Morgunblaðið - 23.04.2003, Side 19
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 2003 19
SAMHERJI hlaut í gær Útflutn-
ingsverðlaun forseta Íslands. Er
það í fimmtánda sinn sem verð-
launin eru afhent.
Í ræðu Páls Sigurjónssonar,
formanns úthlutunarnefndar, í
gær kom fram að Samherja hf.
eru veitt verðlaunin fyrir að hafa
náð sérlega góðum árangri í veið-
um, vinnslu og markaðssetningu
á íslensku sjávarfangi. „Fyr-
irtækið fer fremst í fylkingu ís-
lenskra sjávarútvegsfyrirtækja
og hefur vakið mikla athygli fyrir
framsækinn og arðbæran rekstur.
Kraftur og áræðni einkenna fyr-
irtækið, starfsmenn þess og
stjórnendur,“ að sögn Páls.
Þátttaka í flestum
greinum sjávarútvegs
Samherji hf. var stofnaður árið
1972 í Grindavík, en rúmum 10
árum síðar keyptu frændurnir
Kristján Vilhelmsson, Þorsteinn
Már Baldvinsson og Þorsteinn
Vilhelmsson nær allt hlutafé fé-
lagsins og fluttu aðsetur þess
norður á Akureyri. Breyttu þeir
skipi félagsins í frystiskip og
fékk það nafnið Akureyrin
EA-10. „Sannaðist þar enn einu
sinni að mjór er mikils vísir, því
nú ræður félagið yfir 11 öflugum
fiskiskipum og rekur vinnslu í
landi á fjórum stöðum á Norður-,
Austur- og Suðurlandi auk starf-
semi erlendis.
Fyrstu árin var útgerð frysti-
togara meginþunginn í starfsemi
félagsins, en nú er svo komið að
fyrirtækið tekur þátt í flestum
greinum sjávarútvegs og byggist
starfsemin á fjórum meginstoðum
– sjófrystingu, landvinnslu á bol-
fiski, rækjuvinnslu og vinnslu
uppsjávarafurða. Undanfarin ár
hefur einnig verið lögð aukin
áhersla á fiskeldi. Á þennan hátt
eru undirstöður rekstrarins
treystar, áhættunni dreift og
stöðugleiki tryggður. Samherji
hf. rekur einnig öflugt sölu- og
markaðsstarf erlendis fyrir af-
urðir sínar og má því segja að
fyrirtækið stjórni sjálft öllu fram-
leiðsluferlinu frá upphafi til enda
– frá veiðum á Norður-Atlants-
hafinu – í vinnslu í landi eða á sjó
– í sölu til erlendra kaupenda,“
að sögn Páls.
Stórfyrirtæki á
íslenskan mælikvarða
Rekstrartekjur Samherja hf. á
árinu 2002 námu rétt rúmum 13
milljörðum króna og rekstr-
arhagnaður félagsins var tæpir
1,9 milljarðar króna, sem er
mesti hagnaður í sögu félagsins.
Velta skiptist nánast til helminga
á milli útgerðar og vinnslu í landi
og hlutfall útflutnings af veltu ár-
ið 2002 var um 95%. Starfsmenn
félagsins í árslok voru 739 og
starfsmenn dótturfélaga voru 60.
Hluthafar í fyrirtækinu voru í
árslok 2.323 og á stærsti einstaki
aðilinn 17% hlut í félaginu. Sam-
herji hf. er því stórfyrirtæki á ís-
lenskan mælikvarða, að því er
fram kom í ræðu formanns út-
hlutunarnefndar.
Verðlaunagripurinn í ár er
gerður af Gerði Gunnarsdóttur
myndhöggvara. Nefnir hún lista-
verkið „Sókn“.
Í úthlutunarnefndinni sitja
fulltrúar frá embætti forseta Ís-
lands, viðskipta- og hagfræðideild
Háskóla Íslands, Landsnefnd al-
þjóða verslunarráðsins, Alþýðu-
sambandi Íslands og frá Útflutn-
ingsráði, en Útflutningsráð ber
ábyrgð á undirbúningi og kostn-
aði við verðlaunaveitinguna. Að
þessu sinni sátu í nefndinni: Stef-
án L. Stefánsson, Ágúst Ein-
arsson, Einar Benediktsson, Þór-
unn Sveinbjörnsdóttir og Páll
Sigurjónsson, sem einnig var for-
maður nefndarinnar.
