Morgunblaðið - 23.04.2003, Blaðsíða 28
LISTIR
28 MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ
„MAÐUR verður eitthvað að lesa –
annars verður maður ekki nema
magi og munnur“, ritaði Stephan G.
Stephansson í bréfi til vinar síns. Í
þessu felst sá skilningur á bókinni
að hún sé lífsnauðsyn og beri auk
þess í sér verðmætin sem taka við
þegar brýnustu þörfum til lífs er
fullnægt. Bókin er tilfinningum
okkar og vitsmunum það sem fæð-
an er líkamanum. Við lesum til að
mennta okkur og fræðast um hvað
sem okkur dettur í hug. En við les-
um líka til að hverfa inn í annan
heim, næra tilfinningar okkar,
komast til skilnings á okkur sjálf-
um, ná tökum á flóknum veru-
leikanum sem við hrærumst í.
Þessi Dagur bókarinnar er helg-
aður ævisögum og barnabók-
menntum, sem virðast í fljótu
bragði ekki eiga margt sameig-
inlegt, nema það hvað bernskan er
fyrirferðarmikil í mörgum ævisög-
um, ekki síst sjálfsævisögum. Bókin
er sá miðill sem menn leita til þegar
þeir vilja gera upp liðna ævi, rétta
hlut sinn, skýra breytni sína fyrir
sjálfum sér og öðrum. Nýjasta af-
brigði ævisögunnar er „bloggið“
eða vefdagbókin, þar sem fólk
skrifar á netið lýsingu á ævi sinni
og hugleiðingum svo að segja jafn-
harðan. Þetta er vitanlega ósam-
bærilegt við listræna ævisögu á
bók, þar sem sérstökum heimi er
brugðið upp fyrir lesendum og hið
almenna speglað í hinu einstaka.
Dæmi um slíkt verk sem hefur ný-
lega verið endurútgefið, að vísu
nokkuð stytt, er Fátækt fólk eftir
Tryggva Emilsson verkamann.
Þetta er lýsing á bernsku fátæks
drengs á Akureyri á fyrstu áratug-
um síðustu aldar. Einkenni þess-
arar ævilýsingar, svo átakanleg
sem hún er, er ríkur
mannsskilningur, líka
gagnvart þeim sem
beita drenginn hörðu,
og einstök skáldskap-
arlist í atburða- og
náttúrulýsingum. Það
eru þessi skáldskap-
artök sem brúa bilið í
næstum heila öld til
okkar sem nú lifum og
valda því að fólk við
allt aðrar aðstæður,
jafnvel hinum megin á
hnettinum, getur sett
sig í spor persónanna.
Margar barnabækur
hafa líka skírskotun
langt út fyrir hið þrönga söguefni.
Bestu barnabækurnar eru þær sem
gleðja unga lesendur og skemmta
þeim, koma til móts við þá á sínum
eigin forsendum en ganga um leið á
hólm við veruleikann, jafnvel það
sem erfitt er að festa hönd á eða
horfast í augu við. Eitt nafn kemur
upp í hugann öðrum fremur: Astrid
Lindgren, barnabókahöfundurinn
ástsæli sem lést 28. janúar á síðasta
ári. Bækur hennar eru gerðar með
þeim galdri að þær höfða til barna
á öllum sviðum: til lífsgleði þeirra,
kímnigáfu, nýjungagirni og fróð-
leiksþorsta. Þær víkja sér ekki
heldur undan því sem er erfitt: ein-
semd, ástleysi, veikindum, því að
horfast í augu við
dauðann. Þarna kem-
ur líka til skjalanna
galdur hins vandaða
skáldskapar, sem er
þess megnugur að
draga fram úr djúp-
unum efni sem verða
ekki höndluð með
öðru móti. Það er ein-
mitt einkenni þessa
höfundar að hún virð-
ir unga lesendur þess
að leika fyrir þá á allt
tónsvið ímyndunar-
afls og dramatískrar
framsetningar. Bæk-
ur hennar veita einnig
sýn á hið félagslega umhverfi,
höfða til réttlætiskenndar hinna
ungu lesenda og gefa þeim, án þess
að einfalda um of, tilfinningu þess
að hægt sé að breyta veröldinni.
Margir hafa talað um að dagar
bókarinnar séu taldir. Aðrir, mynd-
rænir miðlar séu komnir í hennar
stað og muni leysa hana af hólmi.
En þessu meginhlutverki bókanna
sem ég hef drepið á getur enginn
annar miðill gegnt. Endursögn á
efni þeirra á öðrum vettvangi verð-
ur eins og hvert annað flatt og hjá-
róma bergmál. Gamla spakmælið
„Bók er best vina“ er enn í fullu
gildi. Og ég vil bæta öðru við: „Ekki
kemur blogg í bókar stað!“
Alþjóðadagur bókarinnar, 23. apríl, er hald-
inn hátíðlegur víða um heim að frumkvæði
UNESCO, Menningarstofnunar Sameinuðu
þjóðanna. Þorleifur Hauksson íslenskufræð-
ingur hefur samið Ávarp Dags bókarinnar
2003 að beiðni Bókasambands Íslands.
