok fundarins beindi Davíð spjótum sínum að Frjálslynda flokknum og sagði að Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjáls- lynda flokksins, talaði glæfralega í fiskveiðimálum. ,,Hann fer glæfra- lega fram með loforð á þessu stigi kosningabaráttunnar og það er ekki að mínu mati heil brú í þeim tillögum sem hann leggur fram. Ekki heil brú.“ Davíð Oddsson forsætisráðherra á stjórnmálafundi á Ísafirði Línuívilnun komi til framkvæmda í haust Davíð Oddsson heimsótti fyrirtæki á Vestfjörðum í gær. Hann ræddi m.a. við Guðrúnu Ásgeirsdóttur sem vinnur við beitingu í Bolungarvík. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörns ÁKVEÐIÐ var á ríkisstjórnarfundi í gær að veita menntamálaráðherra heimild til að ganga til samninga við Ísafjarðarbæ um þátttöku ríkisins í endurbyggingu þriggja húsa, gamla Héraðssjúkrahússins, salar tónlist- arskólans og Edinborgarhúss, sem til samans munu mynda nýtt menn- ingarhús á Ísafirði. Tómas Ingi Olrich menntamála- ráðherra segir að þarna sé verið að koma til móts við hugmyndir heima- manna um framlag ríkisins til menn- ingarhúsa á Ísafirði, þ.e. að fara þá leið að endurbyggja þessi þrjú hús. „Það er reiknað með að gamla Hér- aðssjúkrahúsið verði bóka- og lista- safn en salur tónlistarskólans verði nýttur til tónleikahalds en Edin- borgarhúsið er ætlað fyrir sviðslist. Við höfum fyrir okkar leyti sam- þykkt þessar hugmyndir og nú hefur mér verið heimilað að ganga til samninga við Ísafjarðarbæ. Það er næsta skref í málinu.“ Ríkissjóður mun leggja fram rúmar 250 milljónir Menntamálaráðherra segir liggja fyrir að aðkoma ríkisins að menning- arhúsi á Ísafirði verði á sama grund- velli eins og í þeim samningum sem þegar hafa verið gerðir við Vest- mannaeyja- og Akureyrarbæ en það feli í sér að kostnaðrþátttaka ríkisins sé bundin við tiltekna fjárhæð. „Í tengslum við þessi menningarhús höfum við hlustað vel eftir sjónar- miðum heimamanna og því hafa leið- irnar, sem farnar hafa verið, verið ólíkar og í samræmi við áherslur heimamanna. Það er gert ráð fyrir að framlög ríkisins til þessa verkefn- is á Ísafirði verði í heild 251,2 millj- ónir króna,“ segir Tómas Ingi Ol- rich. Samþykkt ríkisstjórnarinnar var rædd á stjórnmálafundi Sjálfstæðis- flokksins á Ísafirði í gær og fékk hún mjög góðar viðtökur. Nýtt menningarhús á Ísafirði Þrjú hús verða end- urbyggð

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.