Morgunblaðið - 23.04.2003, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 23.04.2003, Qupperneq 8
FRÉTTIR 8 MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ Allt frá grunni að góðu heimili Allt í pallinn og girðinguna Nú er rétti tíminn til að komu öllu í lag fyrir vorið. Verslanir okkar eru hlaðnar af vörum á frábæru verði, málningu, gólfefnum, hreinlætistækjum og öllu því sem til þarf þegar gefa á heimilinu nýtt og ferskt yfirbragð. Við höfum líka í huga að margir ætla að halda fermingarveislu á næstunni og ekki má gleyma fermingargjöfunum: Þær eru frábærar í Húsasmiðjunni. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S H U S 20 78 7 0 4/ 20 03 Muna: klára pa llinn og girða Pallaolía 3 lítrar Verð 1.290 kr. Pallaefni, a-gagnvarin fura Vörunúmer Stærð Verð áður Verð nú 628600 28x95mm 168 kr. 134 kr. 648600 48x98mm 210 kr. 164 kr. 648800 48x148mm 316 kr. 258 kr. 698600 98x98mm 427 kr. 348 kr. Sívalir girðingarstaurar, gagnvarðir Vörunúmer Þvermál Lengd Verð 600002 50 mm 120 sm 144 kr./stk. 600004 50 mm 150 sm 179 kr./stk. 600006 50 mm 180 sm 188 kr./stk. 600008 70 mm 180 sm 215 kr./stk. 600010 120 mm 2.7 m 1.147 kr./stk. 600011 140 mm 2.7 m 1.848 kr./stk. Gjörið svo vel, nú er komið að bláu höndinni að veita kosningaráðgjöfina. Vatnaskógur áttræður Vatnaskógur er strákastaður UM þessar mundireru áttatíu ár síð-an sumarbúðir KFUM í Vatnaskógi voru stofnsettar og síðan hef- ur mikið vatn runnið til sjávar og þeir skipta mörgum þúsundum Ís- lendingarnir sem tengst hafa Vatnaskógi órofa böndum. Eitt og annað er á döfinni í tilefni þessara tímamóta og til að for- vitnast um sitthvað af því ræddi Morgunblaðið við Ólaf Sverrisson formann stjórnar Vatnaskógar. – Segðu okkur fyrst að- eins forsöguna að stofnun Vatnaskógar og sam- tvinnun við KFUM. „KFUM-drengir úr Reykjavík komu fyrst í Vatnaskóg fyrir áttatíu árum eða árið 1923 en þá var gist í tjöldum og aðbúnaður allur hinn frumstæðasti. Fljótt vaknaði þó áhugi á að bæta aðstöðuna og þess vegna var stofnuð deild innan KFUM sem kallast Skóg- armenn KFUM. Stjórn þeirrar deildar heldur utan um alla starfsemina í Vatnaskógi.“ – Hvað hefur helst breyst á áttatíu árum? „Árið 1943 var vígður 700 fer- metra skáli sem enn stendur fyrir sínu. Síðan hafa bæst við mörg mannvirki í Vatnaskógi sem öll miða að því að gera að- stöðuna enn betri. Þar má nefna stórt íþróttahús, íþróttasvæði með frjálsíþróttaaðstöðu og þremur grasvöllum, bátaskýli, matskála, kapellu, nýja svefn- skála og fyrir nokkrum árum fengum við hitaveitu á staðinn sem gjörbreytti aðstöðunni. Í fyrsta hópnum sem kom í Vatnaskóg voru 19 drengir. Þeir dvöldu þar í tvær vikur. Nú dvelja liðlega 6.000 manns í Vatnaskógi á hverju ári og er starfsemin í gangi allt árið. Fyrst í stað takmarkaðist starfsemin við lítinn skika í Vatnaskógi, svonefnt Lindar- rjóður. Með samningi við Skóg- rækt ríkisins árið 1949 fengum við afnot af öllum skóginum, alls 220 hekturum. Þá hófst líka skipulögð skógrækt í Vatna- skógi og þess njótum við í dag.