Morgunblaðið - 23.04.2003, Síða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
NAUÐSYNLEGT er að Íslendingar horfi berum augum
á þær gríðarlegu breytingar sem hafa orðið í íslensku
þjóðfélagi á síðustu árum. Völd, áhrif og fjármunir hafa
verið að færast á fárra manna hendur. Taflmennska með
sjóði sem þjóðin á er orðin atvinnugrein, sjálfseign-
arsjóði, tjónasjóði og lífeyrissjóði. Ríkisstjórn og löggjaf-
arvald hafa ekki sinnt skyldum sínum að setja nauðsyn-
leg lög og reglur á fjármálamarkaði.
Lífeyrissjóðir
Á síðustu áratugum hafa safnast upp gríðarlegir lífeyr-
issjóðir í eigu landsmanna. Lífeyriskerfi okkar sam-
anstendur því annars vegar af lífeyrissjóðum með upp-
söfnun sjóða og hins vegar af almannatryggingakerfi sem
er gegnumstreymiskerfi þ.e. ríkissjóður greiðir árlega
inn í tryggingakerfið af tekjum sínum. Þessi kerfi eru ólík
vegna þess að almannatryggingakerfið greiðir lífeyri án
tillits til ævitekna, er nokkurs konar öryggisnet, og bæt-
ur taka til lengri tíma litið mest mið af launaþróun. Líf-
eyrissjóðirnir greiða bætur eftir ævitekjum, því meira
sem menn hafa haft hærri laun, og ráðstöfunarfé þeirra
er háð ávöxtun á fjármagnsmarkaði.
Lífeyrissjóðirnir hafa nú til ráðstöfunar um 700 millj-
arða króna, en fjöldi sjóðanna er margir tugir. Ávöxtun
fjár er talsvert mismunandi eftir sjóðum og rekstrar-
kostnaður þeirra smærri er hlutfallslega meiri en hinna
stærri og ávöxtun þeirra þá verri.
Hér er um alvarlegt mál að ræða því flestir menn ráða
ekki í hvaða lífeyrissjóði þeir eru. Menn verða að greiða í
þann sjóð sem þeim er skipað til, hvort sem ávöxtun hans
er góð eða slæm, hvort sem hann er fær um að greiða
góðan lífeyri eða lélegan. Þannig ákveður löggjafinn í
reynd hver lífeyrir hinna ýmsu þegna þjóðfélagsins verð-
ur. Menn verða greiða í sjóð sem þeir vita að gefur ekki
eins góðan lífeyri og þeir vita að þeir geta fen
staðar. Nú er ljóst að margir lífeyrissjóðir ha
neikvæða ávöxtun nokkur ár og þá brennur
félaga upp. Sjóðirnir hafa keypt talsvert af e
hlutabréfum og tapað miklu fé. Lífeyrissjóðu
unarmanna er með neikvæða ávöxtun af erle
festingum um 12% frá 1994. Þetta gerist me
er mikið af húsbréfum með ríkisábyrgð og ve
ingu. Lífeyrissjóðirnir juku í reynd afföll hús
með því að kaupa heldur erlend verðbréf. Ek
heldur juku þeir vaxtabyrði sjóðfélaganna se
selja sín húsbréf með miklum afföllum. Alva
lækkun lífeyris vegna neikvæðrar ávöxtunar
vikum, dæmi: Lífeyrissjóður Austurlands, o
vaxta á húsnæðismarkaði.
Hins vegar eru lífeyrissjóðirnir með sína 7
orðnir eigendur margra stærstu fyrirtækja l
með banka. Eigendur sjóðanna, greiðendur
hins vegar litlu um stjórn þeirra. Stjórn í næ
skipuð fulltrúum vinnuveitenda og stéttarfél
stéttarfélaga, oft valdar á fámennum félagaf
nefna stjórnarmenn í lífeyrissjóð.
Þannig myndast fámennir hópar sem ráða
fé landsmanna, sækja iðgjöld með dráttarvö
fræðikostnaði ef þau dragast en bera litla áb
Ný lög um fjármagn
Eftir Guðmund G. Þórarinsson „Nýtt afl vill að he
fjármagnsmarkað
taki tillit til ofang
fækkun sjóða þan
bærilegum réttind
SJÁLFSTÆÐISMENN bregðast ókvæða við gagnrýni
Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur og Samfylkingarnnar
á það hvernig núverandi ríkisstjórn og oddviti hennar
fara með vald. Þetta eru persónuárásir, hrópa þeir hver
af öðrum, dylgjur, rógur, hálfkveðnar vísur. Og svo
þetta: Af hverju tala samfylkingarmenn ekki um mál-
efni?
