Morgunblaðið - 23.04.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 23.04.2003, Blaðsíða 19
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 2003 19 SAMHERJI hlaut í gær Útflutn- ingsverðlaun forseta Íslands. Er það í fimmtánda sinn sem verð- launin eru afhent. Í ræðu Páls Sigurjónssonar, formanns úthlutunarnefndar, í gær kom fram að Samherja hf. eru veitt verðlaunin fyrir að hafa náð sérlega góðum árangri í veið- um, vinnslu og markaðssetningu á íslensku sjávarfangi. „Fyr- irtækið fer fremst í fylkingu ís- lenskra sjávarútvegsfyrirtækja og hefur vakið mikla athygli fyrir framsækinn og arðbæran rekstur. Kraftur og áræðni einkenna fyr- irtækið, starfsmenn þess og stjórnendur,“ að sögn Páls. Þátttaka í flestum greinum sjávarútvegs Samherji hf. var stofnaður árið 1972 í Grindavík, en rúmum 10 árum síðar keyptu frændurnir Kristján Vilhelmsson, Þorsteinn Már Baldvinsson og Þorsteinn Vilhelmsson nær allt hlutafé fé- lagsins og fluttu aðsetur þess norður á Akureyri. Breyttu þeir skipi félagsins í frystiskip og fékk það nafnið Akureyrin EA-10. „Sannaðist þar enn einu sinni að mjór er mikils vísir, því nú ræður félagið yfir 11 öflugum fiskiskipum og rekur vinnslu í landi á fjórum stöðum á Norður-, Austur- og Suðurlandi auk starf- semi erlendis. Fyrstu árin var útgerð frysti- togara meginþunginn í starfsemi félagsins, en nú er svo komið að fyrirtækið tekur þátt í flestum greinum sjávarútvegs og byggist starfsemin á fjórum meginstoðum – sjófrystingu, landvinnslu á bol- fiski, rækjuvinnslu og vinnslu uppsjávarafurða. Undanfarin ár hefur einnig verið lögð aukin áhersla á fiskeldi. Á þennan hátt eru undirstöður rekstrarins treystar, áhættunni dreift og stöðugleiki tryggður. Samherji hf. rekur einnig öflugt sölu- og markaðsstarf erlendis fyrir af- urðir sínar og má því segja að fyrirtækið stjórni sjálft öllu fram- leiðsluferlinu frá upphafi til enda – frá veiðum á Norður-Atlants- hafinu – í vinnslu í landi eða á sjó – í sölu til erlendra kaupenda,“ að sögn Páls. Stórfyrirtæki á íslenskan mælikvarða Rekstrartekjur Samherja hf. á árinu 2002 námu rétt rúmum 13 milljörðum króna og rekstr- arhagnaður félagsins var tæpir 1,9 milljarðar króna, sem er mesti hagnaður í sögu félagsins. Velta skiptist nánast til helminga á milli útgerðar og vinnslu í landi og hlutfall útflutnings af veltu ár- ið 2002 var um 95%. Starfsmenn félagsins í árslok voru 739 og starfsmenn dótturfélaga voru 60. Hluthafar í fyrirtækinu voru í árslok 2.323 og á stærsti einstaki aðilinn 17% hlut í félaginu. Sam- herji hf. er því stórfyrirtæki á ís- lenskan mælikvarða, að því er fram kom í ræðu formanns út- hlutunarnefndar. Verðlaunagripurinn í ár er gerður af Gerði Gunnarsdóttur myndhöggvara. Nefnir hún lista- verkið „Sókn“. Í úthlutunarnefndinni sitja fulltrúar frá embætti forseta Ís- lands, viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, Landsnefnd al- þjóða verslunarráðsins, Alþýðu- sambandi Íslands og frá Útflutn- ingsráði, en Útflutningsráð ber ábyrgð á undirbúningi og kostn- aði við