“ – Hvað á að gera í tilefni af- mælisins? „Árlega gefum við út blað sem heitir Lindin og er það sent til allra Skógarmanna en svo nefn- ast þeir sem dvalið hafa í flokki í Vatnaskógi. Í ár er blaðið til- einkað afmælinu og er það óvenju glæsilegt fyrir vikið. Um verslunarmannahelgar höldum við útihátíð í Vatnaskógi sem við köllum Sæludaga. Á Sæludögum 2003 verður 80 ára afmælisins minnst sérstaklega sunnudaginn 3. ágúst, en þann dag eru nákvæmlega 80 ár síðan fyrsti flokkurinn lagði af stað fótgangandi í Vatnaskóg.“ – Hvað eru Skógar- menn margir í dag? „Þeir eru um 17.000 talsins.“ – Hvað eru margir í Vatnaskógi á hverju sumri? „Um eitt þúsund drengir eru í hefðbundnum dvalarflokkum sem eru yfirleitt vikulangir, um 80 unglingar, strákar og stelpur, taka þátt í unglingaflokki og um 300 feðgar eða feðgin í sérstök- um helgarflokkum. Svo koma iðulega yfir þúsund manns á Sæludaga. Þess utan koma í Vatnaskóg á hverju ári liðlega 2.000 fermingarbörn ásamt prestum sínum, um 500 leik- skólabörn á vorin og aðrir gestir skipta hundruðum.“ – Eru dæmi um að sömu krakkar komi ár eftir ár? „Já, það er mjög algengt. Það er ekki bara staðurinn sem heillar. Starfsfólkið okkar er yf- irleitt á aldrinum 18 til 25 ára og er vant að umgangast börn og unglinga í starfi KFUM og KFUK. Starfsfólkið nær yfir- leitt mjög vel til krakkanna. Það er líka mörgum drengjum skemmtileg nýlunda að leiðbein- endur þeirra skuli vera ungir karlmenn.“ – Koma eldri Skógarmenn saman þarna á góðum stundum? „Já, eldri Skógarmenn koma gjarnan í Vatnaskóg til að vinna þar í sjálfboðavinnu en staður- inn hefur að lengmestu leyti verið byggður upp af sjálfboða- liðum og fyrir framlög vel- unnara. En svo koma eldri Skógarmenn líka í Vatnaskóg til þess að njóta staðarins og eiga uppbyggilegar stundir með gömlu félögunum í karlaflokki, með sonunum í feðgaflokki, með dætrunum í feðginaflokki og með fjölskyldunni í fjölskyldu- flokki, nú eða á Sæludaga um verslunarmannahelgi.“ – Hvað er það sem gerir Vatnaskóg svo sérstakan í hug- um Skógarmanna? „Vatnaskógur er strákastaður. Það er fjölbreytt dagskrá á hverjum degi, leikur, grín og gaman. En kannski er það fyrst og fremst það, að í Vatnaskógi eru kristin gildi í hávegum höfð og það mót- ar daglegt líf þar. Við kennum krökkum að biðja til Guðs og að nota Nýja testamentið sitt. Það reynist mörgum vel síðar á lífs- leiðinni. Við höfum fáar og ein- faldar reglur sem eiga að tryggja að öllum líði vel á staðn- um en hefta orkuríka krakka sem minnst. Í Vatnaskógi fá drengir að vera strákar!“ Ólafur Sverrisson  Ólafur Sverrisson fæddist í Reykjavík 1965. Hann er véla- verkfræðingur frá Háskóla Ís- lands með meistaragráðu frá Tækniháskólanum í Kaupmanna- höfn. Starfar nú hjá Jarðbor- unum hf. en þar áður hjá verk- fræðideild Flugleiða. Maki er Ragnheiður Ýr Grétarsdóttir sjúkraþjálfari og tölvunarfræði- nemi. Þau eiga þrjú börn, Grímu, Dag og Mirru. Ólafur hefur tekið þátt í starfi KFUM í Vatnaskógi frá unga aldri og verið formaður stjórnar Vatnaskógar frá 1999. … í Vatna- skógi eru kristin gildi í hávegum höfð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.