En það gerum við einmitt, tölum um málefni og ekk-
ert annað. Við höfum rætt um menntamálin, um nýju fá-
tæktina, um gjafakvótann, um skattaumbætur, um jafn-
rétti. Og við tölum líka um frammistöðu hinna kjörnu
fulltrúa, um afstöðu þeirra til borgaranna, um gangvirki
stjórnkerfisins, og um það hvort valdhafarnir fara vel
eða illa með vald. Um hvað á að ræða fyrir kosningar ef
ekki einmitt stjórnarfarið í landinu?
Við höfum sett lýðræðismálin á dagskrá með sam-
stæðum úrbótatillögum á þeim hugmyndagrunni að við
teljum Íslandi henta best frjálslynt lýðræði með virð-
ingu fyrir mannréttindum og persónuhelgi. Við viljum
að það leysi af hólmi stjórnlyndi og samtryggingu, þar
sem valdhafar hegða sér einsog hér séu ennþá tímar
einvaldskonungs úr Kaupinhafn.
Frá Bermúda til Kanarí
Davíð Oddsson og samstarfsmenn hans verða að una
því að þeir starfa þrátt fyrir allt í lýðræðislegu sam-
félagi þar sem frammistaða þeirra og ferill er öllum til
umræðu. Þeir verða að una því að fyrir kosningar sé
rætt til dæmis um skoðanir forsætisráðherra, oddvita
framkvæmdavaldsins, á dómum Hæstarétta
um þykja sér ekki hagstæðir. Að fjallað sé u
efnalegu viðbrögð Davíðs Odssonar við dóm
dóms um fiskveiðikerfið að nú geti Íslendin
flutt til Kanaríeyja. Að spurningar kvikni u
stöðu hans eftir smásögu séra Arnar Bárða
Að minnst sé á þau afskipti hans af eignarh
irtækja sem lýst var í greinum Agnesar Bra
Að menn muni árásir hans á Bjarna Felixso
fréttamann fyrir að útvarpa ræðunni góðu s
við Bermúda. Að rifjuð séu upp þau viðbrög
ópukönnun á vegum Samtaka iðnaðarins að
stundi ólöglega gjaldheimtu á ríkisvegum se
grafast fyrir um. Að nefnd séu ummæli han
arskýrslu Rauða kross Íslands og þá skýrin
skjólstæðinga hjá Mæðrastyrksnefnd að all
ókeypis mat og leikföng. Að höfð sé í huga h
rannsókn sem útvarpsstjóri var látinn fyrir
fréttaflutning í Ríkisútvarpinu eftir kosning
Reykjavíkurlistans 1998. Að spurt sé hvort
Árni Johnsen hafi borið ábyrgð á Árna John
Kosið um stjórnarfar
Eftir Mörð Árnason „Við viljum að frjá
hólmi stjórnlyndi
sem valdhafar heg
séu ennþá tímar e
Kaupinhafn.“
ÞAÐ vekur athygli þegar stefnuskrá Frjálslynda flokks-
ins er lesin á heimasíðu flokksins að flokkurinn hefur enga
stefnu í efnahagsmálum. Hann hefur heldur enga stefnu í
ríkisfjármálum. En hann hefur stefnu í skattamálum.
Dýrasta reikningsskekkja stjórnmálasögunnar
Formaður flokksins útlistaði skattastefnu sína í Kast-
ljósþætti í Sjónvarpinu nýlega. Stefnan er sú að hækka
persónuafslátt um 10.000 krónur. Formaður flokksins
hélt að þetta kostaði 10 milljarða króna. Halldór Ásgríms-
son, formaður Framsóknarflokksins, gat hins vegar upp-
lýst formann Frjálslyndra um að tillögur hans muni í raun
og veru kosta 22 milljarða króna. Sem sagt: stefna Frjáls-
lynda flokksins í skattamálum er ábyrgðarlaust gaspur,
skot út í loftið, án þess að hugsað sé fyrir því hvað hlut-
irnir kosta ríkissjóð. Tólf milljarða skekkja, þetta er
örugglega dýrasta reikningsskekkja stjórnmálasögunnar
á Íslandi.
Hverjum treystir þú?
Í framhaldi af þessari afhjúpun á flaustri og ábyrgð-
arleysi formanns Frjálslynda flokksins vakna spurningar:
Er Frjálslynda flokknum treystandi fyrir ríkissjóði? Er
líklegt að fólk, sem ekki þekkir muninn á persónuafslætti
og skattleysismörkum hafi þá yfirsýn yfir ríkisfjármál og
efnahagsmál að það geti haldið um stjórnartaumana hér á
landi?
