Morgunblaðið - 23.04.2003, Síða 16
Morgunblaðið/RAX
BJÖRN Steinbjörnsson, héraðsdýralæknir í
Austurlandsumdæmi nyrðra og doktor í dýra-
lækningum, segir nauðsynlegt að vinna að
rannsóknum á íslenska hestinum á breiðum
grundvelli, einkum á sumarexemi, áður en
veitt sé frekari fjámunum í markaðssetningu
hans. Þá sé afar mikilvægt að grípa í taumana
hvað markaðssetningu snerti og að íslenski
hesturinn verði fyrst og fremst markaðs-
settur sem fjölskylduvænn, eins og áður tíðk-
aðist, en ekki sem keppnishestur.
Stjórnvöld kynntu á dögunum samkomulag
um átaksverkefni til kynningar og markaðs-
setningar á íslenska hestinum. Stefnt er að
því að ráða í stöðu umboðsmanns íslenska
hestsins, í tengslum við verkefnið.
Björn Steinbjörnsson segir að búið sé að
eyðileggja ímynd íslenska hestsins á erlendri
grund vegna þess að ekki hafi verið gripið til
ráðstafana vegna sumarexems. Þar sé um að
kenna stjórnvöldum og hrossaræktendum og
embætti umboðsmanns breyti þar litlu um.
„Staðan er þannig í dag erlendis að þar er
vöntun á fjölskylduhestum. Það væri hægt að
selja þúsundir hrossa frá Íslandi ef við gætum
tekið okkur saman í andlitinu og leyst þessi
vandamál sem hefur verið sópað undir tepp-
ið.“
Björn bendir á að rannsóknir á sumarexemi
séu mjög langt komnar í Þýskalandi en þar er
komið á markað ofnæmispróf sem segir fyrir
um hvort hesturinn geti fengið sumarexem,
bronkítis og fleiri ofnæmistengda sjúkdóma.
Hann segist hafa bent á það í nokkurn tíma að
hægt væri að þróa prófið hér á landi einnig.
Jón Albert Sigurbjörnsson, stjórnar-
formaður Landssambands hestamannafélaga,
segir hestamenn sammála um að miklir at-
vinnumöguleikar séu fólgnir í hestatengdri
ferðaþjónustu og sölu á hestum. Nær væri þó
að styðja betur við bakið á því markaðsátaki
sem fyrir sé þar sem unnið sé að svipuðum
verkefnum og þeim sem umboðsmanni ís-
lenska hestsins sé ætlað að inna af hendi.
Þannig séu mörg verkefni unnin innan ein-
stakra félagasamtaka; átakaverkefni í
hrossarækt ásamt öðrum verkefnum á vegum
Hestamiðstöðvar Íslands í Skagafirði.
Björn Steinbjörnsson dýralæknir um
markaðssetningu íslenska hestsins
Búið að eyðileggja
ímynd íslenska hestsins
FRÉTTIR
16 MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ
LÁGGJALDAFLUGFÉLAGIÐ
Iceland Express hefur sent alvarleg-
ar athugasemdir til samgönguráð-
herra vegna afgreiðslu Ferðamála-
ráðs ásamt stjórnsýslu
ferðamálastjóra vegna samstarfs-
verkefnis um markaðs- og kynning-
armál erlendis.
Iceland Express sótti um 41 millj-
ónar króna framlag á móts við 50,5
milljóna króna framlag frá fyrirtæk-
inu sjálfu vegna markaðsstarfs á
Norðurlöndum, Bretlandi og Ítalíu.
Umsókn fyrirtækisins var hafnað án
sérstakra skýringa. Flugleiðir fengu
hins vegar 159 milljónA króna styrk,
sem eru 86% fjárhæðarinnar sem af-
hent var.
Samstarfsverkefnið var auglýst 7.
febrúar og var umsóknarfrestur til
21. febrúar. Á þeim tíma áttu fyr-
irtæki í ferðaþjónustu að skila áætl-
unum um ráðstöfun rúmlega 400
milljóna króna í kynningarstarfsemi
erlendis.
Í erindi Iceland Express til sam-
gönguráðherra kemur fram að fyr-
irtækinu hafi þótt tímaramminn
óeðlilega þröngur til að vinna að um-
sókn eftir þeim kröfum sem farið var
fram á. Sérstaklega með tilliti til
þess að Flugleiðir hafi fengið upplýs-
ingar um verkefnið í nóvember 2002.
Þar með telur Iceland Express að
Flugleiðir hafi haft forskot til að
vinna umsókn sína í samræmi við af-
ar strangar kröfur. Að auki hafi sfor-
stöðumaður hjá Flugleiðum setið
fund ferðamálaráðsins hinn 23. jan-
úar þegar útfærsla markaðssam-
starfsins var kynnt, tveimur vikum
áður en aðrir umsækjendur fengu að
heyra skilyrðin.