verðlaunaveitinguna. Að þessu sinni sátu í nefndinni: Stef- án L. Stefánsson, Ágúst Ein- arsson, Einar Benediktsson, Þór- unn Sveinbjörnsdóttir og Páll Sigurjónsson, sem einnig var for- maður nefndarinnar. Morgunblaðið/RAX Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, tók við Útflutnings- verðlaunum forseta Íslands úr hendi Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Ís- lands, á Bessastöðum í gær. Með þeim á myndinni eru Páll Sigurjónsson, formaður úthlutunarnefndar, og Gerður Gunnarsdóttir myndhöggvari. Samherji fær Út- flutningsverðlaun forseta Íslands INNLEYST tap Íslenska hugbún- aðarsjóðsins, Íshug, á fyrsta árs- fjórðungi ársins 2003 nam um 900 þúsundum króna. Tap að teknu til- liti til óinnleysts taps af verðbréfa- eign nam 18 milljónum króna. Á fyrsta ársfjórðungi síðasta árs var hagnaður félagsins tæpar 11 millj- ónir króna. Handbært fé Íshug í lok mars sl. nam 518 milljónum króna. Heildar- eignir voru 2,3 milljarðar króna og eigið fé tæpir 2,3 milljarðar. Hlutafé félagsins í árslok 2002 var um 1,4 milljarðar. Eiginfjárhlutfall var 99,8% og innra virði hlutafjár 1,63. Reiknuð skattinneign félags- ins í lok fyrsta ársfjórðungs þessa árs nam 347 milljónum og er hún ekki eignfærð í ársreikningi. Í tilkynningu frá Íshug kemur fram að einu breytingarnar á eignasafni félagsins á fyrsta árs- fjórðungi 2003 séu sala hlutabréfa. Félagið seldi allan eignarhlut sinn í Skýrr auk þess sem m.a. allir eignarhlutir félagsins í Aco Tækni- vali, Svari, Median (Rafræn miðl- un) og Flugbúnaði voru seldir á tímabilinu. Rekstrargjöld Íshug hækkuðu úr tæpum 23 milljónum króna á fyrsta ársfjórðungi síðasta árs í 32 milljónir á þessu ári. Segir í til- kynningu félagsins að hækkunina megi að mestu leyti rekja til að- keyptrar vinnu sérfræðinga og þjónustu vegna skoðunar á út- rásarmöguleikum félagsins erlend- is. Tap Íshug 18 milljónir fyrirtaeki.is Nánari upplýsingar eru veittar hjá sölu- og þjónustudeild Póstsins í síma 580 1030. Netfang: postur@postur.is Veffang: www.postur.is Öryggi alla leið Njóttu liðsinnis fyrirtækjaþjónustu Póstsins við að dreifa vörusendingum fyrirtækisins. Við sækjum til þín allar póstsendingar og komum þeim í hendur viðtakenda. Yfir 900 fyrirtæki hafa kosið fyrirtækjaþjónustu Póstsins. og fyrirhöfn? Viltu sparatíma Sunnudaginn 4. maí fylgir Morgunblaðinu ríkulega myndskreyttur blaðauki um sumarhús og garðrækt. Meðal efnis er: NÝJUNGAR Í GARÐRÆKT SÓLPALLAR OG VERANDIR RÆKTUN MATJURTA OG KRYDDJURTA ÖRYGGISMÁL SUMARHÚSA STEINSTÍGAR OG HLEÐSLUR Í GARÐA FRÁRENNSLI SUMARHÚSA Blaðið er prentað á 60 g pappír og skorið. Auglýsendum er bent á að nýta allan prentflötinn, þ.e. að láta auglýsingarnar „blæða“. Síðustærðin er 25,5 x 37 sm. Pantið tímanlega! Pöntunarfrestur er til kl. 16:00 föstudaginn 25. apríl. Skilatími á fullunnum auglýsingum er til kl. 16:00 mánudaginn 28. apríl. Hafðu samband við sölufulltrúa auglýsingadeildar Morgunblaðsins í síma 569 1111 eða augl@mbl.is Garður og sumarhús 2003
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.