Þorleifur Hauksson
Á Degi bókarinnarTúlípanafallhlífarer ný ljóðabók eftir
Sigurbjörgu
Þrastardóttur
sem kemur út í
dag á Degi bók-
arinnar hjá JPV-
útgáfu Túlípana-
fallhlífar skiptist í
fjóra kafla og er
73 blaðsíður að stærð. Þetta er þriðja
ljóðabók Sigurbjargar en fyrsta bók
hennar, Blálogaland, kom út árið
1999, en fram að því hafði hún hlotið
ýmsar viðurkenningar fyrir ljóð sín og
sögur, m.a. hjá Ríkisútvarpinu og
Stúdentablaðinu. Ári síðar kom út
ljóðabókin Hnattflug sem hlaut góðar
viðtökur og var valin „besta ljóðabók
vertíðarinnar“ af starfsfólki bókaversl-
ana.
Þýðingar á ljóðum Sigurbjargar hafa
birst í skoskum, ítölskum og þýskum
bókmenntatímaritum, auk ljóðasafna
í Svíþjóð og Tékklandi. Hún var skáld
Skírnis í hausthefti 2001 og á meðal
annars ljóð í safnbókunum Bók í
mannhafið og Líf í ljóðum.
Ljóðamyndverk eftir Sigurbjörgu
Þrastardóttur eru nú til sýnis í gall-
eríinu Project Room í Glasgow. Þar
stendur yfir Vistas II, samsýning
ungra listamanna frá Danmörku, Kan-
ada, Svíþjóð og Skotlandi, og var Sig-
urbjörgu boðið að taka þátt í sýning-
unni með verkum byggðum á eigin
textum. Um er að ræða ljóð á stólpa
og handunna bók með enskum þýð-
ingum frumsaminna ljóða.
Fyrsta skáldsaga Sigurbjargar, Sól-
ar saga, kom út haustið 2002 og
fjallar um unga stúlku sem gengur í
gegnum erfiða lífsreynslu á Ítalíu en
reynir að finna öryggið aftur á sér-
stæðan hátt. Fyrir handrit bókarinnar
hlaut Sigurbjörg Bókmenntaverðlaun
Reykjavíkurborgar, sem kennd eru við
Tómas Guðmundsson, árið 2002.
Leikfélag Akureyrar frumsýndi leik-
verkið Maður & kona: Egglos eftir Sig-
urbjörgu fyrr á þessu ári.
Sigurbjörg Þrastardóttir (1973) er
fædd og uppalin á Akranesi og starfar
sem blaðamaður á Morgunblaðinu
meðfram ritstörfum.
Jón Ásgeir hannaði útlit ljóðabók-
arinnar og kápu en Svansprent prent-
aði.
Ljóð
Ristavél er eftir
danska rithöfund-
inn Jan Sonner-
gaard í þýðingu
Hjalta Rögnvalds-
sonar.
Ristavél er smá-
sagnasafn sem
lýsir lífi ungs und-
irmálsfólks í
Kaupmannahöfn samtímans, rót-
leysi, óstöðugu umhverfi og þrá þess
eftir sambandi og merkingu. Þegar
bókin kom út í Danmörku árið 1999
hlaut hún afbragðsgóðar viðtökur og
hefur selst í óvenjustóru upplagi þar í
landi, segir í fréttatilkynningu.
Útgefandi er bókaútgáfan Bjartur
og kemur bókin út í neon-flokki for-
lagsins. Bókin er prentuð í Gutenberg
hf. en kápuna hannaði Snæbjörn Arn-
grímsson. Verð: 1.880 kr.
Smásögur
NÚ standa yfir vortónleikar
hjá tónlistardeild Listaháskóla
Íslands og eru tónleikar eftir-
farandi:
Fimmtudagur: Hráisalur kl. 20
Elfa Rún Kristinsdóttir, fiðla,
Melkorka Ólafsdóttir, flauta,
Ragnheiður Bjarnadóttir, pí-
anó.
Föstudagur: Flyglasalur kl. 16
Barokktónleikar. Nemendur
tónlistardeildar leika og syngja
verk frá barokktímanum.
Sunnudagur: Hráisalur kl. 20
Hafdís Vigfúsdóttir, flauta,
Sigrún Erla Egilsdóttir, selló,
Páll Ivan Pálsson, tónsmíðar,
Guðmundur Steinn Gunnars-
son, tónsmíðar.