Þessar spurningar svara sér sjálfar. Það v
við efnahagslegan stöðugleika og hagvöxt í ís
hagslífi að leiða Guðjón A. Kristjánsson og fé
valda í íslensku samfélagi. Frjálslyndi flokku
vera að því að staldra við og hugsa yfirlýsing
enda. Hann umgengst stærðfræði og aðrar s
miklu frjálslyndi. Íslenska þjóðin hefur ekki
lynda flokknum.
Réttsýna, vandaða
og reynda forystu
Þegar í kjörklefann er komið vita kjósendu
um þeim hvílir ábyrgð. Það er auðvelt að kva
læti heimsins og Frjálslyndi flokkurinn er á h
því hlutverki. Það er hins vegar sjaldgæft að
kvarta hæst séu bestir til þess að leiða mál til
Íslenska þjóðin þarf umfram allt réttsýna, va
reynda forystumenn.
Undanfarin átta ár hafa verið samfellt hag
Frjálslynd stærðfræði
Eftir Árna Magnússon „Frjálslyndi flokku
staldra við og hug
Hann umgengst s
miklu frjálslyndi. Í
Frjálslynda flokkn
ÚTGÁFA Á ÍSLENSKUM
TÓNVERKUM
Öll sönglög dr. Páls Ísólfssonar voruflutt í heild sinni á tónleikum í
Salnum í Kópavogi nú fyrir páska, en
flytjendur voru söngvararnir Hanna
Dóra Sturludóttir og Finnur Bjarna-
son, ásamt Nínu Margréti Grímsdóttur
píanóleikara sem átti frumkvæði að tón-
leikunum. Við þetta tækifæri var einnig
afhjúpuð brjóstmynd af Páli – gjöf ætt-
ingja hans til Salarins – en hún stendur
þar við hlið brjóstmyndar af öðru þjóð-
þekktu tónskáldi, Sigvalda Kaldalóns.
Eins og fram kemur í umsögn Jóns
Ásgeirssonar um tónleikana hér í
blaðinu á sunnudag, undir fyrirsögninni
„Söngvar sem þjóðin geymir hjarta sér
nær“, var þarna um merkisviðburð að
ræða. Jón segir á „engan hallað, þó Páll
sé nefndur til sögu sem einn fyrsti al-
þjóðlega menntaði tónlistarmaður okk-
ar Íslendinga“, en bendir jafnframt á
hversu erfiðar aðstæður hér á landi
voru til tónlistariðkunar þegar Páll var
að vinna sitt brautryðjendastarf, þar
sem „allt vantaði til alls, bæði hljóðfæri
og kunnáttu“.
Tónleikar á borð við þá sem hér er
getið – þegar reynt er að gera heilum
þætti í höfundarverki ákveðins lista-
manns skil á einu bretti – leiða hugann
óhjákvæmilega að því hversu mikið hef-
ur verið samið af framúrskarandi tón-
list hér á landi, á þeim tiltölulega stutta
tíma sem liðinn er síðan atvinnu-
mennska ruddi sér braut á tónlistar-
sviðinu. Og einmitt vegna þess verður
jafnframt að huga að því hvernig varð-
veislu þessara helstu verka bestu tón-
skálda þjóðarinnar er nú háttað.
Ljóst er að þau íslensku tónlistarsöfn
sem mestu hafa safnað af íslenskum
tónverkum, þ.e.a.s. Íslensk tónverka-
miðstöð og safnadeild Ríkisútvarpsins,
hafa hvorugt haft fjárhagslega burði til
þess að sinna útgáfu á þeim íslensku
verkum sem brýnt er að verði aðgengi-
leg. Lítið hefur því verið gefið út af tón-
list á prenti og á hljómdiskum, en að
sjálfsögðu ætti það að vera eitt af for-
gangsverkefnum þjóðarinnar á menn-
ingarsviðinu að sjá til þess að öll helstu
verk merkustu tónskálda þjóðarinnar,
svo sem verk Páls Ísólfssonar og Jóns
Leifs, svo dæmi séu nefnd, séu aðgengi-
leg bæði á prenti og hljómdiskum.
Hafa verður í huga að tónverk eiga
sér tæpast langra lífdaga auðið ef þeim
er nær einvörðungu ætlað að geymast í
minni þjóðarinnar. Forsenda fyrir því
að tónverk séu flutt bæði hér heima og
erlendis er að hægt sé að fá þau á
prenti, en hljóðritanir þjóna að sjálf-
sögðu sama kynningarhlutverki gagn-
vart íslenskum sem erlendum tónlistar-
unnendum.
