Morgunblaðið - 23.04.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 23.04.2003, Blaðsíða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 2003 9 Forsala mi›a og bor›apantanir alla virka daga kl. 13:00-19.00. Sími 533 1100 - fax 533 1110 www.broadway.is - broadway@broadway.is Hvítar síðbuxur Stuttbuxur - margir litir Kvartbuxur Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—16.00. Opið lauardag kl. 10-16 www.oo.is 0-3ja ára Ungbarnafötin fást hjá okkur BARNAVÖRUVERSLUN Eftirlit með Kárahnjúkavirkjun Bauð 1,6 milljarða LANDSVIRKJUN hefur opnað til- boð í eftirlit með byggingarfram- kvæmdum við Kárahnjúkavirkjun. Tvö tilboð bárust og var lægra til- boðið frá Mott McDonald, Norcon- sult AS, Sweco International AB, Línuhönnun hf., Hnit hf., Fjarhitun hf. og Coyne et Bellier. Tilboðsupp- hæð var 1.648 milljónir. Eftirlitið nær yfir verk sem varða stíflurnar við Kárahjúka, aðrennsl- isgöng og göng að Jökulsá í Fljóts- dal. Tvö tilboð bárust frá fyrirtækja- hópum sem tóku þátt í útboðinu að undangengnu forvali í vetur. Nefnd á vegum Landsvirkjunar hefur undan- farnar vikur farið yfir gögn um hæfni og reynslu bjóðendahópanna og tillögur um mönnun eftirlitsins og gefið þeim einkunn fyrir. Mott McDonald, Norconsult AS, Sweco International AB, Línuhönn- un hf., Hnit hf., Fjarhitun hf. og Coyne et Bellier fengu 88 stig í ein- kunn, en fyrirtækjahópur sem myndaður er af Lahmeyer Inter- national, VSÓ, Almenna verkfræði- stofan, Hönnun hf. og Rafhönnun hf. fékk 85 stig í einkunn. Tilboð seinni hópsins var upp á 1.985 milljónir. Kínaferðinni aflýst KÍNAKLÚBBUR Unnar hefur af- lýst ferð sem fyrirhuguð var með níu ferðamenn til Kína hinn 8. maí sökum bráðalungnabólgu (HABL) þar í landi. Í gær staðfestu kínversk yfir- völd að heilbrigðiskerfi landsbyggð- arinnar ætti í erfiðleikum með að ráða við sjúkdóminn. „Ég aflýsti í gærmorgun [fyrradag] og fólkið tók því vel. Það sem gleður mitt vesæla hjarta núna er að enginn úr hópnum hafði hætt við. En þótt fólkið mitt hefði viljað fara hefði það kannski ekki slappað almennilega af. Það væri uggur í því. Eins og málin eru orðin fannst mér ekki annað koma til greina en að slá af,“ sagði Unnur Guðjónsdóttir hjá Kínaklúbbnum. Unnur sagði enn fremur að allir sem áttu pantað í ferðina hefðu ákveðið að skella sér til Kína í haust í staðinn en önnur ferð verður farin hinn 5. september. Unnur sagðist hafa spjallað við ferðafélaga sína á kínverskum nótum og allir hefðu samþykkt að aflýsa. „Nú lítum við á björtu hliðarnar og eyðum vorinu hér á Íslandi og hlökk- um til sumarsins í Kína í september,“ Unnur hefur lagt mikla vinnu í und- irbúning og til að mynda pantað hverja einustu máltíð þá 23 daga sem ferðin átti að standa yfir. Unnur sagði að henni hefði þó tekist að aflýsa öllu með tölvupósti. Polyolverksmiðja Hráefni nýtt m.a. í plast- framleiðslu RÍKISSTJÓRNIN hefur ákveðið að kannað skuli hvort unnt sé að reisa verksmiðju á Húsavík þar sem svo- kallað polyol verður unnið úr sykri en 30 milljónir króna verða lagðar í verk- efnið. Polyol er samnefnari yfir nokk- ur efni sem unnin eru úr sykri. Aðal- lega er um að ræða efnin Etýlen glýcól, Própýlen glýcól og Glýceról. Efnin eru meðal annars nýtt sem hrá- efni fyrir plastframleiðslu, einnig er unninn úr þeim frostlögur og ýmis- konar pólíesterþræðir auk þess sem þau eru notuð í matvæli, lyf og snyrti- vörur. Efnin hafa hingað til ekki verið unnin úr sykri en það hefur til dæmis þá kosti að þá er unnið með endurnýt- anlegt hráefni. Glýseról hefur til þessa aðallega verið framleitt úr jurta- og dýrafitu en Etýlen glýcól og Própýlen glýcol eru fyrst og fremst framleidd úr jarðgasi. alltaf á föstudögum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.