Vortón-
leikar í LHÍ
má þar meðal annars nefna lög eins
og The Pink Panther, Moonlight
Serenade og Do nothin’ till you hear
from me (sem Robbie Williams vakti
aftur til lífsins fyrir skömmu).
Stjórnandi lúðrasveitarinnar er
Stefán Ómar Jakobsson. Tónleikarn-
ir hefjast klukkan 20 og aðgangur er
ókeypis.
LÚÐRASVEIT Hafnarfjarðar ætl-
ar að kveðja veturinn með stórsveit-
artónleikum og ekta kaffihúsa-
stemmningu síðasta vetrardag,
miðvikudaginn 23. apríl. Tónleikarn-
ir verða haldnir í veislusalnum Turn-
inum á 7. hæð í verslunarmiðstöðinni
Firði (Norðurturni). Á dagskránni
verða nokkrar sígildar jazzperlur,
Vortónleikar Lúðra-
sveitar Hafnarfjarðar
VIKA bókarinnar hefst í dag,
miðvikudag, á Alþjóðadegi bók-
arinnar, og stendur til þriðju-
dagsins 29. apríl.
Yfirskrift vikunnar er að þessu
sinni Ævisögur en Börn og bæk-
ur eru einnig fyrirferðarmikil í
dagskrá vikunnar. Bókin Skáld
um skáld kemur út í tilefni Viku
bókarinnar. Bókin geymir tutt-
ugu greinar eftir jafnmörg skáld
og fræðimenn um íslenska rithöf-
unda og verk þeirra. Í viku bók-
arinnar bjóða Edda útgáfa og
Strætó farþegum upp á aðgang
að Syrpum, tímaritinu Galdra-
stelpum og kiljum á öllum leiðum
Strætó.
Flugfélag Íslands í samvinnu
við Eddu útgáfu gefur öllum
börnum, sem ferðast með félag-
inu á sumardaginn fyrsta, Syrpu
í sumarglaðning. Í Fjölskyldu- og
húsdýragarðinum kynnir Edda
útgáfa barnabækur um dýrin og
umhverfi þeirra. Vakin verður at-
hygli á ævisögum og endurminn-
ingum í öllum söfnum Borgar-
bókasafns og á Bókmenntavef
safnsins, www.bokmenntir.is þar
sem lesa má umsagnir um slíkar
bókmenntir auk þess sem gestir
síðunnar eru hvattir til að senda
inn pistla um bækur sem þeir
hafa lesið. Í Kringlusafni verður
yfirskrift vikunnar „Manstu ekk’
eftir mér?“ Ævisögur verða
dregnar fram og rifjuð upp kynni
af gömlum „seríubókum“ eins og
Nancy-bókunum og bókunum um
Bob Moran. Í máli og myndum
verða sagðar sögur af samskipt-
um kattarins Kvasa og Júlíu og
einnig ævisaga Patreks Orra sem
er nýkominn í heiminn.
Kosið er um bestu barna- og
unglingabækur síðasta árs í
Bókasafni Kópavogs. Alla vikuna
gefst gestum Bókasafns Hvera-
gerðis kostur á að fá lánaðar
ævisögur sem starfsfólk safnsins
velur, pakkar inn og afhendir
óséð.
Í Bókasafni Mosfellsbæjar
verður kynning á listamönnum í
Mosfellsbæ, einum í senn, alla
vikuna. Listamenninrnir velja
sjálfir það listaverk sem þeir
vilja kynna sig með á safninu.
Fyrsti listamaðurinn er Hildur
Margrétardóttir með olíumál-
verkið „Bóndinn á Helgafelli“. Þá
verður safnið með sýningu á lit-
skrúðugum hænsnfuglastyttum.
Dagskráin er eftirfarandi:
Listasafn Reykjanesbæjar kl.
11: Verkefninu Lestrarmenningu
í Reykjanesbæ ýtt úr vör.
Barnabókarúta SÍUNG
Nokkrir barnaókahöfundar heim-
sækja grunnskóla á staðnum og
lesa fyrir nemendur úr verkum
sínum.
ReykjavíkurAkademían,
Hringbraut 121, kl. 16.30–18:
Hagþenkir efnir til málþings
undir yfirskriftinni: „Höfundar
Íslands. Frumleiki, sæmd og
eignarréttur.“
Bókasafn Akraness kl. 16.30:
Sigurbjörg Þrastardóttir rithöf-
undur les úr verkum sínum, m.a.
úr nýrri ljóðabók, Túlípanafall-
hlífar.
Gagnagrunnur Eddu útgáfu
kl. 11: Gagnagrunnur Eddu
formlega opnaður með aðgangi
almennings að Laxness-lyklinum.
Nánari upplýsingar á www.edda-
.is.
Bókasafn Hveragerðis kl.