Morgunblaðið/RAX
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, tók við Útflutnings-
verðlaunum forseta Íslands úr hendi Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Ís-
lands, á Bessastöðum í gær. Með þeim á myndinni eru Páll Sigurjónsson,
formaður úthlutunarnefndar, og Gerður Gunnarsdóttir myndhöggvari.
Samherji fær Út-
flutningsverðlaun
forseta Íslands
INNLEYST tap Íslenska hugbún-
aðarsjóðsins, Íshug, á fyrsta árs-
fjórðungi ársins 2003 nam um 900
þúsundum króna. Tap að teknu til-
liti til óinnleysts taps af verðbréfa-
eign nam 18 milljónum króna. Á
fyrsta ársfjórðungi síðasta árs var
hagnaður félagsins tæpar 11 millj-
ónir króna.
Handbært fé Íshug í lok mars sl.
nam 518 milljónum króna. Heildar-
eignir voru 2,3 milljarðar króna og
eigið fé tæpir 2,3 milljarðar.
Hlutafé félagsins í árslok 2002 var
um 1,4 milljarðar. Eiginfjárhlutfall
var 99,8% og innra virði hlutafjár
1,63. Reiknuð skattinneign félags-
ins í lok fyrsta ársfjórðungs þessa
árs nam 347 milljónum og er hún
ekki eignfærð í ársreikningi.
Í tilkynningu frá Íshug kemur
fram að einu breytingarnar á
eignasafni félagsins á fyrsta árs-
fjórðungi 2003 séu sala hlutabréfa.
Félagið seldi allan eignarhlut sinn
í Skýrr auk þess sem m.a. allir
eignarhlutir félagsins í Aco Tækni-
vali, Svari, Median (Rafræn miðl-
un) og Flugbúnaði voru seldir á
tímabilinu.
Rekstrargjöld Íshug hækkuðu
úr tæpum 23 milljónum króna á
fyrsta ársfjórðungi síðasta árs í 32
milljónir á þessu ári. Segir í til-
kynningu félagsins að hækkunina
megi að mestu leyti rekja til að-
keyptrar vinnu sérfræðinga og
þjónustu vegna skoðunar á út-
rásarmöguleikum félagsins erlend-
is.
Tap Íshug 18 milljónir
fyrirtaeki.is
Nánari upplýsingar eru veittar hjá sölu- og þjónustudeild Póstsins
í síma 580 1030. Netfang: postur@postur.is Veffang: www.postur.is Öryggi alla leið
Njóttu liðsinnis fyrirtækjaþjónustu Póstsins við að dreifa vörusendingum fyrirtækisins.
Við sækjum til þín allar póstsendingar og komum þeim í hendur viðtakenda.
Yfir 900 fyrirtæki hafa kosið fyrirtækjaþjónustu Póstsins.
og fyrirhöfn?
Viltu
sparatíma
Sunnudaginn 4. maí fylgir Morgunblaðinu ríkulega myndskreyttur blaðauki
um sumarhús og garðrækt. Meðal efnis er:
NÝJUNGAR Í GARÐRÆKT
SÓLPALLAR OG VERANDIR
RÆKTUN MATJURTA OG KRYDDJURTA
ÖRYGGISMÁL SUMARHÚSA
STEINSTÍGAR OG HLEÐSLUR Í GARÐA
FRÁRENNSLI SUMARHÚSA
Blaðið er prentað á 60 g pappír og skorið.
Auglýsendum er bent á að nýta allan prentflötinn,
þ.e. að láta auglýsingarnar „blæða“.
Síðustærðin er 25,5 x 37 sm.
Pantið tímanlega!
Pöntunarfrestur er til kl. 16:00 föstudaginn 25. apríl.
Skilatími á fullunnum auglýsingum er til kl. 16:00 mánudaginn 28. apríl.
Hafðu samband við sölufulltrúa auglýsingadeildar
Morgunblaðsins í síma 569 1111 eða augl@mbl.is
Garður og sumarhús 2003