Iceland Express telur einnig
ámælisvert að framkvæmdastjóri
ásamt forstöðumanni hjá Flugleið-
um hafi tekið virkan þátt í undirbún-
ingi og ákvarðanatöku varðandi
samstarfsverkefnið með ferðamála-
stjóra.
Iceland Express telur tortryggi-
legt að ferðamálastjóra skuli einum
falið að meta umsóknir um samtals
400 milljóna króna ráðstöfun fjár-
muna og ákveða einhliða með hverj-
um yrði gengið til samstarfs. Á sama
tíma hafi ferðamálstjóri ákveðið að
úthluta tveimur aðilum, þýska flug-
félaginu LTU og markaðsráði Norð-
urlands, samtals 15 milljónum króna
til flugferða yfir sumartímann, en
þau uppfylli ekki ákvæði auglýsing-
arinnar um að styrkja ferðaþjónustu
um allt land á heilsárgrunni.
Iceland Express tekur einnig
fram að þrátt fyrir ósk um rökstuðn-
ing vegna höfnunarinnar hafi ferða-
málastjóri aðeins veitt almenn og
ófullnægjandi svör. Ferðamálastjóri
hafi einnig hundsað ítrekaðar óskir
Iceland Express um upplýsingafund
um verkefnin þar til tveir dagar voru
eftir af upprunalegum umsóknar-
fresti. Á sama tíma hafi ferðamála-
stjóri átt samtöl við fjóra starfsmenn
Flugleiða vegna umsókna fyrirtæk-
isins, að því er hann hafi sjálfur upp-
lýst í svarbréfi til Iceland Express.
Iceland Express segist hafa byrj-
að skipulag markaðssóknar í byrjun
mars. Hinn 24. mars hafifyrirtækið
sent Ferðamálaráði stutta saman-
tekt um stöðu mála. Aðeins tveimur
dögum síðar hafi Ferðamálaráð til-
kynnt að Flugleiðir hefðu fengið
mótframlög upp á 159 milljónir
króna, en Iceland Express ekkert.
Samkvæmt athugasemdum Ice-
land Express óskar fyrirtækið nú
eftir því að samgönguráðherra taki
þessar athugasemdir til skoðunar,
tryggi að farið sé að góðum stjórn-
sýsluháttum og að tekið sé tillit til
heildarhagsmuna íslensku ferða-
þjónustunnar við ákvarðanir um
samstarf í markaðsmálum.
Erindi Iceland Express er til með-
ferðar í samgönguráðuneytinu en lit-
ið er á það sem stjórnsýslukæru.
Iceland Express gagnrýnir afgreiðslu Ferðamálaráðs á styrkjum til markaðsmála
Umsókn um styrk
hafnað án skýringa
FÉLAGSMÁLARÁÐUNEYTIÐ
gerir í nýlegu áliti alvarlegar athuga-
semdir við ýmis atriði er varða rekst-
ur Þróunarfélags Vestmannaeyja,
ÞV, og tengsl þess við Vestmanna-
eyjabæ. Ekki er þó talin ástæða til að
beita viðurlögum á grundvelli sveit-
arstjórnarlaga en þess vænst að bæj-
arstjórn Vestmannaeyja tilkynni
ráðuneytinu hvaða aðgerðir hún muni
fara í til að koma betra lagi á rekstur
félagsins. Einnig er þess vænst að
ráðuneytinu verði tilkynnt um leið-
réttingar sem gerðar verði í ársreikn-
ingi bæjarins fyrir árið 2002 vegna
greiðslna, sem ráðuneytið hefur gert
athugasemdir við, frá félagsíbúðum
Vestmannaeyjabæjar til ÞV.
Að sögn Andrésar Sigmundssonar,
forseta bæjarstjórnar Vestmanna-
eyja, íhugar meirihlutinn að fara með
málið til efnahagsbrotadeildar ríkis-
lögreglustjóra. Lesa megi út úr álit-
inu að fara eigi þá leið í næsta skrefi.
Andrés segir ákvörðun um þetta
væntanlega verða tekna á fundi bæj-
arráðs nk. mánudag þegar álitið kem-
ur til umfjöllunar.
Félagsmálaráðuneytið ákvað að
taka málefni ÞV til skoðunar í árs-
byrjun og tengsl félagsins við Vest-
mannaeyjabæ. ÞV hóf starfsemi árið
1996 og var ætlað að efla jákvæða
þróun atvinnustarfsemi í Eyjum.
Vestmannaeyjabær á nú 80% hlut í
félaginu en Rannsóknasetur Háskóla
Íslands í Eyjum 20%.
Félagsmálaráðuneytið segir m.a. í
áliti sínu að rekstur ÞV hafi verið í
„verulegum ólestri“ árið 2001 og þó
að kröfur hafi komið fram um úrbæt-
ur hafi ekki verið gripið til aðgerða
fyrr en síðla árs 2002. Voru þá gerðar
úrbætur í bókhaldi félagsins og geng-
ið frá ýmsum lausum endum í rekstr-
inum, m.a. uppgjöri vegna vangold-
inna vörsluskatta og launatengdra
gjalda árin 2001-2002.