13.30: Sögustund fyrir 3–5 ára
börn. Besta barnabókin 2002 að
mati 6–12 ára barna í Hveragerði
og lesið verður úr bestu bók-
unum. Happdrættisvinningar af-
hentir. Kl. 16-18.30: Safngestir
lesa ljóð að eigin vali á heila og
hálfa tímanum.
Bókasafn Grindavíkur kl. 17:
Verðlaun í Bókasafnsgetraun
aprílmánaðar afhent. Upplestur
grunnskólabarna og tónlist leikin
af nemendum Tónlistarskóla
Grindavíkur, auk þess sem Rósa-
lind Gísladóttir, Gunnar Krist-
mannsson og Valgerður Guðrún
Guðnadóttir munu flytja söngat-
riði við undirleik Franks Herluf-
sens.
Súfistinn, Laugavegi 18, kl.
20.30: Af skinni yfir á skjá –
Njálukvöld í tilefni nýrrar útgáfu
af Brennu-Njáls sögu sem bóka-
forlagið Bjartur gefur út.
Gunnarshús, Dyngjuvegi 8, kl.
20.30: Fjölísviðurkenningar Rit-
höfundasambands Íslands verða
veitt. Að afhendingu lokinni verð-
ur lesið úr verkum þeirra höf-
unda sem viðurkenningar hljóta
en þeir eru: Gylfi Gröndal, Krist-
ín Steinsdóttir, Ólafur Haukur
Símonarson, Óskar Árni Óskars-
son, Sindri Freysson og Steinunn
Sigurðardóttir.
Vika bókarinnar
KRISTINN ÁRNASON gítarleik-
ari heldur einleikstónleika í Saln-
um í kvöld. Efniskráin er fjölbreytt
og spannar allt frá 16. öld til nú-
tímans og verkin eru af ýmsum
toga. „Hugmyndin að baki efnis-
skránni er að sýna klassíska gít-
arinn í sem víðustu ljósi,“ segir
Kristinn um tónleikana.
Kristinn lauk burtfararprófi í
klassískum gítarleik frá Tónskóla
Sigursveins árið 1983. Hann stund-
aði síðan framhaldsnám í Englandi
og á Spáni hjá José Tomas og í
New York þaðan sem hann lauk
B.M. gráðu frá Manhattan School
of Music árið 1987. Kristinn hefur
komið fram á fjölmörgum tónleik-
um bæði hér heima og erlendis og
leikið inn á fjóra hljómdiska og hlaut
hann Íslensku tónlistarverðlaunin
1996 fyrir hljómdiskinn með verkum
eftir Sor og Ponce.
„Ég ætla að hefja tónleikana á 4
pavönum eftir spænska 16. aldar tón-
skáldið Lois Milan sem upphaflega
voru samdir fyrir hið forna hljóðfæri
vihuela. Þessi verk birtust fyrst í
kennslubók fyrir vihuela sem kom út
1535. Síðan ætla ég að leika svítu í
E-dúr eftir J.S. Bach sem hann samdi
fyrir barokklútu. Eftir það stekk ég
fram til 20. aldar og leik Drei Tentos,
fantasíur eftir Hans Werner Henze
frá 1958. Þetta eru 3 gítarsólókaflar
sem Henze samdi fyrir gítar og söng-
rödd við ljóðabálk eftir skáldið Höld-
erlin. Eftir hlé leik ég svo Grand
overture eftir spænska 19. aldar tón-
skáldið Mouro Guiliani, verk sem er í
anda óperuforleikja Rossinis. Þá
fylgja nokkur þjóðlög frá Katalóníu í
útsetningu Llobet og síðan leik ég
verk eftir Granados, La Maya de
Goya sem er innblásið af málverki eft-
ir Goya. Þetta verk var upphaflega
samið fyrir söngrödd og píanó og er í
mjög þjóðlegum spænskum anda eins
og var svo vinsæll í kringum aldamót-
in 1900. Tónleikunum lýkur svo á
Draumi í frumskógi, verki eftir Ag-
ustin Barrios frá Paraguy en hann
lést árið 1944,“ segir Kristinn og bæt-
ir því við að við tónleikana núna sé of-
arlega í huga sér að heiðra minningu
tveggja vina sinna og samkennara
sem létust báðir langt fyrir aldur
fram á síðasta ári; gítarleikararnir
Einar Kristján Einarsson og Kristján
Eldjárn. „Það er nú liðið um það bil ár
síðan þeir létust og þó gítarinn sé
fyrst og fremst einleikshljóðfæri þá
vorum við miklir félagar og áttum
fjölmargar góðar stundir saman.“
Tónleikar Kristins eru hluti af röð
tónleika tónlistarkennara við Tónlist-
arskóla Kópavogs og fluttir með
stuðningi Kópavogsbæjar.
Fjórar aldir af
gítartónlist
Kristinn Árnason
Morgunblaðið/Kristinn