Morgunblaðið - 23.04.2003, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 23.04.2003, Qupperneq 23
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 2003 23 DUGA ÞÉR LAUN 11 MÁNUÐI ÁRSINS? Samkvæmt gildandi reglum þurfa flestir sem tekið hafa lán hjá Lánasjóði íslenskra náms- manna að greiða til baka sem nemur einum útborguðum mánaðarlaunum á ári til sjóðsins. Lántakendur eru um 13% kjósenda og sá hópur fer stækkandi. Þeir munu hugsa um ráðstöfunartekjur þegar þeir ákveða hvernig þeir verja atkvæði sínu á kjördag 10. maí. Eftirfarandi samtök hafa tekið höndum saman um að berjast fyrir léttari endurgreiðslubyrði námslána: HVAÐ ÆTLAR ÞINN FLOKKUR AÐ GERA Í MÁLINU? Svör við þessari spurningu verða birt hér í blaðinu 5. maí. • Bandalag háskólamanna (BHM) • Bandalag íslenskra sérskólanema (BÍSN) • BSRB • Félag íslenskra hljómlistarmanna (FÍH) • Félag prófessora • Félag unglækna • Iðnnemasamband Íslands (INSÍ) • Kennarasamband Íslands (KÍ) • Kjarafélag Tæknifræðingafélags Íslands (KTFÍ) • Lyfjafræðingafélag Íslands • Prestafélag Íslands • Samband íslenskra námsmanna erlendis (SÍNE) • Starfsmannafélag Ríkisendurskoðunar • Stéttarfélag verkfræðinga (SV) • Tannlæknafélag Íslands (TFÍ) • Vélstjórafélag Íslands (VSFÍ) ÓTTAST er, að veiran, sem veldur bráðri lungnabólgu, muni stökk- breytast mjög ört og vegna þess verði það enn erfiðara en ella að finna við henni bóluefni. Er það haft eftir kínverskum vísindamönnum að því er fram kemur á fréttavef BBC, breska ríkisútvarpsins. Það eru vísindamenn við Erfða- fræðistofnunina í Peking, sem telja ástæðu til að ætla, að veiran muni stökkbreytast ört og aðrir óttast að tilraunir til að hindra útbreiðslu hennar mistakist. Talið er víst, að veiran sé afbrigði af svokölluðum „coronavirus“ og hafi hún „stokkið“ úr dýrum í menn í kínverska hér- aðinu Guangdong. Hefur hún nú orð- ið meira en 200 manns að bana, að- allega í Kína, Kanada og Singapúr. Smitleiðum hefur fjölgað Dr. Adrin Mockett, sem hefur unnið að framleiðslu bóluefnis fyrir fugla, segir, að í dýrum hafi veiran breyst þannig, að hún dreifist ekki lengur bara með hósta, heldur einnig með saur. Vegna þess getur mengað vatn eða fæða einnig valdið sýkingu. Vísindamenn óttast, að það sama verði uppi á teningnum með lungna- bólguveiruna í mönnum. Þar að auki gæti hún stökkbreyst eða þróast með ólíkum hætti í Ameríku, Asíu eða Afríku og hugsanlegt bóluefni við henni virkaði þá aðeins sums staðar en annars staðar ekki. Talið að erfitt verði að koma í veg fyrir útbreiðslu bráðrar lungnabólgu AP Kínverskur kennari brýnir fyrir börnum mikilvægi þess að þvo sér vel um hendur. Ljóst er nú orðið, að bráða lungnabólgan er miklu útbreiddari í Kína en áður var talið og daglega er greint frá nýjum tilfellum þar og víðar í Suðaustur-Asíu og á Indlandi. Í Kína er fjórðungur þeirra, sem sýkst hafa, starfsmenn heilsugæslunnar. Óttast öra stökkbreytingu lungnabólguveirunnar CHANDRIKA Kumaratunga, forsetiSri Lanka, skipaði í gær öryggissveit- um landsins að vera við öllu búnar en þá höfðu fulltrúar skæruliða, Tam- ílsku tígranna, slitið viðræðum við stjórnvöld um frið í landinu. Tamílsku tígrarnir tilkynntu í fyrradag, að þeir hefðu hætt viðræð- um við stjórn Ranil Wickremesinghe forsætisráðherra og sökuðu hana um að hafa ekki staðið við gefin fyrirheit. Er nú búist við að ekkert verði af næstu lotu viðræðnanna en hún átti að fara fram í Taílandi 29. apríl. Erlendir sendimenn í Colombo, höfuðborg Sri Lanka, telja margir, að Tígrarnir hugsi yfirlýsinguna um viðræðuslitin sem leikfléttu en óttast, að hún geti haft alvarlegar afleiðing- ar. Hugsast geti, að ríkisstjórnin taki þá á orðinu auk þess sem þeir muni glata þeirri alþjóðlegu velvild, sem þeir áunnu sér er þeir féllust á við- ræður í september síðastliðnum. Norðmenn, sem hafa haft milligöngu í viðræðunum, vonast til að þær geti hafist aftur og þeir benda á, að Tígr- arnir hafi ekki rofið eða sagt upp vopnahléinu sem er í gildi. Kumaratunga forseti, sem hefur ekki verið alls kostar sátt við viðræð- ur ríkisstjórnarinnar við skæruliða, bendir á, að þetta sé raunar í fjórða sinn sem Tamílsku tígrarnir slíta frið- arviðræðum frá árinu 1985 og það hafi þeir alltaf gert af lítilli ástæðu. Þótt vopnahlé ríki enn á milli Tígr- anna og stjórnarhersins þá hafa verið vaxandi átök milli þeirra og múslíma, sem eru annar stærsti minnihluta- hópurinn á eftir Tamílum. Viðræðu- slit á Sri Lanka Colombo. AFP.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.