Óheimilar ábyrgðir og bókhald
ekki í samræmi við lög
Athugun ráðuneytisins leiðir m.a. í
ljós að bókhaldsmál ÞV hafi ekki ver-
ið í samræmi við ákvæði laga um bók-
hald. Jafnframt telur ráðuneytið að
ársreikningur Vestmannaeyjabæjar
hafi ekki verið í samræmi við ákvæði
laga um ársreikninga og reglugerð
um bókhald og ársreikninga sveitar-
félaga, stofnana þeirra og fyrirtækja.
Þá kemst ráðuneytið að þeirri niður-
stöðu að bæjarstjórn Vestmannaeyja
hafi verið óheimilt, samkvæmt sveit-
arstjórnarlögum, að samþykkja
ábyrgðir fyrir skuldbindingum ÞV.
Félagsmálaráðuneytið gerir „al-
varlega athugasemd“ við það að á ár-
unum 2001 og 2002 hafi Vestmanna-
eyjabær greitt 1,2 milljónir hvort ár
til ÞV í gegnum félagslegar íbúðir
bæjarins. „Ráðuneytið telur með öllu
óeðlilegt að umræddar greiðslur hafi
verið inntar úr bæjarsjóði án þess að
sýnilegt framlag kæmi á móti. Þá hef-
ur engin skýring verið gefin á því að
greiðsla var einnig innt af hendi árið
2002, önnur en sú að heimild hafi ver-
ið til þess í fjárhagsáætlun. Telur
ráðuneytið ástæðu til að finna veru-
lega að þessari framkvæmd og er
nauðsynlegt að viðeigandi leiðrétting-
ar verði gerðar hið fyrsta.“
Ráðuneytið bendir á að breytingar
hafi orðið á eignarhaldi Þróunar-
félagsins undanfarna mánuði og nýr
meirihluti Vestmannaeyjalista og
framsóknarmanna tekið við stjórn
bæjarins. Samkvæmt því sem fram
hafi komið sé óvíst hvort rekstri fé-
lagsins verði haldið áfram í óbreyttri
mynd. Telur ráðuneytið eðlilegt að
sveitarfélagið fari vandlega yfir þá
stöðu sem ÞV sé í, hugi að nauðsyn-
legum breytingum og kanni afstöðu
meðeiganda til þess hvort rekstrinum
verði haldið áfram eða leyst upp.
Andrés Sigmundsson segir álitið
sýna berlega hversu alvarlegt mál sé
á ferðinni. Kanna þurfi nánar við-
skipti Þróunarfélagsins við ýmis fyr-
irtæki og hvernig þeim peningum var
ráðstafað sem komu úr félagslegu
íbúðakerfi bæjarins til félagsins. Ekki
sé heldur vitað nákvæmlega um fjár-
streymið þar sem bókhaldið hafi
týnst. Andrés telur eðlilegt að stærsti
eigandi félagsins, Vestmannaeyja-
bær, óski eftir frekari rannsókn þar
sem mörgum spurningum sé enn
ósvarað. Bæjarbúar eigi einnig kröfu
á að vita með nákvæmari hætti hvern-
ig fjármunum þeirra var varið.
Félagsmálaráðuneytið skilar áliti um Þróunarfélag Vestmannaeyja
Alvarlegar athugasemdir
en viðurlögum ekki beitt
Meirihluti bæjarstjórnar íhugar að
leita til ríkislögreglustjóra
112 ÖKUMENN voru teknir
fyrir of hraðan akstur í umferð-
arátaki lögregluembættanna á
Vesturlandi um páskana. Eng-
inn var þó á ofsahraða að sögn
lögreglunnar í Borgarnesi. Seg-
ir hún jafnframt að fjöldi þeirra
sem teknir voru hafi ekki verið
meiri en búist hafði verið við.
Átakið stóð yfir frá 16. til 21.
apríl og urðu engin teljandi um-
ferðaróhöpp á umræddu tíma-
bili. Lögreglubílum við eftirlit
var fjölgað úr tveimur í sex og
tók á annan tug lögreglumanna
þátt í átakinu. Ríkislögreglu-
stjóri og lögreglan í Reykjavík
lögðu verkefninu lið, auk lög-
reglunnar á Akranesi, Snæ-
fellsbæ, í Borgarnesi og Dölum.
112 teknir
fyrir hrað-
akstur
UNGUR ökumaður, sem nýlega var
kominn með bílpróf, velti bifreið á
Norðausturvegi við bæinn Háls í
Köldukinn í gærmorgun með þeim
afleiðingum að hún lenti í skurði og
skemmdist mikið. Bifreiðin fór að
hluta ofan í vatn en piltinum og 9 ára
gömlu barni, sem með honum var,
tókst að komast út án teljandi
meiðsla.
Valt út í skurð