Ólíklegt má telja að nokkur sjái sér
fært að standa í svo viðamiklu verkefni
sem hér um ræðir nema með stuðningi
ríkisins, en fjárveiting til slíkrar útgáfu
væri verðug afmælisgjöf í tilefni ein-
hverra þeirra tímamóta í íslenskri sögu
sem þjóðin vill minnast með veglegum
hætti. Í því sambandi má benda á að á
næsta ári verða liðin 100 ár frá því að Ís-
lendingar fengu heimastjórn og það
væri svo sannarlega vel við hæfi að
leggja drög að útgáfuröð er hæfist af
því tilefni.
NÝR KOSTUR Í
MENNTAKERFINU
Nýr einkarekinn framhaldsskóli,Menntaskólinn Hraðbraut,mun taka til starfa á komandi
hausti. Menntamálaráðuneytið hefur
veitt faglega viðurkenningu á náminu,
sem fer fram samkvæmt aðalnámskrá
fyrir framhaldsskóla, og hefur verið
gerður samningur við ráðuneytið um
fjárstuðning, að því er fram kom í Morg-
unblaðinu á páskadag.
Aðalaðdráttarafl Hraðbrautar er,
eins og nafnið gefur til kynna, að hægt
er að ljúka náminu á miklu skemmri
tíma en í hefðbundnum framhaldsskól-
um, þ.e. á tveimur árum í stað fjögurra.
Þannig eiga nemendur að geta útskrif-
azt átján ára en ekki tvítugir eins og
venjan er. Skólaárið verður lengra en
hjá öðrum framhaldsskólum og skipulag
námsins talsvert ólíkt því sem almennt
gerist, m.a. er stefnt að því að sameina
kosti bekkjakerfis og áfangaskiptingar.
Í frétt Morgunblaðsins kemur fram í
máli skólastjórans, Ólafs Hauks John-
son, að talið sé að námið geti hentað um
15% nemenda í hverjum árgangi. Af því
má ljóst vera að skólinn höfðar fyrst og
fremst til beztu námsmannanna. Þeir
munu þurfa að greiða um 190 þúsund
krónur í skólagjöld fyrir hvort ár, en
fyrir þeirri upphæð geta þeir fengið lán
í viðskiptabönkum, sem þeir þurfa ekki
að endurgreiða fyrr en þeir hafa lokið
háskólanámi.
Til þessa hefur nemendum sumra
fjölbrautaskóla staðið til boða að ljúka
námi á skemmri tíma en fjórum árum,
en þá yfirleitt skemmst á þremur árum.
Í bekkjakerfisskólum hafa menn átt
þann kost að hlaupa yfir bekk. Dugleg-
um námsmönnum þykir eflaust mörgum
freistandi að spara sér eitt eða tvö ár í
framhaldsskólanum, hefja þannig há-
skólanám yngri og komast sem því nem-
ur fyrr út á vinnumarkað. Þær 380 þús-
und krónur, sem greiða þarf í skóla-
gjöld, eru ekki há upphæð miðað við
þær tvennar árstekjur, sem fólk fær
þannig á tíma sem það hefði ella varið á
skólabekk.
Menntaskólinn Hraðbraut er þannig
þörf viðbót og fjölgar kostunum í
menntakerfinu. Hann stuðlar að því að
duglegir námsmenn nýti tíma sinn bet-
ur og eins og Ólafur H. Johnson bendir
á, er það þjóðhagslega hagkvæmt að
ungt fólk komi fyrr út í atvinnulífið.
Tilkoma þessa einkarekna fram-
haldsskóla mun vafalaust ýta undir það
að skólarnir, sem til þessa hafa reynt að
laða til sín beztu námsmennina, breyti
námsskipulagi til að gera þeim kleift að
ljúka námi á skemmri tíma.
Jafnframt hlýtur þetta þarfa framtak
að herða á þeim umræðum, sem lengi
hafa farið fram, um að tími íslenzkra
námsmanna sé illa nýttur og fólk út-
skrifist of seint með stúdentspróf, að
jafnaði tveimur árum síðar en tíðkast í
samkeppnislöndum Íslands. Það er ekki
einvörðungu á framhaldsskólastiginu,
sem nota má tímann betur, heldur einn-
ig og ekki síður í grunnskólanum. Er
ekki t.d. orðið fyllilega tímabært að
ræða það að skólaskyldan hefjist við
fimm ára aldur, þannig að sá tími sé bet-
ur nýttur, sem ung heilabú eru hvað
móttækilegust fyrir lærdómi?